Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍK hefur sérstöðu meðal höfuð- borga heimsins. Hún er lítil, falleg, fjöl- skrúðug, í senn heims- borgaraleg og sérís- lensk, svo er þar bannað hundahald. Á haustmánuðum 1999 var ákveðið að taka hvolpræfil inn á heimilið okkur fjöl- skyldunni til félags- skapar og ánægju, og sjálfum mér til að- stoðar við fuglaveiði. Þar sem ég tek hundahald mjög alvar- lega, þá gerði ég eins og mér er boðið í höfuðborginni með hundabannið. Til að fá und- anþágu frá banni við hundahaldi verður viðkomandi að leita til Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur. Á þeirri merku stofnun má finna op- inbert skjal sem kallast „Sam- þykkt um hundahald í Reykjavík“. Þessi samþykkt útlistar í 18 greinum og tveimur bráðabirgða- ákvæðum kvaðir, hömlur og skyld- ur hundeiganda. Fyrsta grein er stutt og laggóð „Bannað er að halda hund í Reykjavík nema með sérstakri undanþágu og að fengnu leyfi til þess, að uppfylltum skil- yrðum samþykktar þessarar“. Ef ég hefði ákveðið að fá mér skraut- fiska, kanínu, páfagauk, skjald- böku, hamstur, kött eða hest þá væri mér það algerlega frjálst og kæmi öðrum ekki við, en þar sem ég var staðráðinn í að fá mér hund, þá stóð ég frammi fyrir ann- arri grein samykktar- innar, en þar í lið d. segir orðrétt: „Um- sókn um leyfi skal fylgja vottorð um að umsækjandi hafi sótt námskeið um hunda- hald, sem viðurkennt er af Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur eða meðmæli tveggja val- inkunnra manna um hæfi umsækjanda til að halda hund.“ Þar eð ég hafði ekki setið viðurkennt námskeið í hundahaldi þurfti ég að komast í tæri við tvo valinkunna menn. Í orðabók Árna Böðvars- sonar segir, valinkunnur; að vera þekktur að góðu einu, réttlátur. Með hvaða hætti getur Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur staðfest að menn séu valinkunnir? Ég ákvað að láta slag standa og fékk ná- granna mína tvo til að skrifa undir staðfestinguna, en þeir áttu eftir að koma víðar við sögu í umsókn- arferlinu. Nú hagar svo til að ég bý í rað- húsi, sem væri í sjálfu sér ekki til frásagnar, nema vegna fimmtu greinar samþykktar um hundahald í Reykjavík, en hún hefst svona: „Þegar sótt er um leyfi til að halda hund í fjöleignarhúsi, skal umsókn fylgja skriflegt samþykki allra eig- enda, sem hafa eitthvert húsrými sameiginlegt, sbr. 13. tl. A-lið 41. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Sé um að ræða raðhús eða parhús skal samþykki eigenda aðliggjandi íbúða (íbúðar) fylgja með.“ Af þessu má ráða að það er al- gerlega á valdi nágranna minna hvort ég held hund á mínu heimili eður ei, án þess að það hafi neitt með hegðun hundsins, ónæði eða óþrif að gera. Það ræðst alfarið af geðþóttaákvörðun nágranna verð- andi hundeigenda hvort af hunda- haldi í rað-, par- eða fjölbýlishúsi verður. Til allrar hamingju samþykktu grannar mínir með undirskrift sinni þessa viðbót í fjölskyldu mína, bæði sá sem á bara kött sem mér kemur ekki við, og eins hinn sem á bæði kött sem mér kemur ekki við, og hund sem ég þarf að samþykkja með undirskrift. Þá var ekkert lengur mér til fyr- irstöðu að gerast hundeigandi, nema skiljanleg læknisskoðun, á hundinum það er að segja, auk niðurstöðu nefndar Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkur sem fjallar um hverja umsókn og samþykkir eða hafnar þeim. Ég gerði mér því ferð inn á Suðurlandsbraut, lagði inn umsóknina, með undirskrift minna valinkunnu granna til stað- festingar um að ég væri hæfur til að halda hund, auk samþykkis þeirra sem lögskráðra eigenda húsa sem eru áföst mínu um að ég megi halda hund á mínu heimili þótt það deili einum vegg með þeirra. Þá var ég rukkaður um kr.11.500,00 í leyfisgjald, en síðan ber mér að greiða árlegt eftirlits- gjald, kr.10.200,00. Meðferð nefndarinnar á umsókn minni tók á þriðja mánuð, en á meðan bjó hundspottið heima hjá mér eins og vegabréfslaus flótta- maður, réttlaus á bannsvæði fyrir hans líka. Þá kom sá dagur að við fengum sent í pósti lítið men á hundinn. Á því stendur Gosi nr. 3698 og símanúmer, sem að vísu er mitt. Með þessu litla meni var búið að staðfesta rétt okkar til að búa saman í þessu húsi, með þessa val- inkunnu nágranna, en ekki á hreinu hvað verða mun ef annar eða báðir grannar mínir seldu ein- hverjum hundahöturum húsin sín. Það er hinsvegar mál sem við tökum á ef það kemur einhvern- tíman upp. Þegar hér er komið við sögu er- um við Gosi sambýlingar í fullum rétti með tilheyrandi undantekn- ingar frá bönnum borgarinnar við hundabúskap. Við Gosi eigum það sameiginlegt að vera mikið fyrir útivist og förum gjarnan saman á fjöll, í veiði og þar fram eftir göt- unum. Eins og gefur að skilja, þá er slík útivist ekki daglegur við- burður, en þess í milli förum við í göngutúra innan borgarmarkanna oft í fylgd með vinum sem einnig hafa gaman af því að ganga um útivistarsvæði borgarinnar. Þá sláumst við Gosi í hópinn, hang- andi í sitthvorum endanum á traustum spotta, og ég með plast- poka í vasanum ef Gosa skyldi verða brátt til baks á meðan á göngunni stendur. Þá er ég kominn að kveikju þessa pistils, sem hlýtur að sýna langlundargeð mitt í ljósi þess sem að ofan er ritað. Nú í dag sem þetta er skrifað, sunnudaginn 18. febrúar 2001, ætluðum við fjöl- skyldan í göngutúr um útivistar- svæði í Öskjuhlíðinni. Þegar þang- að er komið kemur í ljós að hundar eru bannaðir í Öskjuhlíð- ini. Hvað gengur borginni eigin- lega til? Ég get svosem skilið hömlur á hundaumferð um Lauga- veginn, en að meina fólki að fara með hunda um Öskjuhlíðina er mér alveg fyrirmunað að skilja. Til að sýna einhverja viðleitni til löghlýðni ákváðum við að fara með ströndinni í Fossvogskirkjugarð, þar sem hingað til hefur verið í lagi að fara með hunda í bandi. Þegar þangað er komið kemur í ljós að búið er að taka niður skilti sem heimilar hunda í bandi, og í stað þess stendur algert bann við hundum í garðinum. Mér líður eins og annars flokks þegn með hömlur á ferðafrelsi mínu, og er skapi næst að halda að leyfisgjöld þau sem ég greiði til borgarinnar vegna hundsins renni í sjóð til framleiðslu bannskilta sem spretta upp á öllum helstu útivistarsvæðum borgarinnar. Ég vil hérmeð hvetja yfirvöld til að endurskoða útilokunarstefnu sína gagnvart „besta vini manns- ins“. Annars flokks þegnar í þéttbýli Sigurður Ingi Jónsson Hundahald Getur verið, spyr Sigurður Ingi Jónsson, að leyfisgjöld vegna hundsins renni í sjóð til framleiðslu bannskilta sem spretta upp á öllum helstu útivistarsvæðum borgarinnar? Höfundur er yfirmaður við- skiptamótunar hjá Íslandssíma. NÝLEGA las ég yf- ir hinn nýja dóm Hér- aðsdóms Suðurlands í málaferlunum á hend- ur Eggert Haukdal. Að sjálfsögðu gladdist ég yfir því að dóm- ararnir skyldu koma auga á hið rétta í ákæruatriðunum um misferli og umboðs- svik. Í greinargerð undirritaðs um mál þetta, fyrir tæpu ári síðan, benti ég á hið augljósa samhengi allra þessara atburða við ákvörðun hrepps- nefndar að kaupa jörðina Eystra-Fíflholt. Málatil- búnaður KPMG Endurskoðunar hf. var svo ófagmannlegur, að erf- itt er að eigna starfsmanni þess fyrirtækis svo litla þekkingu á bók- haldsmálum, sem fram koma í vinnubrögðum hans. Niðurstaða héraðsdóms varð líka sú, að mála- tilbúnaður hans ætti ekki við rök að styðjast. Vinnubrögð sem leiddu til ákæru Þung ábyrgð hlýtur að fylgja því að búa til ákæru á hendur manni, er sviptir hann æru sinni og mann- orði. Hið virta endurskoðunarfirma KPMG hlýtur því að skoða alvar- lega hvernig það geti bætt fyrir hið alvarlega afbrot starfsmanns síns, er hann skáldaði upp ákæru á hendur Eggert. Ákærur sem urðu til þess að hann var sviptur æru sinni og starfi. Þegar þáverandi endurskoð- andi sveitarfélagsins hafði orðið uppvís að ófaglegum og ólög- mætum vinnubrögð- um við ársuppgjör sveitarfélagsins end- urgreiddi hann sveit- arfélaginu þá peninga sem hann hafði þegið sem greiðslu fyrir vinnu sína. Að ein- hverju leyti má lík- lega skýra vitleysur fyrrverandi endur- skoðanda sveitar- félagsins með því, að við yfirheyrslur hjá lögreglu segist hann ekki þekkja lög og reglur um bókhald og árs- skil sveitarfélaga. Athyglisvert frá hendi manns sem um nokkurra ára skeið hafði annast ársuppgjör sveitarfélags. Nú verður einnig at- hyglisvert að sjá hvort KPMG end- urgreiðir þá greiðslu sem þeir hafa innheimt fyrir málatilbúnað sem ekki á við rök að styðjast. Hafi þeir einhverja sómatilfinningu, ættu þeir að gera það, og greiða Eggert verulegar bætur fyrir þau óþægindi og miska sem hin röngu vinnubrögð þeirra hafa valdið hon- um. Undarleg dómsniðurstaða Héraðsdómur Suðurlands stað- festi það sem augljóst var, ef ferli atburða var rakið aftur til upphafs- ins; að Eggert hafði eingöngu verið að halda gangandi skuldbindingum sem sveitarstjórn tók á sig með kaupum sveitarfélagsins á jörðinni Eystra-Fíflholt. Þar með var hann sýknaður af öllum ákæruliðum, ut- an einum. Var þar um að ræða færslu í ársuppgjöri sveitarfélags- ins þar sem færð hafði verið inn- borgun á viðskiptareikning Egg- erts að upphæð kr. 500.000. Staðfest er í málsskjölum, að þessi færsla er sett í ársuppgjörið með handskrifaðri færslubeiðni þáver- andi endurskoðanda. Hún er færð án fylgiskjals er sýndi slíka hreyf- ingu fjármuna. Framburður endur- skoðandans, um að Eggert hafi ætlað að koma með fylgiskjal síðar, er afar ótrúverðugur. Benda má á, að samkvæmt málsskjölum er hér um lokafærslu við framsetningu ársreiknings að ræða. Nægur tími hefði því átt að vera fyrir endur- skoðandann að fá fylgiskjöl frá Eggert, ef ætlun hans hefði verið að fá þau. Glöggt hefur komið fram í málinu, að Eggert hafði enga bókhaldslega þekkingu sem gæti tengt hann við þessa færslu. Það vekur því sérstaka furðu að hér- aðsdómur skuli telja hann sekan um þennan verknað, í ljósi þess að staðfest er að færslan var gerð af endurskoðandanum án lögboðinna gagna, t.d. fylgiskjals eða skrif- legrar beiðni Eggerts um að end- urskoðandinn færði þessa færslu. Eggert hefur ævinlega sagt að hann hafi ekki vitað um þessa færslu. Hvað skyldi héraðsdómur þá hafa fyrir sér í því að sakfella hann? Til sakfellingar styðst hann við tvennt. – Annars vegar fram- burð þáverandi endurskoðanda sveitarfélagsins sem með ólögmæt- um hætti færði þessa færslu án gildandi fylgiskjala. Ljóst var, að tækist honum ekki að koma þeirri sök á Eggert, væri hann í ákæru- hættu. Það var hann sem braut lög um færslu bókhalds, því staðfest er í gögnum málsins að hann fyr- irskipaði þessa færslu með því að skrá, með eigin hendi á færslu- beiðni lokauppgjörs, að þessi færsla skyldi færð. – Hins vegar styðst héraðsdómur við framburð starfsmanns KPMG sem bjó til allt málið á hendur Eggert. Er þar um að ræða sama mann og bjó til þá ákæruliði sem dómurinn var nýbú- inn að staðfesta að ættu ekki við rök að styðjast. Athygli vekur að þessi maður á enga aðkomu að til- urð hinnar umræddu færslu eftir öðrum leiðum en þeim sömu og hann átti að öðrum þáttum máls- ins. Þar var dómurinn búinn að staðfesta að hann hafði látið undir höfuð leggjast að skoða málsástæð- ur gaumgæfilega, heldur kveðið upp sakfellandi niðurstöður á grundvelli illa unninna forsendna. Ekki vitnar héraðsdómur í neinar traustari heimildir, fyrir trúverð- ugleika framburðar mannsins í þessu atriði, en birtast í öllum öðr- um vinnubrögðum hans sem dóm- urinn hafði talið svo ótrúverðug að þau stæðust ekki raunveruleikann. Að sjálfsögðu átti þessi maður ríka hagsmuni í því að fá einhverja þætti vinnu sinnar staðfesta fyrir dómnum. Ef það hefði ekki tekist gat KPMG átt von á málssókn vegna hinna óvönduðu vinnubragða hans. Hagsmunir hans voru því ríkir; að halda því fram að Eggert hafi fyrirskipað þessa færslu. Að baki þeirrar staðhæfingar hans er sami óraunveruleikinn og í öllum hans vinnubrögðum, því hann hafði ekkert fyrir sér í framburði sínum annað en framburð þess sem ábyrgð bar á færslunni, þ. e. end- urskoðanda sveitarfélagsins. Milljónir í málatilbúnað Sé fyllstu réttsýni gætt, getur Hæstiréttur vart annað en sýknað Eggert af þessum eina ákærulið sem hann er sakfelldur fyrir í hér- aðsdómi. Ástæða þess er sú, að forsendur sakfellingar eru ekki til staðar. Enn er látið undir höfuð leggjast að láta Eggert njóta þeirr- ar lagaverndar sem hann á rétt til, samkv. lögum um meðferð opin- berra mála. Augljóst er að mála- bætur Eggerts eru ekkert rann- sakaðar, og nokkuð ljóst af niðurstöðu héraðsdóms, að endur- skoðandinn í dómnum hefur ekki gefið sér tíma til að kafa ofan í málið. Eggert hefur ævinlega mót- mælt því að hann hafi vitað um þá færslu sem hann er ákærður fyrir. Sá eini sem getur reynt að beina sök að honum er sá maður sem með ólögmætum hætti færði færsl- una. Aðrir hafa ekki trúverðuga möguleika á að beina sök að Egg- ert. Hagsmunir þáverandi endur- skoðanda af því að koma sökinni á Eggert eru svo augljósir að þá þarf ekki að rekja. Með úrskurði Hæstaréttar líkur vonandi þeim harmleik sem óvandaðir menn hafa staðið að gegn manni sem alla sína tíð hefur reynt að hjálpa þeim sem til hans hafa leitað. Milljónum af opinberu fé hefur nú þegar verið varið til þessarar ófrægingar, og á þá eftir að bæta við þeim skaðabót- um sem ríkið þarf væntanlega að greiða vegna þessarar vitleysu. Þetta er mikil sorgarsaga fyrir Ríkissaksóknara. Það hörmulega er, að á meðan embættið er upp- tekið við svona vitleysu, er ekki ákært í margra milljóna eigna- spjöllum sem kærð voru fyrir mörgum mánuðum, og studd skýr- um gögnum sem staðfestu kæruna. Ætli það séu ekki allir jafnir fyrir lögunum hjá saksóknara? Guðbjörn Jónsson Dómsmál Með úrskurði Hæsta- réttar lýkur vonandi þeim harmleik, segir Guðbjörn Jónsson, sem óvandaðir menn hafa staðið að. Höfundur er framkvæmdastjóri. Aðförin að Eggerti Haukdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.