Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstöðum - Björgunarsveitin Hérað tók formlega í notkun nýtt húsnæði 24. febrúar sl. í Miðási 1–5 á Egilsstöðum. Húsið, sem er að hluta til nýbygging, er um 720m² að stærð og er þar m.a. glæsilegt kennsluhúsnæði, fundaaðstaða, stjórnstöð með fullkomnum tölvu- búnaði, fjarskiptaherbergi, eldhús og félagsaðstaða, miklar geymslur fyrir búnað og 300m² vélasalur fyrir bifreiðir, vélsleða og fleira af því taginu. Rauðakrossdeild Héraðs og Borgarfjarðar eystri á 20% af hús- næðinu og samnýtir aðstöðu með björgunarsveitinni. Í hinu nýja húsnæði er samræmd björgunarstjórnstöð fyrir alla við- bragðsaðila á Fljótsdalshéraði, en þeir eru auk björgunarsveitarinnar almannavarnir, lögregla og slökkvi- lið. Í stjórnstöðinni er öflugur tölvu- búnaður og allt sem nöfnum tjáir að nefna til skipulagningar og sam- ræmingar skyndiaðgerða þegar vá ber að dyrum. Björgunarsveitin Hérað er af- sprengi nýlegrar sameiningar tveggja björgunaraðila á Fljóts- dalshéraði, björgunarsveitarinnar Gróar, sem stofnuð var 1958, og Hjálparsveitar skáta, sem tók til starfa árið 1979. Stefán Sigurðsson, formaður björgunarsveitarinnar, segir það ekki síst hafa verið sameiningu landssamtakanna Slysavarnafélags Íslands og Landsbjargar sem hvatti björgunaraðila á Héraði til að sam- ræma krafta sína. „Sameiginlegir hagsmunir okkar og hugmyndin um eitt almennilegt húsnæði réðu þarna mestu,“ segir Stefán. Félagaskrá Héraðs telur um 400 manns, en virkir félagar eru á bilinu 40 til 50. „Á landsvísu þykir þetta ágætt miðað við stærð félagssvæð- isins segir Kjartan Benediktsson varaformaður. Aðspurður um helstu viðfangsefni björgunarsveit- arinnar segir hann að þau séu al- hliða björgunarstörf, en sveitin á Héraði hafi þó nokkra sérstöðu, til dæmis landfræðilega. „Á Austur- landi er starfandi hópur björgunar- aðila, m.a. frá okkur, sem kallast Rústasveit Austurlands, og í henni er mannskapur sem hefur þjálfað sig sérstaklega í rústabjörgun. Þetta er geysiöflugur hópur sem hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á björgunarstörfum. Björgunar- sveitin Hérað á, auk annars bún- aðar, öfluga rústakerru, sem hefur að geyma rafstöð og margvísleg verkfæri til að bjarga fólki úr rúst- um, en þá er átt við til dæmis jarð- skjálfta og snjóflóð. Raunar eigum við fyrirtaksbúnað til allra björgun- arstarfa. Við höfum byggt búnaðinn okkar þannig upp að við séum full- komlega sjálfbær með hýbýli, svefn- og sjúkraðstöðu, orkugjafa, matvæli, vatn og fjarskipti í fjóra til fimm daga,“ segir Kjartan. „Mest af starfi okkar er við leit- ir,“ segir Stefán. „Við lendum líka í sjúkraflutningum og sjúkragæslu. Ég tek undir það að sveitin hér sé dálítið sérstök. Auk nálægðar við snjóflóðahættusvæði er afar stutt héðan inn á öræfin og Vatnajökul. Við höfum þjálfaðan mannskap sem þekkir hálendið vel og einnig sér- þjálfaða menn í fjallabjörgun. Þá er Austurland mjög vaxandi göngu- svæði og það hefur aukist að við þurfum að hjálpa fólki sem ýmist slasast eða týnist.“ Meðlimir sveitarinnar hittast einu sinni í viku til skrafs og ráða- gerða og sífellt er verið að halda námskeið og þjálfa mannskapinn. Næst á að taka fyrir viðbrögð við of- kælingu. Menn eru nýkomnir úr æf- ingaferð í Kverkfjöll og segir Kjart- an að þar hafi verið svartaþoka allan tímann og gríðarmikill snjór. „Til marks um það er að við ætl- uðum að skoða volgru við íshellinn fyrrverandi, en það sá hvergi í hana fyrir snjóbunkum. Sigurðarskáli er aukinheldur hálfur á kafi í snjó.“ Næsta verkefni björgunarsveit- arinnar er að halda grunnnámskeið fyrir rústabjörgunarmenn. Það verður líklega haldið á Eiðum og er búist við í það minnsta 30 þátttak- endum. Þeir Stefán og Kjartan vilja koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra sem gáfu björgunarsveitinni ýmsan búnað þegar húsið var form- lega tekið í notkun. Fyrsta samræmda björgunarmiðstöð landsins Björgunarsveitin Hérað í nýtt og fullkomið húsnæði Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kjartan Benediktsson (t.v.) og Stefán Sigurðsson, stjórnendur Björg- unarsveitarinnar Héraðs, við rústabjörgunarkerru sveitarinnar. Egilsstöðum - Fegurðarsamkeppni Austurlands 2001 var haldin í Hótel Valaskjálf á laugardagskvöld. Oddný Ólafía Sævarsdóttir frá Egilsstöðum var krýnd fegurðardrottning og mun hún, ásamt ljósmyndafyrirsætu Austurlands, Önnu Dögg Einars- dóttur, taka þátt í keppninni um tit- ilinn fegurðardrottning Íslands 2001. Oddný hlaut einnig titilinn net- stúlka Skjávarps og Anna Dögg, sem er frá Stöðvarfirði, var kjörin vinsæl- asta stúlkan innan hópsins. Þá var Laufey Sigurðardóttir frá Neskaup- stað valin sportstúlka Austurlands. Keppnin var glæsileg að vanda, mikil stemmning meðal gesta og augljóslega hvergi til sparað í um- gjörð og allri framkvæmd. Sigurður Ananíasson matreiðslumeistari sýndi meistaratakta í glæsilegum kvöldverði og undir borðum var m.a. tískusýning frá verslunum Centrum og Skógum og baðfata- og kjólaatriði keppenda, sem voru 8 talsins. Kol- brún Nanna Magnúsdóttir var sem fyrr framkvæmdastjóri keppninnar, en Ágúst Ólafsson kynnti dagskrár- liði og úrslit. Í dómnefnd sátu Signý Ormars- dóttir, fatahönnuður, Elín Gests- dóttir, framkvæmdastjóri Fegurðar- samkeppni Íslands, Þórarinn J. Magnússon, útgáfu- og ritstjóri Heimsmyndar, Anna Lilja Björns- dóttir, fegurðardrottning Reykjavík- ur árið 2000, og Þorsteinn Þórólfs- son frá Rolf Johansen. Hönnun og framkvæmd skreyt- inga og blómvanda var í höndum Guðrúnar Sigurðardóttur. Fegurðarsamkeppni Austurlands Fríðasta fljóðið frá Egils- stöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Oddný Ólafía Sævarsdóttir frá Egilsstöðum var krýnd fegurð- ardrottning Austurlands 2001 og netstúlka Skjávarps í Vala- skjálf um helgina. ÞJÓÐAHÁTÍÐ Vestfirðinga var haldin í fjórða sinn 17.–24. mars sl. Nú býr á Vestfjörðum fólk frá meira en fjörutíu þjóðlöndum. Atburðum hátíðarinnar var dreift á um vikutíma og jafn- framt milli byggðarlaga á Vest- fjörðum. Þjóðahátíð Vestfirðinga 2001 er tengd og haldin í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum, 21. mars. Tilgangurinn er að auka sam- gang Íslendinga og útlendinga. Listsýningu með afrakstri sam- keppni grunn- og leikskólanema var komið upp, sérstakur dagur var fyrir Íslandskynningu fyrir útlendinga með þátttöku sveit- arfélaga, haldið var pólskt kaffi- boð með menningardagskrá, kynning var á alþjóðlega dúkku- safninu á Flateyri, haldið var afrískt kvöld og viðamikil lokahátíð með menningu og mat í stærsta íþróttahúsi fjórðungs- ins. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson Gestir á Þjóðahátíð Vestfirðinga gæða sér á framandi réttum frá Austurlöndum fjær. Vel heppnaðri Þjóðahátíð lokið Blönduósi - Samstarfsnefnd Blönduósbæjar og Engihlíðar- hrepps um sameiningu samnefndra sveitarfélaga hélt kynningarfundi fyrir íbúa sveitarfélaganna í sl. viku. Á fundina mættu um 60 manns og að sögn samstarfsnefnd- armanna var þátttaka Enghlíðinga hlutfallslega mun meiri en Blöndu- ósinga á kynningarfundunum. Kosning um sameiningu fer fram laugardaginn 7. apríl og verð- ur kosið á tveimur stöðum, ann- arsvegar á Fremstagili í Engihlíð- arhreppi og hins vegar í félagsheimilinu á Blönduósi. Til þess að sameiningartillagan gangi eftir þurfa íbúar beggja sveitar- félaganna að samþykkja tillöguna og gildir þá einfaldur meirihluti í hvoru sveitarfélagi. Ef samþykkt verður tekur sameiningin gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar. Á kynningarfundunum kom fram í máli samstarfsnefndarmanna að afar mikilvægt væri að kjörsókn yrði góð svo enginn velktist í vafa um áhuga íbúanna fyrir málefninu. Þó svo að hér sé einungis tillaga um sameiningu tveggja sveitar- félaga af tíu í A-Hún., leggja nefndarmenn þunga áherslu á, gangi sameining eftir, að hér sé aðeins upphaf á stærri sameiningu að ræða, einungis sé spurning um tíma. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ágúst Þór Bragason, forseti bæjarstjórnar Blönduóss, kynnir tillögur sameiningarnefndar. Ásgerður Pálsdóttir fundarstjóri og Ragnar Ingi Tómasson fundarritari fylgjast með. Kosið verður um sameiningu Blönduósbæjar og Engihlíðarhrepps Góð kjörsókn er mikilvæg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.