Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ REKSTUR Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis gekk vel á síðasta ári og nam hagnaður fyrir skatta 1.150,2 milljónum en 813,4 milljón- um þegar tekið hefur verið tillit til skatts. Er þetta um 512 milljóna króna meiri hagnaður en árið áður og meiri hagnaður en áður hefur þekkst hjá SPRON. Þess ber þó að geta að bókfærður gengishagnaður vegna helmings bréfa SPRON í Kaupþingi nemur um 900 milljónum króna en á móti vegur talsvert tap af öðrum markaðsbréfum bankans. Hinn helmingur bréfanna í Kaup- þingi er færður á kaupverði í fjár- festingarbók bankans. Enn verulegur gengis- hagnaður óinnleystur Í tilkynningu SPRON til Verð- bréfaþingsins segir að hefðbundin starfsemi hafi gengið mjög vel og að viðskiptavinum hafi fjölgað mikið. „Það sem einkum skapar þann mikla hagnað sem áður er getið er gengishagnaður af hlutabréfaeign í Kaupþingi en helmingur hlutabréfa- eignar SPRON í félaginu hefur ver- ið færður til markaðsvirðis. Á SPRON því enn óinnleystan veru- legan hagnað af þessari hlutabréfa- eign.“ Heildartekjur SPRON hækkuðu um 52,7% milli ára og voru 5.044,6 milljónir. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu um 23,9% á árinu og námu 1.111,3 millj- ónum en voru 897,1 milljónir á árinu 1999. Útlán SPRON ásamt markaðs- skuldabréfum námu 26.142,2 millj- ónum. í árslok 2000 og höfðu þá aukist um 3.838,3 milljónir eða um 17,2%. Heildarinnlán SPRON ásamt lántöku námu í lok ársins 26.076,0 millj.kr., en þau jukust um 22,7% eða 4.819,7 millj.kr. Heildar- innlán SPRON námu í árslok 2000 18.489,7 millj.kr., en voru í árslok 1999 16.987,7 millj.kr. Aukning inn- lána nemur því um 1.502,0 millj.kr., eða um 8,8%. Lántaka í lok ársins var 7.586,3 millj.kr., og hafði aukist um 3.317,6 millj.kr. milli ára, eða um 77,7%. Eiginfjárhlutfall SPRON samkvæmt CAD-reglum var 10,0% í árslok 2000. Hlutfallið árið áður var 10,6%, en lágmarkshlutfall sam- kvæmt reglunum er 8,0%. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri, segir að uppgjörið end- urspegli þokkalega afkomu spari- sjóðsins. „Rekstur í öllum hefð- bundnum greinum bankareksturs gekk mjög vel í fyrra. Þetta er enn eitt árið þar sem SPRON stækkar mjög hratt, efnahagsreikningurinn stækkar til að mynda um 25% á milli áranna 1999 og 2000. Þessi vöxtur hefur hins vegar verið á mjög traustum grunni og við erum mjög sáttir við það.“ Viðskiptavinum fjölgar Guðmundur segir að vöxtinn megi fyrst og fremst rekja til fjölg- unar einstaklinga í viðskiptum og til aukinnar þjónustu við þá og með- alstór fyrirtæki. Þá hafi SPRON verið að víkka út starfsemina, til dæmis hafi veltukort SPRON verið að koma mjög vel út. „Við höfum einnig verið að færa okkur aðeins meira yfir í verðbréfaþjónustu og erum með eignastýringu fyrir okkar viðskiptavini. Allir þessir nýju þætt- ir hafa verið að koma mjög vel út.“ Guðmundur segir að hann hafi fengið heimild stjórnar til þess hugsanlega að selja þann helming af bréfum í Kaupþingi sem nú hafi verið færður til markaðsvirðis í veltubók bankans, þ.e.a.s. ef viðun- andi tilboð fæst en SPRON eigi 20,1% í Kaupþingi. Hinn hlutinn sé færður á kaupvirði í fjárfestingar- bók bankans. „Ég tek hins vegar fram að það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um að selja bréfin í Kaupþingi þó ég hafi heimild til þess. Við höfum staðið á bak við Kaupþing mjög lengi og höfum átt mikið og mjög gott samstarf við félagið og tekið þátt í uppbyggingu þess.“ Aðspurður um gengishagnað vegna færslu bréfa Kaupþings í veltubók segir Guðmundur að hann hafi numið liðlega 900 milljónum króna. Aftur á móti hafi SPRON, eins og aðrir, fengið á sig skell vegna hækkandi vaxta á skulda- bréfum og lækkandi hlutabréfa- verðs en bankinn sé með talsverða stöðu í slíkum verðbréfum. „Fyrir vikið urðum við fyrir umtalsverðu gengistapi í verðbréfaeign og það rýrir talsvert gengishagnaðinn af bréfunum í Kaupþingi. Aðspurður um hækkun launa og launatengdra gjalda um 23% segir Guðmundur að starfsmönnum hafi fjölgað nokkuð og það sé megin- skýringin. „Mikil gróska einkennir okkar rekstur, jafnt í fyrra sem árið á undan og það er mjög ánægjulegt að geta haldið slíkum vexti á sama tíma og afkoman er góð.“ Mikil aukn- ing í umsvif- um SPRON        #   !  6   $%            4     7                             9: ;< ! # $!!    !$     !!  &' &' !$# $#! %& $*)% )#)&  "(&   ))*+ )%(  )$#    $**!$ )!&)  )%,#-                    !  " #  " #      !  !$ !$%%     HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hf. tapaði 364 milljónum króna á síð- asta ári, sem er þrefalt tap ársins á undan. Við samanburð milli ára verður þó að hafa í huga að félagið samein- aðist Skála ehf. í lok mars í fyrra undir nafni Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar hf. og miðaðist sameiningin við upphaf ársins. Ársreikningurinn inniheldur því sameinað félag allt árið 2000. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að meginorsakir taps hafi ver- ið óhagstæð gengisþróun, en geng- istap nam rúmum 168 milljónum króna, hækkun vaxta, hátt olíuverð og slæm afkoma rækjuveiða á Flæmingjagrunni. Eigið fé Hraðfrystistöðvar Þórs- hafnar er neikvætt um 30 milljónir króna og hefur stjórn félagsins sam- þykkt að nýta sér heimild frá síð- asta aðalfundi þess til aukningar hlutafjár um allt að 80 milljónir króna að nafnverði. Gert er ráð fyrir rekstrarbata á þessu ári Samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu hefur þegar verið gripið til ráðstafana til að bæta rekstur þess. Starfsmönn- um í yfirstjórn og stoðdeildum hefur fækkað og ákveðið hefur verið að selja togarann Stakfell. Þá var rekstri nótaveiðiskipsins Neptúnusar hætt á árinu og er ætl- unin að selja skipið. Sérstök niðurfærsla að fjárhæð 167 milljónir króna var gerð í rekstrarreikningi félagsins til að færa bókfært verð niður í áætlað söluverð. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fyrir árið 2001 telur félagið að gera megi ráð fyrir veru- legum rekstrarbata á árinu, en þó er reiknað með að félagið verði rek- ið með halla. Hluthöfum í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar fækkaði úr 262 í 200 á síð- asta ári. Í lok ársins átti Samherji hf. stærstan hlut, 27,6%, Olíufélagið hf. átti 12,9% og Sjóvá–Almennar hf. 10,5%.Félagið hefur óskað eftir því við Verðbréfaþing Íslands hf. að hlutabréf þess verði tekin af skrá þingsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að ástæða þessa sé meðal annars sú að félagið uppfylli ekki lengur öll skil- yrði til skráningar á aðallista og að lítil viðskipti hafi verið með bréfin síðustu misseri. Hraðfrystistöð Þórshafnar með neikvætt eigið fé #    !          >&  ' ( $)                                    ?   8 '1                  4 1  8                               9  <   !   $   "!# "  !$ "  ! &$ "! $!  "! "$ $ )%+* (!%  $"& %   '&+ )  ## **     &"& $$%+  '"& ))+                    !  " #  " #  " #      !  !$ !$%%      !    364 milljóna kr. tap GENGI bréfa í spænska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Pescanova hækkaði um hátt í helming á verð- bréfamarkaðinum í Madrid í janúar og febrúar í ár en Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna keypti 5% hlut í Pesc- anova í mars og apríl í fyrra. Ljóst er að SH hefur hagnast verulega á kaupum í félaginu. Gengishagnaðurinn mun meiri en rekstrarhagnaður síðasta árs Við lokun markaðarins í Madrid á miðvikudag var gengi Pescanova 18,39 evrur á hlut en hæst fór gengið í 22,4 evrur á hlut í lok febrúar. Að sögn Gunnars Svavarssonar, fram- kvæmdastjóra SH, er eignarhluti SH í Pescanova bókfærður á kaup- verði en kaupverðið var á bilinu 11,5 til 12 evrur. Gengi Pescanova í kauphöllinni í Madrid var 18,39 evrur á hlut við lok markaðarins á miðvikudag og sé miðað við að meðalkaupverð SH hafi verið 11,75 nemur áætlaður gengis- hagnaður SH af hlutabréfaeigninni í Pescanova um 266 milljónum og markaðsvirði eignarhlutarins er því um 735 milljónir króna en er vænt- anlega skráður á um það bil 470 milljónir í bókum SH. Til saman- burðar má nefna að hagnaður Sölu- miðstöðvarinnar eftir skatta fyrir síðasta ár nam 152 milljónum króna þannig að ófærður gengishagnaður af bréfum SH í Pescanova er 75% meiri en hagnaður alls ársins í fyrra. Hugsað sem skammtímafjárfesting Nú nýverið birti Pescanova upp- gjör fyrir síðasta ár og jókst hagn- aður félagsins um 75% milli ára og nam 12,9 milljónum evra, jafngildi ríflega eins milljarðs króna. Velta Pescanova jókst um 57% á milli ára og nam 57,8 milljörðum íslenskra króna. Sérfræðingar segja að hækk- un á gengi bréfa Pescanova stafi fyrst og fremst af vaxandi eftirspurn eftir fiski og fiskafurðum vegna sjúkdóma sem upp hafi komið í kjöt- framleiðslu. Gunnar Svavarsson segir ljóst að rekstur Pescanova hafi batnað mjög mikið í fyrra og veltan aukist veru- lega. Pescanova hafi síðan gefið út jöfnunarbréf og þá hafi viðskipti með bréfin aukist á markaði. Þegar hann erspurður um hvort SH hyggist halda eignarhluta sínum í Pescanova segir Gunnar að bréfin hafi upphaf- lega verið keypt sem skammtíma- fjárfesting. Í sjálfu sér hafi sú stefna ekki breyst af hálfu SH en aftur á móti beri að nefna að hinir eigendur Pescanova hafi verið mjög ánægðir með að fá SH inn sem hluthafa. Eignarhluti SH í spænska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Pescanova Gengishagn- aðurinn um 265 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Líftrygg- ingafélags Íslands hf., Lífís, nam 58 milljónum króna á árinu 2000, samanborið við 66 milljóna króna hagnað árið 1999. Bókfærð iðgjöld námu 425 milljónum króna, sem er 53,4% hækkun frá fyrra ári. Eigin iðgjöld námu 378 millj- ónum króna, sem er tæplega 57% hækkun frá fyrra ári. Bókfærðar líftryggingabætur hækkuðu veru- lega á milli ára og námu 88 millj- ónum króna á móti 45 milljónum króna árið 1999. Eigin líftrygg- ingabætur námu 74 milljónum króna, sem er 57% hækkun frá árinu 1999 þegar þær námu 47 milljónum króna. Fjárfestingartekjur Lífís námu 93 milljónum króna á móti 95 milljónum króna á árinu 1999. Heildareignir Lífís námu 1.347 milljónum króna í lok ársins 2000 á móti 1.178 milljónum króna í lok árs 1999. Eigið fé í lok árs 2000 var 518 milljónir króna á móti 460 milljónum króna árið áður, sem er 12,6% hækkun á milli ára. Í tilkynningu frá Lífís segir að veruleg aukning hafi orðið í sölu trygginga Lífís á árinu 2000, eink- um sjúkdómatrygginga og söfnun- arlíftrygginga. Greinilegt sé að markaður fyrir líftryggingar og tengdar tryggingar sé mun opnari en var fyrir nokkrum árum. „Áfram hefur verið góð aukning í sölu trygginga og með hagstæðari þróun bótagreiðslna ætti afkoma þessa árs að geta orðið betri en var á árinu 2000,“ segir í tilkynn- ingunni. Hagnaður Lífís 58 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.