Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN
48 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐA um flug-
vallarmálið svokallaða
hefur verið mikil síð-
ustu vikur. Ástæða
umræðunnar er kom-
andi kosning Reykvík-
inga um veru eða fjar-
veru
innanlandsflugvallar í
Vatnsmýrinni. Um-
ræðan um flugvöllinn
er löngu tímabær og
því verður að fallast á
að fyrirhuguð kosning
er jákvæð í þeim skiln-
ingi að hún hefur
hrundið af stað brýnni
umræðu. En lengra
nær mín jákvæðni
gagnvart þessari kosningu ekki.
Fram hefur komið að kosningin sé
ekki lagalega bindandi en hún sé
það siðferðilega. Kannski er
ástæðulaust að segja meira, stjórn-
málamenn eru ekki þekktir af því að
múlbinda sig siðferðinu. Þó gæti
íhaldssöm borgarstjórn í framtíð-
inni nýtt sér kosninguna til þess að
framlengja samning við ríkið um
flugvöllinn ef meirihluti Reykvík-
inga væri svo skammsýnn að lýsa
sig fylgjandi áframhaldandi veru
flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þar
liggur hættan. Það liggur nokkuð í
augum uppi að kosning þessi er fá-
ránleg á fleiri en einn veg. Í fyrsta
lagi er verið að kjósa langt inn í
framtíðina. Á gervihnattaöld líður
tíminn hratt og breyt-
ingar eru örar. Í öðru
lagi gætu forsendur
hafa gjörbreyst. Í
þriðja lagi verður kom-
in ný kynslóð Reykvík-
inga sem gæti hugsan-
lega, jafnvel trúlega,
haft allt önnur viðhorf
til borgarskipulags en
þeir sem nú hafa at-
kvæðisrétt.
Ég undrast mjög af-
stöðu landsbyggðar-
manna, sem hafa, vel á
minnst, hver um annan
þveran talað um að
Reykjavík sé líka höf-
uðborg þeirra. Þeir
hafa miklað óskaplega fyrir sér
rútuferð frá Keflavík ef flugvöllur-
inn myndi enda þar. Þessi afstaða
er heimóttarskapur. Ekki síst vegna
þess að þeir hafa hárrétt fyrir sér –
Reykjavík er líka þeirra höfuðborg.
Hvernig í ósköpunum er hægt að
jafna saman hagsmunum þeirra
sem þurfa að leggja á sig stutta
rútuferð til og frá innanlandsflug-
velli og hagsmunum borgarbúa sem
fá gríðarlegt flæmi byggingarlands í
miðborginni? Borgin yrði fallegri,
byggilegri og ekki þyrfti um langa
hríð að halda áfram á þeirri óláns-
braut að dreifa byggð Reykjavíkur
upp um móa og mela. Ég hvet
Reykvíkinga til þess að mæta ekki á
kjörstað og ógilda þar með kosn-
inguna. Áhættan er sú að ef kosn-
ingin verður gild, nægileg þátttaka
fæst og kosið verður með flugvelli í
Vatnsmýrinni, þá gæti svo farið að
íhaldssöm borgarstjórn 2016 nýtti
sér kosninguna sem rök fyrir
áframhaldandi veru flugvallarins í
Vatnsmýrinni. Stjórnmálamenn vísa
nefnilega gjarnan til vilja fólksins
þegar það hentar þeim.
Hundsum
kosninguna um
flugvöllinn
Sigurður
Björnsson
Höfundur er lektor í heimspeki
við KHÍ.
Flugvöllur
Það liggur nokkuð í
augum uppi, segir
Sigurður Björnsson, að
kosning þessi er fárán-
leg á fleiri en einn veg.
ÉG GET ekki látið
hjá líða að stinga niður
penna vegna greinar
sem Steingrímur J.
Sigfússon formaður
Vinstri hreyfingarinn-
ar – græns framboðs
skrifaði í Morgunblað-
ið um síðustu helgi um
húsnæðismál lágtekju-
fólks, þar sem hann
vék m.a. að tillögu-
flutningi þingflokks
Samfylkingarinnar um
efnið. Steingrímur fór í
grein sinni yfir afstöðu
sína til breytinga í hús-
næðiskerfinu og rakti
það hvernig VG hefði
með ýmsum hætti lagt umræðu um
húsnæðismál lið bæði innan Alþing-
is og utan. Síðan segir í greininni:
„Það er einnig vel að tillögur okkar
í húsnæðismálum hafa fengið und-
irtektir og stuðning ... Nú síðast
verður ekki annað séð en að þing-
flokkur Samfylkingarinnar hafi
einnig ákveðið að gera
þessar tillögur að sín-
um ef marka má
þingsályktunartillögu
sem Samfylkingin hef-
ur kynnt í fjölmiðl-
um.“
Tillögur Samfylk-
ingarinnar í hús-
næðismálum
Formaður VG segir
með öðrum orðum að
þingflokkur Samfylk-
ingarinnar hafi fengið
tillögur sínar um úr-
bætur í húsnæðismál-
um að láni hjá sér og
félögum sínum í VG!
Vegna ásökunarinnar sem í þessu
felst tel ég rétt að víkja nokkrum
orðum að forsögu málsins. Stað-
reyndin er sú að tillögur þær sem
birtast í þingsályktunartillögu Jó-
hönnu Sigurðardóttur og þing-
flokks Samfylkingarinnar hafa ver-
ið lengi til umræðu í okkar hópi og
málaflokkurinn allur sem slíkur.
Samfylkingin varaði mjög sterklega
og afdráttarlaust við því á sínum
tíma að félagslega húsnæðiskerfið
yrði lagt niður án þess að nokkur
úrræði kæmu í staðinn. Viðraði
flokkurinn þá þegar hugmyndir um
að grípa þyrfti til átaks í samráði
við verkalýðshreyfingu og lífeyris-
sjóði til að byggja upp leigumark-
aðinn. Þessi hugmynd hefur legið
lengi fyrir á þeim bæ, óháð því hver
afstaða Steingríms og félaga var,
enda engin þörf á aðstoð þeirra
ágætu þingmanna við mótun til-
lagna okkar og hugmynda. Þing-
menn úr röðum þingflokksins hafa
síðan fjölmargir lagt fram fyrir-
spurnir um þróun húsnæðismála á
síðustu árum, þar sem fram hafa
komið áhyggjur okkar af því sem er
að gerast á húsnæðismarkaðnum.
Ýmar hugmyndir til umræðu
Í stefnuskrá Samfylkingarinnar
sem lögð var fram fyrir kosning-
arnar árið 1999 segir um húsnæðis-
mál: „Stofnað verði á ný til félags-
legra valkosta í húsnæðismálum og
tryggt að félagsleg úrræði falli sem
best að þörfum fólks á hverjum
tíma. Leiguhúsnæði verði raunhæf-
ur kostur fyrir þá sem annaðhvort
vilja ekki eða geta ekki eignast eig-
ið húsnæði. Húsaleigubætur verði
skattfrjálsar.“ Svona hljóðar nú
stefna flokksins en Samfylkingin og
liðsmenn hennar hafa auk þess
viðrað margar hugmyndir til þess
að bregðast við húsnæðisvandan-
um. Á síðustu árum hefur margoft
verið lagt fram frv. um afnám á
skattlagningu húsaleigubóta sem er
mikilvægur liður í þessari stefnu-
mótun. Þá er rétt að vekja athygli á
því að fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar, Jóhanna Sigurðardóttir, hef-
ur auk fjölda fyrirspurna og til-
lagna í málaflokknum, þrívegis á
síðustu fimm árum staðið fyrir ut-
andagskrárumræðu um húsnæðis-
mál og vanda þeirra tekjulægstu á
Alþingi, nú síðast þann 18. janúar
s.l. þar sem vakin var sérstök at-
hygli á skorti á leiguíbúðum á höf-
uðborgarsvæðinu og vaxtahækkun
á húsnæðislánum til bygginga íbúða
fyrir þá tekjulægstu. Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð hefur líka
lagt málefninu lið og því fögnum við
sem höfum áhyggjur af þróun hús-
næðismálanna hér á höfuðborgar-
svæðinu. Liðsmenn í þeirri baráttu
geta aldrei orðið of margir.
Um stefnu Samfylkingar-
innar í húsnæðismálum
Bryndís
Hlöðversdóttir
Húsnæðismál
Staðreyndin er sú að
tillögur þær sem birtast
í þingsályktunartillögu
Jóhönnu Sigurðardóttur
og þingflokks Samfylk-
ingarinnar, segir
Bryndís Hlöðversdóttir,
hafa verið lengi til
umræðu í okkar hópi
og málaflokkurinn
allur sem slíkur.
Höfundur er formaður þingflokks
Samfylkingarinnar.
SENN líður að því
að Reykvíkingar kjósi
um framtíð vallarins
og er það vel. Hann
var byggður af Bret-
um á stríðsárunum og
landsmenn lítt hafðir
með í ráðum.
En lítið hefur breyst
í gegnum árin, gömul
braggaskrifli standa
enn í dag og í mörg ár
voru gömul flugvéla-
flök þarna öllum til
hinnar mestu mæðu.
Öll umgjörð vallarins
er enn hin mesta
hörmung og öllum til
leiðinda. Brautirnar
voru orðnar svo slæmar að stór-
hætta var af og skemmdust vélar er
þeim var ekið á stæðum.
Flugafgreiðslan á vellinum hefur
verið allan þennan tíma í sama
skúrræflinum, en bætt hefur verið
við fáeinum fermetrum nokkrum
sinnum og með öllu óskiljanlegt
hvernig þetta hefur getað gengið.
Flugvöllurinn í Reykjavík var alltaf
sveltur. Það er ekki fögur mynd
sem dregin er hér upp en sönn engu
að síður og ekki við aðra að sakast
en okkur sjálf. Nú er lag að koma
vellinum burt og því nauðsynlegt að
vinna að sem sterkasta kosningu
þannig að ekki sé neinn vafi á vilja
okkar.
Staðan í dag er sú að flug er að
leggjast af til margra staða og ekki
víst að eftir standi nema Akureyri
og Egilsstaðir. Ef svo fer er ekki
óraunhæft að einöngu sé flogið
þangað og þaðan flogið til hinna
minni valla á litlum vélum. þá eru
mjög margir af landsbyggðinni sem
millilenda hér í Reykjavík en eru á
leið úr landi sem er mikið óhagræði
fyrir þann mikla fjölda farþega.
Með betri vegum gæti flug alveg
lagst af og nauðsyn-
legt að hafa það í
huga.
Fólki mun enn
fækka á landsbyggð-
inni, þetta er bara að
byrja, mörg pláss
munu deyja úr elli.
Þeir sem eru á móti
flutningi halda því
fram að hundruð störf
muni tapast við flutn-
inginn, þetta er svo
barnalegt að það er
varla svara vert. Þessi
störf munu flytjast til
Keflavíkur enda öll að-
staða mun betri og
margfalt fleiri störf
munu skapast hér á svæðinu.
Að losna við völlinn er forsenda
þess að hægt sé að skipuleggja allt
svæðið í einu og þyrfti að hafa sam-
keppni á alþjóðavísu og fá þannig
bestu tillögur sem völ er á. Með
þessu móti gætum við unnið eftir
ákveðnu skipulagi í langan tíma.
Þetta er slíkt tækifæri fyrir höf-
uðborgina að ekki má úr greipum
okkar ganga. Það eru allar líkur á
því að þetta svæði gæti orðið svo
sérstakt að eftir yrði tekið erlendis
frá.
Að gera nýjan flugvöll er ekki í
myndinni vegna kostnaðar og eins
vegna þess að trúlega fer kaninn
einhvern daginn. Að halda úti tveim
flugvöllum nánast hlið við hlið er
tóm della og okkur ofviða í alla
staði. Æfingavöll má gera fyrir lít-
inn pening á Sandskeiði norðan
vegar því stutt er í efni úr námu við
Þrengslaveginn.
Sjúkraflug er að miklu leyti með
þyrlum og þær staðsettar á Kefla-
víkurvelli og með þeim er fljótfarið
til borgarinnar. Þyrlum þarf að
fjölga og þyrfti að hafa eina fyrir
norðan.
Ekki er óraunhæft til lengri tíma
litið að byggð muni tengjast saman
til Keflavíkur og þetta verði eitt at-
vinnusvæði með mun betri sam-
göngum.
Að hanna og byggja ný sam-
göngumannvirki er mjög seinlegt
verkefni.
Sumum finnst 15 ár langur tími,
en svo er ekki, of stuttur ef eitthvað
er, því að mörgu er að huga og
mörg vandamálin þarf að leysa í
sátt við alla. Byggingaframkvæmd-
ir gætu hafist á völdum svæðum á
vellinum eftir u.þ.b. 5 ár.
Að bíða í 15 ár með hendur í
skauti er nesjamennska.
Með því að losa okkur við völlinn
erum við losna við ljótan blett á
borginni og getum í staðinn byggt
fagran miðbæ. Breytum borginni
því nú er tækifærið, hún á það skil-
ið. Laga þarf gatnakerfi hennar
sem er langt í frá að vera boðlegt.
Ekki er að búast við neinu frá þing-
mönnum okkar frekar en endra-
nær.
Ekki var ætlast til að við höfum
skoðun á einu eða neinu og okkur
fyrirmunað að ræða málin hvað þá
að kjósa um þau og er leitt hversu
illa var komið fyrir okkur. Við vor-
um ekki álitin hæf til þessarna. Nú
er lag. Nú er lag. Þetta er vorboð-
inn ljúfi.
Nú er lag
Magnús
Þórðarson
Flugvöllur
Með því að losa okkur
við völlinn erum við að
losna við ljótan blett á
borginni, segir Magnús
Þórðarson, og getum í
staðinn byggt
fagran miðbæ.
Höfundur er matsmaður.
FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR
Handsnyrtivörur frá = og Depend.
Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana.
Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem,
vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá
Frábært verð og frábær árangur.
Njálsgötu 86,
s. 552 0978
Bómullar-satín
og silki-damask
rúmfatnaður
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík