Morgunblaðið - 27.03.2001, Síða 25
ÁTÖKIN Í MAKEDÓNÍU
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 25
um og ó um heimsóknina. Hann
sagði nær alla íbúana hafa haldið
á brott kvöldið áður, fótgangandi
og stefnt á Kosovo. Sjálfur vildi
hann líta eftir húsi sínu. Að-
spurður um skæruliðana kvaðst
hann ekkert vita um þá og greini-
legt var að honum var í mun að
ræða það málefni ekki frekar.
Tvær fjölskyldur
í kjallara
Á leiðinni út úr þorpinu bárust
skyndilega kvenraddir út um
glugga og eftir langar samninga-
viðræður við gluggakytruna opn-
uðust útidyr í hálfa gátt. Fyrir
innan reyndust sextán manns hafa
komið sér fyrir í kjallaranum;
tvær fjölskyldur. Í myrkvuðu
kjallaraherbergi sváfu börn, ung-
lingar og gamalmenni og höfðu
gert það svo dögum skipti, á milli
þess sem fólkið hafði flúið upp í
hlíðarnar upp af þorpinu af ótta
við sprengjuregn makedónska
hersins.
Fjölskyldufeðurnir Nefsat Osm-
ani og Lazim Hamdije sögðu fólk-
ið óskaplega hrætt og ekki vita
hvað það ætti að gera. Sprengjur
höfðu lent hér og hvar í þorpinu
og kúlnagöt á húsi Osmanis, sem
þeir dvöldu í, vitnuðu um umsátur
lögreglu úr nálægum hlíðum.
Sögðu Osmani og Hamdije að
skæruliðarnir hefðu sagt fólki að
EINA lífsmarkið í fjallaþorpinu
Selce eru dýrin, sem ráfa stefnu-
laust um, kýrnar hafa ekki verið
mjólkaðar, kálfar og kindur bíta
gras í húsagörðum. Á götunni
liggja skotvopn, hjálmar,
sprengjuvörpur og sprengjur eins
og hráviði um allt; á svölum hang-
ir þvottur. Það er greinilegt að
eitt helsta vígi albanskra skæru-
liða hefur verið yfirgefið í
skyndingu. Makedónski herinn
bíður átekta neðar í hlíðinni og
stöku sinnum kveða við drunur í
fjarska, er herinn skýtur sprengj-
um á fjallahlíðarnar í nágrenninu.
Eina leiðin til að nálgast Selce
nú er fótgangandi. Þegar komið
er upp í þorpið eftir hálfs annars
tíma göngu virðist tíminn standa
kyrr og himinn og haf skilja það
að og borgina Tetovo, sem er að-
eins um 7 km í burtu og blasir
við. Albanskir skæruliðar höfðu
hafst við í þorpinu í á aðra viku
og greinilegt var að þeir höfðu
verið ágætlega vopnum búnir ef
marka mátti birgðirnar sem þeir
höfðu skilið eftir á þorpstorginu.
Ekkert sást þó til þeirra og
heldur ekki íbúanna 3.000, þótt
greinilegt væri á öllum ummerkj-
um að þeir hefðu verið þar fyrir
skömmu. Eftir um hálftíma birtist
eldri maður sem vildi ekkert við
aðkomufólk tala og nokkru síðar
nær áttræður maður sem virtist
halda á brott um áttaleytið kvöld-
ið áður þar sem það væri ekki
lengur tryggt að vera í þorpinu.
Eftir fjögurra klukkustunda
göngu ákvað hluti fólksins hins
vegar að snúa aftur þar sem það
taldi að sprengjuárásirnar væru
hættar, auk þess sem það vildi
ekki leggja meiri göngu og dvöl
úti undir berum himni á börnin.
Kenna hernum
um skelfinguna
Osmani og Hamdije kváðust
ekki vita hvað taka ætti til
bragðs, hvort vera ætti um kyrrt
eða halda til fjalla. Kenndu þeir
hernum um þá skelfingu sem
gripið hefði íbúa þorpsins en vildu
ekkert um skæruliðana ræða.
Óljóst er hver stuðningurinn við
þá er í þorpum á borð við Selce,
þar sem íbúarnir vita fullvel hvað
slíkt kann að kalla yfir þá.
Hvar þeir halda sig er óljóst,
óstaðfestar fregnir segja þá nú
dreifða um þorp og bæi í vest-
urhluta Makedóníu.
Herinn hefur hins vegar færst
nær bænum. Er rökkva tók í gær-
kvöldi sáust eldar loga í hlíðinni
skammt frá Selce og sprengju-
drunur bentu til þess að herinn
væri við það að gera áhlaup á
þorpið og annað til þar skammt
frá.
Þorpin yfirgefin
Morgunblaðið/Thomas Dworzak
Áttræður og einn á ferli í þorpinu Selce, einu helsta vígi skæruliða. Þeir
skildu talsvert magn vopna eftir á undanhaldi sínu.
„ÞETTA er hræðilegt ástand,“ segir borg-
arstjórinn í Tetovo, Nureddin Murtesani.
Hann var háskólaprófessor í efnafræði áður
en hann tók við embættinu fyrir tveimur ár-
um en það er menntun sem má sín lítils þeg-
ar allsherjarstríð er við það að brjótast út og
íbúar borgarinnar eru farnir að grípa til
vopna.
„Staðan versnar dag frá degi. Það eina
rétta í stöðunni er að fá menn til að setjast að
samningaborði. Ég trúi því enn að það sé
hægt,“ segir borgarstjórinn. En það er ekki
mikla von að sjá á svip hans. Murtesani seg-
ist ekki hafa haft neitt samband við skærulið-
ana og viðurkennir að hann hafi enga stjórn
á lögreglu eða her í borginni, þrátt fyrir að
hann í krafti embættis síns sé næstæðsti yf-
irmaður hersins á staðnum. Það verður fátt
um svör þegar hann er spurður hver eigi að
miðla málum milli skæruliða og ríkisstjórn-
arinnar. „Það hafa margir blaðamenn verið í
sambandi við þá, ef til vill geta þeir gert
það,“ segir hann í hálfkæringi eftir nokkra
þögn. „En í alvöru talað, alþjóðasamfélagið
verður að þrýsta á þá að setjast að samn-
ingaborði,“ segir Murtesani og kveðst binda
vonir við heimsókn Larrys Nappers, sérlegs
fulltrúa bandaríska utanríkisráðherrans,
sem var í Makedóníu um helgina. Engin lof-
orð hafi verið gefin en viðbrögðin jákvæð.
Murtesani er hins vegar ekki eins jákvæð-
ur í garð sameiginlegrar áskorunar kos-
ovo-albanskra stjórnmálamanna um að
skæruliðar legðu niður vopn og lætur sterk-
lega að því liggja að slík afskipti verði ein-
ungis til þess að beina athyglinni að því sem
líkt er með stöðunum tveimur og áhrifum
Kosovo á nágrannaríkið.
Albanar 75% en 1% af lögreglunni
Alls búa um 65.000 manns í Tetovo. Þar af
eru Albanar um 75% íbúa en þrátt fyrir það
er Murtesani einn fárra albanskra embættis-
manna. Lögreglustjórinn, sem einnig er alb-
anskur, hefur verið sviptur öllu valdi, þótt
hann gegni stöðunni að nafninu til. Þrátt fyr-
ir að Albanar séu meirihluti íbúanna eru þeir
t.d. aðeins rúmlega 1% af lögregluliðinu.
Murtesani segir afar hægt hafa þokast í jafn-
réttisátt fyrir Albana í Makedóníu og leggur
á það áherslu eins og raunar allir Albanar í
Makedóníu, að þeir óski ekki eftir að stofna
nýtt ríki eða sameinast öðru, heldur fá jafna
stöðu á við Makedóna innan núverandi
landamæra. „Vandamálin milli þjóðanna eru
mikil og þeir sem hafa gripið til vopna eru
fólk sem vill skjótari lausn en staðið hefur til
boða.“ Sjálfur tilheyrir Murtesani flokki
Xhaferis, hófsams fulltrúa Albana í stjórn
landsins, og kveðst telja réttast að skæru-
liðarnir legðu niður vopn. Hann hefur þó
ekki gengið svo langt að skora á þá að gera
það, enda verður stöðunni í Tetovo ekki lýst
öðruvísi en eldfimri. Það segir meira en
mörg orð að þegar blaðamaður leitar að húsi
borgarstjórans segir makedónskur nágranni
hans hann og fjölskylduna hafa flúið. Og
hirðir ekki um að leiðrétta það þótt eigin-
kona borgarstjórans birtist við það í dyr-
unum.
Skipt borg
Murtesani segir að síðustu daga og vikur
hafi starf hans einkum snúist um að reyna að
draga úr spennunni í borginni og koma í veg
fyrir að hún klofni, rétt eins og mýmargar
borgir á Balkanskaga; Mostar, Sarajevo,
Mitrovica. „Makedónskir borgarar eru farnir
að krefjast vopna og lögreglan lætur þeim
þau í té. Hún hefur gengið lengra og lengra,
hefur skotið á elstu moskuna og er nú farin
að skjóta á óbreytta borgara. En hvað skal
gera? Ég get ekki haft stjórn á öllu bæj-
arfélaginu.“ Hættan á borgarastríði eykst
dag frá degi.
Valdalausi
borgarstjórinn
Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir
Nureddin Murtesani, borgarstjóri í Tetovo, ásamt eiginkonu og syni.
Nureddin Murtesani,
borgarstjóri í Tetovo, reynir
að koma í veg fyrir að
borgarinnar bíði sömu örlög
og margra annarra borga á
Balkanskaga, að klofna í
tvennt á milli þjóðarbrota.
Valdsvið hans verður hins
vegar æ takmarkaðra.
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
ATVINNA
mbl.is
Borgartúni 28, 562 2901
www.ef.is
Viðarkamínur
Toppgæði - falleg hönnun - 16 gerðir
Dönsku Varde viðarkamínurnar hafa
fengið hæstu einkunn hjá sænskum,
dönskum og þýskum stofnunum fyrir
hitagildi, öryggi, nýtingu á eldsneyti
og litla mengun. Varde kamínurnar
eru úr þykku stáli og með steyptan
hurðarramma og brunahólf. Fást í
svörtu, stálgráu og ýmsum litum.
Verð frá kr. 69.900