Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hólmfríður Sól-veig Ólafsdóttir
fæddist 19. septem-
ber 1941 á Marbæli í
Óslandshlíð, Skaga-
firði. Hún andaðist
á Landspítalanum
íFossvogi hinn 27.
febrúar s.l. Foreldr-
ar hennar voru Ásta
Jónsdóttir, f. 10.
október 1909 á Mar-
bæli í Óslandshlíð,
Skagafirði, látin 30.
júní 1975, í Reykja-
vík, húsfreyja og
síðan matráðskona í
Reykjavík og Ólafur Halldór
Jónsson, f. 25. desember 1907 á
Nautabúi, Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði, d. 21. júlí 1949 í
Stóragerði, Óslandshlíð, Skaga-
firði, bóndi og búnaðarráðunaut-
ur. Hólmfríður Sólveig var næst
elst fjögurra systkina en þau eru
Anna Solveig, f. 4. ágúst 1940 á
Marbæli í Skagafirði, ritari í
sendiráði Íslands í París. Maki
Claude Simha, læknir í París, f.
28. september 1937 í Marokkó.
Börn: Emmanuelle Solveig, f. 14.
desember 1971 í Frakklandi og
Olivier Snorri, f. 1. maí 1973 í
Frakklandi. Jón Leifur, f. 2. apríl
1943 á Marbæli í Skagafirði, vél-
smiður í Bergen í Noregi. Maki
Birgit Thorsteinsrud, f. 24. júlí
1941 í Noregi. Þau skildu. Dætur:
Liv Solveig, f. 14. janúar 1972 í
Noregi og Åsta Marie, f. 20. sept-
ember 1974 í Noregi. Sambýlis-
kona Anne Folland. Sólveig
Kristbjörg, f. 7. janúar 1948 í
Stóragerði í Skagafirði, lögfræð-
ingur, framkvæmdastjóri í
Reykjavík. Maki Jónatan Þór-
mundsson, f. 19. desember 1937 í
Stóra-Botni, Hvalfirði, prófessor
í lögum við Háskóla Íslands. Son-
ur þeirra Þórmundur f. 3. apríl
firði. Eftir andlát Ólafs árið 1949
flutti Ásta til Sauðárkróks með
þrjú elstu börnin, hún sá fjöl-
skyldunni farborða með því að
reka lítið mötuneyti. Yngsta dótt-
irin Sólveig Kristbjörg fór til
móðursystur sinnar á Siglufirði.
Hólmfríður Sólveig lauk skyldu-
námi á Sauðárkróki, á sumrin
var hún m.a. í sveit á Frostastöð-
um í Skagafirði og á Hólum í
Hjaltadal, einnig var hún við
barnagæslu hjá Öldu Vilhjálms-
dóttur og Agli Bjarnasyni á
Sauðárkróki í nokkur sumur.
Haustið 1956 keypti Ásta íbúð í
nýbyggðu húsi að Eskihlíð 22a, í
Reykjavík til að auðvelda börn-
unum að komast í framhaldsnám.
Hólmfríður Sólveig fór í Versl-
unarskólann og lauk stúdents-
prófi þaðan 1962, með góðum ár-
angri. Á námsárunum vann hún á
sumrin í Útvegsbanka Íslands.
Eftir stúdentspróf fór Hólmfríð-
ur Sólveig til starfa á skrifstofu
Íslenskra aðalverktaka á Kefla-
víkurflugvelli, þar kynntist hún
Magnúsi Gíslasyni sem starfaði
hjá sama fyrirtæki. Skömmu eftir
giftingu fluttu þau í Garðinn og
bjuggu þar síðan að Heiðarbraut
9 nær allan sinn búskap. Fyrstu
hjúskaparárin sinnti hún uppeld-
is- og heimilisstörfum en kenndi
auk þess tvo vetur í Gerðaskóla.
Árið 1977 hóf hún störf hjá
Verslunarmannafélagi Suður-
nesja, fyrst sem skrifstofumaður
en síðan framkvæmdastjóri og
starfaði hjá félaginu fram á árið
1998. Á þeim tíma gegndi hún
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
verkalýðshreyfinguna, var m.a.
endurskoðandi ASÍ, í stjórn LÍV,
tók þátt í gerð kjarasamninga og
fleira. Hún átti þátt í að endur-
reisa Litla leikfélagið í Garðinum
og starfaði með Félagi óháðra
borgara að sveitarstjórnarmál-
um. Loks var hún endurskoðandi
Gerðahrepps um nokkura ára
skeið. Hólmfríður Sólveig verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
1972 í Reykjavík.
Hólmfríður Sólveig
giftist 10. ágúst 1963
Magnúsi Gíslasyni, f.
5. ágúst 1932 í Mið-
húsum í Garði,
Gerðahreppi, versl-
unarmanni og eru
dætur þeirra: 1) Ásta,
f. 12. október 1963,
lögfræðingur búsett í
Brussel. Maki Bene-
dikt Óskar Ragnars-
son, fæddur 1. júní
1963, rafeindavirki.
Börn þeirra Ólafur
Rúnar, f. 2. janúar
1984 og Una Kristín, f. 1. ágúst
1991. 2) Jóhanna, f. 18. október
1964 í Reykjavík, stjórnmála-
fræðingur, búsett í Reykjavík.
Sambýlismaður Hugi Ólafsson, f.
19. mars 1964, jarðfræðingur og
stjórnmálafræðingur. Sonur
þeirra Bjarki Ólafur, f. 9. nóv-
ember 1998. 3) Þóra Björg, f. 24.
september 1967, lyfjafræðingur,
búsett í Reykjavík. Maki Sigurð-
ur Þórarinsson, f. 27. febrúar
1967, verkfræðingur. Synir
þeirra Sindri, f. 18. ágúst 1992 og
Snorri f. 27. febrúar 1997. 4) Sol-
veig Ólöf, f. 8. desember 1969
kennari, búsett á Siglufirði. Sam-
býlismaður Haukur Ómarsson, f.
15. október 1971, viðskiptafræð-
ingur. Börn þeirra Magnús Bjart-
ur, f. 6. apríl 1994 og Hildigunn-
ur, f. 14. febrúar 1998.
Synir Magnúsar fyrir hjóna-
band: Unnar, f. 11. febrúar 1957,
maki Evelyn R. Tagalog. Dóttir
hans Herdís Ósk f. 24. október
1981. Hreinn, f. 22. október 1960,
maki Guðrún Snorradóttir.
Þeirra börn Harpa , f. 17. janúar
1993 og Gauti, f. 5. maí 1995.
Fyrstu uppvaxtarár Hólmfríð-
ar Sólveigar voru á Marbæli og í
Stóragerði í Óslandshlíð í Skaga-
Á eftir söknuði yfir að hafa misst
góða konu langt fyrir aldur fram, er
mér þakklæti efst í huga þegar ég
minnist Hólmfríðar Ólafsdóttur.
Ég fann að ég var velkominn þegar
ég kom fyrst á heimili hennar og
Magnúsar í Garðinum og fannst ég
strax vera orðinn hluti af fjölskyld-
unni, þótt ég þyrfti að bíða í nokkra
mánuði eftir formlegri staðfestingu
á því í líki forláta lopapeysu, sem
Hólmfríður prjónaði og sagði vera
merki um að þiggjandinn væri tal-
inn verður þess að vera tengdason-
ur hennar. Hólmfríður hafði gott
skopskyn og hafði gaman af að
glettast, þótt hún bæri einnig með
sér reisn og festu.
Hólmfríður starfaði lengi á sviði
verkalýðsmála, sem mótaði viðhorf
hennar. Hún hafði sterkan og heil-
steyptan persónuleika, ríka rétt-
lætiskennd og mikinn áhuga á þjóð-
félagsmálum, sem voru gjarnan til
umræðu í fjölskyldunni. Hennar
ævistarf var þó ekki síst fólgið í að
halda sjö manna heimili og koma
fjórum dætrum til mennta og
manns. Barnabörnin áttu síðar vís-
an samastað í Garðinum og ættingj-
ar og vinir voru þar tíðir gestir.
Þegar við Jóhanna þurftum dag-
gæslu fyrir yngsta afkomanda
hennar með litlum fyrirvara, lét
hún sig ekki muna um að aka dag-
lega til Reykjavíkur um nokkurt
skeið þar til við gátum gert aðrar
ráðstafanir. Það var sjálfsagt mál,
sagði hún, sem óþarfi var að hafa
orð á. Hún var ekki alltaf margorð
um skoðanir sínar og tilfinningar,
þurfti þess kannski ekki, því hún
sýndi vináttu og hlýjan hug í allri
framkomu og verkum sínum.
Veikindin voru Hólmfríði áfall,
henni var strax sagt að sjúkdómur
hennar væri orðinn illvígur og lík-
lega ekki mikill tími til stefnu. Um
tíma leit út fyrir að meðferð bæri
betri árangur en menn þorðu að
vona og Hólmfríður gaf okkur með
reisn sinni og dugnaði trú til að
vona að styrkur hennar myndi
stöðva framgang meinsins. En það
var ekki hægt að sigra það. Síðustu
dagar hennar á sjúkrahúsinu voru
fallegir og sólbjartir og einhvern
veginn var auðvelt að trúa því að líf
mannsins geti vaknað á ný eftir að
það tekur sér hvíld í veikum lík-
ama, eins og vorið sem bíður undir
snjónum. Ég sakna hennar og vil
þakka fyrir allar þær góðu gjafir
sem hún færði mér og öðrum af ást
og óeigingirni á farsælli ævi.
Hugi Ólafsson.
Miskunnarleysi örlaganna getur
í senn verið særandi, erfitt og
óskiljanlegt. Slíkar hugrenningar
leita ósjálfrátt á mann þegar fólk í
blóma lífsins er kallað burt. Svörin
verða aldrei einhlít. Vinkona mín,
Hólmfríður Ólafsdóttir, hefur kvatt
þennan heim. Við kunnum fá svör
en upp koma myndir sem Hólm-
fríður skapaði okkur samferðar-
fólki hennar á lífsleiðinni. Við
sjáum fyrir okkur eina af þessum
skarpgreindu manneskjum sem
lætur sig tilveruna varða, á sér
hugsjónir og er tilbúin að fylgja
þeim eftir. Fólk, drifið áfram af
réttlætiskennd, gerir kröfur til lífs-
ins og á stundum mestar til sjálfs
sín. Og þannig var Hólmfríður. Með
hreinlyndum og beinskeyttum at-
hugasemdum sínum vísaði hún okk-
ur ávallt veginn til betra lífs og
réttlátara. Enda helgaði hún starf
sitt þeim hugsjónum, hvort heldur
var í launuðu starfi eða utan þess.
Enginn gerði meiri kröfur til sjálfr-
ar sín en Hólmfríður og veitti þar
með gott fordæmi. Stórbrotnar
manneskjur þurfa oft að taka á sig
öldufall minni spámanna í samtím-
anum, meðan þær öldur brotna
stendur hugsjónafólkið eftir eins og
klettur í hafi. Slíkir klettar standa
tignarlegir um eilífð, löngu eftir að
öldurnar hafa fjarað út. Þess vegna
mun Hólmfríður Ólafsdóttir ávallt
verða lifandi í vitund, minningu og
hjörtum samferðamanna sinna.
Ekki var síðri hin húmaníska og
húmoríska hlið á Hólmfríði. Svo
sem vænta mátti fylgdist hún af-
skaplega vel með þjóðmálaum-
ræðu, straumum í menningu og
listum og gat á svo hnyttinn hátt
dregið meginatriði fram þannig að
tilveran varð bæði skemmtilegri og
fallegri. Þess nutu vinir hennar og
ekki síst samhent fjölskylda og
glæsileg. Þau hjónin Magnús og
Hólmfríður eru kannski dæmið um
hin samhentu hjón sem hafa stillt
saman strengi sína fyrir fallegt líf
og tilgangsríkt. Augasteinar
þeirra, dæturnar, barnabörnin og
tengdasynir hafa notið góðs af
þessu enda ávöxturinn ríkulegur.
Missir þeirra er mestur. Um leið og
við sendum Magnúsi og fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu hlut-
tekningu biðjum við að blessun
megi fylgja minningunni um Hólm-
fríði Ólafsdóttur.
Hjálmar Árnason og Val-
gerður Guðmundsdóttir.
Hólmfríður Solveig Ólafsdóttir,
er farin til annarra heima.
Ég var svo lánsöm að eiga vin-
áttu hennar og fjölskyldu hennar
um rúmlega þrjátíu ára skeið. Und-
anfarna daga hafa leitað á hugann
myndir frá þessum árum.
Ég man okkar fyrstu kynni er
Hólmfríður kom á heimili mitt
ásamt Magnúsi, manni sínum. Hún,
langt gengin með sitt fjórða barn,
horfði ofan í vöggu þar sem lá ný-
fæddur drengur. Nokkrum vikum
síðar eignaðist hún fjórðu stelpuna.
En strákurinn í vöggunni eignaðist,
þegar fram liðu stundir, vináttu
þeirra hjóna, varanlega, hlýja og
gefandi. Og nær aldarfjórðungi síð-
ar þegar litla telpan, Solveig Ólöf,
var orðin ung kona í háskólanámi,
bjó hún á heimili mínu um skeið,
mér til mikillar ánægju.
Ég man heimsóknir til þeirra í
Garðinn. Það sem átti að vera stutt-
ur sunnudagsbíltúr breyttist gjarn-
an í veislu sem stóð sjaldnast skem-
ur en til miðnættis. Þau voru sjö í
heimili og stundum nokkur systk-
inabörn Hólmfríðar frá Frakklandi
og Noregi að auki. Við vorum fimm,
en það var eins og ekkert munaði
um þetta. Þau hjón voru svo sam-
taka í örlæti sínu og vináttu að
maður hefur vart í annan tíma
fundið sig velkomnari nokkurs
staðar.
Ég man hvað ég dáðist að því
hvernig Hólmfríður gaf systkina-
börnum sínum, einkum þeim Emm-
anuelle og Olivier sem búsett voru í
París, hlutdeild í Íslandi og sinni ís-
lensku fjölskyldu. Þau dvöldu hjá
frænku sinni, um lengri eða
skemmri tíma, flest sumur frá því
þau voru smákríli og langt fram á
unglingsár. Ég naut þess að horfa á
gleði þeirra þegar þau komu til Ís-
lands, í frelsi sveitarinnar og fjörið
á heimilinu þar sem fjórar kátar
stelpur voru fyrir. Þau náðu sífellt
betri tökum á íslenskunni sem þau
hafa bæði gott vald á í dag. Af ör-
læti hjarta síns og með dyggum
stuðningi Magnúsar, gaf frænka
þeirra þeim þennan fjársjóð.
Það hefur glatt mig að fylgjast
með dætrunum fjórum, þeim Ástu,
Þóru Björgu, Jóhönnu og Solveigu
Ólöfu, vaxa og þroskast. Þær eru
allar vel gerðar og vel menntaðar
ungar konur og hver annarri glæsi-
legri. Ég veit að velgengni þeirra
og mannkostir voru móður þeirra
óendanlega mikils virði og barna-
börnin sjö sem þær hafa gefið for-
eldrum sínum voru þeim til mikillar
gleði.
Hólmfríður hefur frá því
snemma á síðasta ári barist af
hetjuskap og æðruleysi við þann
skæða óvin, krabbamein og lést eft-
ir snarpa lokaorrustu 27. febrúar
s.l. Hún var ekki ein í þeim slag því
Magnús stóð þétt við hlið hennar
sem endranær og dæturnar um-
vöfðu hana umhyggju og elsku.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti fyrir vináttu Hólm-
fríðar Solveigar Ólafsdóttur. Vin-
áttu, sem var eins og hún sjálf, heil-
steypt, sterk og gefandi og gerir
veröldina betri.
Því
Orð milli vina
gerir daginn góðan.
Það gleymist ei
en býr í hjarta þér
sem lítið fræ.
Það lifir
og verður að blómi
og löngu seinna
góðan ávöxt ber.
(Gunnar Dal.)
Ég mun sakna Hólmfríðar vin-
konu minnar og finnst að veröldin
muni verða fátækari án hennar.
Ég votta Magnúsi, dætrunum,
barnabörnum, systkinum svo og
öllum öðrum sem syrgja hana sam-
úð mína og bið þess, að þegar tímar
líða, víki sorgin yfir að missa hana
fyrir gleðinni yfir að hafa átt hana.
Birna Karlsdóttir.
Það var fyrir tilviljun vorið 1956,
sem leiðir okkar Hólmfríðar lágu
saman.
Þannig atvikaðist að önnur góð
vinkona mín og skólasystir í Gagn-
fræðaskólanum við Lindargötu
fékk mig til þess að þreyta með sér
inntökupróf í fyrsta bekk Verzlun-
arskóla Íslands þá um vorið. Sjálf
var ég ekki mjög meðvituð um
hvert ég vildi stefna á þessum árum
og því þótti mér ljúft að verða við
óskum hennar og sló til. Prófað var
í íslensku, dönsku og stærðfræði.
Þessa prófdaga veitti ég fljótlega
athygli myndarlegri, dökkhærðri
og skarpleitri stúlku. Um haustið,
þegar þeir sem staðist höfðu prófin
voru boðaðir til mætingar í 1. bekk
gamla Verzlunarskólans við Grund-
arstíg, kom í ljós að það var engin
önnur en Hólka, eins og hún var
alltaf kölluð í hópi okkar skóla-
systkinanna. Þá gegndi starfi
skólastjóra dr. Jón Gíslason, sem
tók vinsamlega á móti okkur, græn-
jöxlunum, og bauð okkur auðvitað
velkomin.
Þarna áttum við eftir að sitja
saman á skólabekk næstu 6 árin,
sem liðu nú býsna fljótt a.m.k.
svona eftir á að hyggja og víst er
um það að við „verzlingar“ vorum
eilítið öfundaðir, sérstaklega af
menntskælingum, fyrir það hversu
skólaárið okkar var stutt. Við feng-
um að vísu mjög gott jólafrí, sem
nýttist okkur flestum til vinnu nán-
ast allan desembermánuð ár hvert.
Fyrstu fjögur árin þarna vorum
við búin í prófum í lok apríl, sem
hefur líklega þótt algjör lúxus á
þeim tíma en sem við flest tókum
sem sjálfsögðum hlut. Í 5. og 6.
bekk eða í lærdómsdeildinni, eins
og hún var þá kölluð, fór bilið að
mjókka og útskrifuðumst við á
svipuðum tíma og MR-ingar þau
vorin.
Ýmislegt skemmtilegt var eðli-
lega brallað á þessum skólaárum
okkar, bæði í hinu daglega lífi inn-
an og utan veggja skólans, svo og í
félagslífinu eins og t.d. á dansæf-
ingunum vinsælu, nemendamótum
og skólaferðalögum á vorin og allt-
af var Hólmfríður hressust allra og
svo fróð um flesta hluti, stálminnug
og skipulögð.
Hólmfríður var alla tíð mjög góð-
ur námsmaður, traust, sterk og
heilsteypt.
Kom alltaf umbúðalaust að
kjarna málsins, réttsýn og ráðagóð.
Á þessum tíma bjó hún í Eskihlíð-
inni með einstæðri móður sinni,
tveimur systrum og bróður. Þessa
íbúð keypti ein dætra þeirra hjóna
fyrir nokkrum árum og hefur kom-
ið að góðum notum, þegar þau
Hólmfríður og Magnús hafa þurft
að erinda eða gista í höfuðborginni,
ekki síst þetta síðasta ár, frá því að
Hólmfríður greindist með þennan
alvarlega sjúkdóm og þurfti að
sækja stöðuga læknismeðferð til
borgarinnar.
Eftir stúdentspróf 1962 skildust
leiðir eins og gengur. En að rúmum
fimm árum liðnum eða eftir Sví-
þjóðardvöl mína hittumst við Hólm-
fríður á ný og þá er hún búin að
giftast sínum trausta og góða
manni, Magnúsi Gíslasyni, og
stofna með honum fallegt heimili í
Garðinum, þar sem þau bjuggu alla
tíð og það sem meira var, hún hafði
eignast með manni sínum fjórar
yndislegar og tápmiklar stúlkur.
Þegar við höfðum komið börnum
okkar nokkuð vel á legg og gátum
farið að helga krafta okkar atvinnu-
lífinu í meira mæli en áður vildi svo
til að við völdumst báðar til starfa
fyrir verkalýðshreyfinguna, Hólm-
fríður sem skrifstofustjóri Verslun-
armannafélags Suðurnesja og vann
þar við hlið manns síns, sem gegndi
formennsku í félaginu um árabil, en
ég hjá Alþýðusambandi Íslands.
Þannig lágu leiðir stundum saman í
gegnum störf okkar. Þar að auki
var Hólmfríður á tímabili félagsleg-
ur endurskoðandi ASÍ, þannig að
hún kom samviskusamlega einu
sinni á ári til að endurskoða bók-
haldið hjá okkur. Þá var í leiðinni
margt spallað um heima og geima
og ekki ósjaldan að við gerðum okk-
ur dagamun að loknu þessu verki.
Síðustu áratugina höfum við
skólasysturnar hist nokkuð reglu-
lega og aldrei lét Hólka sig vanta í
þann hóp nema kannski einu sinni,
en þá hafði hún brugðið sér yfir
pollinn sem oftar að heimsækja
eina af dætrum sínum sem starfað
hefur í Brussel síðustu ár. Meira að
segja mætti Hólka á síðasta fund
okkar fyrrir nokkrum vikum, þótt
hún væri þá orðin mjög mikið veik,
en viljastyrkurinn óbilandi. Ekki
óraði okkur þá fyrir því að þetta
yrði síðasta samveran með Hólm-
fríði að sinni.
Hólmfríður var mikil hannyrða-
kona og bar heimili þeirra hjóna
glöggt vitni þess. Gestrisin var hún,
trygglynd og heimakær, enda átti
fjölskyldan óskiptan hug hennar og
hjarta. Víst er að hún er nú kvödd
með sárum söknuði og þungum
trega af ástvinum sínum.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég fyrir hönd okkar skólasystr-
anna, sem minnumst Hólku með
hlýhug og þakklæti fyrir allt sem
hún var okkur, votta eiginmanni
hennar og dætrum dýpstu samúð.
Hvíl í friði kæra vinkona.
Ingibjörg Haraldsdóttir.
HÓLMFRÍÐUR SÓL-
VEIG ÓLAFSDÓTTIR