Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HAGVÖXTUR – líka á lands-
byggðinni er yfirskrift hádeg-
isverðarfundar sem Verslunar-
ráð Íslands efnir til á
Fosshóteli KEA á morgun,
miðvikudaginn 28. mars, frá kl.
12 til 13.30.
Framsögumenn eru Vil-
hjálmur Egilsson, alþingismað-
ur og framkvæmdastjóri Versl-
unarráðsins, og Gylfi
Magnússon, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands. Meðal
þess sem rætt verður um eru
hagvaxtarhorfur, hvernig
tryggður verði áframhaldandi
hagvöxtur og hvort hann nái til
landsbyggðarinnar og hverjir
möguleikar séu til hagræðingar
og nýsköpunar í atvinnulífinu á
landsbyggðinni.
Hag-
vöxtur
á lands-
byggðinni
VÍÐTÆKUR samningur
um krabbameinsrannsókn-
ir milli Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri og líf-
tæknifyrirtækisins Urðar
Verðandi Skuldar var und-
irritaður á Akureyri í gær.
Samningurinn fjallar um
væntanlegt samstarf þeirra
í Íslenska krabbameins-
verkefninu. Samningurinn
er til tólf ára og hefur þeg-
ar tekið gildi.
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Urðar Verð-
andi Skuldar, sagði að
samningurinn hefði átt sér
nokkurn aðdraganda en
þau mál væru nú í höfn og
þegar yrði hafist handa við
að framfylgja ákvæðum
samningsins.
Samningurinn er liður í
viðamiklum rannsóknum á
krabbameini á Íslandi þar
sem markmiðið er að leita
skýringa á hækkandi tíðni
krabbameins og betri með-
ferðarúrræða vð sjúkdómn-
um.
Í „Íslenska krabbameins-
verkefninu“ felast m.a. rannsóknir á
lífsýnum úr einstaklingum með
krabbamein og skyldmennum
þeirra. Gunnlaugur Sævar sagði að
á síðustu vikum hefðu að jafnaði
komið um 30 manns á dag til að
taka þátt í þessu verkefni, en höf-
uðstöðvar þess eru í þjónustumið-
stöð þess í Skúlaveri við Skúlagötu í
Reykjavík. Hann sagði mikla þátt-
töku gleðilega, en að menn hefðu
vissulega átt von á slíku. Í tengslum
við samninginn mun FSA sækja um
starfsleyfi til heilbrigðisráðuneytis-
ins til að stofna og reka „Lífsýna-
safn FSA“. Leitað verður eftir
skriflegu samþykki þeirra sjúklinga
á sjúkrahúsinu sem hafa áhuga á að
taka þátt í verkefninu, en slíkt
skriflegt samþykki heimilar jafn-
framt varðveislu lífsýna í Lífsýna-
safni FSA og Lífsýnasafni UVS.
Samningurinn milli FSA og UVS
takmarkar ekki möguleika annarra
til rannsókna á krabbameini eða að-
gangs að Lífsýnasafni FSA að því
tilskildu að rannsóknaraðilar leiti
eftir skriflegu samþykki lífsýna-
gjafa og að rannsóknaáætlanir
þeirra séu samþykktar af vísinda-
siðanefnd og Persónuvernd.
Lífsýnasafn FSA verður í sér-
stöku húsnæði og til þarf sérstakan
tækjabúnað. Gunnlaugur
Sævar sagði að fyrirtækið
myndi bera allan kostnað
sem af þessu verkefni
hlýst, en gert er ráð fyrir
að verkefnið muni skapa
nokkur störf við sjúkrahús-
ið.
„Við vonum að þetta
viðamikla verkefni muni
skila okkur áleiðis varðandi
rannsóknir á þessum sjúk-
dómi,“ sagði Gunnlaugur
Sævar, en auk þess sem
UVS og FSA eru þátttak-
endur í þessu verkefni
standa Landspítali – há-
skólasjúkrahús, Krabba-
meinsfélag Íslands og Ís-
lenski
krabbameinshópurinn að
þessum umfangsmiklu
rannsóknum.
Mikilvægur
samningur
Þorvaldur Ingvarsson,
lækningaforstjóri FSA,
sagði að samningurinn
væri læknum á sjúkrahús-
inu mikilvægur og væri
mikil ánægja þeirra á með-
al með hann. Samningurinn gerði
þeim mögulegt að þróast og þrosk-
ast í vísindasamfélaginu og þá væri
hann ekki síður mikilvægur vegna
rannsókna á sjúkdómnum í framtíð-
inni.
Loks nefnd Þorvaldur að í kjölfar
samningsins mætti búast við að
krabbameinssjúklingar á Akureyri
og í nágrenni fengju betri þjónustu
en áður.
Fjórðungssjúkrahúsið og Urður Verðandi Skuld semja um krabbameinsrannsóknir
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Urðar Verðandi Skuldar, og Halldór
Jónsson, forstjóri FSA, skrifuðu undir samning um krabbameinsrannsóknir í gær.
Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA, er lengst til hægri.
Lífsýnasafn verður stofnað
á sjúkrahúsinu á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
MIKILL áhugi er á tónleikum
Kristjáns Jóhannssonar og Höllu
Margrétar Árnadóttur í Íþrótta-
höllinni á Akureyri á skírdag en
forsala er þegar hafin og gengur
vel. Meðleikari Kristjáns og Höllu
Margrétar verður Anna Guðný
Guðmundsdóttir píanóleikari. Á
milli atriða stígur Örn Árnason á
svið ásamt meðleikara sínum Jónasi
Þóri. Kristján sagði í samtali við
Morgunblaðið að vegna hins mikla
áhuga væru menn þegar farnir að
þreifa á því að endurtaka tón-
leikana á laugardaginn fyrir páska.
Hins vegar væri óvíst hvort Íþrótta-
höllin væri til reiðu á laugardeg-
inum.
Kristján hefur verið að syngja við
óperuhúsið í Hamborg und-
anfarnar vikur og gengið vel og
hann sagðist vera í hörkuformi. Þá
sé konan hans, Sigurjóna Sverr-
isdóttir, að ná heilsu eftir erfið
veikindi sem hrjáð hafa hana síð-
ustu ár og því sé vor í lofti og gleði
ríkjandi. „Það leggst rosalega vel í
mig að koma til Akureyrar með
tónleika og ég held að bæjarbúar
eigi það alveg inni hjá mér. Ég hélt
nú fram hjá þeim sl. haust en þá
setti veðrið m.a. strik í reikninginn.
Ég er ekki frá því að við mætum
með öflugra prógamm til Akureyr-
ar nú en til Reykjavíkur í haust og
meira af alvöru tónlist.
Halla Margrét hefur komið mér
skemmtilega á óvart og ég er sann-
færður um að við eigum eftir að
gera góða hluti saman. Þeir eru
margir sem tala um Örn Árnason
sem skuggann af mér og því var
ekki hægt að láta hann vanta. Með
okkur verður Anna Guðný píanó-
leikari og Jónas Þórir með Erni og
ég trúi því að þetta eigi eftir að
verða rosalega gaman.
Kristján söng við messu hjá Jó-
hannesi Páli II páfa í Róm um síð-
ustu jól og sagði að það hafi verið
mikl upplifun enda hafi um tveir
milljarðar manna um allan heim
hlýtt á messuna. Í byrjun árs fór
hann svo í heimsókn í páfagarð
ásamt fjölskyldu sinni og heilsaði
upp á páfa sem þá notaði tækifærið
og þakkaði Kristjáni fyrir sönginn í
jólamessunni.
Sem fyrr sagði er forsala á tón-
leikana á skírdag í fullum gangi en
hún fer fram í KA-heimilinu og í
Nettó í Reykjavík og á Akureyri.
Áhugi á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar
Kristján Jóhannsson heilsar Jó-
hannesi Páli II páfa.
„Á eftir að
verða
rosalega
gaman“
KVENFÉLAGASAMBAND
Íslands hefur gefið út spjald
með þvottaleiðbeiningum og
bækling með upplýsingum um
allt það sem lýtur að meðferð
á þvotti, flokkun og meðferð á
blettum svo eitthvað sé nefnt.
Kvennasamband Akureyrar
hefur nú keypt þessi spjöld
og mun á næstu dögum af-
henda þau öllum tíundubekk-
ingum í grunnskólum á Ak-
ureyri og vonast konurnar í
sambandinu til þess að þau
komi unglingunum að góðum
notum.
Unglingar
fá þvotta-
spjöld