Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK
64 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Trit-
on kemur í dag. Bakka-
foss, Mánafoss og Svea-
bulk fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Lómur og Ocean Tiger
fara í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14. Samsöngur
með Árilíu, Hans og
Hafliða. Rebekka frá
Úrvali/Útsýn kemur og
kynnir sumarferðir.
Framtalsaðstoð frá
Skattstofunni verður 22.
mars. Ath. breytt dag-
setning.
Árskógar 4. Kl. 13 opin
smíðastofan, kl. 13.30
bingó, kl. 9 hár- og fót-
snyrtistofur opnar. Ath.
breytingar á framtals-
aðstoð. Starfsmenn
skattstjóra koma í
félagsmiðstöðina
þriðjud. 20. mars og að-
stoða við skattframtöl.
Þeir sem eru búnir að
skrá sig mæti á sama
tíma og áður var ákveð-
ið.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9 bókband, kl. 9–
16 handavinna og fóta-
aðgerð, kl. 13 vefnaður
og spilað í sal, félagsvist
í dag kl. 13.30. Fimmtu-
daginn 22. mars verður
ferð í Iðnó á leikritið
Sniglaveisluna eftir Ólaf
Jóhann Ólafsson. Tak-
markaður miðafjöldi.
Skráning og greiðsla
eigi síðar en 15. mars.
Sími 568-5052
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjud. og fimmtud. kl.
13-16,30, spil og föndur.
Pútttímar í Íþróttahús-
inu á Varmá kl. 10-11 á
laugard. Jóga kl. 13.30
-14.30 á föstud. í Dval-
arheimili Hlaðhömrum.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
586-8014 kl. 13-16.
Tímapöntun í fót-, hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fót-
anuddi, s. 566-8060 kl. 8-
16.
Félagsstarf aldraðra,
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan opin og handa-
vinnustofan opin, kl.
9.45 leikfimi, kl. 13.30
gönguhópur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30. Að-
alfundur félagsins verð-
ur í Gullsmára 13 laug-
ardaginn 10. mars kl.14.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting,
kl. 10.30 guðþjónusta,
kl. 13 opið hús. Spilað.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Tréútskurður í Flens-
borg kl. 13. Myndmennt
kl. 13. Bridge kl. 13.30.
Félagstarf aldraðra,
Garðabæ. Spilað í
Kirkjulundi á þriðjudög-
um kl. 13.30. Fótaað-
gerðir mánudaga og
fimmtudaga. Ath. nýtt
símanúmmer 565-6775.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10-13. Matur í hádeginu.
Leikhópurinn Snúður og
Snælda sýna, „Gamlar
perlur“ sem eru þættir
valdir úr fimm gömlum
þekktum verkum. Sýn-
ingar eru á miðvikud. kl.
14 og sunnud. kl. 17 í
Ásgarði, Glæsibæ, síð-
ustu sýningar. Mið-
apantanir í s. 588-2111,
568-9082 og 551-2203.
Ath. starfsmaður frá
Skattstofu Reykjavíkur
aðstoðar félagsmenn við
gerð einfaldra skatt-
framtala þriðjud. 20.
mars, en ekki föstud. 9.
mars eins og áður hefur
verið auglýst. Vinsam-
legast pantið tíma á
skrifstofu FEB í s. 588-
2111. Laugardaginn 10.
mars verður haldið ann-
að fræðsluerindið á veg-
um Félags eldri borgara
undir yfirskriftinni:
Heilsa og hamingja.
Svala Thorlacius hrl.
talar um erfðamál. Sig-
rún Þórarinsdóttir og
Sigrún Ingvarsdóttir,
félagsráðgjafar hjá
Félagsþjónustu Reykja-
víkur, ræða um algeng-
ustu erfðamál sem ber-
ast félagsþjónustunni.
Fræðslufundirnir verða
haldnir í Ásgarði,
Glæsibæ, og hefjast kl.
13.30. Allir velkomnir.
Silfurlínan opin á
mánud. og miðvikud. kl.
10-12. Ath. opnunartíma
skrifstofu FEB kl. 10-
16. Uppl. í s. 588-2111.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9-12 mynd-
list, kl. 13 opin
vinnustofa, kl. 9.30
gönguhópur, kl. 14
brids.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 boccia,
frá hádegi er spilasalur
opinn, ferðakynning í
dag á vegum Úrvals/
Útsýnar, umsjón Re-
bekka. Myndlistarsýn.
Ólafs Jakobs Helgason-
ar stendur yfir. Veit-
ingar í kaffihúsi Gerðu-
bergs. Upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í s. 575- 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband,
kl. 9.15 vefnaður.
Hraunbær 105. Kl. 9-12
baðþjónusta og út-
skurður, kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 9-12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi og spurt og spjall-
að.
Fræðsla og skemmtun.
Í dag, 9. mars, kl. 14.
kemur Þuríður Krist-
jánsdóttir lektor í heim-
sókn. Þuríður mun segja
frá Íslendingum sem
fóru til Kanada. Dans-
flokkur frá Gerðubergi
sýnir gamla leiki og
dansa. Kaffihlaðborð.
Allir velkomnir. Ath.
breytingar á framtals-
aðstoð. Þriðjudaginn 21.
mars verður aðstoðað
við skattframtöl. Þeir
sem eru búnir að skrá
sig mæti á sama tíma og
áður var ákveðið.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 9-12.30
bútasaumur, kl. 11 leik-
fimi.
Norðurbrún 1. Kl. 9
hárgreiðsla, kl. 9-12.30
útskurður, kl. 10 boccia,
kl. 13.30 stund við
píanóið.
Vesturgata 7. Kl. 9 fóta-
aðgerðir og hárgreiðsla,
kl. 9.15 handavinna, kl.
13 sungið við flygilinn.
Fulltrúar frá skattstjór-
anum í Reykjavík veita
framtalsaðstoð miðviku-
daginn 14. mars.Upplýs-
ingar og skráning í síma
562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerð, kl. 13.30
bingó.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum í
Laugardalshöll kl. 10.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur
verður á morgun kl. 21 í
Konnakoti, Hverfisgötu
105, Nýir félagar vel-
komnir. Munið gönguna
mánudag og fimmtudag.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ.
Spiluð vist í kvöld kl.
20.30 í félagsheimilinu
Leirvogstungu. Kaffi og
meðlæti.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík. Félagsvist
spiluð á morgun, laug-
ardag, kl. 14 á Hallveig-
arstöðum. Allir vel-
komnir.
Kvenfélag Grens-
ássóknar. Fundur í
safnðarheimilinu 12.
mars kl. 20. Myndasýn-
ing og kaffiveitingar.
Önfirðingafélagið í
Reykjavík. Árviss kútt-
maga hádegisveisla með
þjóðlegu sjávarfangi í
Ásgarði, Glæsibæ,
Reykjavík laugardaginn
10. mars kl. 12-14. Allir
velkomnir.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Í dag er föstudagur 9. mars, 68.
dagur ársins 2001. Riddaradagur.
Orð dagsins: Vakið, standið stöð-
ugir í trúnni, verið karlmannlegir
og styrkir. Allt sé hjá yður í kær-
leika gjört. Náðin Drottins Jesú
sé með yður.
(Kor. 16, 13-14.23.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Í Velvakanda 6. mars sl.
spyr H.P. um minningar-
sjóð Daða Hjörvar sem til
var við Ríkisútvarpið fyrir
mörgum árum. Helgi
Hjörvar, áður skrifstofu-
stjóri útvarpsráðs og einn
kunnasti útvarpsmaður
landsins í sinni tíð, og Rósa
kona hans stofnuðu sjóðinn
5. nóvember 1958 til minn-
ingar um son sinn, Daða
Hjörvar, útvarpsmann sem
lést ungur. Var Helgi for-
maður sjóðstjórnar.
Skyldi veita úr sjóðnum
heiðursverðlaun, peninga
úr gulli, silfri og bronsi fyr-
ir „frábæran“ og „fagran“
flutning íslenskrar tungu í
útvarp. Veitt voru verðlaun
nokkrum sinnum, fyrst í
janúar 1960 og síðast mun
það hafa verið gert 1963.
Helgi Hjörvar lést 1965.
Eftir það hefur aldrei verið
veitt úr þessum sjóði, enda
mun hann að litlu orðinn
sem margir slíkir. Á síð-
ustu áratugum mun ekki
hafa verið um það rætt inn-
an Ríkisútvarpsins eða við
forráðamenn þess að end-
urvekja sjóðinn og veita
verðlaun úr honum á ný.
F. h. Ríkisútvarpsins
Gunnar Stefánsson.
Svar vegna
fyrirspurnar
VEGNA fyrirspurnar H.P.
í Velvakanda 6. mars sl.
skal þess getið að frú Sol-
veig Hjörvar, dóttir Helga
og frú Rósu Hjörvar, af-
henti mér möppu með
gögnum sjóðs sem kennd-
ur er við Daða Hjörvar og
fól mér til varðveislu. Ég
hef í samráði við Helga
Haraldsson, son Solveigar,
ákveðið að biðja Ögmund,
forstöðumann handrita-
deildar Landsbókasafns,
að veita gögnum þessum
viðtöku til varðveislu í
handritadeild. Hann hefur
fallist á þá málsmeðferð.
Pétur Pétursson þulur.
Umferðin og
auglýsingastofan
MENN eins og ég skilja
illa þann hugarheim sem
þingmenn okkar margir
hverjir virðast vera í. Þeir
virðast ekki búa í þessu
þjóðfélagi okkar á Íslandi.
Það er t.d. til skammar að
ekkert eftirlit er með
hraða úti á vegum. Hrað-
inn er almennt 20-30 km
yfir leyfilegum hraða og
eru margir komnir á jeppa
til öryggis fyrir sig og fjöl-
skyldu sína. Dauðsföll hér í
umferðinni eru t.d. helm-
ingi fleiri en í Svíþjóð mið-
að við höfðatölu og eru
þjóðfélaginu dýr. Yfir 200
alvarleg slys eru hér í um-
ferðinni árlega, sem þýðir
oft mikla örorku og má
minna á þann slag sem ör-
yrkjar hafa verið í við
stjórnvöld. Góðir menn við
stjórnvölinn þar! Bifreiða-
tryggingar á bílum hjá al-
menningi eru heil útborguð
mánaðarlaun. Tjón í um-
ferðinni á ári áætlast 20-30
milljarðar. Ef við settum
15 eftirlitsbíla út í umferð-
ina og bættum við 50-60
lögreglumönnum myndi
það kosta 300-350 milljónir
og væri vel varið til að ná
niður þeim hraðakstri sem
viðgengst í borginni og ut-
an hennar og myndi fækka
slysum um 30-50% strax
fyrsta árið. Það þarf að
skaffa uppgjafaráðherrum
embætti í Japan, Kanada
o.s.frv. Þá eru nægir pen-
ingar til og svo á að stofna
friðargæslusveit, sem get-
ur farið utan, 400 milljónir
er ekkert mál í það verk-
efni en hér vantar alltaf
krónur í velferðarmálin
fyrir þá sem hér á þessu
landi búa og má með sanni
kalla landsmenn gleymda
fólkið.
Ráðamenn hér eru svo
uppteknir að auglýsa land
og þjóð erlendis að al-
menningur gleymist og ef
hann minnir á sig þá
bregðast ráðamenn
ókvæða við. Þeir ættu bara
að starfa á auglýsingastofu
frekar en að stjórna þessu
dvergríki okkar.
Halldór Halldórsson kt.
020632-7719.
Skrýtin tilviljun
ÞAÐ væri skrýtin tilviljun
að við Íslendingar þyrftum
að fara að heyja sjötta
landhelgisstríð gegn okkar
eigin sægreifum.
Guðmundur.
Tapað/fundið
Dökkur silfurhringur
tapaðist
DÖKKUR silfurhringur
með sporöskjulaga túrkis-
steini (grænum) tapaðist
við Listaháskólann eða á
bílastæðinu við Mennta-
skólann í Reykjavík/Hum-
arhúsið í byrjun febrúar.
Fundarlaun. Upplýsingar í
síma 483-1638 eða 891-
9662.
Dýrahald
Hundur í óskilum
BORDER collie-hundur er
í óskilum á Hundahótelinu
að Leirum. Hann fannst í
Efstasundi hinn 4. mars sl.
Eigendur eru beðnir að
vitja hans strax. Upplýs-
ingar í síma 566-8366.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Minningar-
sjóður Daða
Hjörvar
Víkverji skrifar...
FYRIR stuttu sat Víkverji álæknabiðstofu, þar sem upp-
hófst umræða um tímaskipulagningu
lækna. Fólkið á biðstofunni reyndist
sammála um að alltof oft ætti það
pantaðan tíma hjá lækni, sem síðan
stæðist alls ekki þegar það væri
mætt á staðinn og jafnvel þyrfti
stundum að bíða í hálftíma eða leng-
ur. Félagar Víkverja á biðstofunni
(sem höfðu góðan tíma til að ræða
þessi mál á meðan þeir biðu eftir að
læknirinn gæti tekið á móti þeim)
töldu að nú á tímum, þegar drjúgur
meirihluti Íslendinga gengur með
farsíma upp á vasann, ætti að vera
auðvelt fyrir læknastofur að ná í við-
skiptavinina og gera þeim viðvart ef
bókaður tími stæðist ekki. En þeir
voru líka á einu máli um að læknar
og viðskiptavinir yrðu að sýna tíma
hver annars gagnkvæma virðingu og
viðskiptavinir, sem mættu of seint,
ættu enga heimtingu á að komast að
á undan þeim sem mættu á réttum
tíma.
x x x
ÞAÐ VILL stundum gleymast,sagði einn biðstofugesta, að það
er ekki bara tími og sérþekking
læknanna sem kostar sitt; tími við-
skiptavinanna er líka dýrmætur.
Þessi viðskiptavinur gekk reyndar
svo langt að leggja til að læknirinn
endurgreiddi honum fyrir þann tíma,
sem hann þyrfti að bíða á biðstofunni
en Víkverji er hræddur um að slíkt
gæti orðið erfitt í framkvæmd.
x x x
VÍKVERJI óskar Akureyrar-kirkju til hamingju með tíu ára
afmæli mömmumorgnanna, sem
sagt var frá hér í blaðinu á miðviku-
daginn. Um leið leggur hann til að
nafni samkomunnar verði breytt –
það getur ekki verið að á Akureyri
séu pabbar óvelkomnir í kirkjuna
með börnin sín. Eins og Víkverji
benti á fyrir stuttu hafa feður nú
sömu möguleika og mæður á að taka
sér fæðingarorlof og meirihluti ný-
bakaðra feðra nýtir sér þennan rétt
sinn. Víkverji þykist vita að rétt eins
og heimavinnandi mömmur hafi
heimavinnandi pabbar margt til
kirkjunnar að sækja.
x x x
ENGIR nota Netið meira en Ís-lendingar og netverjar eru
orðnir býsna öflugur þrýstihópur.
Það má sjá á viðbrögðum þeirra við
álagningu höfundarréttargjalds á
geisladiska og -brennara og þeim ár-
angri sem mótmælin hafa borið.
Fyrir nokkrum árum var gerð breyt-
ing á gjaldskrá Pósts og síma heit-
ins, sem netverjar töldu sér óhag-
stæða og einnig þá fengu þeir
ákvörðuninni breytt sér í hag.
Netverjar eiga eðli málsins sam-
kvæmt auðvelt með að skipuleggja
sig á skömmum tíma, miðla áróðri og
upplýsingum um málstað sinn í
gegnum Netið og afla stuðnings við
hann frá almenningi með því að
safna „undirskriftum“ á vefsíðu. Ár-
angur þeirra í hagsmunabaráttunni
hlýtur að vekja hefðbundin hags-
munasamtök til umhugsunar um
gildi þess að kunna að nýta sér Net-
ið.
Víkverji spáir því að innan
skamms verði undirskriftalistar,
sem liggja frammi í sjoppum eða
sjálfboðaliðar bera hús úr húsi, orðn-
ir úrelt þing og fólk tjái stuðning
sinn eða andstöðu við umdeild mál-
efni með netkosningu. Jafnvel verði
til „netsamfélög“ í kringum einstök
málefni sem koma upp í umræðunni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 menn, 4 liprar, 7 gömul,
8 kynið, 9 lyftiduft, 11
lengdareining, 13 bæta,
14 grenja, 15 viðlag, 17
hirslu, 20 náttúrufar, 22
mynnið, 23 viðurkennir,
24 atvinnugrein, 25
gabba.
LÓÐRÉTT:
1 skóf í hári, 2 óheflaður
maður, 3 vitlaus, 4 skor-
dýr, 5 fótþurrka, 6 rás,
10 bætir við, 12 kletta-
snös, 13 tíndi, 15 konung-
ur, 16 vafinn, 18 glaður,
19 hluta,
20 flanið, 21 skaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fárveikur, 8 flóki, 9 núlli, 10 tei, 11 skapa, 13
nýrna, 15 fræða, 18 fasta, 21 púa, 22 rolla, 23 leiti, 24
snillings.
Lóðrétt: 2 ámóta, 3 veita, 4 iðnin, 5 Ullur, 6 ofns, 7 hita,
12 peð, 14 ýsa, 15 forn,
16 ætlun, 17 apall, 18 falli, 19 sting, 20 akir.