Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Áhri far íkt grennandi l íkamskrem Vinnur á vökva- og fi tusöfnun D R A I N E M I N C E U R Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu- Amaró Akureyri, Hygea Kringlan, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. Á MORGUN, laugardag, hefst lengsti eins manns gönguskíða- leiðangur sem hleypt hefur ver- ið af stokkunum hér á landi. Ferðagarpurinn Guðmundur Eyjólfsson úr Reykjavík leggur þá af stað frá Hornvík á Vest- fjörðum áleiðis til Vopnafjarðar þar sem hann vonast til að ljúka ferðinni í vikunni 5. til 12. apríl. Leiðangurinn nefnir hann Frá strönd til strandar 2001. Alls er fyrirhuguð um 600 km löng gönguleið og ýmsar hættur eru á leiðinni. Válynd veður eru helsta ógnunin, auk jökuláa sem Guðmundur þarf að vaða. Allt hefur þetta þó mikið aðdrátt- arafl fyrir metnaðarfullan úti- vistarmann. „Ég hef ódrepandi áhuga á fjallamennsku og er haldinn ákveðinni ævintýraþrá, auk þess sem áhugi á landinu knýr mig til að takast svona ferð á hendur,“ segir Guðmundur. „Ég tel að með því að fara þessa leið veitist manni einstakt tæki- færi til að upplifa náttúru lands- ins,“ bætir hann við. Sex ára gömul hugmynd Undirbúningur að ferðinni hefur staðið yfir síðustu mánuði en hugmyndina sjálfa segir Guðmundur vera sex ára gamla. Hann neitar því ekki að góður árangur pólfarans góðkunna Haralds Arnar Ólafssonar í fyrra hafi haft sín áhrif í þá veru að láta drauminn loks ræt- ast. Svo vill til að Haraldur Örn er góður vinur Guðmundar og mun, ásamt öðrum, verða í bakvarðasveit hans. Aðspurður um leiðina segir Guðmundur talsverða erfiðleika mæta sér strax í byrjun. „Þegar ég fer frá Hornvík þarf ég að fara yfir talsvert fjalllendi sem gæti reynst mér erfitt. Þá er ekki síður hætta á að óveður slái mann út af laginu eins og raunin hefur orðið með marga leiðangra. Norðan jökla eru síð- an ár, sem gætu reynst erfiðir farartálmar. Snjóleysi gæti líka tafið förina ef maður neyðist til að selflytja farangur yfir snjó- laus svæði. Við undirbúning leiðangursins hefur snjóleysið einmitt valdið mér mestum áhyggjum, þótt horfurnar hafi batnað nokkuð að undanförnu.“ Mikil áhersla lögð á fjarskiptin Guðmundur dregur á eftir sér 50 kg sleða með búnaði og vistum og mun hann gista í tjaldi á leiðinni, en í undantekn- ingartilvikum hyggst hann leita skjóls í hálendisskálum. Á leið- inni verða honum tvisvar send- ar vistir, til Brúar í Hrútafirði og Hveravalla. Fjarskipti eru traust, enda segist hann hafa lagt mikla áherslu á að hafa þau í góðu lagi þar sem hann verður einn á ferð. „Ég notast við nýtt fjarskiptakerfi, Tetra, sem er verið að setja upp á landinu. Þennan búnað get ég notað bæði sem síma og talstöð og nægilegt er að kveikja á tækinu til að sjá staðsetningu mína. Ég áætla að kveikja á tækinu tvisv- ar á dag og þannig má fylgjast með því hvernig mér miðar. Ennfremur verð ég með VHF- talstöð og að lokum nýjan Breitling-neyðarsendi í arm- bandsúrinu mínu. Guðmundur er þrítugur og hefur stundað fjallamennsku í 14 ár, hérlendis og erlendis. Hann hefur starfað sem leið- sögumaður á Grænlandi og ver- ið leiðbeinandi á námskeiðum Íslenska alpaklúbbsins í klifri og fjallamennsku. Lengsti eins manns gönguskíðaleiðangur hérlendis hefst á morgun Morgunblaðið/RAX„Er haldinn ævintýraþrá“ 600 km leið er framundan hjá Guðmundi Eyjólfssyni göngukappa.                  !    "      HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær þeirri kröfu Landssímans um að ógilda úrskurð áfrýjunarnefndar sam- keppnismála um að Símanum væri bann- að að bjóða upp á stórnotendaáskrift og mánaðarlegan magnafslátt af GSM-þjón- ustu. Með því staðfesti áfrýjunarnefndin úrskurð samkeppnisráðs frá 6. júní 1999. Héraðsdómi þykir sýnt að sú ákvörðun Símans að bjóða upp á fyrrnefnda af- slætti hafi beinst að því að viðhalda og styrkja stöðu fyrirtækisins á GSM-mark- aði og hafi því skaðleg áhrif á samkeppni. Stórnotendaáskrift og mánaðarlegur magnafsláttur af GSM-þjónustu Símans gekk í gildi 1. júlí 1998. Samkeppnis- stofnun barst formlegt erindi frá Tal hf. í september þar sem krafist var íhlutunar samkeppnisyfirvalda m.a. varðandi fyrr- nefnda afslætti af GSM-þjónustu Símans. Samkeppnisráð beindi þeim tilmælum til Símans að fella afslættina úr gildi fyrir 1. september 1999. Þennan úrskurð stað- festi áfrýjunarnefnd samkeppnismála og þeirri niðurstöðu vísaði Síminn til héraðs- dóms. Yfirburðastaða Símans Í niðurstöðu héraðsdóms segir að mat á því hvort íhlutunar hafi verið þörf hljóti að hvíla á samkeppnisyfirvöldum einum. Það sé hins vegar á verksviði dómstóla að leggja mat á það hvort rétt og málefna- lega hafi verið staðið að íhlutun og réttra formreglna gætt. Dómurinn taldi að ekki hefði verið sýnt fram á annað en að öll meðferð málsins hjá samkeppnisyfirvöldum hafi verið eðlileg. Samkeppnisráð hafi fært nægj- anleg rök fyrir þeirri ákvörðun sinni að að stórnotendaáskrift Símans og mánað- arlegur magnafsláttur í GSM-þjónustu hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Í niðurstöðu áfrýjunarnefndar sam- keppnismála segir að Síminn hafi yfir- burðastöðu í símaþjónustu hér á landi. Verðákvarðanir fyrirtækisins verði að meta í því ljósi. Á það var bent að afslætt- irnir ættu sér enga hliðstæðu á öðrum þjónustusviðum fyrirtækisins þar sem engin samkeppni ríkti. Þá hafi ákvörðun um þessi sérstöku afsláttarkjör verið tekin án þess að fyrir lægi hver kostn- aðurinn yrði eða hvort fyrirtækið myndi hagnast. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að í framlögðum fundargerðum Símans sé að finna ummæli sem styðja það að um- ræddar aðgerðir hafi beinst að því að bregðast við samkeppni þess keppn- inautar sem þá var að koma á markaðinn og viðhalda og styrkja þá stöðu sem Sím- inn hafði á GSM-markaðnum. Í dómnum segir orðrétt: „Samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs var þeim fyr- irmælum beint til stefnanda að fella framangreinda viðskiptaskilmála úr gildi fyrir 1. september 1999. Ekki þykir sýnt að þessi ákvörðun brjóti gegn meðalhófs- reglu stjórnsýslulaga eða að unnt hafi verið að grípa til vægari aðgerða eins og hér á stóð.“ Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Má ekki veita magnafslátt af þjónustu Héraðsdómur hafnar kröfu Landssímans RANNVEIG Sigurðardóttir, hag- fræðingur ASÍ, segir að stjórnvöld hafi í samtölum við forystu ASÍ lýst sig tilbúin að leggja fram fjármuni til að efla verðlagseftirlit. Hún segir ekki ákveðið hvernig staðið verði að því af hálfu ASÍ, en það sé mat sam- bandsins að fullþörf sé á að auka verðlagseftirlit, m.a. vegna fákeppni á matvörumarkaði hér á landi. Ein af forsendum fyrir gerð þeirra kjarasamninga sem undirrit- aðir voru fyrir einu ári var að verð- bólga færi lækkandi. Rannveig sagði að þó að það markmið hefði náðst væri verðbólga enn nokkuð mikil og menn óttuðust það sem væri framundan í verðlagsmálum. Þess vegna hefði ASÍ lagt áherslu á að verðlagseftirlit yrði aukið með verðkönnunum, en ASÍ og félög inn- an þess áttu í samstarfi við Neyt- endasamtökin um gerð slíkra kann- ana. Samstarfinu lauk sl. vor. Ekki hefði verið reiknað með kostnaði við verðlagseftirlit í fjárhagsáætlun ASÍ og þess vegna hefði verið leitað til stjórnvalda. Rannveig sagði ekki ákveðið hvernig staðið yrði að gerð verð- kannana. Til greina kæmi að ASÍ eitt og sér stæði fyrir þeim, leitaði yrði eftir samstarfi við Neytenda- samtökin eða þessi vinna yrði keypt af öðrum aðilum. ASÍ legði hins vegar mikla áherslu á að faglega yrði staðið að málum. Rannveig sagðist vera þeirrar skoðunar að almennt væri litlum fjármunum varið til mála sem snertu verðlagseftirlit og neytenda- vernd. Hún sagðist þess vegna fagna því að stjórnvöld veittu nú framlag til þessa málaflokks. Fagnar frumkvæði ASÍ Guðmundur Sigurðsson, forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, sagði að Samkeppn- istofnun fagnaði því ef ASÍ eða Neytendasamtökin færu út í að gera verðkannanir í meira mæli en gert hefði verið. Hann sagði að Sam- keppnisstofnun gerði reglulega kannanir á verði vöru og þjónustu. Þeim yrði haldið áfram en það væru takmörk fyrir því hverju opinber stofnun gæti komið til leiðar á þessu sviði ef neytendur og markaðurinn væri sinnulaus. ASÍ áformar að standa fyrir verðlagseftirliti HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt skipstjóra vélbáts sem gerður er út frá Ísafirði til að greiða 400.000 króna sekt til ríkissjóðs. Sýslumaðurinn í Bolungarvík höfð- aði mál gegn skipstjóranum fyrir meint brot gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Hinn 23. október sl. fóru stýrimað- ur og háseti af varðskipinu Óðni um borð í vélbátinn, fyrst og fremst til að mæla stærð fisks. Í frumskýrslu stýrimanns kemur fram að talsverðu af undirmálsfiski hafi verið hent í sjó- inn, eitthvað hafi virst sleppa lifandi en þó ekki allt. Skipstjórinn hafi verið áminntur um brottkast afla og hafi hann undirritað skýrsluna án athuga- semda. Skipstjórinn bar fyrir rétti að hann hefði sleppt fyrir borð fjórum til fimm lifandi fiskum sem samanlagt hafi verið um 1-2 kg að þyngd. Hann sagð- ist hafa borið það undir varðskips- menn hvort í lagi væri að sleppa lif- andi fiski og þeir hafi játað því. Bátsverji sagðist einnig hafa sleppt nokkrum fiskum vegna smæðar og hafi stýrimaður varðskipsins talið það eðlilegt. Sinntu ekki fyrirmælum Stýrimaður og háseti varðskipsins sögðu þessa frásögn ranga. Stýrimað- ur sagðist hafa séð báða bátsverja varpa fiski fyrir borð. Þetta hefði ver- ið dauður fiskur sem ekki mætti kasta fyrir borð. Hann hefði beðið þá um að hætta en þeir héldu áfram upptekn- um hætti. Framburður háseta varð- skipsins var á sömu lund. Dómnum þótti ekki varhugavert að leggja frásagnir varðskipsmanna til grundvallar um fjölda fiska og at- burðarás að öðru leyti. Í dómnum segir að skýrt sé kveðið á um það í lögum að allan afla úr nytjastofnum sjávar sem fæst á línu, hvort sem um er að ræða stóran fisk eða smáan, skuli koma með að landi. Skipstjóri ber ábyrgð á því að þessu lagaboði sé fylgt. Hann var því dæmdur til að greiða 400.000 krónur í sekt, sem er lög- bundin refsing fyrir fyrsta brot af þessu tagi. Í dómnum er tekið fram að engu skipti þótt brotin séu framin af gá- leysi. Ekki sé hægt að lækka refs- inguna með vísan til þess að skipstjór- inn hafi talið skylt að sleppa fiskinum en samkvæmt reglugerð á að sleppa lifandi þorski og ufsa undir 50 cm og ýsu styttri en 45 cm sem fæst á hand- færi. Héraðsdómur Vestfjarða Sekt fyrir að kasta afla fyrir borð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.