Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁÞREIFANLEGUR ÁRANGUR Í BARÁTTUNNI VIÐ FÍKNIEFNIN LÆKKUN TEKJUSKATTS Davíð Oddsson, forsætisráð-herra, skýrði frá því sl. mið-vikudag, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því, að tekju- skattur lækki um næstu áramót til að vega upp á móti hækkun útsvars sveitarfélaga, sem þá verður heim- il, önnur áramótin í röð. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessarar lækkunar er áætlaður 1100–1200 milljónir króna á ári. Forsætisráðherra kvað ríkis- stjórnina hafa gefið forustu ASÍ fyrirheit um breytingar í skatta- málum um næstu áramót. Viðræður hafi farið fram í tengslum við mat launanefndar aðila vinnumarkaðar- ins á því, hvort forsendur kjara- samninganna stæðust. „Ég er ánægður með þá niðurstöðu, sem varð í launanefnd Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Ég tel, að þessi niðurstaða þýði, að það séu allar forsendur fyrir því, að samningar haldi út samningstímann og hér verði friður á vinnumarkaði, sem er ákaflega mikilvægt fyrir at- vinnulífið,“ sagði Davíð Oddsson. Það er að sjálfsögðu rétt hjá for- sætisráðherra, hversu mikilvægur vinnufriður í landinu er og það er ánægjulegt, að ríkisstjórnin ætli að leggja sitt af mörkum til að treysta hann með fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts. Það sætti gagnrýni sl. haust, m.a. aðila vinnumarkaðarins, að tekjuskattur ætti ekki að lækka til jafns við hækkun útsvars um síðustu áramót. Eðlilegt er því, að ríkisstjórnin velji þessa leið til að undirstrika ánægju sína með sam- komulagið í launanefnd vinnumark- aðarins. Forsætisráðherra hefur og skýrt frá því, að könnuð verði nán- ar ýmis önnur áherzluatriði ASÍ- forustunnar, m.a. um verðlagseft- irlit, og nefnd verði sett á fót til að meta kosti og galla hugmynda hennar um fjölþrepa skattkerfi. Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um hækkun á greiðslum til ellilífeyrisþega, sem orðið hafa fyrir skerðingu á ellilíf- eyri vegna tekna maka sinna. Hækkunin gildir frá síðustu ára- mótum og er hún í samræmi við breytinguna á bótum til öryrkja í kjölfar Hæstaréttardómsins. Þetta mun kosta ríkissjóð um 140 millj- ónir á ári. Þessi ákvörðun ríkis- stjórnarinnar er eðlileg í framhaldi af Hæstaréttardómnum, því sam- ræmis verður að gæta við ákvörðun bóta Tryggingastofnunar. Forustumenn eldri borgara áttu frumkvæði að þessari breytingu nú, að sögn forsætisráðherra, en þeir hafa einnig rætt önnur hagsmuna- mál aldraðra við ríkisstjórnina. Með hvaða hætti verður komið til móts við kröfur eldri borgara mun koma í ljós um miðjan aprílmánuð, þegar nefnd ríkisstjórnarinnar um málefni aldraðra og öryrkja skilar tillögum sínum. Ýmislegt bendir til þess, að aldr- aðir og öryrkjar hafi ekki notið góðæris undanfarinna ára í jafn- ríkum mæli og aðrir landsmenn. Það er því nauðsynlegt og við hæfi, að ríkisstjórnin rétti hlut þess fólks, sem við bágust kjör býr. Dómsniðurstöður í hinu svokall-aða stóra fíkniefnamáli og tengdum málum sýna að breyttur lagarammi, auknar fjárveitingar til fíkniefnalögreglu og nýjar rann- sóknaraðferðir hafa skilað áþreif- anlegum árangri. Í fyrradag féll dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur, þar sem í fyrsta sinn var sakfellt fyrir peninga- þvætti tengt fíkniefnaviðskiptum. Þeir, sem sannað þykir að hafi að- stoðað fíkniefnasalana við að dreifa gróðanum og fjárfesta hann í lög- mætum fyrirtækjum, voru þar dæmdir í fangelsi, fésektir og til að sæta upptöku illa fengins fjár. Ákæruvaldið hefur í þessu máli látið reyna til hins ýtrasta á upp- tökuákvæði hegningarlaga og sam- tals hafa peningar og önnur verð- mæti, samtals um 100 milljónir króna, verið gerð upptæk sam- kvæmt dómi. Á blaðamannafundi í fyrradag kom fram að sú heimild dómara til að áætla ágóða af fíkni- efnaviðskiptum, sem sett var í hegningarlög fyrir fjórum árum, hefði þar skipt sköpum. Með þessu er fíkniefnasölunum torveldað að nota peningana, sem þeir hafa grætt á glæpastarfsemi sinni, til að halda henni áfram þrátt fyrir fang- elsisdóma. Þeir dómar, sem hafa fallið í tengslum við stóra fíkniefnamálið, svo og í öðrum fíkniefnamálum að undanförnu, hafa mikilvægt for- dæmis- og fælingargildi. Með þeim eru send skýr skilaboð til þeirra, sem reyna að fá ungt fólk til að ánetjast fíkniefnunum, um að ekki bíði þeirra eingöngu löng frelsis- svipting, heldur sé jafnframt hægt að svipta þá hinum illa fengna ágóða. Talsmenn lögreglunnar telja að þótt nýleg ákvæði hegningarlag- anna um eignaupptöku hafi reynzt vel í þessu máli sé ef til vill ástæða til að rýmka þau enn frekar, til samræmis við það sem gerzt hefur í nágrannaríkjunum Danmörku og Noregi. Nauðsynlegt er að skoða þennan þátt málsins í samhengi við tillögur Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra um auknar fjár- veitingar til rannsóknar fíkniefna- mála og um þyngingu refsinga fyrir fíkniefnabrot. Nánast á hverjum degi fáum við fréttir af skelfilegum afleiðingum fíkniefnaneyzlu og því hvernig fólk reynir að hagnast á fíkn og neyð annarra. Við eigum að halda áfram á þeirri braut, sem hefur verið mörkuð og sýna þessum sölumönn- um dauðans að þeim sé hvergi vært. HÉR fer á eftir dómur HéraðsdómsReykjavíkur um mál sem ákæru-valdið sótti á heldur forráðamönn-um einkahlutafélaganna B.M. Vallá og Vikurvörum fyrir að hafa ekki skilað árs- reikningi, skýrslu stjórnar, áritun endurskoð- enda og fleiru til opinberrar birtingar hjá rík- isskattstjóra og Ársreikningaskrá. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari komst að þeirri nið- urstöðu að ekki hafi verið lagaheimild til að stofna sérstaka félagaskrá með reglugerð sem hafi það hlutverk að taka við ársreikningum og birta eins og gert var árin 1996 og 1998. Því sé ekki um brot að ræða hjá ákærðu. „Ár 2001, fimmtudaginn 8. mars, er á dóm- þingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirs- syni, héraðsdómara, kveðinn upp dómur í saka- málinu nr. 2507/2000: Ákæruvaldið (Helgi Magnús Gunnarsson) gegn Guðmundi Bene- diktssyni, Magnúsi Benediktssyni, Víglundi Þorsteinssyni, B.M. Vallá ehf., og Vikurvörum ehf. (Jón Finnsson hrl.) sem tekið var til dóms hinn 2. mars sl. að lokinni aðalmeðferð. Málið er höfðað með ákæru Ríkislögreglustjórans, dag- settri 12. desember sl. á hendur ákærðu, „Guð- mundi Benediktssyni, Þrastargötu 10, Reykja- vík, kt. 050960-3749, Magnúsi Benediktssyni, Þverárseli 18, Reykjavík, kt. 201155-3129, Víg- lundi Þorsteinssyni, Lindarflöt 39, Garðabæ, kt. 190943-2409, B.M. Vallá ehf., Bíldshöfða 7, Reykjavík, kt. 530669-0179, fyrirsvarsmaður: Guðmundur Benediktsson, stjórnarformaður og Vikurvörum ehf., Bíldshöfða 7, Reykjavík, kt. 430486-1609, fyrirsvarsmaður: Guðmundur Benediktsson, stjórnarformaður. I. Fyrir brot framin í rekstri B.M. Vallár ehf. Ákærðu eru gefin að sök brot gegn lögum um ársreikninga í rekstri B.M. Vallár ehf. með því að hafa ekki, ákærði Víglundur sem fram- kvæmdastjóri og stjórnarmaður, ákærði Guð- mundur sem stjórnarformaður og ákærði Magnús sem stjórnarmaður B.M. Vallár ehf., staðið skil á ársreikningi, skýrslu stjórnar, árit- un endurskoðenda ásamt upplýsingum um hve- nær ársreikningur var samþykktur, fyrir einka- hlutafélagið vegna rekstraráranna 1995, 1996, og 1997 til opinberrar birtingar hjá Ríkisskatt- stjóra, og vegna rekstrarársins 1998 til opin- berrar birtingar hjá Ársreikningaskrá, í sam- ræmi við það sem lög áskilja. II. Fyrir brot framin í rekstri Vikurvara ehf. Ákærðu eru gefin að sök brot gegn lögum um ársreikninga í rekstri Vikurvara ehf. með því að hafa ekki, ákærði Víglundur sem framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður, ákærði Magnús sem stjórnarformaður og ákærði Guðmundur sem stjórnarmaður Vikurvara ehf., staðið skil á árs- reikningi, skýrslu stjórnar, áritun endurskoð- enda ásamt upplýsingum um hvenær ársreikn- ingur var samþykktur, fyrir einkahlutafélagið vegna rekstrarársins 1997, til opinberrar birt- ingar hjá Ríkisskattstjóra, og vegna rekstrarár- anna 1998 og 1999 til opinberrar birtingar hjá Ársreikningaskrá í samræmi við það sem lög áskilja. Telst þetta varða við 1. tölulið 1. mgr. 84. gr., sbr. 82. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga og 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. einnig 1. mgr. 69. gr. laga nr. 144, 1994 og 1. gr., 1. mgr. 3. gr. og 13. gr. reglugerðar nr. 134, 1996, sjá nú sömu greinar í reglugerð nr. 801, 1998, um árs- reikningaskrá, skil og birtingu ársreikninga. Um refsiábyrgð B.M. Vallár ehf. og Vikur- vara ehf. vísast auk framangreinds til 87. gr. laga nr. 144, 1994, sbr. e-lið 3. gr. laga nr. 37, 1995. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refs- ingar fyrir framangreind brot.“ Málavextir Ákærðu kannast við að ekki hafi verið skilað til þeirra stjórnvalda sem greinir í ákærunni ársreikningum og þar greindum upplýsingum vegna félaganna tveggja, B.M. Vallár ehf. fyr- ir rekstrarárin 1995 til 1998 og Vikurvara ehf. fyrir rekstrarárin 1997 til 1999. Með bréfum Skattrannsóknarstjóra ríkisins 16. janúar 1998 var tilkynnt um það til forsvarsmanna fyrirtækjanna að embættið hefði tekið það til rannsóknar að ársreikningum hefði ekki verið skilað eins og lög kvæðu á um. Lögmaður fyr- irtækjanna og verjandi ákærðu ritaði skatt- rannsóknarstjóranum bréf af þessu tilefni 5. febrúar sama ár. Segir þar: „B.M. Vallá ehf. og Vikurvörur ehf. hafa fal- ið mér að svara bréfi embættisins hinn 16. janúar sl. þar sem félögunum er tilkynnt, að embættið hafi tekið til meðferðar ætluð van- skil á skilum ársreikninga rekstraráranna 1995 og 1996 til opinberrar birtingar sam- kvæmt VIII. kafla laga nr. 144/1994 og 2. mgr. l. gr. reglugerðar nr. 361/1995 um skattarann- sóknir og málsmeðferð hjá skattrannsóknar- stjóra ríkisins. Af þessu tilefni vilja umbj. mín- ir taka fram. Ársreikningum hefir verið skilað til skattayfirvalda svo sem lögskylt er. Gerð eða frágangur ársreikninga félaganna hafa ekki sætt neinum aðfinnslum af hálfu skatta- yfirvalda. Hér er því einungis um að ræða kröfu um að ársreikningar fyrirtækjanna verði gerðir aðgengilegir fyrir alla, þar á með- al samkeppnisaðila þeirra. Ráðherra hefir með reglugerð um birtingu og skil ársreikninga falið ríkisskattstjóra þau störf félagaskrár sem varða birtingu, skil og móttöku ársreikninga, sbr. rg. 34/1996 og rg. 749/1997. Spyrja má hvers vegna löggjafinn hafi ekki einfaldlega ákveðið, að þau stjórnvöld sem hvort eð er fá alla ársreikninga, skattayfir- völdin, skyldu senda félagaskrám eintak af reikningunum. Þetta var ekki gert og skatta- yfirvöldum er ekki heimilt að afhenda árs- reikninga með þessum hætti. Ætla verður að ein meginástæðan sé sú, að fyrirtæki og ein- staklingar kynnu að hafa lögvarða hagsmuni af því að birta ekki opinberlega ársreikninga sína. Á sama hátt og ársreikningar hafa verið sendir skattayfirvöldum lögum samkvæmt þá hafa viðskiptabankar fyrirtækjanna og aðrir lánardrottnar haft fullan aðgang að þeim í gegnum árin. Félögin eru einkahlutafélög og ekki skráð á verðbréfaþingi eða öðrum opin- berum markaði. Verður ekki séð að nein knýj- andi nauðsyn sé til þess að veita almennan að- gang að ársreikningum þeirra, enda er ljóst að hætta er á því að samkeppnisaðilar gætu mis- notað upplýsingar félögunum til tjóns en mjög hörð samkeppni er á þeim markaði sem fyr- irtækin framleiða og selja vörur sínar á. Í þessu sambandi má benda á að enda þótt aðgangur að upplýsingum á sviði stjórnsýslu ríkis- og sveitarfélaga sé orðinn almennur, þá gilda um hann ákveðnar takmarkanir. Þannig gilda s um er hagsm að gög staklin 1996. Með ekki v ræddr um úr Af h sé eina þ.e. fy að ver fangsm sviðum hellum nautar átta si heyrði þessar þeir vi lokaða hefðu og því ingana gerðir og tilfæ um. Lög félaga kafla þ skrá“. félögu „félaga stjórn manna reiknin lagann sú sto hlutve gögn u Loks e herra anna, inga saman ingu þ Í at m.a. sv ópuba stofnu félaga ákvæð inga s félaga samvin félaga verið a um sto að tak Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir um skil á árs Þarf ek skila ársr ingu Ársreikningum tveggja einka skilað til stjórnvalda í nokkur á um þeirra stefnt fyrir það. Ársr skilað til skattyfirvalda og h finnslum. „VIÐ tókum ákvörðun um að láta á það reyna hvort ákvæði laganna gengju nærri lögvörðum hagsmunum hluthafa í einka- hlutafélögum því það er grundvallarmunur á einkahlutafélögum og almenningshluta- félögum og öðrum þar sem engin takmörk eru með hlutabréfaviðskipti,“ segir Víg- lundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri B.M. Vallár, í samtali við Morgunblaðið þeg- ar hann er inntur álits á niðurstöðu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Víglundur sagði grundvallarmun á því hvort til umræðu væri einkahlutafélag sem væri mjög lokað og viðskipti með bréf þess takmörkuð eða almenningshlutafélag eða hlutafélag sem hefur engar takmarkanir á viðskiptum með hlutabréf sín. Í síðari tilvik- unum giltu rík sjónarmið vegna almanna- hagsmuna að menn fengju upplýsingar. „Það á að mati okkar ekki við um einka- hlutafélög fremur en að það eigi við um ein- staklinga,“ segir Víglundur og segir ekki hafa verið lagaheimild til að krefjast þess að skila skuli ársreikningum og skýrslum, þrátt fyrir heimild ráðherra til að setja reglugerð nái hún ekki til að skipa þessum atriðum með reglugerð. Víglundur vísar til umræðu í dómsniður- stöðunni þar sem segir að dómurinn álíti að í athuga ársreik löggjaf með hö félaga í sem Alþ verið se ráðherr krefjas Víglundur Þorsteinsson um d Töldum ve skerða rétt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.