Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 76
Baltasar Kormákur vestur um haf
Leikstýrir bíómynd
í Bandaríkjunum
BALTASAR Kormákur hefur verið
fenginn til að leikstýra bíómynd
vestanhafs í sumar er nefnist A
Little Trip to Heaven. Það var kvik-
myndafyrirtækið Paloma Pictures,
sem er í eigu Sigurjóns Sighvats-
sonar, sem réð Baltasar til verksins.
Myndin er byggð á handriti Baltas-
ars og er með spennuívafi. Unnið er
að ráðningu þekktra bandarískra
eða enskumælandi kvikmynda-
stjarna í aðalhlutverk myndarinnar.
Baltasar segir við Bíóblað Morg- Spennumynd/D1
unblaðsins í dag að kveikja sög-
unnar sé að hluta til íslenskt saka-
mál um tryggingasvindl þar sem
málsaðilar sviðsettu m.a. bílslys í
Hvalfirði fyrir nokkrum árum og
brutu á sér fæturna til að svíkja fé
út úr tryggingum. Að sögn Baltas-
ars standa vonir til að Karl Júlíus-
son verði leikmyndahönnuður
myndarinnar en annað starfsfólk
verði bandarískt eða kanadískt.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Borgar túni 37
Sími 569 7700
Reiknaðu
með
Fjármögnun
ERLENDIR fjölmiðlar hafa sýnt
mikinn áhuga á fyrirhuguðum til-
raunaveiðum á álftum, sem embætti
yfirdýralæknis hefur sótt um til um-
hverfisráðherra og nefndar um
veiðar villtra dýra, vegna mögu-
legrar hættu á að gin- og klaufaveiki
berist til Íslands frá Bretlandseyj-
um. Halldór Runólfsson yfirdýra-
læknir sagði við Morgunblaðið að
svo virtist sem rangar upplýsingar
hefðu borist fjölmiðlunum þar sem
hann hefði verið spurður hvort til
stæði að drepa alla farfugla sem
kæmu til landsins.
Fréttastofa útvarpsstöðvar á veg-
um breska ríkisútvarpsins, BBC,
hefur átt viðtal við Halldór vegna
þessa og þýskir fjölmiðlar hafa einn-
ig fjallað um málið. Þannig barst yf-
irdýralækni fyrirspurn frá sendiráði
Íslands í Þýskalandi vegna frétta-
flutnings þarlendra fjölmiðla.
Rangur fréttaflutningur
„Af einhverjum ástæðum virðist
rangur fréttaflutningur af málinu
hafa komist á kreik ytra. Ég hef að
minnsta kosti fengið mjög einkenni-
legar spurningar og meðal annars
hvenær við byrjum að skjóta alla
farfugla niður. Að sjálfsögðu hef ég
leiðrétt þetta ranghermi og vonandi
hefur það komist til skila,“ sagði
Halldór.
Af fyrirhuguðum fuglaveiðum í
rannsóknarskyni er það helst að
fregna að nefnd um veiðar villtra
dýra hefur óskað eftir frekari gögn-
um frá yfirdýralækni áður en af-
staða verður tekin til undanþágu-
beiðni embættisins. Gekk beiðnin út
á að fá að skjóta tíu álftir til að
kanna hvort þær bæru með sér
sjúkdóma á borð við gin- og klaufa-
veiki. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er ágreiningur innan
nefndarinnar um þessa beiðni.
Erlendir fjölmiðlar spyrja yfirdýralækni um
fyrirhugaðar tilraunaveiðar á álftum
Hvenær verða far-
fuglarnir skotnir?
Ákærðu var gefið að sök að hafa
ekki staðið ríkisskattstjóra skil á
ársreikningi til opinberrar birting-
ar, svo og skýrslu stjórnar, áritun
endurskoðenda og upplýsingum um
hvenær ársreikningur var sam-
þykktur fyrir einkahlutafélagið
B.M. Vallá rekstrarárin 1995–1997
og ekki til Ársreikningaskrár fyrir
árið 1998. Á sama hátt var þeim
gefið að sök að hafa ekki skilað
sömu gögnum til ríkisskattstjóra
eða Ársreikningaskrár fyrir árin
1997–1999.
Ákærðu viðurkenndu að hafa
ekki skilað umræddum gögnum en
skilað ársreikningum til skattayfir-
valda og hafi þeir ekki sætt að-
finnslum þeirra. Rökstuddu þeir
ákvörðun sína um að afhenda ekki
gögnin með því að benda m.a. á að
B.M. Vallá væri eina fyrirtæki sinn-
ar tegundar í landinu með mjög
fjölbreytta starfsemi. Keppinautar
hefðu sóst eftir að átta sig á innri
tekjuskiptingu félagsins, hvað
heyrði til hefðbundinni framleiðslu
og hvað nýrri vöruþróun. Þetta
hefðu forráðamenn þess viljað
verja, fyrirtækið væri lokað einka-
hlutafélag. Einnig bentu ákærðu á í
rökstuðningi sínum að reglugerðir
sem ákæruvaldið byggði á ættu sér
ekki stoð í lögum.
Niðurstaða Héraðsdóms Reykja-
víkur var sú að sýkna forráðamenn
fyrirtækjanna af kröfum ákæru-
valdsins. Var sakarkostnaður lagð-
ur á ríkissjóð, þar með talin 75 þús-
und króna málsvarnarlaun Jóns
Finnssonar hæstaréttarlögmanns.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
kvað upp dóminn.
Forráðamenn B.M. Vallár og Vikurvara sýknaðir
Ekki skylt að af-
henda ársreikninga
Ekki brot/38
FORRÁÐAMENN einkahlutafélaganna B.M. Vallár og Vikurvara
voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær af kröfu ákæruvalds-
ins um að þeim væri skylt að afhenda stjórnvöldum ársreikninga og
fleiri gögn um starfsemi félaganna. Telur dómurinn ekki heimild fyrir
því í lögum um ársreikninga að setja reglugerðir þar sem þessara upp-
lýsinga er krafist. Fram hafi komið í athugasemdum með lagafrum-
varpinu að félagaskrá, sem hefði með höndum eftirlit með ársreikn-
ingum félaga í landinu, verði aðeins komið á með lögum frá Alþingi.
GRAFA varð sundur á hluta Lækj-
argötu í Reykjavík í gærmorgun
þegar leiðsla með köldu vatni gaf
sig. Starfsmenn Orkuveitunnar
voru snarir í snúningum til að kom-
ast fyrir lekann. Vatnið er því ham-
ið áfram í leiðslum sínum en ekki í
opnum læk eins og áður var.
Morgunblaðið/Ómar
Leki í
Lækjargötu
Ársuppgjör SPRON
Yfir 900 milljóna
gengishagnaður
HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis í fyrra
nam 813,4 milljónum eftir skatt og
jókst um 512 milljónir á milli ára.
SPRON færði helming af hluta-
bréfaeign sinni í Kaupþingi til mark-
aðsvirðis í veltubók og nam gengis-
hagnaður vegna þessa liðlega 900
milljónum króna en óinnleystur
gengishagnaður af bréfum í Kaup-
þingi er þá væntanlega jafnmikill.
Guðmundur Hauksson, bankastjóri
SPRON, segir að hann hafi fengið
heimild stjórnar til þess að selja
hugsanlega þann helming bréfa í
Kaupþingi sem færður var í veltu-
bók, þ.e.a.s. ef viðunandi tilboð fæst
en SPRON á alls 20,1% hlut í Kaup-
þingi. Guðmundur segir að SPRON
hafi, eins og aðrir, fengið á sig skell
vegna hækkandi vaxta á skuldabréf-
um og lækkandi hlutabréfaverðs
sem rýri talsvert gengishagnaðinn af
bréfunum í Kaupþingi.
Mikil aukning /24
UM 204 milljarða tekjur verða for-
skráðar að þessu sinni á skattframtöl
landsmanna sem er umtalsverð
aukning frá síðasta ári. Þá voru
færðar inn bætur og lífeyrir frá um
67 þúsund framteljendum, samtals
um 42 milljarðar. Forskráning
launatekna á 2001 framtalinu nemur
64% af álagningu síðasta árs, sem
var 321 milljarður króna. Á framtal-
inu verða einnig forskráðar upplýs-
ingar um 108 þúsund fasteignir að
verðmæti 777 milljarðar króna, auk
námslánaskulda 30 þúsund lánþega
og upplýsingar um 115 þúsund öku-
tæki en framteljendur verða sjálfir
að skrá verðmæti þeirra.
Skattayfirvöld munu halda áfram
að auka forskráningu upplýsinga á
skattframtöl og eru næstu skref að
fá fleiri launagreiðendur til að skila
upplýsingum til skattayfirvalda.
Íslendingar í fremstu röð
í rafrænum skattskilum
Að sögn Indriða H. Þorlákssonar
ríkisskattstjóra eru Íslendingar í
fremstu röð í rafrænum skattskilum
og standa vonir til þess að yfir 50%
framtala skili sér á Netinu í ár, eða
yfir 100 þúsund framteljendur.
Indriði segir einn ávinninginn af raf-
rænum skattskilum vera talsvert
minni pappírsnotkun.
Þeir sem skila á Netinu verða
spurðir að því hvort þeir vilji fá skrif-
legt skattframtal að ári og segist
Indriði vilja hvetja sem flesta til að
afþakka pappírsgögn fyrir næsta ár.
Þá segir Indriði margvíslegt hag-
ræði fylgja því fyrir framteljendur
að skila á Netinu og að mun minni
líkur séu á mistökum.
Aukin for-
skráning
á skatt-
framtölum
Um 204 milljarða/39