Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Landrover Range Rover 4.6 HSE bensín. Nýskráð- ur 20.12.1996, leðurinnrétting, topplúga, álfelgur, ekinn 76,000 km. Ásett verð 4.050.000. Ath.: Skipti á ódýrari. RANNSÓKN lögreglunnar í Kefla- vík á tildrögum banaslyssins í sund- lauginni í Grindavík á föstudag er sex ára telpa lést stendur enn yfir. Niðurstaða liggur ekki fyrir. Í kjöl- far slyssins í sundlauginni mun fara fram ítarleg skoðun á eftirlitskerfi laugarinnar af hálfu starfsmanna með aðstoð öryggisfulltrúa. Að sögn Hermanns Guðmunds- sonar forstöðumanns Íþróttamið- stöðvar Grindavíkur hefur starfsfólk laugarinnar velt fyrir sér hugsanleg- um orsökum slyssins, án þess þó að komist hafi verið að ákveðinni nið- urstöðu. „Við munum að sjálfsögðu reyna að finna út hvernig megi fyr- irbyggja slys sem þetta, en við telj- um laugina vera búna ágætu eftir- litskerfi,“ sagði Hermann. Tveir starfsmenn annast gæslu Eftirliti við laugina, sem er sex ára gamalt íþróttamannvirki, er þannig háttað að tveir starfsmenn annast gæslu, en þegar sundkennsla fer fram bætist íþróttakennari í þann hóp sem þriðji aðili. Tvær eft- irlitsmyndavélar neðan vatnsyfir- borðs eru staðsettar við hvorn enda laugarinnar, sem er 25 metra löng, og þannig er unnt að fylgjast með umferð í lauginni innan úr húsi. Að auki eru tvær vélar ofan vatnsyfir- borðs. Einn skjár er fyrir vélarnar fjórar og er hægt að skipta á milli vélanna bæði sjálfvirkt og hand- virkt. Sjálfvirki búnaðurinn skiptir á milli vélanna á tveggja til fimm sek- úndna fresti. Stúlkan mun hafa fundist í gegnum aðra vélina neðan vatnsyfirborðs þar sem hún lá mið- svæðis á botni laugarinnar á rúm- lega eins metra dýpi. Aðspurður sagðist Hermann ekki treysta sér til að segja hvort þetta hafi verið allra fyrsta vísbending um að ekki væri allt með felldu í lauginni, en vísaði til yfirstandandi lögreglurannsóknar. Hann staðfesti að stöðug vakt hefði verið við skjáinn innandyra þegar slysið varð en ekki hefur fengist staðfest hvort einhver vélanna fjög- urra hafi numið aðdragandann að slysinu án þess að hann hafi komið fram á skjánum þar sem stillt hafi verið á aðra vél á þeim tíma. Ekki eru til upptökur af því sem vélarnar námu, enda er slíkum búnaði ekki til að dreifa. Þegar slysið vildi til var hefðbund- inni kennslustund í skólasundi lokið og var stúlkan ásamt bekkjarsystk- inum sínum í frjálsum tíma. Tilkynn- ing um slysið barst lögreglunni í Keflavík klukkan 16.38 og úrskurð- aði læknir sem sendur var á vett- vang, stúlkuna látna rúmlega hálfri klukkustund síðar. Þá höfðu lífgun- artilraunir ekki borið árangur, en þær hófust þegar í stað eftir fund stúlkunnar og stóðu yfir á meðan beðið var komu sjúkraliðs. Til athugunar er m.a. að hafa einn starfsmann sundlaugarinnar alfarið við myndavélagæsluna, án þess að víkja frá til að sinna afgreiðslu eins og stundum er gert og eins það hvort endurbæta eigi myndavéla- búnaðinn þannig að unnt verði að taka upp á myndband sjónarhorn vélanna. Að sögn Stefaníu Ólafsdóttur að- stoðarskólastjóra Grunnskóla Grindavíkur, leggur skólinn sig eftir því að fylgja reglugerð menntamála- ráðuneytisins um sundkennslu. Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um að sundnemendum sé ekki hleypt út í laug fyrr en kennari er kominn á laugarbakka og sundkennari víki ekki frá nemendum í kennslustund eða fari frá lauginni fyrr en síðasti nemandi er kominn upp úr. Lögreglan hefur unnið að því m.a. að kanna allar aðstæður á slysstaðn- um og leita svara við því hvernig eft- irliti við laugina var háttað og með hvaða hætti lát stúlkunnar bar að. Á meðan skólasundið stóð yfir var laugin opin almenningi og voru tekn- ar skýrslur af sundlaugargestum og starfsfólki laugarinnar um helgina. Ítarleg skoðun á eftirlitskerfi Banaslysið í sundlauginni í Grindavík STÚLKAN sem fannst látin í sund- laug Grindavíkur síð- degis á föstudag hét Bhawana Gurung, til heimilis á Verbraut 3 í Grindavík. Hún var sex ára, frá Nepal, fædd 3. nóvember 1994. Hún fluttist í haust til Grindavíkur ásamt foreldrum sín- um, Minu Kumurai Gurung og Bhakta Bahadur Gurung, sem starfa þar við fiskvinnslu. Faðir Bhawönu hef- ur verið leiðsögu- maður í fljótasigl- ingum hjá Bátafólkinu, en hann fluttist hingað til lands árið 1995, eftir að hafa verið sumarlangt á Ís- landi árið 1993. Bhawana Gurung, var nemandi í 1. bekk Grunnskóla Grindavíkur þar sem haldin var minningarathöfn um hana í gærmorgun með tónlist og bænarorðum. Minningarathöfn í skólanum TVÖ kaupskip hafa verið kyrrsett af Siglingastofnun. Á föstudaginn var skipið Geysir, sem siglt hefur fyrir Atlantsskip hf. með varning fyrir varnarliðið, kyrrsett í Hafnarfjarðar- höfn og í gær var færeyskt kaupskip kyrrsett í höfninni í Sandgerði. Hálfdán Henrysson, verkefnastjóri á skoðunarsviði Siglingastofnunar, sagði að þar sem Ísland væri aðili að Hafnarríkiseftirlitinu, sem er stofnun 19 ríkja í Evrópu auk Kanada og Bandaríkjanna, bæri Siglingastofnun að skoða 25% þeirra kaupskipa sem koma til landsins. Hálfdán sagði að við skoðun á Geysi hefði komið í ljós að ástand skipsins var ekki nægilega gott og því hefði það verið kyrrsett. Hann sagði að það fengi ekki leyfi til þess að sigla á ný fyrr en gert hefur verið við það og Siglingastofnun sam- þykkt ástand þess. Hann sagðist bú- ast við að skipið færi í slipp á næstu dögum. Færeyska skipið var kyrrsett í Sandgerði þar sem skoðun leiddi í ljós að of fáir voru í áhöfn skipsins. Hálfdán sagði að það hefði vantað stýrimann og því hefði Siglingastofn- un kyrrsett skipið. Hann sagði að skipið fengi ekki að sigla frá landinu fyrr en bætt hefði verið úr þessu. Að sögn Hálfdáns kyrrsetur Siglinga- stofnun um sjö skip á ári og því er óvenjulegt að tvö skip séu kyrrsett með nokkurra daga millibili. Morgunblaðið/Árni Sæberg Geysir fær ekki leyfi til að sigla á ný fyrr en gert hefur verið við skipið og Siglingastofnun samþykkt ástand þess. Tvö kaupskip kyrrsett ÖKUMAÐUR fólksflutningabif- reiðar hefur í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir manndráp af gá- leysi. Þá var hann sviptur ökurétti í 6 mánuði og gert að greiða sakar- kostnað. Málsatvik eru þau að maðurinn ók fólksflutningabifreiðinni í byrjun ágúst á síðasta ári suður Hringveg við Þelamerkurskóla, bifreið sem ek- ið var á undan honum hægði ferðina þegar henni var beygt inn á afleggj- ara við skólann, en til að forða árekstri við hana nauðhemlaði öku- maðurinn og fór yfir á öfugan veg- arhelming þar sem hann lenti fram- an á bifreið sem ekið var á móti. Ökumaður þeirrar bifreiðar, útlend- ur ferðamaður, lést samstundis við áreksturinn. Ökumaðurinn bar að hann hefði sýnt alla þá aðgæslu sem honum var unnt. Hann neitaði því að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming en sagði malbikið hafa verið blautt af olíu og eftir að hann hefði nauðhemlað hefði framendi hópbifreiðarinnar leitað undan halla sem þarna er á veginum. Við áreksturinn hefði bifreið sín skekkst og farið með fólksbílinn á undan sér út fyrir veg. Í ákæru er tekið fram að ökumaðurinn hafi ver- ið að tala í farsíma þegar áreksturinn varð, en hann segir að samtalinu hafi verið lokið. Gætti ekki nægilegrar varúðar Í dómnum kemur fram að fullyrð- ing um að yfirborð vegarins hafi ver- ið blautt af olíu hafi ekki fengið stuðning hjá vitnum. Ósannað þótti að símtal sem ökumaðurinn átti skömmu fyrir áreksturinn hefði haft áhrif á akstur hans. Hins vegar þótti með framburði vitna sannað að hóp- bifreiðin hefði lent yfir á röngum vegarhelmingi. Þótti dómnum sann- að að ökumaður hefði við akstur hóp- bifreiðarinnar ekki gætt þeirrar var- úðar sem honum bar lögum samkvæmt. Ökumaðurinn var í máli þessu einnig ákærður fyrir að hafa verið við akstur fólksflutningabifreiðar í 17 daga án þess að taka sér lög- skylda vikuhvíld, sem sé a.m.k. 36 stunda frí frá akstri. Var ökumann- inum því einnig gerð refsing vegna þess brots. Flutningabílstjóri dæmdur fyrir mann- dráp af gáleysi Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrum strætisvagnabíl- stjóra til að greiða 100.000 krónur í sekt vegna hegningar- og umferðar- lagabrots. Í dómnum kemur fram að vagnstjórinn, kona á fimmtugsaldri, hafði áður hlotið 5 refsidóma fyrir brot á umferðarlögum. Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri SVR, segir að á um- sóknareyðublaði hafi hún ekki gefið það upp að hún ætti sakaferil að baki. Í niðurstöðum dómsins segir að vagnstjórinn hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu og tillitssemi þegar hann lok- aði afturdyrum vagnsins og ók af stað frá biðstöð við Rofabæ í Reykjavík þann 11. maí í fyrra. Dyrnar lokuðust á sjötuga konu sem dróst um 80 m með vagninum áður en vagnstjórinn nam staðar. Ragnheiður Bragadóttir, settur héraðsdómari, kvað upp dóm- inn. Konan hlaut brot á öxl og viðbeini, tvö brot á ökkla, stórt sár á olnboga og framhandlegg þar sem allir mjúk- vefir höfðu skrapast af beini, sár á fingri og áverka á kvið. Vagnstjórinn sagðist ekki vita hvað hefði gerst í umrætt sinn. Hún hafi talið að konan væri komin út og horfin sjónum þegar hún ók af stað. Í dómnum kemur fram að konan átti sér nokkurn sakarferil 1980– 1992. Á þessum árum hlaut hún fimm refsidóma, alla fyrir brot á umferð- arlögum. Hún var tvívegis dæmd fyr- ir ölvunarakstur og tvisvar svipt öku- rétti. Fjórum sinnum var hún dæmd fyrir akstur án ökuréttar. Á sama tíma gekkst hún fimm sinnum undir dómsátt. Þann 1. ágúst sl. gekkst hún undir greiðslu sektar vegna ölvunaraksturs og var svipt ökurétti í 12 mánuði frá 1. september sl. Vissu ekki um sakarferill Lilja Ólafsdóttir segir að á umsókn- areyðublaði fyrirtækisins sé fólk beð- ið um að gera grein fyrir því hvort það eigi sakarferill að baki. Konan hafi hins vegar ekki gefið það upp að hún ætti nokkurn sakarferill að baki, fyr- irtækið hafi því ekki vitað um hann fyrr en dómurinn var kveðinn. Hefði fyrirtækinu verið kunnugt um þetta hefði konan ekki verið ráðin. Lilja segir að SVR muni herða kröfur til umsækjanda. Þó telur hún að ekki verði farið fram á sakarvott- orð. „Við munum miklu frekar fara fram á að fólk gefi okkur glöggar upp- lýsingar um hvort eitthvað í ferli þeirra, þó sérstaklega að því er varð- ar ökuferil, sé athugavert.“ Hafði áður fengið 5 refsidóma fyrir umferðarlagabrot Strætisvagnabílstjóri dæmdur til að greiða 100.000 krónur í sekt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.