Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 28
ÞAÐ skína norðurljós á uppgang nýja hagkerfisins í Evrópu. Evrópa er að flestu leyti um eitt eða tvö ár á eftir Bandaríkjunum. Framleiðsla eykst ekki jafnhratt. Frumkvöðlar láta ekki jafnmikið til sín taka. Fjárfesting í hátækni er enn ekki orðin jafnmikil og í Banda- ríkjunum. En í Evrópu eru menn nú stað- ráðnari en nokkru sinni í að gera bet- ur. Í Lissabon í fyrra hétu leiðtogar ESB því að skapa kröftugasta þekk- ingarefnahagslíf í heimi áður en ára- tugur yrði liðinn. Þeir vilja fara fram úr Bandaríkjunum. Eigi það að tak- ast verða þeir að taka sér árangur þeirra til fyrirmyndar. Ekki leikur vafi á því að í Evrópu er það löndunum í norðri sem geng- ur best. Og á meðal þeirra skara Sví- þjóð og Finnland fram úr, sem leiðtogatvíeyki nýja hagkerfisins í Evrópu. Það er ekki bara Ericsson og Nokia, heldur einnig netnotkun, farsímaútbreiðsla og almenn þekk- ing sem gerir að verkum að þessi tvö lönd skara fram úr. Hvers vegna hafa þessi tvö lönd tekið forystuna? Lykilinn er að finna í upphafi og um miðbik tíunda áratugarins, þegar erfiðleikar steðjuðu að í sænsku og finnsku efnahagslífi. Í Svíþjóð sprungu kaupsýslublöðrur „þriðju leiðar“-stefnunnar frá níunda ára- tugnum, og í Finnlandi hrundu við- skiptin við Sovétríkin. Nauðsynlegt reyndist að hugsa efnahagsstefnuna upp á nýtt alveg frá rótum. Það varð einnig greinileg stefnubreyting. Árið 1992 ákvað Sví- þjóð og síðan Finnland að auka frels- ið á símamarkaðnum meira en nokk- urn tíma hafði verið reynt nokkurs staðar í Evrópu. Einu ári eftir að stafrænu GSM-símarnir komu fram (þeir sem virka í hnattrænu fjar- skiptakerfi), sköpuðu þeir heimsins opnasta samkeppnismarkað á sviði háþróaðrar samskiptatækni. Þetta skipti sköpum fyrir framtíð- ina. Önnur lönd fóru sér hægar við afnám reglugerða og þróuðust hæg- ar. Um leið gengu Svíþjóð og Finn- land í Evrópusambandið. Áratuga andleg einangrun þokaði fyrir þeim nýju möguleikum sem fylgdu póli- tískum og efnahagslegum samruna við Evrópu. Og allt fór þetta saman með stöðugri eflingu Netsins og nýju fjarskiptabyltingarinnar. Þessir þrír þættir réðu úrslitum, þótt síðari skref væru einnig mik- ilvæg. Til dæmis var reynt að gera einkatölvueign almenna. En það var samspil atburða og aðgerða í upphafi og um miðbik tíunda áratugarins sem gerðu að verkum að Svíþjóð og Finnland skáru sig úr. Engin önnur ríki í Vestur-Evrópu þurftu að breytast jafnmikið á tíunda áratugn- um. Og opnari huga fylgdu ný tæki- færi. Saman skera þau sig úr, en það er þó mikill munur á. Skattbyrðin í Finnlandi er nokkuð fyrir ofan meðaltalið í ESB, en Svíar eru fremstir í heiminum hvað skatt- byrði varðar, og fara 52% í skatt. Það blasir við hver niðurstaðan er. Hag- vöxtur í Finnlandi á seinni hluta tí- unda áratugarins var næstum því tveim prósentum meiri en í Svíþjóð. Lexíurnar fyrir framtíðina eru því augljósar. Skapa þarf opna markaði þar sem samkeppni er mikil, sam- þætta yfir gömul ríkjalandamæri, gera grein fyrir því hvaða hagur fylgir breytingum og nýrri tækni, koma á skattakerfi sem ýtir undir frumkvæði og fjárfesta í menntun, því það er framtíðin sem skilar manni fram á veg. Þetta eru þær lexíur sem Norð- urlöndin geta kennt þeim sem vilja ná árangri í nýja hagkerfinu í fram- tíðinni. Nýja hagkerfið kemur til Evrópu að norðan © European Viewpoint. Carl Bildt var forsætisráðherra Sví- þjóðar 1991–1994 og er sérlegur sendifulltrúi Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra SÞ, í fyrrverandi Júgóslavíu. Aukið frelsi, opinn markaður og inn- gangan í Evrópusam- bandið urðu til að rjúfa áratuga langa andlega einangrun. eftir Carl Bildt Reuters Auglýsing frá finnska fyrirtækinu Nokia á fjarskiptasýningu í Kína. ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍRSKI lýðveldisherinn, IRA, hóf í gær viðræður að nýju við afvopnunar- nefnd Norður-Írlands og forsætisráð- herrar Bretlands og Írlands komu saman til að freista þess að bjarga friðarsamningnum frá 1998. IRA gaf út yfirlýsingu um að við- ræðurnar yrðu hafnar að nýju en tók fram að breska stjórnin yrði að standa við skuldbindingar sínar í frið- arsamningnum með því að koma lög- gæslumálum Norður-Írlands í viðun- andi horf, eyðileggja varðturna breska hersins og fækka breskum hermönnum í héraðinu. Írski lýðveldisherinn sleit afvopn- unarviðræðunum í sumar og sakaði þá bresku stjórnina um að hafa svikið loforð um að stofna lögreglusveitir, sem kaþólikkar gætu sætt sig við, og draga úr viðbúnaði hersins. Talsmaður afvopnunarnefndarinn- ar staðfestu að viðræðurnar væru hafnar. Blair og Ahern reyna að bjarga heimastjórninni Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, ræddu við norður- írska stjórnmálamenn í Hillsborough- kastala, nálægt Belfast, til að reyna að bjarga friðarsamningnum og tryggja að heimastjórn flokka mót- mælenda og kaþólikka héldi velli. Sinn Fein, stjórnmálaflokkur Írska lýðveldishersins, sagði að yfirlýsing IRA skapaði „svigrúm“ til að leysa deilurnar um afvopnun skæruliða- hreyfingarinnar. Stærsti flokkur mótmælenda, UUP, tók hins vegar yfirlýsingu IRA fálega og sagði að hún nægði ekki til að draga úr spennunni milli flokka mótmælenda og kaþólikka. UUP hefur hótað að ganga úr heimastjórn Norður-Írlands nema IRA afhendi öll vopn sín og virði öll önnur ákvæði friðarsamningsins. Reynt að bjarga friðarsamningnum á Norður-Írlandi IRA fellst á viðræður við afvopnunarnefndina Reuters Tony Blair og Bertie Ahern heilsast fyrir viðræður sínar í Hillsbor- ough-kastala á Norður-Írlandi í gær. Belfast. Reuters. HAFT var eftir Vojislav Kostunica Júgóslavíuforseta í gær að tengsl sambandsríkisins við Atlantshafs- bandalagið hefðu þróast svo hratt að hann útilokaði ekki að Júgóslavía yrði aðili að frið- arsamstarfi NATO, Partner- ship for Peace. Júgóslavneski forsetinn sagði í viðtali við breska dagblaðið The Times að stjórn- völd í Belgrad hefðu snúið við blaðinu í sam- skiptunum við NATO, tæpum tveim árum eftir að bandalagið gerði loft- árásir á Júgóslavíu vegna átakanna í Kosovo. Úrlausnarefnin erfiðari en hann bjóst við Kostunica viðurkenndi að vanda- málin, sem hann hefði þurft að takast á við, væru miklu erfiðari úrlausnar en hann hefði búist við þegar hann sigraði Slobodan Milosevic í forseta- kosningunum í sepember. Hann nefndi árásir albanskra skæruliða í Suður-Serbíu, hótanir Svartfellinga um að ganga úr sambandsríkinu, auk fjölmargra efnahagslegra og félags- legra vandamála, m.a. 40% atvinnu- leysi og 800.000 flóttamenn. Við þetta bætist tjónið af völdum árása NATO sem talið er nema and- virði 2.600 milljarða króna. Kostunica sagði að velvilji NATO í garð nýju stjórnarinnar í Júgóslavíu væri eitt af því sem honum hefði komið mest á óvart. Hann sagði að til greina kæmi að Júgóslavía semdi um aðild að friðarsamstarfi NATO. „Friðarsamstarfið er ekki meðal for- gangsmála okkar, en við útilokum það ekki og höfum rætt það.“ NATO kom samstarfinu á til að styrkja tengslin við fyrrverandi kommúnistaríki í Evrópu en því fylgir ekki full aðild að bandalaginu. Kostunica ánægður með tengslin við Atlantshafsbandalagið Útilokar ekki aðild að friðar- samstarfi NATO London. Reuters. Vojislav Kostunica JAPANSKIR jarðfræðingar vara við því að Machu-Picchu, fjallaborg- in sem fornþjóðin Inkar reisti í yfir 2.500 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum, eigi á hættu að verða eyðileggingu að bráð vegna skriðufalla. Javier Lambarri, yf- irmaður menningarstofnunar í Cuszco, borgar sem er í 80 km fjar- lægð frá Machu-Picchu, hafnaði því hins vegar í gær að slíkt ætti við rök að styðjast. „Skriðuföll eru vanda- mál á sumum svæðum, sem er eðli- legt. Þau verða ár hvert þegar mikið rignir. Við vitum að það er misgengi sem liggur þvert á borgina og gæti valdið vandræðum,“ sagði Lambarri en bætti við að ekkert benti til þess að um bráða hættu væri að ræða nú. Veldi Inka hrundi til grunna á 16. öld þegar Spánverjar lögðu ríki þeirra undir sig. Rústir Machu-Machu-Picchu, fjallaborgin sem Inkar reistu í Andesfjöllum. Fornleifafræðingur fann rústir hennar árið 1911. Machu-Picchu í bráðri hættu? Lima, París. AP, AFP. Picchu voru enduruppgötvaðar af fornleifafræðingi 1911. Þær eru í ótrúlega góðu ásigkomulagi og eru helsta aðdráttarafl ferðamanna í Perú. Rústirnar voru lýstar heims- menningarverðmæti af Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna 1983. Í grein sem birtast mun í breska vikuritinu New Scientist á morgun kemur fram að niðurstöður mæl- inga fræðimanna við Kyoto-háskól- ann í Japan sýni fram á að aftari hluti hæðarinnar sem rústirnar standa á færist til um 1 cm á mán- uði. „Þetta er mikill hraði og þetta er undanfari skriðuhlaups,“ segir Kyoji Sassa, fræðimaður við Kyoto- háskólann. „Það er ekki mögulegt að segja til um hvenær jarðhrunið verður. Seinni hluti rannsóknar okkar mun beinast að því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.