Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐILD Íslands að Schengen- samstarfinu hófst á sunnudag og hefur vegabréfaskoðun á innri landamærum Schengen-ríkjann 15 því verið afnumin. Um leið var tek- ið í notkun samtengt upplýs- ingakerfi (SIS) og gagnabankar með 1–2 milljón skráningum eft- irlýstra einstaklinga og óæskilegra útlendinga sem fá ekki að koma til Íslands. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra, Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri og Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli voru meðal fjöl- margra sem fylgdust með af- greiðslu flugfarþega skv. ákvæðum samningsins í nýrri viðbyggingu Leifsstöðvar á sunnudaginn. Þá þegar hafði notkun eftirlitskerf- isins orðið til þess að þremur far- þegum var neitað um inngöngu í landið vegna skráningar í upplýs- ingakerfinu um að þeir væru óæski- legir gestir á Schengen-svæðinu vegna þess að þeir hefðu framið af- brot í öðrum Schengen-ríkjum. Jóhann R. Benediktsson sagði að það tiltekna atvik hefði verið skýrt dæmi um gagnsemi upplýsinga- kerfisins. „Þetta voru þrír farþegar sem komu til Íslands frá fyrrum Austur-Evrópuríkjum. Þeir fóru sem áningarfarþegar í gegnum Kaupmannahöfn og voru stöðvaðir hér. Í ljós kom að þeir voru skráðir í upplýsingakerfið, sem óæskilegir útlendingar og því voru þeir sendir til baka,“ sagði Jóhann. Tveir far- þeganna þriggja, nektardans- meyjar á leið til starfa hérlendis, höfðu fengið landvistar- og at- vinnuleyfi hjá Útlendingaeftirlit- inu, en að sögn Jóhanns hefði um- sóknum þeirra verið synjað og þær þar með aldrei lagt af stað til Ís- lands ef upplýsingakerfið hefði ver- ið komið í gagnið á þeim tíma. Ferðafrelsi fólks aukið Sólveig Pétursdóttir sagði að með tilkomu samningsins hefði ferðafrelsi innan Schengen- ríkjanna verið aukið með afnámi vegabréfaskoðunar og jafnhliða væri litið á samstarf aðildarríkj- anna sem mikilvæga afbrotavörn. „Það hefur verið sett upp sérstök skrifstofa hjá ríkislögreglustjóra, sem annast lögreglusamvinnu Schengen-ríkja og mun hjálpa okk- ur að sporna enn frekar við af- brotastarfsemi hér á landi.“ „Í krafti þessa samstarfs mun okkur einnig veitast auðveldara að hafa stjórn á ferðum fólks inn á Schengen-svæðið án þess þó að ver- ið sé að reisa múra gegn því. Þvert á móti er verið að stuðla að því að skýrar og sanngjarnar reglur gildi um búferlaflutninga inn á svæðið og varna ólöglegu smygli á ein- staklingum í ýmsum tilgangi.“ Haraldur Johannessen sagði að Schengen-samstarfið hlyti að leiða til þess að viðureign lögreglu- yfirvalda við afbrotamenn yrði auð- veldari en áður. Með aukinni al- þjóðlegri lögreglusamvinnu yrði unnt að stemma stigu við al- þjóðlegri brotastarfsemi. „Mér sýn- ist byrjunin benda til þess, enda eru þegar komnar fram upplýsingar sem hafa leitt til þess að fólki, sem er talið óæskilegt, hefur verið snúið við.“ Í Schengen-upplýsingakerfið eru átta Íslendingar skráðir sem óæskilegir gestir á Schengen- svæðinu, þar af fjórir eftirlýstir af íslenskum lögregluyfirvöldum og einn af frönsku lögreglunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný vegabréfahlið í Leifsstöð þar sem eingöngu farþegar utan Schengen fara í gegnum vegabréfaskoðun. Ísland orðið hluti Schengen-svæðisins Farþegar frá London og Glasgow ganga um svokallaða Gjá í nýrri við- byggingu Leifsstöðvar. Líparít úr Hamarsfirði var notað í innréttingar. VEGNA mistaka við frágang athugasemdar frá ríkissátta- semjara í Morgunblaðinu síð- astliðinn laugardag er athuga- semdin birt aftur. Sá hluti hennar sem vantaði í fréttina er skáletraður. Afsökunar er beðist á mistökunum. „Í frétt Morgunblaðsins í dag, 23. mars, um atkvæða- greiðslu á vegum Félags há- skólakennara um boðun verk- falls er haft eftir formanni þess að félagið hafi vísað kjaradeilu þess við ríkið til embættis ríkissáttasemjara fyrir tæpum mánuði. Hér er ekki farið með rétt mál. Félag háskólakennara vísaði deilu sinni við ríkið til embættisins með bréfi dags. 15. mars eða fyrir viku. Þá segir að deiluað- ilar muni funda hjá ríkissátta- semjara í næstu viku. Hið rétta er að fyrsti sáttafundur á vegum embættisins var hald- inn í gær [fimmtudaginn 22. mars]. Boðun þess fundar byggðist á starfsreglum emb- ættisins og er óviðkomandi fundi forráðamanna félagsins með fjármálaráðherra eins og ætla mætti af ummælum sem höfð eru eftir formanninum í frétt Morgunblaðsins. Næsti sáttafundur verður nk. þriðju- dag [27. mars].“ VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands, samþykkti 22. mars síðastlið- inn eftirfarandi ályktun vegna skipanar í stjórn Stúdentaráðs. „Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, harmar þau vinnubrögð Röskvu að skipa stjórn Stúdentaráðs með þeim hætti að í stjórninni sitja fimm fulltrúar Röskvu en aðeins tveir fulltrúar Vöku. Þessi valdahlutföll eru víðs- fjarri því að endurspegla vilja kjósenda sem fram kom í kosn- ingum til Stúdentaráðs dagana 27. og 28. febrúar síðastliðinn. Í kosningunum kusu um 3000 stúdentar, og aðeins 57 at- kvæði skildu fylkingarnar að. Munurinn á fylkingunum er því aðeins 1,8 %. Þar að auki hlaut Röskva innan við helm- ing greiddra atkvæða, sem sýnir vel hve veikur meirihlut- inn er. Vaka telur eðlilegt að Stúd- entaráð Háskóla Íslands end- urspegli vilja kjósenda þegar skipað er í nefndir Stúdenta- ráðs sem og stjórn Stúdenta- ráðs, enda er það í samræmi við eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð. Núverandi stjórn þar sem hlutföllin eru fimm á móti tveimur, þrátt fyrir að 1,8% munur sé á fylkingunum, end- urspeglar hvorki vilja stúdenta né úrslit kosninga til Stúdenta- ráðs. Vaka harmar að meiri- hlutinn skuli á fyrsta fundi Stúdentaráðs, sem haldinn var 15. mars síðastliðinn, gerast sekur um jafnólýðræðisleg vinnubrögð sem þessi.“ Vaka gagnrýnir vinnubrögð Röskvu ÖRYRKJABANDALAG Íslands hefur ákveðið að höfða dómsmál til að fá aðgang að minnisblaði sem forsæt- isráðuneytið lét fylgja skipunarbréfi ráðuneytisins þegar fjórir lögfræð- ingar voru í desember sl. skipaðir í starfshóp til að greina hvaða leiðir væru færar til að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 19. desember sl. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sem kunnungt er dæmdi Hæsti- réttur Öryrkjabandalaginu í vil í máli sem félagið höfðaði vegna tengingar tryggingabóta við tekjur maka. Í framhaldi af því skipaði forsætisráðu- neytið nefnd til að fara yfir dóminn. Nefndinni var ritað skipunarbréf, en auk þess var henni sent minnisblað um sama mál sem lagt hafði verið fyr- ir ríkisstjórnina. Ragnar Aðalsteins- son, lögmaður Öryrkjabandalagsins, fór fram á það að fá að sjá minnisblað- ið, en forsætisráðuneytið hafnaði því. Hann vísaði þá málinu til úrskurðar- nefndar upplýsingamála. Nefndin hafnaði einnig erindinu. Í rökstuðningi sínum vitnaði nefnd- in einkum til 4. gr. upplýsingalaga þar sem segir m.a að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Segir í úrskurði m.a. að markmið ákvæðisins sé að ríkis- stjórn og einstakir ráðherrar geti fjallað á fundum sínum um pólitísk mál og mótað í sameiningu stefnu í mikilvægum málum án þess að vera skylt að veita almenningi aðgang að gögnum, sem tekin hafa verið saman fyrir slíka fundi. Ágreiningur um túlkun upplýsingalaga Í stefnu Ragnars Aðalssteinssonar segir um rök úrskurðarnefndarinnar: „Úrskurðarnefndin tók enga afstöðu til áhrifa þess að minnisblaðið var ekki einungis lagt fyrir ríkisstjórn, heldur var því dreift sem fylgiskjali með erindisbréfi til starfshóps, sem leggja átti drög að umdeilanlegri og umdeildri löggjöf í því skyni að draga úr áhrifum dóms Hæstaréttar um jafnan rétt öryrkja í hjúskap við rétt annarra. Stefndi kynnti starfshópinn sem hóp „fræðimanna“, en sú yfirlýs- ing varð ekki öðruvísi skilinn en þannig, að þeir sem starfshópinn skipuðu væru með öllu óháðir ríkis- stjórn og öðrum þeim sem hagsmuna höfðu að gæta vegna dóms Hæsta- réttar. Stefnandi heldur því fram að það sé meginregla íslensks réttar, að al- menningur eigi aðgang að gögnum/ upplýsingum um málefni stjórnsýsl- unnar. Regla þessi eigi stoð í ákvæð- um stjórnarskrár um skoðana- og tjáningarfrelsi og ákvæðum mann- réttindasáttmála Evrópu um frelsi til að hafa skoðanir og taka við og skila áfram upplýsingum. Upplýsingafrelsi þessu verði ekki settar takmarkanir nema nauðsyn beri til í lýðræðislegu þjóðfélagi svo sem vegna þjóðar- öryggis og af öðrum tilgreindum ástæðum. Þær takmarkanir eigi ekki við í þessu tilviki, enda ekki nauð- synlegt í lýðræðisþjóðfélagi að halda frá almenningi undirbúningsgögnum stjórnsýslunnar um mikilvæga lög- gjöf sem snertir marga.“ Í stefnunni kemur fram að dóm- stólar standi frammi fyrir því að Ör- yrkjabandalagið höfði að nýju dóms- mál til að láta á það reyna hvort félagsmenn félagsins eiga rétt á að fá örorkubætur greiddar samkvæmt dómsniðurstöðu í fyrrnefndu hæsta- réttarmáli eða einungis samkvæmt lagabreytingu þeirri sem gerð var að tillögu starfshópsins. Það sé því mik- ilvægt að félagið geti lagt fram öll gögn varðandi lagabreytinguna, enda verði hún vart skilin án þess að sá grundvöllur sem lagður var í minn- isblaðinu verði upplýstur. Ennfremur sé unnt að grafa undan markmiðum upplýsingalaga með því að stjórnvöld leggi skjöl og upplýs- ingar fyrst fyrir ríkisstjórnar- eða ráðherrafundi og byggja síðan á því að almenningur eigi ekki aðgang að gögnunum þar sem þau hafi fyrst komið fyrir ráðherra- eða ríkisstjórn- arfundi. Öryrkjabandalagið krefst aðgangs að minnisblaði forsætisráðuneytis Höfðar mál fyrir Héraðsdómi SÝSLUMAÐURINN á Selfossi hef- ur ákært refsifanga á Litla-Hrauni fyrir fjársvik en hann er sakaður um að hafa fengið bankastarfsmenn til að millifæra rúmlega 2,3 milljónir króna af bankareikningum annara yfir á sinn eigin reikning eða vitorðsmanna sinna. Ákæran var þingfest fyrir Hér- aðsdómi Suðurlands á föstudag. Auk refisfangans eru fimm ákærð- ir fyrir hylmingu. Maðurinn er hálffertugur. Hin meintu brot hans voru öll framin í fangelsinu á Litla-Hrauni. Þaðan hringdi hann í útibú Landsbanka Ís- lands, Íslandsbanka og Búnaðar- banka. Maðurinn beitti blekkingum til að fá starfsmenn þar til að milli- færa um 2,3 milljónir króna yfir á bankareikning sinn eða reikninga í eigu samverkamanna hans. Í tveimur tilvikum uppgvötuðu bankastarfs- menn hins vegar svikin og lögðu hald á um 1,2 milljónir áður en fólkið komst yfir þá. Einn vitorðsmaður refsifangans er einnig ákærður fyrir skjalafals en honum er gefið að sök að hafa falsað undirskriftir á umsókn um greiðslu- kort með 500.000 króna sjálfskuldar- ábyrgð. Annar vitorðsmaður er einnig ákærður fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum deyfandi lyfja um göt- ur á Selfossi í lok ágúst. Refsifangi ákærður fyr- ir að svíkja fé út úr bönkumAthuga- semd frá ríkissátta- semjara ♦ ♦ ♦ INNLENT EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Brú ehf. hefur lagt fram forteikningar að nýbyggingu við Hótel Selfoss þar sem gert er ráð fyrir tveimur kvik- myndasölum. Greint er frá þessu á vef Sunn- lenska fréttablaðsins. Í nýbyggingunni verða 80 her- bergi, veitingasalur sem snýr út að Ölfusá og undir veitingahúsinu 120 sæta kvikmyndasalur. Stefnt er að því að ljúka bygginganefndarteikn- ingum fyrir 1. apríl, að auglýsa útboð á jarðvegsframkvæmdum um miðjan apríl og að þær hefjist í maí. Framkvæmdir við bygginguna verða boðnar út í júní og hefjast fljótlega eftir það. Þá á að breyta jarðhæð hótelsins til útleigu fyrir verslun og þjónustu. Menningarsal- urinn á að vera tilbúinn í maí 2002. Tveir nýir kvikmynda- salir á Selfossi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.