Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 19
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til Suður
Afríku um páskana, vinsælasta ferðamannastaðar í
Suður Afríku og einnar fegurstu borgar heimsins.
Beint flug með Atlanta flugfélaginu til Cape Town,
8. apríl og 7 daga dvöl í borginni þar sem í boði eru spennandi kynnisferðir
með íslenskum fararstjórum
14
Viðbótasæti
Stökktu til
Suður Afríku
um páskana
frá kr. 49.950
Verð kr. 49.950
Verð á flugsæti með sköttum.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
The RITZ HOTEL ***
CAPE TOWN-DE WAAL
- Holiday Inn ****
Við bjóðum einnig gott úrval
hótela í hjarta Cape Town.
RÍKISSJÓÐUR gaf í gær út
skuldabréf að fjárhæð 250 milljónir
evra, sem jafngildir um 20 millj-
örðum íslenskra króna. Lánstími er
5 ár og vextir 5 punktum undir
euribor. Útgáfugengi bréfanna er
99,947 og þóknun banka af útgáfu-
fjárhæð er 0,15%. Lántökukostn-
aður liggur því undir euribor-vöxt-
um, sem eru millibankavextir á
evru-svæðinu.
Ólafur Ísleifsson, framkvæmda-
stjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Ís-
lands, segir að góð kjör lánsins séu
til marks um traust markaðarins á
útgefandanum og að andvirði þess
renni að stærstum hluta til að end-
urfjármagna skuldabréf frá 1996 að
fjárhæð 350 milljónir þýskra
marka.
Aðalumsjón með útgáfunni hafði
Dresdner Bank, en aðrir bankar
sem komu að henni eru Salomon
Brothers, Commerzbank, Nomura
Bank og SE Banken. Skuldabréfin
eru gefin út á grundvelli nýs MTN-
útgáfusamnings ríkissjóðs (Medium
Term Note programme), sem leyfir
að útistandandi sé samtals einn
milljarður bandaríkjadala.
„Með nýjum útgáfusamningi er
stigið stórt skref til að tryggja rík-
issjóði samningsbundinn aðgang að
helstu lánamörkuðum og breikka
hóp fjárfesta í bréfum ríkissjóðs,“
segir Ólafur. „Umsýsla með er-
lendu lánasafni ríkissjóðs verður
einfaldari. Hámarksfjárhæðin í
samningnum er ekki langt frá sam-
anlögðum erlendum langtímalánum
ríkissjóðs. Með tímanum má reikna
með því að erlendar skuldir rík-
issjóðs færist undir þennan samn-
ing að svo miklu leyti sem þær eru
ekki greiddar upp. Hinn nýi samn-
ingur markar ánægjuleg tímamót
fyrir ríkissjóð. MTN-samningur
hefur áður komið til álita en við
ríkjandi aðstæður var talið að rétti
tíminn væri kominn til að ráðast í
gerð slíks samnings. MTN-samn-
ingur skapar aukinn sveigjanleika
við lánsfjáröflun. Hægt er að gefa
út á grundvelli hans á opinberum
markaði eða á formi einkaútgáfu.“
Miðlarar í hinum nýja útgáfu-
samningi eru Salomon Brothers,
Dresdner Bank, UBS, Daiwa Sec-
urities og SE Banken. Útgáfu rík-
issjóðs var mjög vel tekið á markaði
og eru öll bréfin seld. Mikillar eft-
irspurnar gætti frá þýskum fjár-
festum í Þýskalandi, Hollandi og á
Bretlandi. Hinn nýi útgáfusamning-
ur hefur farið vel af stað og má
vænta þess að hann tryggi ríkis-
sjóði greiðan aðgang að erlendu
lánsfé á hagstæðum kjörum,“ segir
Ólafur.
Nýr alþjóðlegur lánasamningur ríkissjóðs
Lántökukostnaður
undir euribor-vöxtum
SVANBJÖRN Thoroddsen, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Ís-
landsbanka-FBA, segir að það sé
ekki rétt sem kom fram í Jyllands-
posten og Morgunblaðið skýrði frá
að eigendur Basisbank hafi þurft
að auka hlutafé í bankanum í þriðja
skipti á þremur mánuðum. „Ákveð-
ið var að auka hlutafé Basisbank í
desember og það hlutafé er greitt
inn í áföngum og blaðamaður Jyl-
landsposten hefur eitthvað misskil-
ið þetta.“
Svanbjörn segir að aðalfundur
Basisbank verði haldinn á morgun
og þá verði meðal annars tekin til
umfjöllunar hlutafjáraukning. „Í
löggjöf er gert ráð fyrir að eigið fé
banka sé að lágmarki fimm millj-
ónir evra eða um 395 milljónir ís-
lenskra króna. Það er löggjöf sem
nær til alls Evrópusambandssvæð-
isins og raunar til Íslands líka.
Basisbank þarf auðvitað eins og
aðrir bankar að uppfylla þessi skil-
yrði.“
Í ársskýrslu Íslandsbanka-FBA
kemur fram að bókfærður eignar-
hlutur í Basisbank var 272 milljónir
íslenskra króna um síðustu áramót
en því til viðbótar hafi bankinn af-
skrifað 393 milljónir. Heildarfjár-
festing Íslandsbanka-FBA í Basis-
bank nemur samkvæmt því 665
milljónum króna. Í skýrslunni kem-
ur fram að ákveðið hafi verið í var-
úðarskyni að færa niður hlutabréf
bankans í Basisbank enda hafi
markaðsaðstæður breyst frá því að
fjárfest var í bankanum og nokkur
óvissa um verðmæti bréfanna.
Eignarhluti Íslandsbanka-FBA í
Basisbank nam 39,3% um síðustu
áramót. Aðspurður segir Svan-
björn að það liggi ekki fyrir áform
af hálfu Íslandsbanka-FBA að
leggja Basisbank til meira fé.
Ekki áform um að
ÍFBA leggi Basis-
bank til meira fé ÞRÁTT fyrir pólitískar deilur umsölu á beinum eignarhlut norska
ríkisins í olíu- og gaslindum í
norskri lögsögu (SDØE) er forstjóri
ríkisolíufélagsins Statoil bjartsýnn
á að hlutabréf félagsins verði skráð
á markað í sumarbyrjun.
Olav Fjell, forstjóri Statoil, segir
að ágreiningur meðal stjórn-
málaflokkanna sé ekki mikill og lík-
legt sé að þeir nái samkomulagi í
næsta mánuði og skráning geti haf-
ist í júní, að því er segir í Aften-
posten og Financial Times. Verka-
mannaflokkurinn hefur lagt til að
selja 20% af SDØE og hefur stuðn-
ing tveggja annarra flokka, en
Hægriflokkurinn, Vinstri og Kristi-
legi þjóðarflokkurinn vilja selja allt
að 25%. Markmiðið er að skrá 10–
25% hlutabréfa Statoil í kauphöll-
unum í Ósló og New York.
Bjartsýnn á
skráningu
Ósló. Morgunblaðið.