Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐALTALSLÆKKUN skráðra hlutabréfa í eigu Burðaráss, fjárfest- ingarfélags Eimskipafélags Íslands, nam á síðasta ári 21,8% en á sama tímabili lækkaði Úrvalsvísitala aðal- lista Verðbréfaþings Íslands um 19,3%. Verð hlutabréfa í Eimskip lækkaði hins vegar um 46% á síðasta ári, úr 13,48 í upphafi árs í 7,30 í árslok. Fjárfestingar Burðaráss á síðasta ári námu um 2,6 milljörðum króna en seld voru hlutabréf fyrir um 1,2 milljarða króna. Fjárfest var í hluta- bréfum skráðum á Verðbréfaþingi Íslands fyrir 951 milljón króna. Um 85% af bókfærðu verði hlutabréfa Burðaráss eru í hlutabréfum sem skráð eru á hlutabréfamarkaði. Í ár verður dregið úr fjárfesting- um Burðaráss að sögn Benedikts Sveinssonar, stjórarformanns Eim- skipafélags Íslands, á aðalfundi félagsins í gær. Benedikt vék að viðskiptum félagsins með eigin bréf á síðasta ári en í byrjun síðasta árs ákvað stjórn Eimskips að félagið keypti eigin hlutabréf að nafnverði 92 milljónir króna af Kaupþingi á genginu 13,5 eða á samtals 1.242 milljónir króna. „Bréfin voru keypt með það í huga að nýta þau síðar í viðskiptum. Nokkru síðar, eða á vormánuðum, varð umtalsverð lækkun hlutabréfa á markaðnum og ekki síst á bréfum Eimskips. Um svipað leyti kom upp tækifæri að endurnýja skipastól félagsins með nýlegum skipum, sem skyndilega voru boðin til sölu, og félagið hafði lengi haft augastað á. Vegna mikilla ófyrirséðra fjárfest- inga og breyttri stöðu á hlutabréfa- mörkuðum, gengistaps og hækkunar vaxta reyndust þessi kaup á eigin bréfum ekki hagkvæm a.m.k. ekki til skemmri tíma litið og var ákveðið að selja hlutabréfin fremur en auka skuldir félagsins enn frekar. Þess vegna ákvað stjórn félagsins að bjóða hluthöfum til kaups í lok ársins eigin hlutabréf að nafnverði 61,2 milljónir króna á genginu 7,1 sem var svipað og gengi bréfanna var á markaði á þeim tíma,“ sagði Bene- dikt. Afskipti Samkeppnis- stofnunar gagnrýnd Afkoma af flutningastarfsemi Eimskips var slæm á árinu. Kom þar þrennt til: hörð verðsamkeppni, kostnaðarhækkanir einkum á brennsluolíu og umtalsverð hækkun fjármagnskostnaðar vegna vaxta- hækkana og gengistaps. Að sögn Benedikts hefur þátttaka Eimskips á flutningamarkaði tekið umtalsverðum breytingum á liðnum árum. Auk sjóflutninga tekur félagið þátt í flutningum á landi, strand- flutningum, vöruhúsaþjónustu og annarri þjónustu sem tengist flutn- ingastarfsemi. Samkeppni sé hörð við hefðbundna keppinauta en jafn- framt hafi nýir flutningsaðilar komið inn á markaðinn, svo sem portú- galskir aðilar sem annast siglingar á milli Íslands og Portúgal. „Einnig hafa siglingar bandarískra og ís- lenskra aðila milli Íslands og Banda- ríkjanna sett svip á samkeppninga í Ameríkusiglingum. Flutningar á þeirra vegum byggjast á flutninga- samningi fyrir Varnarliðið á Kefla- víkurflugvelli. Árið 1997 gerðu Eimskip og Sam- skip samkomulag um að Eimskip annist flutningana á gámum fyrir Samskip í siglingum til og frá Norð- ur-Ameríku. Samkeppnisráð taldi árið 1997 að samningur félaganna samrýmdist ekki samkeppnislögum, en veitti undanþágu um að samning- urinn gæti gilt í 3 ár. Flestum að óvörum féllust samkeppnisyfirvöld hins vegar ekki á beiðni samningsað- ila um framlengingu á þessari und- anþágu og þar með lauk samstarfi félaganna í Ameríkusiglingum. Þetta er til marks um vaxandi um- deild afskipti Samkeppnisstofnunar af ýmsum þáttum í okkar atvinnulífi sem hindrar eðlilega framþróun og tilburði til aukinnar hagkvæmni í rekstri íslenskra fyrirtækja. Í þessu tilfelli er verið að koma í veg fyrir hagkvæmari nýtingu framleiðslu- tækja Eimskip til hagsbóta fyrir alla aðila.“ Mikilvægt að draga úr hömlum í sjávarútvegi Burðarás hefur fjárfest mikið í sjávarútvegi en meðal þeirra fyrir- tækja sem teljast hlutdeildarfélög Eimskipssamstæðunnar eru: Har- aldur Böðvarsson, 28,1%, Síldar- vinnslan, 23,9%, Skagstrendingur, 31,1%, og Útgerðarfélag Akureyr- inga, 36,7%. Að sögn Benedikts hefur Burðar- ás markað sér þá stefnu að vera þátt- takandi í þessum grundvallarat- vinnuvegi þjóðarinnar til framtíðar. „Sjávarútvegsgreinin stendur á tímamótum þar sem senn verða teknar veigamiklar ákvarðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar. Mikilvægt er að þeim hömlum sem gilt hafa um stærð fyrirtækja og eignarhald verði aflétt svo að fram- farir og aukin hagræðing verði í greininni.“ Eins og fram kom hér að framan mun Burðarás fjárfesta minna í ár en undanfarin ár. Að sögn Benedikts verður fyrst og fremst unnið að því að styrkja stöðu þeirra félaga sem Burðarás er með leiðandi stöðu í. Á aðalfundinum voru Herði Sig- urgestssyni þökkuð mikilvæg störf fyrir félagið en hann lét af starfi for- stjóra í október á síðasta ári eftir að hafa starfað hjá félaginu í 21 ár. Að sögn Benedikts tók Hörður við forstjórastarfinu á haustdögum 1979. Fyrirtækið var þá í harðri sam- keppni og afkoman óviðunandi, að sögn Benedikts. „Af þeim félögum sem þá voru í samkeppni á sjóflutn- ingamarkaðnum hefur Eimskipa- félagið eitt náð því að umbreyta rekstrinum og sigla farsællega í gegnum mikið breytingaskeið.“ Í ræðu Benedikts kom fram að þegar litið sé yfir síðustu tvo áratugi og einkum þó hinn síðasta þá verði þetta tímabil að teljast eitt mesta framfaraskeið í atvinnulífi Íslend- inga. „Einkunnarorðin hafa verið framfarir, frelsi og minni forsjár- hyggja. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að Hörður hefur með leið- togahæfileikum sínum lyft þar grett- istaki langt út fyrir starfsvið Eim- skipafélagsins. Ef til vill má segja að Hörður hafi verið í senn móðurskip og dráttarbátur í mörgum þeim um- breytingum sem orðið hafa í íslensku atvinnulífi síðustu áratugina.“ Breytingar gerðar á skipulagi Eimskipafélagsins Ákveðið hefur verið að gera breyt- ingar á skipulagi Eimskipafélagsins og taka þær breytingar gildi hinn 2. apríl nk. Flutningasviði verður breytt í sölu- og markaðssvið og mun Guðmundur Þorbjörnsson stýra því. Þjónustudeild, sem verið hefur á inn- anlandssviði, verður að þjónustumið- stöð sem mun flytjast á sölu- og markaðssvið. Innanlandsdeild mun breytast í rekstrarsvið og mun Höskuldur Ólafsson stýra því sviði. Skipa- og gámarekstrardeild svo og flutninga- stýring mun flytjast frá flutninga- sviði til rekstarsviðs. Engar breytingar verða gerðar á starfsemi og rekstri utanlandssviðs, fjármálasviðs, og þróunarsviðs. Munur á bókfærðu verði og markaðsverði 4,5 milljarðar Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Eimskips, fór yfir ársreikning félagsins á aðalfundinum en hagnað- ur þess nam 520 milljónum króna á síðasta ári en var 1.436 milljónir króna árið 1999. Í ársreikningi Eimskipafélagsins er jafnan gerð grein fyrir eignum Burðaráss á framreiknuðu bókfærðu verði. Í því felst að upphaflegu kaup- verði, sem fært hefur verið til bókar, er breytt sem svarar til breytingar á vísitölu neysluverðs. Á síðasta ári hækkaði vísitala neysluverðs um 4,2%. Að sögn Ingimundar er hér um hefðbundna reikningsskilaaðferð að ræða í ársuppgjöri íslenskra fyrir- tækja. Bókfært verð hlutabréfa í eigu Burðaráss, sem skráð voru á hluta- bréfamarkaði, nam 10,6 milljörðum króna í árslok 2000. Markaðsverð þeirra var á sama tíma 15,1 millj- arður króna. Þessi munur á bók- færðu verði hlutabréfa og markaðs- verði, 4,5 milljarðar króna, kemur ekki fram í ársreikningnum, að sögn Ingimundar. Ef hlutabréfin væru bókfærð á markaðsverði yrði tekju- skattsskuldbinding vegna þeirra 1.353 milljónir króna og hækkun á eigin fé næmi 3.158 milljónum króna. Markaðsverð bréfanna var í árs- byrjun 2000 19,6 milljarðar króna. Heildarmarkaðsverð skráðra bréfa í árslok 2000 var 15,1 milljarður króna og nam lækkun markaðsverðs á árinu 4,3 milljörðum króna. Þessi lækkun kemur ekki fram í rekstr- arreikningi félagsins, að sögn Ingi- mundar, fremur en hækkun mark- aðsverðmætis á árinu 1999 sem þá nam 5,6 milljörðum króna. „Eimskip hefur gert framvirka samninga við lánastofnanir í þeim tilgangi að takmarka vaxta- og geng- isáhættu félagsins. Framvirkir gjaldmiðlasamningar félagsins eru gerðir til að takmarka gengisáhættu vegna eigna og skulda. Það eru ann- ars vegar samningar, sem gerðir eru vegna skuldasamsetningar félags- ins, og hins vegar samningar vegna samningsbundinna greiðslna í tengslum við fjárfestingar félagsins. Miðað við gengi í árslok hefur félagið skuldbundið sig til gjaldmiðlavið- skipta fyrir 2.020 milljónir króna en þeir samningar eru bæði færri og um lægri fjárhæðir að ræða en undan- farin ár,“ að sögn Ingimundar. Samþykkt að auka hlutafé um 300 milljónir króna Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð af nafn- verði hlutafjár. Jafnframt var sam- þykkt tillaga um aukningu hlutafjár um allt að 300 milljónir króna. Þar af verði 150 milljónir króna notaðar til sölu nýrra hluta til hluthafa og allt að 150 milljónir króna til gerðar kaup- réttarsamninga við starfsmenn félagsins. Á aðalfundinum gekk Baldur Guð- laugsson út úr stjórn Eimskips en í hans stað kom Páll Sigurjónsson. Aðrir í stjórn félagsins eru: Benedikt Sveinsson, Garðar Halldórsson, Jón H. Bergs, Jón Ingvarsson, Gunnar Ragnars, Kristinn Björnsson, Kol- beinn Kristinsson og Benedikt Jó- hannesson. Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eimskips, á aðalfundi félagsins Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eimskip: Árið 2000 var félaginu ekki hagfellt og versnaði afkoman veru- lega frá fyrra ári. Hagnaður Eimskips nam 520 milljónum króna en árið á undan 1.436 milljónum króna. Dregið verður úr fjár- festingum Burðaráss UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur ritað heilbrigðisráð- herra bréf þar sem óskað er eftir skýringum á því hvers vegna það tók ráðuneytið rúma fjóra mánuði að svara stjórnsýslukæru Gunnars Þórs Jónssonar læknis, en í kærunni var óskað eftir því að ráðuneytið hlutaðist til um að að forráðamenn Landspítalans virtu niðurstöðu Hæstaréttar sem féll í máli hans 18. maí sl. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstaða að ólöglega hafi verið staðið að uppsögn Gunn- ars. Gunnar Þór sendi heilbrigð- isráðuneytinu stjórnsýslukæru 18. október sl. Hinn 12. des- ember sendi ráðuneytið bréf til Landspítalans þar sem ósk- að var eftir athugasemdum frá spítalanum. Tekið var fram í bréfinu að óskað væri eftir að svar bærist ráðuneytinu innan tveggja vikna. Ráðuneytið svaraði kærunni 26. febrúar sl., rúmum fjórum mánuðum eftir að kæran barst, og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Gunnar ætti að beina málinu til Háskóla Íslands þar sem í dómi Hæstaréttar kæmi fram að það hafi einungis verið á valdi Háskóla Íslands að segja honum upp störfum. Í bréfi umboðsmanns er óskað eftir skýringum á því hvers vegna svo langur tími leið frá því ráðuneytinu barst kæran þar til bréfið var sent til Landspítalans. Jafnframt er óskað eftir því hvort eitt- hvað hafi verið gert, og þá hvað, til að fylgja því eftir að umbeðnar upplýsingar bærust eftir að áðurnefndur tveggja vikna frestur var liðinn. Þá óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvers vegna heilbrigðisráðuneytið hafi talið þörf á að veita Landspítalan- um færi á að koma að at- hugasemdum vegna kærunn- ar. Að síðustu óskar umboðs- maður eftir að fá afrit af samningi Háskóla Íslands og Borgarspítalans frá árinu 1983, en til hans er vitnað í úrskurði ráðuneytisins. Gunnar Þór óskaði á síðasta ári liðsinnis umboðsmanns Al- þingis vegna þessara mála. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu umboðsmanns er málið enn til skoðunar hjá embættinu. Bréf umboðs- manns nú, sem sent var að hans frumkvæði, sé hluti af þeirri rannskókn sem umboðs- maður sé að vinna að. Umboðsmaður Al- þingis skrifar heil- brigðisráðherra Krefst skýringa á seinum svörum RANNSÓKN á brunanum á Hótel Búðum sem brann til kaldra kola hinn 21. febrúar sl. er lokið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver eldsupptök- in voru. Lögreglumenn úr tæknideild lög- reglunnar í Reykjavík og maður frá Löggildingarstofu unnu að rann- sókninni. Eldsupptök eru ókunn Rannsókn lokið á brun- anum á Hótel Búðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.