Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur 2001 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn miðvikudaginn 28. mars 2001 í Sunnusal, Radisson SAS Saga Hótel, Reykjavík og hefst kl. 16:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF VEGNA þess sem fram kom í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um olíuviðskipti Flugleiða segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi hjá Flugleiðum, að grundvallarstefna Flugleiða sé sú að nota útboð til að ná sem hagstæðustum innkaupum á geymslu og flutningi eldsneytis og það sé gert reglulega. „Þær aðstæð- ur geta þó skapast á markaði þar sem verðsveiflur eru jafnan nokkrar að fyrirtækið telji það betri kost að framlengja gildandi samninga eða breyta þeim með öðrum hætti.“ Guðjón segir að Flugleiðir hafi boðið út eldsneytiskaup um árabil. Um tíu ára skeið, frá 1988 til 1998, hafi félagið skipt við ESSÓ, lengst af eftir útboð, en í árslok 1997 hafi Skeljungur náð þessum viðskiptum í útboði. Í fyrra hafi 30% magnsins, nálægt 30 milljónum lítra, verið boð- in út í þeim tilgangi að kanna mark- aðinn, öll olíufélögin hafi boðið í og Skeljungur átt lægsta tilboð. Það verð sem með þessum aðferðum hafi náðst hér á landi sé viðunandi að mati félagsins í samanburði við verð sem Flugleiðir greiði fyrir sömu þjónustu á flugvöllum erlendis. Þessi viðskipti með geymslu og flutning séu síðan aðeins örlítill hluti heildarviðskipta Flugleiða með elds- neyti, þar sem verslað sé á heims- markaði. „Það er fráleitt að þessi viðskipti séu afhent á silfurfati. Þvert á móti njóta Flugleiðir þess að um þau er hörð samkeppni.“ Tilboð Skeljungs hagstæðast Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að árið 1998 hafi Skeljungur verið lægstbjóðandi í innflutning, geymslu og keyrslu á flugsteinolíu til Keflavíkur. „Frá 1. janúar 1999 nást síðan samningar á milli Skeljungs og Flugleiða um allt það magn er Flugleiðir þurfa að nota í Keflavík. Sá samningur er síðan endurnýjaður fyrir árið 2000. Síðastliðið haust bjóða Flugleiðir síðan út 30% af eldsneytisþörf sinni í Keflavík. Það ár hafði flugsteinolía hækkað um ca 70%, og einnig hafði flutningskostnaður hækkað veru- lega. Því var ljóst að verið gat að Flugleiðir fengju lakara tilboð í elds- neytið en samningur sá er í gildi var kvað á um. Öll olíufélögin buðu í þetta magn og var tilboð Skeljungs hagstæðast. Einnig var það betra en gildandi samningur. Á grundvelli þess sömdu síðan Flugleiðir og Skeljungur um allt magnið.“ Um viðskipti Skeljungs við ÚA segir Kristinn að það sé ekki rétt að Esso hafi um margra ára skeið verið með viðskipti við ÚA á grundvelli út- boðs. „Hið rétta er að ÚA hefur aldrei farið í formlegt útboð með ol- íuvörur. ÚA hefur hins vegar gert óformlega verðkönnun á olíuvörum og eldsneyti hjá olíufélögunum og á grundvelli hennar hefur verið geng- ið til samninga við eitthvert olíu- félaganna.“ Kristinn segir að á meðan Akur- eyrarbær var stærsti hluthafinn hafi viðskiptin að langmestu eða öllu leyti verið við Esso. Frá 1993 hafi Skeljungur selt smurolíur og aðrar rekstrarvörur til ÚA að undangeng- inni óformlegri verðkönnun hjá ol- íufélögunum. „ÚA gerði óformlega verðkönnun hjá olíufélögunum með eldsneyti á skip sín árið 1991. Þá voru tvö skip ÚA í viðskiptum við Skeljung. Nið- urstaða forráðamanna ÚA var sú að semja við ESSÓ og heldur ESSÓ samningnum til ársloka 1994. Þá er samið við Olís til tveggja ára með sama hætti. Í janúar 1998 er síðan aftur samið við ESSÓ og nú í janúar 2001 er samið við Skeljung.“ Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að það sé alveg rétt sem komi fram í grein Morgunblaðsins að ÚA hafi fengið mjög hagstætt tilboð frá Skeljungi í þessi viðskipti. „Á grundvelli þess ákváðum við að færa viðskipti okkar til Skeljungs. Við töldum að við hefð- um ekki fengið betra tilboð með út- boði að þessu sinni.“ Guðbrandur segir samninginn ekki hafa neitt for- dæmisgildi og segi ekki til um hvernig ÚA muni hátta þessum við- skiptum í framtíðinni. Olíuviðskipti Flugleiða við Skeljung Viðskiptin ekki afhent á silfurfati BANKASTJÓRI Landsbanka Ís- lands og forstjóri Íslandssíma skrif- uðu í gær undir samning sem kveð- ur á um að Landsbanki Íslands færir öll símaviðskipti sín til Ís- landssíma. Samningurinn er til þriggja ára og áætlað verðmæti hans á samningstímanum er nærri 200 milljónir króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ís- landssíma. Samningurinn er einn sá stærsti sem Íslandssími hefur gert um al- hliða símaþjónustu fyrir fyrirtæki. Auk fastlínusímaþjónustu felur hann í sér að Landsbanki Íslands kaupir farsímaþjónustu af Íslands- síma og í fyrstu er um að ræða 200 farsímaáskriftir og síma sem fyr- irtækið leigir af Íslandssíma. Þá er samið um GPRS-þjónustu þannig að starfsmenn bankans eru alltaf tengdir við Netið. Þá hefur Íslands- sími hafið tengingar og yfirfærslu símaumferðar Landsbankans á fastalínu inn á kerfi fyrirtækisins. Þegar því verður lokið mun Ís- landssími sjá um símaþjónustu að- albanka og annarra starfsstöðva Landsbankans á höfuðborgarsvæð- inu og yfir 50 afgreiðslustaða bank- ans um allt land. „Samningurinn felur í sér lægri símagjöld á milli starfsstöðva Landsbanka Íslands. Hann felur einnig í sér lægri síma- gjöld milli farsíma Íslandssíma og loks lægstu símagjöld sem bjóðast á markaði milli farsíma og fastl- ínusíma innan fyrirtækisins,“ segir í fréttatilkynningunni. Meðal stórfyrirtækja og stofnana sem flutt hafa fjarskipti sín til Ís- landssíma eru Reykjavíkurborg, Garðabær, Seltjarnarnes, VISA Ís- land og Íslandspóstur. Færir símaviðskipti til Íslandssíma BONUS Dollar Store-verslunarkeðj- an, sem er að 70% í eigu Baugs hf., hefur gert kauptilboð í bandarísku verslunarkeðjuna Bill’s Dollar Store. Verði af kaupunum mun fyrirtækið alls reka um 440 verslanir víðs vegar um Bandaríkin og velta rúmum 26 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram á aðalfundi Baugs sem haldinn var í gærdag. Jafnframt var kynnt þar áætlun Baugs um að eign- ast 20% eignarhlut eignarhalds- félagsins A-Holding í bresku sérleyf- iskeðjunni Arcadia. Skráningu á Nasdaq frestað Jim Schafer, meðeigandi Baugs í Bonus Dollar Stores og forstjóri félagsins, greindi frá því á fundinum að félagið hefði gert tilboð um kaup á bandarísku verslunarkeðjunni Bill’s Dollar Stores. Keðja þessi hefur átt í verulegum rekstrarerfiðleikum og verið í greiðslustöðvun síðan í janúar sl. Það skýrist í vikunni hvort tilboð- inu verður tekið en annað tilboð hefur verið gert í keðjuna og er það frá stóru bandarísku fyrirtæki. Bonus Dollar Stores reka í dag 18 verslanir á Flórída en verði af kaup- unum á Bill’s munu umsvifin aukast verulega, verslanirnar yrðu um 440 talsins og veltan næmi um 300 millj- ónum dollara eða rúmum 26 milljörð- um íslenskra króna. Kaupin hefðu einnig í för með sér frestun á skráningu fyrirtækisins á Nasdaq Small Caps, en að óbreyttu er áætlað að útboðsferli skráningarinn- ar hefjist í apríl. Baugur stærsti hluthafi Arcadia Þá skýrði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, frá áætlunum félags- ins um að auka hlut sinn í bresku sér- leyfiskeðjunni Arcadia sem Baugur hefur verið í samstarfi við um opnun verslana á Norðurlöndum. Hann sagði að Baugur hygðist eignast 20% hlut eignarhaldsfélagsins A-Holding SA í Arcadia og verða með því stærsti einstaki hluthafinn í Arcadia en hlut- hafar A-Holding eru Baugur, Kaup- þing, Íslandsbanki-FBA, Gilding og Gaumur. Baugur hefur fengið, að sögn Jóns Ásgeirs, heimild annarra hluthafa til að kaupa öll bréf þeirra í A-Holding og greiða fyrir að tveimur þriðju hlut- um með hlutabréfum í Baugi en að einum þriðja með yfirtöku skulda. Hann sagði jafnframt að miðað yrði við að gengi bréfanna í Baugi yrði við uppítökuna á bilinu 12–13 og að hinir nýju hluthafar mættu ekki selja stór- an hluta bréfanna fyrr en að 12 mán- uðum liðnum. Endurskipulagning í kjölfar rekstrarerfiðleika Arcadia samanstendur af 1800 sér- verslunum og 600 verslunum sem eru reknar sem deildir inni í öðrum versl- unum, s.s. Dorothy Perkins-kvenfata- deildin í Hagkaupi í Kringlunni. Í dag eru vörumerki Arcadia 13 talsins, þ.á m. þekkt merki á borð við Burton, Dorothy Perkins, Evans, TopShop og Miss Selfridge. Jón Ásgeir sagði Arcadia hafa gengið í gegnum erfiðleika á síðustu árum og í kjölfarið hefði það farið í endurskipulagningu. Hann sagði nýj- an og öflugan hóp stjórnenda hafa tekið við stjórn fyrirtækisins sem hefði reynslu af að snúa rekstri sem þessum til betri vegar. Meðal annars væri gert ráð fyrir að innan skamms yrði tilkynnt um fækkun vörumerkja fyrirtækisins, enda væri velta þeirra mjög mismikil. „Markaðsvirði félagsins var orðið mjög lágt miðað við innra virði þess og sáum við tækifæri í því. Auk þess eru mörg vörumerkjanna þeirra mjög sterk og við teljum að þau eigi heil- mikið inni þegar farið hefur verið í gegnum endurskipulagningu,“ sagði Jón Ásgeir um áhuga Baugs á Arc- adia og bætti við að þrátt fyrir rekstr- arerfiðleika hefði fyrirtækið skilað ágætum hagnaði fyrir skatta og af- skriftir, EBITDA, eða um 13,5 millj- örðum króna og áætlun fyrir árið 2001 hljóðaði upp á 17,5 milljarða króna. Hlutdeild Baugs rúmur milljarður á næsta ári Áætlaður hagnaður Arcadia á árinu 2001 er 4,1 milljarður króna og 5,7 milljarðar árið 2002, sem þýðir að hlutdeild Baugs yrði 820 milljónir króna árið 2001 og færi í 1.140 millj- ónir á árinu 2002. Arðgreiðslur yrðu samkvæmt þessu 450 milljónir króna fyrir árið 2001 og 700 milljónir fyrir árið 2002. Á móti þessi kæmu 200 milljóna króna árlegar vaxtagreiðslur af yfir- teknum skuldum A-Holding sem nema um 2 milljörðum króna. Jón Ásgeir fullyrti að kaup hlutar- ins í Arcadia gætu styrkt efnahag Baugs verulega, enda væri kaupverðið mun lægra en bókfært verð fyrirtæk- isins. Hann telur að með þessu skapist sterkari grunnur fyrir starfsemi Baugs á erlendum markaði og tæki- færi á enn nánara samstarfi um upp- byggingu á vörumerkjum Arcadia. Hinn 5. apríl birtir Arcadia uppgjör fyrir fyrri helming fjárhagsárs síns og í kjölfarið mun stjórn Baugs taka ákvörðun um hvort af kaupunum verður. Til þess að af þeim gæti orðið sóttist stjórn Baugs eftir heimild hlut- hafa til aukningar hlutafjár félagsins um allt að 500 milljónir króna að nafn- verði og var heimildin veitt á aðal- fundinum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jim Schafer, forstjóri Bonus Dollar Stores, greindi frá því á aðalfundi Baugs hf. að Bonus Dollar Stores, sem er dótturfélag Baugs, hefði gert kauptilboð í verslunarkeðjuna Bill’s Dollar Stores. Baugur í stórsókn á erlenda markaði Undirbýr kaup á auknum hlut í Arcadia auk kaupa á bandarískri lágvöruverðsverslunarkeðju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.