Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MANNRÉTTINDI kvenna voru til
umræðu utan dagskrár á Alþingi í
gær í tilefni alþjóðabaráttudags
kvenna. Málshefjandi var Þórunn
Sveinbjarnardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, en til andsvara
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra. Fram komu í máli þeirra
þingmanna, sem tóku þátt í um-
ræðunni, áhyggjur af vaxandi kyn-
lífsþrælkun og mansali víða um
heim, en einnig kynbundnum launa-
mun hér á landi.
Þórunn hóf mál sitt með því að
vísa til þess að stundum sé sú skoðun
viðruð í almennri umræðu að það sé
tillítils fyrir Íslendinga að fjargviðr-
ast yfir stöðu kvenna í öðrum lönd-
um, hvort ekki sé nær að einbeita
sér að þeim vanda sem við er að etja
heima fyrir.
„Staðreyndin er auðvitað sú að við
þurfum að gera hvort tveggja, því að
kvenfrelsisbaráttan er í eðli sínu al-
þjóðleg. Hún leggur þjóðerni ekki til
grundvallar og þekkir engin landa-
mæri,“ sagði Þórunn.
Hindranir oftar en
ekki í felulitum
Hún benti á að í löndum þar sem
lagaleg staða kvenna er sterk, klæð-
ist hindranirnar sem konur hitta fyr-
ir í einkalífi og á vinnustað oftar en
ekki felulitum og séu því ekki aug-
ljósar við fyrstu sýn.
Þá sagði Þórunn að víða um heim
standi konur höllum fæti í barátt-
unni gegn feðraveldinu og stjórn-
völdum sem telji konur ekki verðar
fullra mannréttinda. Konur í Kúveit
hafi þannig t.a.m. ekki enn fengið
kosningarétt, nú tíu árum frá Persa-
flóastríðinu.
„Í liðinni viku var haldin mjög
fróðleg ráðstefna á vegum Rann-
sóknastofu í kvennafræðum um kon-
ur og Balkanstríðin. Þar kom fram
hvernig konur – þvert á landamæri
og gegn vilja stjórnvalda – hafa stað-
ið saman í baráttunni gegn stríðun-
um í Júgóslavíu. Fyrirlesarar lýstu
því hvernig kommúnisminn varð að
þjóðernishyggju, sem síðan var
virkjuð til haturs og stríðsrekstrar.
Nauðganir og pyntingar voru
normið – ekki undantekningin – eng-
in kona var óhult,“ sagði Þórunn
ennfremur og benti á að nýfallnir
dómar yfir júgóslavneskum stríðs-
glæpamönnum sem dæmdir voru
fyrir skipulegar nauðganir á konum,
sendi skýr skilaboð til heimsbyggð-
arinnar um að héðan í frá verði
mönnum refsað fyrir stríðsglæpi af
þessu tagi, eins og aðra stríðsglæpi.
Lýsti hún að lokum ánægju sinni
með það að Íslendingar hafi í fyrra
mánuði staðfest bókun við samning-
inn um afnám allrar mismununar
gagnvart konum. Með staðfesting-
unni hafi opnast ný kæruleið fyrir
konur eða félagasamtök fyrir þeirra
hönd sem telja á sér brotið á grund-
velli kynferðis.
Hægt að skjóta máli til
Sameinuðu þjóðanna
Hafi kona fullreynt allar leiðir
sem heimalandið býður upp á geti
hún skotið máli sínu til nefndar Sam-
einuðu þjóðanna í New York um af-
nám misréttis gagnvart konum.
Þórunn sagði ennfremur að ekki
væri nóg að ræða þessi mál einu
sinni á ári á Alþingi, nægt væri að
nefna kynlífsþrælkun og mansal sem
komið væri hingað til lands, hvort
sem fólki líkaði það betur eða verr.
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra, sagði í upphafi ræðu sinn-
ar að mannréttindi væru eitt af þeim
málum sem Íslendingar hefðu lagt
höfðuáherslu á á erlendum vett-
vangi. Sagði hann að þótt margt
hefði áunnist á síðustu árum, væri
enn mikið verk óunnið.
„Í umræðum á alþjóðavettvangi
höfum við lagt mikla áherslu á
mannréttindi kvenna og barna,“
sagði ráðherra og benti á að stjórn-
völd hefðu tekið virkan þátt í um-
ræðu um málefni kvenna á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, bæði með ræð-
um í allsherjarþinginu og í mann-
réttindaráði.
„Með Vínar-yfirlýsingunni frá
1993 var því slegið föstu að mann-
réttindi væru algild. Ekki er því
hægt að réttlæta mannréttindabrot
gegn konum með því að skírskota til
trúarbragða, venju eða hefða eða
annars konar menningararfleifðar,“
sagði hann.
Halldór benti ennfremur á að hin-
ir almennu borgarar, einkum konur
og börn, væru ávallt fyrstu fórnar-
lömb styrjaldarátaka. Nefndi hann í
því sambandi átökin á Balkanskaga
á síðasta áratug sem hefðu leitt af
sér margskonar voðaverk; fjölda-
morð, nauðganir og ómannúðlega
meðferð stríðsfanga. Óhugnanleg
grimmdarverk hefðu verið framin
þar á konum, jafnt sem öðrum borg-
urum og mannréttindi þeirra fótum
troðin.
Í máli Halldórs kom fram ánægja
með nýafstaðna ráðstefnu Rann-
sóknarstofu í kvennafræðum um
konur og Balkanstríðið, en utanrík-
isráðuneytið var einn styrktaraðila
hennar. Benti hann ennfremur á að
íslensk stjórnvöld hafi stutt upp-
byggingarstarf á Balkanskaga með
margvíslegum hætti, t.d. með þátt-
töku í friðargæslu á svæðinu. Enn-
fremur hefði ráðuneytið styrkt þró-
unarsjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir
konur (Unifem) svo og starfsemi
sjóðsins hér á landi og íslenskan
starfsmann á skrifstofu hans í Kos-
ovo í tólf mánuði. Aukinheldur hefðu
umtalsverðar fjárhæðir verið lagðar
til uppbyggingar og rekstrar þriggja
kvennahúsa í Bosníu og Hersegóv-
ínu þar sem konum af öllum þjóð-
arbrotum hafi verið veitt margskon-
ar félagsleg aðstoð.
Varðandi bókun við samninginn
um afnám allrar mismununar gagn-
vart konum, sagði utanríkisráðherra
að ekki hefði enn gefist tími til að
kynna efni hennar. Sagði hann ljóst
að fleiri ráðuneyti þurfi að koma þar
að málum.
Fjölmargir þingmenn tóku til
máls í umræðunni, bæði úr stjórnar-
og stjórnarandstöðuflokkum. Þuríð-
ur Backman, Vinstri grænum, sagði
að réttindabarátta kvenna væri al-
þjóðleg. Staða kvenna hér á landi
væri hins vegar ekki jafngóð og ýms-
ir vildu vera láta, því bæði væru kjör
kvenna lægri en karla í sambæri-
legum stöðum og konur yrðu fremur
fyrir ofbeldi en karlar, einkum þó
kynferðislegu ofbeldi. Tók hún þó
fram að víða erlendis byggju konur
við miklu verri aðstæður en íslensk-
ar kynsystur þeirra og nytu til að
mynda ekki sömu möguleika varð-
andi menntun og atvinnutækifæri.
Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæð-
isflokki, benti á að innan alþjóða-
samfélagsins ætti það viðhorf vax-
andi fylgi að fagna að ekki verði litið
á mannréttindi sem einkamál ein-
stakra ríkja, heldur varði þau sam-
eiginlega hagsmuni alls mannkyns.
Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri
grænum, var ein þeirra sem kom inn
á kynbundinn launamun hér á landi.
Sagði hún að þrátt fyrir vakningu á
þessu sviði hefði enn ekki tekist að
uppræta 18% launamun, sem væri
einungis kynbundinn. Engin önnur
skýring væri á föstum 18% launa-
mun karla og kvenna.
Norrænu ríkin hafa
margt fram að færa
Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæð-
isflokki, minnti á hversu viðfangs-
efni þau sem Íslendingar glímdu við
varðandi réttindi kvenna væru agn-
arsmá í samanburði við hræðileg
vandamál sem víða steðji að konum,
einkum í þriðja heiminum. Taldi
hann að norrænu ríkin hefðu margt
fram að færa í þessum efnum, enda
skari þau fram úr í pólítískri þátt-
töku kvenna. Sagði hann ljóst að um
leið og hlutur kvenna aukist í stjórn-
málum landa, aukist um leið réttindi
þeirra.
Össur Skarphéðinsson, Samfylk-
ingunni, sagði baráttu fyrir mann-
réttindum kvenna alls ekki einkamál
þeirra, hún varði ekki síður karl-
menn sem feður, eiginmenn eða
bræður. Lagði hann áherslu á að
rödd Íslands heyrist í alþjóðasam-
félaginu um þessi efni, enda eigi Ís-
lendingar að taka frumkvæði í bar-
áttunni gegn alþjóðlegri þróun og
vexti viðskipta með konur allt niður í
barnsaldur til kynlífsþrælkunar.
„Ég er sjálfur faðir tveggja lítilla
dætra og ég á þá ósk heitasta að
þeim auðnist að taka þátt í samfélag-
inu, spjara sig og hasla sér völl án til-
lits til þess að þær eru konur,“ sagði
Össur en bætti við að því miður virt-
ist sem enn væru lagðir þröskuldar í
veg kvenna á mörgum sviðum.
Mannréttindi kvenna rædd á Alþingi í tilefni alþjóðabaráttudags kvenna
Morgunblaðið/Kristinn
Þórunn Sveinbjarnardóttir var málshefjandi í umræðunni í gær.
Kvenfrelsis-
baráttan í eðli
sínu alþjóðleg
HVER sem greiðir fyrir kynlífsþjón-
ustu af einhverju tagi skal sæta
fangelsi allt að 4 árum, samkvæmt
frumvarpi til laga sem Kolbrún Hall-
dórsdóttir og fleiri þingmenn Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboðs
hafa lagt fram á Alþingi. Í frumvarp-
inu felst einnig að hver sá sem hefur
atvinnu eða viðurværi sitt af vændi
annarra skal sæta fangelsi allt að 6
árum. Sömu refsingu varði það að
ginna, hvetja eða aðstoða barn,
yngra en 18 ára, til þess að stunda
hvers konar kynlífsþjónustu og einn-
ig fyrir að stuðla að því að fólk sé
flutt úr landi eða til landsins í því
skyni að það taki þátt í hvers kyns
klám- eða kynlífsiðnaði hvort sem
viðkomandi er kunnugt um þennan
tilgang fararinnar eða ekki og hvort
sem samþykki viðkomandi liggur
fyrir eða ekki.
Í frumvarpinu er einnig tekið til
birtingar kláms í fjölmiðlum. Þar
segir: „Ef klám birtist á prenti skal
sá sem ábyrgð ber á birtingu þess
eftir prentlögum sæta sektum eða
fangelsi allt að 1 ári. Sömu refsingu
varðar það þann sem er ábyrgur fyr-
ir að auglýsa í fjölmiðlum eða á op-
inberum vettvangi aðgang að klámi í
hvaða mynd sem það er fram borið.“
Tengsl við
kynferðisofbeldi
Í greinargerð segir að mikilvægt
sé að brugðist verði við breyttum að-
stæðum í íslensku samfélagi, t.d.
fjölgun nektardansstaða. Þá veki at-
hygli hvernig viðgengist alls kyns
auglýsingar, t.d. í dagblöðum, um
ýmiss konar kynlífsþjónustu. Enn
megi nefna að á Netinu sé alls kyns
auglýsingastarfsemi fyrir klámþjón-
ustu, auk þess sem talið er að í
tengslum við ákveðnar vefsíður sé
stundað skipulagt vændi.
„Afleiðingar vændis eða sölu
hvers kyns kynlífsþjónustu eru iðu-
lega mjög svipaðar og hjá öðrum þol-
endum kynferðisofbeldis, þ.e. brotin
sjálfsmynd, sjálfsfyrirlitning, þung-
lyndi, sjálfsvígsþankar og tilraunir
til sjálfsvíga. Ótal kannanir hafa
einnig sýnt að konur sem selja lík-
ama sinn eru að stórum hluta konur
sem beittar hafa verið kynferðisof-
beldi í bernsku og hafa því alla tíð
staðið höllum fæti í lífinu. Á síðari ár-
um hafa fátækt og litlar vonir um
mannsæmandi framtíð einnig knúið
fólk til vændis og auðveldað þannig
þeim sem kaupa kynlífsþjónustu eða
gerast milligöngumenn um slíkt að
ná valdi yfir því,“ segir ennfremur í
greinargerðinni.
Þyngri refsingar lagðar til vegna kláms og kynlífsþjónustu
Mikilvægt að bregðast
við breyttum aðstæðum
Íslenski rjúpnastofninn
Uppeldisstöðvar
ekki eyðilagðar
með skógrækt
ALLS voru 5.602 rjúpur skotnar
af veiðimönnum árið 1999 eða ríf-
lega 500 færri en árið áður.
Rjúpnaveiðimönnum fjölgar að
meðaltali um 2,55 á ári. Þetta kem-
ur fram í svari umhverfisráðherra
við fyrirspurn Árna Gunnarsson-
ar, varaþingmanns Framsóknar-
flokksins, um íslenska rjúpna-
stofninn.
Í svari ráðherra kemur einnig
fram að heildarafföll í rjúpnastofn-
inum séu allvel þekkt. Í fjölgunar-
árum farast að jafnaði 85% unga
(78-89%) og 59% fullorðinna fugla
(47-70%). Í fækkunarárum farast
að jafnaði 92% unga og 62% full-
orðinna fugla. Afkoma fugla á
fyrsta ári ræður stofnbreytingum
og í þessum tölum eru öll afföll,
þ.m.t. veiðiafföll, skv. svarinu.
„Stofnsveiflur rjúpunnar eru
náttúrulegt fyrirbæri. Ofveiði
mundi væntanlega jafna sveiflurn-
ar út. Stjórnvöld hafa um tvær
meginleiðir að velja til að stuðla að
vernd og viðgangi rjúpnastofns-
ins. Í fyrsta lagi að tryggja framtíð
mikilvægustu uppeldissvæða
rjúpunnar, t.d. að þau verði ekki
eyðilögð með skógrækt, og í öðru
lagi að banna skotveiði ef um of-
veiði er að ræða líkt og gert var í
nágrenni Reykjavíkur 1999,“ segir
ennfremur í svari umhverfisráð-
herra.