Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTI þátturinn í nýrri þátta- röð um sönn íslensk sakamál, var sendur út 11. febrúar. Sem fyrr eru þeir að hluta til leiknir; framvindan sviðsett með leikurum. Þess á milli er stuðst við innslög úr sjónvarps- fréttum frá tíma atburðanna og vitnað í fleiri fréttamiðla. Þá hafa þáttagerðarmennirnir rætt við sjónarvotta, gerendur og þolendur og fleiri sem að málunum komu á sínum tíma. Upphafsþátturinn fjallar um einn átakanlegasta glæp síðustu aldar (́82), er franskar systur, Mary Lou og Yvette, lentu í böðulshöndum ís- lensks ógæfumanns austur á Skeið- arársandi. Systurnar, í blóma lífs- ins, á puttaferðalagi um hið fjarlæga og friðsæla land í norðri. Höfðu farið vítt um landið; Vestur á Snæfellsnes, um Vestfirði, Norð- urland, m.a. í Öskju. Leiðarlokin nálguðust og systurnar komnar á Skeiðarársand er ferðalagið endaði öðruvísi en ætlað var. Í slíkum óhugnaði að Íslenska þjóðin var slegin. Atburðarásin var í ætt við fréttir sem einstaka sinnum berast utan úr heimi og við tengjum gjarnan fjallabúum eða hrollvekj- um. Það er komið fram í ágúst, dagur tekinn að styttast og systurnar frá Nantes hyggjast finna sér nætur- stað á sandinum. Stöðva bíl, eig- andinn, miðaldra karlmaður, keyrir þær að skála þar sem hvert pláss reynist frátekið, ekur þeim síðan að sæluhúsi hvar þær hyggjast sofa af nóttina. Maðurinn kveður og fer. Því miður snýr hann aftur, vænir þær um hassreykingar og hræðileg atburðarás fer í gang sem endar með því að hann myrðir Yvette með köldu blóði, er hún reynir að flýja óðan manninn, vopnaðan haglabyssu. Mary Lou kemst á hringveginn. Blóðug, illa til reika og í miklu uppnámi. Þannig á sig komin stöðvar hún vöruflutninga- bíl, morðinginn eltir og sannfærir ökumanninn um að systurnar hafi lent í bílslysi og Mary Lou sé and- lega vanheil, Ekillinn trúir sögu- inni, tilkynnir atburðinn á næsta byggða bóli og lögreglan mætir á sandinn skömmu síðar. Engan finnur hún bílinn en Mary Lou kemur utan úr myrkrinu og greinir frá atburðum þessarar voð- anætur. Síðar finna þeir bíl morð- ingjans, lík Yvette í skottinu og daginn eftir finnst óbótamaðurinn í felum undir Hafrafelli og gefst hann upp. Vandvirknislega gerð heimildar- mynd, nákvæmar sviðsetningar á vettvangi rifja upp einhverja óhugnanlegustu atburðarás í glæpasögu þjóðarinnar. Hún gerð- ist ekki í Appalachianfjöllum held- ur á okkar eigin vegi nr. 1. Land og þjóð hefur ekki verið söm síðan. Miskunnarleysið minnir á sögur af Axlar-Birni er hann var að elta uppi blásaklausa vegfarendur vest- ur undir Jökli í svartnætti miðalda. Höfundar gera enga tilraun til að leita orsakanna að þessum glæp né neinum öðrum sem um er fjallað, heldur halda sig alfarið við end- ursögn, fréttaskýringu heimildar- myndaformsins. Sérstaða þessa sakamáls er slík að því verður ekki jafnað saman við neitt annað og ábyrgð þáttagerð- armannanna því að vissu leyti aldr- ei meiri en í umfjöllun um þessa miklu harmasögu. Þeir komast einkar vel frá sínu, eitt besta inn- leggið er viðtal Sigursteins Más- sonar við Mary Lou, sem er gróin sára sinna einsog efni standa til og yrkir sína jörð í sátt við Guð og menn í Suður-Frakklandi. Það eru góðu fréttirnar. Mikil raunasaga upplykst fyrir áhorfandanum þegar rifjuð eru upp ógæfuspor miðaldra manns sem gjarnan er kallaður Vatnsberinn. Eftir fyrirtækinu sem hann stofn- aði, lét sig dreyma um frægð og ríkidæmi, þeir draumar rættust ekki en breyttust í martröð. Því fór sem fór. Í upphafi er greint frá óhugnan- legum atburði sem Þórhallur varð að ganga í gegnum ungur drengur. Vopnaður maður réðst inná heimili móður hans og þau voru lengi í bráðri lífshættu uns tókst að af- vopna drukkinn manninn. Sjálfsagt hefur þessi lífsreynsla skilið stór spor eftir sig. Næsti kafli segir frá tilurð Vatnsberans, fyrirtækis sem var stofnað til að flytja út hafnfirskt vatn í tankskipum. Þórhallur var einn af stofnendunum og virðist ekki hafa gert sér grein fyrir að er- lendu aðilarnir, meðeigendur hans, voru ótýndir hrappar sem höfðu hann að féþúfu. En Þórhallur var búinn að finna peningalyktina og sveifst einskis til að hrinda skýja- borgunum í framkvæmd. Eftirleik- urinn endaði með ótrúlegum fjár- svikum, reyfarakenndri atburðarás, og lokum morði. Sem Þórhallur hefur reyndar ekki játað. Ömurleg saga sem stendur það nærri í tíma að henni er tæpast lokið. Myndin endurspeglar því það miskunnarleysi sem er að verða allsráðandi í síharðnandi frétta- flutningi fjölmiðla. Þess ber að geta í því sambandi að myndin endar á viðtölum við sakborninginn og nán- ustu aðstandendur hans þannig að þeir fá tækifæri á að tjá sínar hlið- ar og hafa verið meðvitaðir um gerð þáttarins. Leikstjórinn Einar Magnús og handritshöfundurinn Kjartan rekja þessa löngu raunasögu á fagmann- legan og ítarlegan hátt. Skoða lög- regluskýrskur og rætt er við fjölda manna sem að málinu koma á ýms- an hátt. Ekkert undanskilið og velt upp hliðum sem almenningur þekkti ekki en skipta miklu máli þegar Vatnsberamálið er skoðað í heild. Skelfingarnótt á Skeiðarársandi SJÓNVARP S ö n n í s l e n s k s a k a m á l Leikstjóri Björn Br. Björnsson. Handritshöfundur Kjartan Björg- vinsson. Þulur og umsjónarmaður í Frakklandi Sigursteinn Másson. Tónskáld Máni Svavarsson. Kvik- myndataka Guðmundur Bjartmars- son, Björn Br. Björnsson. Framleið- andi Björn Br. Björnsson. Framkvæmdastjóri, búningar og leikmunir Guðrún Helga Arnars- dóttir. Leikarar Bjarni H. Reyn- isson, Hjálmar Sverrisson, Petra Dís Magnúsdóttir, Þórkatla Svein- björnsdóttir o.fl . Sýningartími 30 mín. Íslensk heimildarmynd gerð fyrir sjónvarp. Hugsjón 2001. Sjón- varpið, 11. febrúar 2001. HARMLEIKUR Á SKEIÐARÁRSANDI Sæbjörn Valdimarsson Leikstjóri Einar Magnús Magn- ússon. Handritshöfundur Kjartan Björgvinsson. Tónskáld Máni Svav- arsson. Kvikmyndataka Guð- mundur Bjartmarsson, Einar Magnús Magnússon. Framleiðandi Björn Br. Björnsson. Fram- kvæmdastjóri, búningar og leik- munir Guðrún Helga Arnarsdóttir. Þulur Sigursteinn Másson. Leik- arar Anna Jóna Snorradóttir, Birg- ir Fannar Pétursson, Neil McMa- hon, Jakob Sæmundsson, ofl . Sýningartími 30 mín. Íslensk heim- ildarmynd gerð fyrir sjónvarp. Hugsjón 2001. Sjónvarpið, 11. febrúar 2001. VATNSBERINN SÝNING Leikfélags Fljótsdals- héraðs á Skilaboðaskjóðunni eru fyrstu kynni mín af þessu vinsæla verki sem byggt er á enn vinsælli bók. Það eru því líklega lítil tíðindi fyrir flesta að þetta er hið ágætasta verk. Fyndin og umhugsunarvekj- andi leiðsögn um ævintýraskóginn, íbúa hans og ævintýrareglurnar sem þar gilda. Putti litli, sem vill svo gjarnan forða Mjallhvíti, Rauð- hettu og sætindabelgjunum Hans og Grétu frá ógæfunni, kynnist illskunni af eigin raun. Madda- mamma lærir að illvirkjarnir eru í alvörunni illvirkjar, án þeirra væru engin ævintýri, og glíman við þau stælir með okkur samkennd, hug- rekki og útsjónarsemi. Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur löngum verið ófeimið við að glíma við stórsýningar og nú, með full- tingi Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum, er miklu til tjaldað. Viðamikil leikmynd og samsvarandi búningar, krefjandi tónlist og fjöl- mennur leikhópur. Kröfur verksins eru miklar. En Egilsstaðamenn standast þær og skila frábærlega skemmtilegri sýningu. Leikstjóri sýningarinnar hefur greinilega lagt sig eftir skarpri per- sónusköpun, sem skilar sér í óvenju jafn-góðum leik. Allar persónur verksins verða algerlega skýrar. Textameðferð var undantekningar- lítið góð. Á stundum fannst mér sem staðsetningar og umferð um leikrýmið væri ekki nógu markviss, sem dró úr áhrifamætti sumra at- riða, sérstaklega kaflans þar sem Putti villist um skóginn og leitar árangurslaust liðsinnis hjá illþýð- inu. Þá þótti mér verkið víðar kalla á að talað væri beint til áhorfenda en gert var. Bæði eintöl og nokkur laganna virðast mér klárlega vera ávarp til áhorfenda, til að mynda fyrsti söngur Möddumömmu og hið víðfræga dvergalag. Leikmynd Unnar Sveinsdóttur er ævintýraleg, í öllum skilningi. Hún og hennar fólk hafa skapað sannfærandi ævintýraheim fyrir leikritið að gerast í. Eins eru bún- ingar vel útfærðir. Margt var fal- lega gert í tónlistinni, stundum komu upp sambandsleysisvandamál milli söngvara og hljómsveitar sem vafalaust verða úr sögunni að fáein- um sýningum liðnum. Í svo jafnri sýningu er erfitt að tína til einstaka leikara, en margir verðskulda sérstakt hrós. Sigurlaug Gunnarsdóttir var geislandi sem Putti, og var hreint ekki feimin við að beina orðum sínum að áhorf- endum. Kristrún Jónsdóttir var góð Maddamamma og Vígþór Sjafnar Zophoníasson var frábærlega skemmtilegur sem hinn gleymni sendiboði Dreitill. Dvergarnir allir áttu fínan samleik og eins var ill- þýðið firnagott, Bjartmar Berg- mann sem hinn gráðugi úlfur, Erla Dóra Vogler sem nornin ljóta og Oddný Dóra Sævarsdóttir sannkall- að flagð undir fögru skinni. Skilaboðaskjóðan á Egilsstöðum er sigur fyrir aðstandendur alla. Leikritið er eitt af þessum gull- vægu verkum sem gerir greinar- mun á barna- og fullorðinsverkum hlægilegan, hér fá allir eitthvað til að gleðjast yfir og hugsa um. En til þess þarf að drífa sig í leikhúsið, það er vel þess virði. Í Ævintýra- skóginum LEIKLIST L e i k f é l a g F l j ó t s - d a l s h é r a ð s o g L e i k - f é l a g M e n n t a s k ó l a n s á E g i l s s t ö ð u m Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjóri: Sjöfn Evertsdóttir. Leik- myndarhönnuður: Unnur Sveins- dóttir. Tónlistarstjóri: Keith Reed. Valaskjálf, 4. mars 2001. SKILABOÐASKJÓÐAN Þorgeir Tryggvason LITHÁENSKU leikararnir Egle Spokaite í hlutverki Desdemónu og Vladas Bagdonas sem Óþelló fara hér með hlutverk sín í samnefndu verki Williams Shakespeare. Leikstjóri Óþellós var Eimuntas Nekrosius en verkið var á dögunum flutt í Goldoni leikhúsinu í Feneyjum sem hluti af Feneyja-tvíæringnum. AP Óþelló í Fen- eyjum EINS og svo víða hjá leikfélögum á landsbyggðinni er öflug starf- semi hjá Leikfélagi Rangæinga, en æfingar hafa staðið yfir síðan í lok janúar á leikritinu Blessað barnalán eftir Kjartan Ragn- arsson. Frumsýnt verður nk. laug- ardag 10. mars í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Síðastliðið haust stóð félagið fyrir tveimur leiklistarnámskeiðum sem bæði voru fullsetin með samtals 24 þátttakendum, en leiðbeinandi var Svala Arnardóttir. Þó nokkrir hafa skilað sér af námskeiðunum í uppfærsluna á Barnaláninu og má segja að nýju blóði hafi verið hleypt í leikfélagið með þessum nýju leikendum. Fyrir áramót setti félagið upp valin atriði úr leikritinu Barpar eftir Jim Cartwright, en aðeins tveir leikendur, þau Þorsteinn Ragnarsson og Gunnhildur Jóns- dóttir, leika í öllum atriðum í sex gervum. Sýningin var sett upp í samvinnu við veitingahúsið Krist- ján X. á Hellu og sýnd sjö sinnum á jólahlaðborðum veitingahússins í desember við góðar undirtektir, auk þess sem tvær sýningar voru nýlega á Hellu og Hvolsvelli. Morgunblaðið/Aðalheiður Hið sívinsæla Barpar eftir Jim Cartwright í meðförum leikenda Leik- félags Rangæinga. Næst verður Blessað barnalán á fjölunum. Gróska hjá Leikfélagi Rangæinga Hellu. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.