Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.03.2001, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMTÖK plötuútgefenda í Banda- ríkjunum og Styrktarsjóður lista- manna hafa nú valið lög síðastliðinn- ar aldar. Alls komu til greina 1100 lög og voru þau vandlega valin úr öll- um tónlistarstefnum; jafnt popptón- list, rokki, djass, sveitasöngvum og þjóðlagatónlist. Í fyrsta sæti heildarlistans sem hefur að geyma 365 lög varð lagið „Over the Rainbow“, lag sem Judy Garland gerði frægt árið 1939 í kvik- myndinni Galdrakarlinn frá Oz. Fast á hæla óðsins til regnbogans fylgdu lögin „White Christmas“ með Bing Crosby, „This is Your Land“ eftir Woody Guthrie, „Respect“ með Aretha Franklin og „American Pie“ eftir Don McLean. Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á að list- inn yrði sem fjölbreyttastur vekur athygli að hæsta rapplagið á lista, „Rappers Delight“ með Sugar Hill Gang, náði einungis 162. sæti. List- inn er byggður á atkvæðaseðlum um 200 tónlistarmanna, gagnrýnenda, starfsfólks í tónlistarbransanum og valinna tónlistaráhugamanna. Áformað er að lögin 365 sem komust á listann verði notuð í kennslu í grunnskólum vestra og verða þau send netleiðis fyrir næsta skólaár til allra skóla í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa verið teknir sam- an margir listar yfir merkustu lög 20. aldar. „Yesterday“ með Bítlunum lenti t.a.m. í efsta sæti tveggja lista, sameiginlegum lista Rolling Stone tímaritsins og MTV sjónvarpsstöðv- arinnar annars vegar, og Radio 2 út- varpsstöðvar BBC. Sjónvarpsstöðin VH1 taldi hinsvegar „(I Can’t Get No) Satisfaction“ með Rolling Ston- es lag aldarinnar. Á nýjasta listanum eru „Yesterday“ hinsvegar í 56. sæti og „Satisfaction“ í 16. sæti. „Over The Rainbow“ lag 20. aldar Regnbogaóðurinn frægi, eftir þá Arlen/Harburg, úr Galdrakarlinum í Oz er lag aldarinnar. KATRÍN Johnson frumsýndi sl. laug- ardagskvöld ásamt félögum sínum í Íslenska dansflokknum verkin Kraak eftir Jo Strömgren og Ocean Pocket eftir Rui Horta. „Þetta er að mörgu leyti öðruvísi en það sem við höfum verið að gera, aðallega Kraak, því þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum með Strömgren. Hann er mjög sniðugur strákur,“ segir Katrín sem dansar aðalhlutverkið í Kraak. „Það eru reyndar engar rullur, en lín- an í gegnum verkið er sambandið milli mín og eins stráksins,“ segir Katrín sem er á leið með félögunum til Norður-Ameríku þar sem verkin verða sýnd auk tveggja íslenskra: Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur og NPK eftir Katrínu Hall. Hvernig hefur þú það í dag? Ég hef það bara prýðilegt. Hvað ertu með í vösunum í augna- blikinu? Ég er ekkert með í vösunum. Ég er alltaf með tösku. Ef þú værir ekki dansari hvað vild- irðu þá helst vera? Lögfræðingur eða trúarbragðafræð- ingur. Bítlarnir eða Rolling Stones? Bítlarnir, ekki spurning! Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég hef áreiðanlega farið á einhverja tónleika í Laugardalshöllinni, en þeir sem ég man mest eftir eru tónleikar sem ég fór á með Lenny Kravitz í Stokkhólmi 1995. Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Hlut? Ég hugsaði strax – kötturinn minn. Ha, ha! Annars bara einhver föt. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég er löt að taka til og svolítið frek líka. Hefurðu tárast í bíó? Já. Ég bara fer að gráta yfir öllu sem er sorglegt, bæði í bíó og leikhúsi. Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Lífsglöð, opin, svolítið sjálfselsk en líka heiðarleg. Sniðug. Hvaða lag kveikir blossann? Fever. Madonna er ein þeirra sem hafa sungið það, en það er ekki flott- ast með henni. Hvert er þitt mesta prakkara- strik? Ég man ekki eftir neinu einu. En ég fór t.d oft í hárgreiðsluleik með vin- konum mínum og þá var það ég sem sá um að klippa, sem vakti ekki mikla lukku hjá for- eldrum. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Ég er ekki dugleg að smakka furðulegan mat. Ég hef prófað snigla, en ég borða ekki svið, hákarl, punga eða eitthvað svoleið- is. Það eru því sniglarnir. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Barry White – Ultimate Collection. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Woody Allen. Mér finnst hann alveg pirrandi. Og Laura Dern líka. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Það er ekkert stórkostlegt sem ég sé eftir, enda er ég bara 23 ára og er að gera það sem ég hef stefnt að síðan ég var lítil. Ég hefði kannski átt að ryksuga svolítið meira fyrir mömmu. Trúir þú á líf eftir dauðann? Að sjálfsögðu. Ég trúi á alls konar líf. Það getur bara ekki verið þetta. Sálin fer á annað stig og þroskast þar. Svo heldur maður áfram og kemur aft- ur. Hefði átt að ryksuga meira SOS SPURT & SVARAÐ Katrín Johnson NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 10. Vit nr. 191 Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 183. ANTHONY HOPKINS JULIANNE MOORE Snilligáfa hans ÓUMDEILANLEG Illska hans ÓLÝSANLEG Nafn hans... MYND EFTIR RIDLEY SCOTT www.sambioin.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Vit nr. 203.Sýnd kl. 3.45, 6.15, 8, 10.35 og 12. B. i. 14. Vit nr. 209. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 210.  Kvikmyndir.is  H.K. DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 197. Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 204. Spennandi ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri EDDIE GRIFFIN ORLANDO JONES Frumsýning Frumsýning Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Ísl. tal. Vit nr. 194 Sýnd kl. 8 og 10.15.. Vit nr. 166. Aðeins sameinaðir gátu þeir sigrað! Miðnætu r- sýning kl . 12  DV  Rás 2 1/2 ÓFE.Sýn 1/2 Kvikmyndir.is  Bylgjan  HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.15. Tilnefnd til 2 óskarsverðlauna: Besta handrit byggt á áður útkomnu efni og besta kvikmyndataka. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8  Rás 2 1/2 MBL 1/2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com HELEN HUNT FARRAH FAWCETT LAURA DERN SHELLEY LONG LIV TYLER m y n d e f t i r R O B E R T A L T M A N h ö f u n d S h o r t c u t s o g T h e P l a y e r RICHARD GERE HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 og 12. B. i. 14. Frumsýning Miðnætu r- sýning kl . 12 Billy Elliot er tilnefnd til BAFTA verðlauna og Óskarsverðlauna 12 3ja Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. GSE DV  HL Mbl  ÓHT Rás 2 ÓFE Sýn Sýnd kl. 5.45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.