Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 31

Morgunblaðið - 09.03.2001, Page 31
ÞETTA brosandi andlit sem börnin á myndinni leika sér í kringum tilheyrir ísskúlptúr af móður Teresu. Skúlptúrinn var á dögunum að finna í bænum Zdar nad Sa- zavou í Tékklandi og var hann verk tveggja tékkneskra lista- manna sem studdust við ljós- myndir af móður Teresu við listsköpun sína. Móðir Teresa í Tékklandi LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2001 31 Laugavegi 91, s. 511 1717 Nýjar vörur bolir frá 500 buxur - 1.900 peysur - 1.900 jakkar - 1.900 skór - 990 DÖMUR - SKÓR HERRAR KJALLARI Ný sending frá... French Connection Diesel Kookai Imitz Tark Billi Bi Done Shoes Vagabond DKNY Mao Dico 4 you Café 17 HEIMILDARKVIKMYNDIN Zhúkov marskálkur – blöð úr ævi- sögu verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 11. mars kl. 15. Í myndinni segir frá frægasta hershöfðingja Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöldinni Georgí Zhúkov, en hann átti m.a. hlut að sigri sovéska hersins í orrustunni um Moskvu og stjórnaði síðan hersveitum sem ráku flótta Þjóðverja vestur á bóginn, allt til Berlínar. Kvikmyndin skiptist í 7 kafla og lýsir atburðum allt frá átök- um sem urðu við ána Khalhun-gol í Asíu á árinu 1939 og til uppgjafar Þjóðverja í Berlín 1945 og sigurhá- tíðar sovéska hersins á Rauða torg- inu í Moskvu nokkrum vikum síðar, þegar marskálkurinn reið hvítum hesti við liðskönnun á torginu. Heimildarkvikmynd þessi er gerð undir stjórn Marínu Babak sem samdi handritið ásamt Igor Itskov. Hinn kunni fréttamaður og rithöf- undur Konstantin Simonov kemur fram í myndinni í viðtali við hers- höfðingjann. Skýringar eru á ensku. Mynd um Zhúkov marskálk í MÍR SÝNINGAR á Vitleysingunum eftir Ólaf Hauk Símonarson í Hafnar- fjarðarleikhúsinu falla niður helgina 9. og 10. mars vegna veikinda. Er þetta önnur helgin í röð sem sýningar liggja niðri vegna veikinda Gunnars Helgasonar sem þó eru óð- um að ná sér. Næstu sýningar á Vitleysingunum verða helgina 16. og 17. mars. „Mikil aðsókn hefur verið í Hafn- arfjarðarleikhúsið í vetur og er hér þegar um að ræða næst vinsælustu sýningu leikhússins til þessa á eftir Himnaríki Árna Ibsen,“ segir í frétt Hafnarfjarðarleikhússins, Hermóðs & Háðvarar. Hafnarfjarðarleikhúsið Sýningar falla niður Listasafn ASÍ Sýningu Sigrúnar Eldjárn í Lista- safni ASÍ í Ásmundarsal við Freyju- götu lýkur sunnudaginn 11. mars. Þar má bæði sjá málverk og bók- verk. Í salnum uppi eru olíumálverk en bókverkin eru niðri, í Gryfjunni svokallaðri. Sýningum lýkur Gallerí Fold Málverkasýningu Kjartans Guð- jónssonar í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, lýkur sunnudaginn 11. mars. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í GALLERÍI Innsýni, Skólavörðu- stíg 22c, verður opnuð í dag kl. 20 sýning Hannesar Lárussonar myndlistarmanns. Innsýni er vett- vangur fyrir orð og setningar og er þetta önnur sýningin í galleríinu. Verk Hannesar fyrir sýningar- gluggann fjallar um sértækt tungu- tak listaheimsins eins og það birt- ist í nokkrum handhægum lykilorðum og orðasamböndum. Málpípa hans í verkinu er samþætt fígúra sem dregur jafnt dám af hana, manni og páfagauki – gamall kunningi úr ýmsum fyrri verkum listamannsins. Sýninguna er hægt að skoða á öllum tímum sólarhringsins og stendur hún yfir í einn mánuð. Tungutak í Innsýni Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.