Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ F yrirsögnin hér að ofan birtist í íslensku dag- blaði fyrir rúmum 20 árum. Fréttaritara blaðsins í Þistilfirði þótti miklum tíðindum sæta að berja þeldökkan vinnumann frá Ghana augum í fimbulkuldum og snjóalögum hins íslenska vetrar. Þótt fréttin hafi að sönnu verið tryllingslega fyndin telja vísast flestir að nálgunin og fyrirsögnin sé lýsandi fyrir liðna tíma á Ís- landi. Sýn Íslendinga til um- heimsins hefur breyst mjög á síð- ustu 20 árum. Eða er ekki svo? Önnur fyrirsögn frá svipuðum tíma kemur upp í hugann í þessu viðfangi. Þá var á forsíðu birt mynd af barnungri víetnamskri stúlku, er komið hafði til landsins sem flóttamaður ásamt ætt- mennum sín- um. Fyr- irsögnin var svohljóðandi: „Kim heitir nú Anna“. Flestum þótti sjálfsagt að fólk, sem misst hafði allt sitt við flóttann frá heimalandinu, væri svipt því eina, sem það átti eftir við komuna til fyrirmyndarríkisins í norðri. Sjálfgefið var að nafnið yrði tekið af litlu stúlkunni og að ríkisvaldið gæfi henni nýtt þar eð hún teldist framvegis Íslendingur. Í nýjum nöfnum fólst aðgangurinn að ís- lensku samfélagi. Flóttafólkið frá Víetnam var meðhöndlað í full- komnu samræmi við opinbera þjóðrembustefnu Íslendinga. Þótt framkoma yfirvalda gagn- vart innflytjendum hafi bless- unarlega breyst lifir hin menning- arlega yfirburðahyggja enn góðu lífi á Íslandi. Á Íslandi hefur skipuleg inn- ræting í þá veru að þjóðin njóti yf- irburða á sviði menningar og arf- leifðar blandast saman við forsjárhyggju á mjög for- vitnilegan hátt. Enn er fólki t.a.m. ekki treyst til að ákveða hvaða nöfn börn þess eigi að bera. Starf- rækt er svonefnd Manna- nafnanefnd, sem ætlað er að gæta tungu og menningar með því að úrskurða hvaða nöfn séu tæk á ís- lensku og hver ekki. Á Íslandi er unnt að banna for- eldrum að skíra barn sitt tilteknu nafni. Og rökstuðningurinn lýtur annars vegar að verndun tungu og menningar og hins vegar að því að með þessu móti sé komið í veg fyrir að börn þurfi að burðast með réttnefnd ónefni í gegnum lífið. Nú kunna menn að hafa mis- jafnar skoðanir á ýmsum þeim nýrri nöfnum, sem gjaldgeng þykja en hljóma vægt til orða tek- ið undarlega í eyrum. Hitt er lygi- legra að opinberir „aðilar“ taki sér vald til að úrskurða að tiltekið nafn sé með öllu ótækt og að banna beri foreldrum að gefa barni sínu það. Hugsunin, sem að baki býr, er aukinheldur í meira lagi ógeðfelld: Fyrst ríkisvaldið er fært um að ákveða að tilteknu barni sé fyrir bestu að bera ekki ákveðið nafn er það jafnframt fært um að kveða upp þann dóm að foreldrum sé ekki treystandi til að gefa af- kvæmi sínu nafn. Af þessu leiðir að spyrja má hvort ríkisvaldið sé ekki einnig fært um að ákveða að tilteknu fólki sé ekki treystandi til að verða foreldrar. Ef nafngift er til marks um að viðkomandi er ekki fær um að búa í haginn fyrir afkvæmi sitt er þá ekki sýnt að sá hinn sami er ekki hæfur til þess að öðru leyti? Með ólíkindum er að slík for- sjárhyggja fái þrifist á Íslandi í upphafi 21. aldar. Á Íslandi er menningin svo ein- stök að bannað er að auglýsa á öðrum tungumálum en íslensku og foreldrum er bannað að gefa börnum sínum þau nöfn, sem þau vilja. Þegar hafðar eru í huga þær breytingar sem samfélagið geng- ur nú í gegnum með mikilli fjölg- un innflytjenda er deginum ljós- ara að hin opinbera yfirburða- hyggja íslensku stjórnmála- stéttarinnar nálgast nú óðfluga að geta talist brot á mannréttindum þessa þjóðfélagshóps. Og nú er komið fram frumvarp þar sem leyfi til búsetu á Íslandi er bundið því skilyrði að viðkom- andi hafi sótt námskeið í íslensku. Eftir einhverja áratugi munu fræðimenn leitast við að skilja hvernig opinber þjóðrembustefna og forsjárhyggja rann saman á Ís- landi þrátt fyrir tal valdamikilla stjórnmálamanna um frelsi ein- staklingsins og ábyrgð hans á eig- in lífi. Rifjað verður upp hvernig jafnan var reynt að sporna við breytingum, oft í nafni menning- arinnar, í stað þess að líta á þær sem sjálfsagðan lið í framþróun samfélagsins og aðlögun að nýjum yrti veruleika: óttast var að sjón- varp skaðaði menninguna, lita- sjónvarp var talið stórhættulegt þjóðlífinu, erlendu sjónvarpi var líkt við menningarlega drepsótt, útlendingar voru þvingaðir til að taka upp íslensk nöfn, aukið sam- starf við Evrópuríki var talið til- ræði við þjóðríkið og menning- arlega sérstöðu, bannað var að nota önnur tungumál en íslensku við ákveðnar aðstæður, frelsi til að gefa afkvæmi sínu nafn var tal- ið fallið til að grafa undan tung- unni og steypa menningararfinum einstaka í glötun. Ný grein menningarlegra skemmtibókmennta mun upp rísa á Íslandi. Helstu foringjar aft- urhaldsins verða aðhlátursefni þeirra kynslóða, sem þá hafa los- að sig undan sligandi áhrifum yf- irburðahyggjunnar og menning- arofsans og hafa nægilegt sjálfs- traust til mæta heiminum án þjakandi hræðslu og minnimátt- arkenndar. Og þessar bækur verða skrif- aðar á íslensku. Verður íslenska stjórnmála- stéttin fær um að endurnýja sig; fær um að fara fyrir nýjum kyn- slóðum, sem ekki verða ofurseldar ranghugmyndum, minnimátt- arkennd, þjóðrembu og menning- arofsa? Þá verða kvaddir, með glott á vör, þeir stjórnmálamenn, sem leituðust í öllum sínum störfum við að tryggja kyrrstöðu, oft í nafni menningar en jafnan af ótta við missi valdsins; þeir, sem boð- uðu að verja þyrfti þjóðina fyrir nútímanum og áhrifum frá út- löndum; þeir, sem náðu svo lengi að sannfæra þjóðina um að um hana giltu sérstakar reglur því hún væri algjörlega einstakt fyr- irbrigði – eins konar negri í Þistil- firði. Negri í Þistilfirði Á Íslandi hefur skipuleg innræting í þá veru að þjóðin njóti yfirburða á sviði menningar blandast saman við for- sjárhyggju á mjög forvitnilegan hátt. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ALLAN síðasta áratug hafa staðið deilur um stjórn fiskveiða og þær eru síður en svo í rénun. Tvær nefndir hafa starfað und- anfarin tvö ár og var þeim ætlað að fara yfir helstu ágreiningsatrið- in og koma með tillögur til úrbóta. Önnur þeirra, svonefnd auðlinda- nefnd, hefur skilað af sér ýtarlegri álitsgerð og leggur til að tekið verði gjald fyrir afnot af auðlind- um. Hin nefndin er enn að störfum og á að fara almennt yfir lög um stjórn fiskveiða og gera tillögur um breytingar á þeim. Framsal og fénýting Í núverandi kerfi er byggt á aflaheimildum sem úthlutað er ótímabundið og handhöfum þeirra heimilað að framselja þær, leigja eða selja varanlega. Þannig geta útgerðarmenn haft miklar tekjur af framsali veiðiheimilda en fá þeim úthlutað fyrir lítið fé í sam- anburði við tekjurnar. Framsalið hefur fært mörgum miklar tekjur í eigin vasa og eru dæmi um þús- undir milljóna króna. Þetta atriði sætir mikilli gagnrýni og má nefna að á síðasta flokksþingi framsókn- armanna í nóvember 1998 var ályktað að „framsóknarmenn telja óeðlilegt að einstakir aðilar skuli hafa komist upp með að fénýta endurnýjanlegar auð- lindir í eigin þágu. Nauðsynlegt er að skattkerfinu verði beitt til að koma í veg fyrir að slíkt gerist í framtíðinni“. Ágreiningur í auðlindanefnd Auðlindanefndinni var ætlað sérstaklega að ráða bót á þessu atriði. Nefndin náði samstöðu um að gjald yrði tekið fyrir afnot af auðlindinni en ekki var samstaða í nefnd- inni um hvernig það yrði gert. Bendir nefndin á tvær leiðir, veiðigjaldsleið og fyrning- arleið, og kemur fram að ágrein- ingur var í nefndinni um þær og nokkrir nefndarmanna telja aðeins aðra leiðina ásættanlega. Ekki er upplýst hve margir nefndarmenn styðja hvora leið né hverjir þeir eru. Leiðir auðlindanefndar Veiðigjaldsleiðin þýðir áfram ótímabundna og óbreytta úthlutun veiðiheimildanna og heimild til framsals og að hið opinbera ákveði gjald fyrir afnotin, sem verði ann- aðhvort ákveðið hlut- fall af verðmæti land- aðs afla eða sem tiltekna fjárhæð á hvert kg af úthlutuðu aflamarki. Þær hug- myndir sem nefndar hafa verið um gjaldið staðfesta að ætlunin er að það verði aðeins brot af því verði sem handhafar veiðiheim- ildanna fá fyrir leigu þeirra eða sölu. Þessi leið mun ekki setja niður núverandi deil- ur enda áfram mögu- legt að fénýta endur- nýjanlega auðlind í eigin þágu. Veiðigjaldsleiðin er ávísun á áframhaldandi deilur. Fyrningarleiðin er mun róttæk- ari, ákveðinn hundraðshluti veiði- heimildanna er fyrndur hvert ár þar til allar heimildir eru innkall- aðar. Hinum fyrndu heimildum er ráðstafað að nýju til ákveðins tíma í senn með því að selja þær á markaði eða uppboði. Þessi leið þýðir að handhafar veiðiheimilda munu afla sér heimildanna með sama hætti og þeir geta framselt þær. Verðlagning fer þá fram með sambærilegum hætti og möguleik- inn á að fénýta auðlindina eins og Af hverju fyrningarleið? Kristinn H. Gunnarsson HINN 17. mars næstkomandi kjósa Reykvíkingar um framtíð flugvallar- starfsemi í Vatnsmýri. Það er ákaflega mik- ilvægt að sem flestir nýti sér þann lýðræð- islega rétt að kjósa og hafa þannig áhrif á þróun borgarsam- félagsins. Umræðan hefur einkennst af op- inberum skrifum milli þeirra sem vilja hafa völlinn um kyrrt og hinna sem vilja völl- inn burt. Að mínu mati er hér um mjög stórt mál að ræða sem snertir mjög skipulagsmál Reykjavíkur og hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með líflegum skoðana- skiptum um heildarsýn í skipu- lagsmálum. Sérfræðinga- veldið Allt frá því völlurinn var settur hér niður hafa verið mjög skiptar skoðanir um tilverurétt hans í Vatnsmýri og má í því sambandi minna á hugmyndir um nýja stað- setningu á Álftanesi sem lengi var í umræðunni, eða allt til ársins 1973. Þegar skoðuð eru gögn úr borg- arstjórn Reykjavíkur sést t.d. að allt frá árinu 1975 hafa borgar- fulltrúar allra flokka annarra en Sjálfstæðisflokks flutt tillögur um skoðun á annars konar nýtingu á Vatnsmýri en undir flugvöll. Það hafa því alla tíð skotið upp koll- inum umræður um flugvöll í Vatnsmýri og má færa rök fyrir því að sú atkvæðagreiðsla sem fram fer hinn 17. sé í raun eðlilegt framhald þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um málið. Það hefði t.d. verið mjög óeðlilegt að kjósa um völlinn fyrr, þegar ekki lágu fyrir nákvæmar upplýsingar um samanburð valkosta. Það er reynd- ar sérstakt umhugsunarefni um opinbert sérfræðingaveldi þegar það er skoðað að í mörg ár hafa svokallaðir sérfræð- ingar haldið því fram að flugvöllur geti hvergi verið nema í Vatnsmýri og Kefla- vík. Ýmsir stjórn- málamenn hafa gert þessar skoðanir að sínum og haldið því fram af miklum þunga að flutningur flugvall- ar úr Vatnsmýri sé sjálfkrafa ávísun á Keflavíkurflugvöll. Ég verð líka að segja það að ég hef orðið miklar efasemdir um álit sér- fræðinga flugmálayf- irvalda sem ávallt hafa skákað í skjóli yfirburðarsérfræðiþekkingu og kunnáttu. Hér áður bentu þess- ir sérfræðingar á að ósækilegt væri að flytja kennslu-, æfinga- og einkaflugið úr Vatnsmýri. Nú er verið að vinna að þessum flutningi. Þeirra skoðun var að útilokað væri að fækka brautum á vellinum. Nú verður þeim fækkað í tvær. Þeir hafa ítrekað haft þá skoðun að ekki væri hægt að flytja starf- semina til á svæðinu. Nú er flug- málastjórn lögst í mikla skipulags- vinnu og hefur kynnt flutning á starfseminni innan svæðisins. Þessi dæmi sýna að það er full ástæða til að hafa miklar efasemd- ir um málflutning þeirra. Hvassahraunskostur Ég get því alls ekki verið sam- mála þeim „sérfræðingum“ að flugvöllur í Hvassahrauni komi alls ekki til greina og undrast raunar að menn skuli setja málið upp með þeim hætti miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Uppbygging nýs flugvallar sunnar á höfuðborgarsvæðinu er hugmynd sem er mjög til þess fall- in að sætta ýmis sjónarmið í mál- inu. Líta þarf á höfuðborgarsvæðið sem eina skipulagslega heild en festast ekki í hugsun um gömul hreppamörk. Þessa dagana eru sveitarfélögin á svæðinu að vinna sameiginlegt svæðisskipulag sem á að nota sem stýritæki varðandi þróun og uppbyggingu. Miðað við staðsetningu á höfuðborgarsvæð- inu er Hvassahraun góður kostur og í dag munar ekki nema um 10 mínútum í akstri milli Vatnsmýrar og Hvassahrauns. Varðandi kostn- að þarf í öllum tilfellum að ráðast í ákveðinn grunnkostnað vegna flugstöðva og varðandi flugbrautir þarf í öllum valkostum að byggja þær upp, þótt í mismiklum mæli sé. Flugmálayfirvöld eru einmitt þessa dagana að skoða Hvass- ahraun vegna æfinga, kennslu og einkaflugsins og því getur verið ákveðið hagræði í því að stíga skrefið til fulls og flytja allt innan- landsflug þangað. Gera þarf betri rannsóknir á veðurskilyrðum í Hvassahrauni og alls ekki er hægt að fallast á að 30 ára gamalt út- sýnisflug í Kapelluhrauni til mæl- ingar á veðurfari sé vísindaleg mæling sem byggjandi sé á. Stuttur tími í lífi borgar Reykjavík hefur stækkað mikið á undanförnum árum og óneitan- lega fylgja því ákveðnir vaxtar- verkir. Flugvallarsvæðið í Vatns- mýrinni er um 130 ha og hvort sem menn kjósa völlinn áfram eða að hann fari er ljóst að meira land- rými fæst til þróunar. Svæðið er Kjósum um flugvöll Steinunn V. Óskarsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Allt frá árinu 1975 hafa borgarfulltrúar allra flokka annarra en Sjálfstæðisflokks, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, flutt tillögur um skoðun á annars konar nýtingu á Vatnsmýri en undir flugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.