Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 27 HILMAR Þórðarson – Sjálfsmynd, er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs sem skólinn hefur staðið fyrir í vetur í samvinnu við bæjaryf- irvöld í Kópavogi. Fram til þessa hafa allir flytjendur á tónleikunum komið úr röðum kennara skólans en að þessu sinni er það fulltrúi tón- skálda við skólann sem flutt verða verk eftir og koma flytjendurnir úr ýmsum áttum. Um er að ræða „portrett-tón- leika“, þar sem öll verkin á efnis- skránni eru eftir Hilmar Þórðarson tónskáld. Hann er annar forstöðu- manna Tölvutónvers Kópavogs sem nýverið hlaut Menningarverðlaun DV í tónlist fyrir að hafa átt frum- kvæði að fyrstu Alþjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátíðinni á Íslandi, ART 2000. Klassík og tölvuhljóð Flytjendur á tónleikunum eru þau Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona, Örn Magnússon píanóleikari, Camilla Söderberg blokkflautu- og midi-flautuleikari, Martial Nardeau flautuleikari, Lauf- ey Sigurðardóttir fiðluleikari, gítar- leikararnir Páll Eyjólfsson og Kristinn H. Árnason og Ríkharður H. Friðriksson eldingaleikari. Að sögn Hilmars eru langflest verkin skrifuð fyrir viðkomandi flytjendur. Að sögn Hilmars má skipta tón- smíðum hans í tvo meginhluta; verk fyrir klassísk hljóðfæri og verk fyrir tölvuunnin hljóð. Á þessa efnisskrá kveðst hann hafa reynt að velja verk- in þannig að vel megi skynja þessa tvo hluta. Þannig sé fyrri helmingur efnisskrárinnar að mestu fyrir klass- ísk hljóðfæri en í þeim síðari komi tölvuhljóðin mikið við sögu – en mis- mikið þó. „Annars vegar eru þessi hefðbundnu hljóðfæri sem maður ólst upp við og eru ennþá rík í huga manns. Síðan hef ég kynnst öðrum möguleikum, ekki síst eftir að ég fór út í nám, og alltaf er einhver forvitni og nýjungaleit sem rekur mann áfram,“ segir Hilmar og bætir við að í raun líti hann á tölvu- og raftónlist- ina sem framlengingu á hinum hefð- bundnu hljóðfærum og því sé þrátt fyrir allt ekki um svo gjörólíka heima að ræða. Áheyrenda vegna hafi hann samt sem áður ákveðið að byggja tónleikana þannig upp að skarpari skil væru á milli klassísku tónlistar- innar og tölvutónlistarinnar. Sleðakassi, MIDI-flauta og eldingahljóðfæri Hilmar segir að verkin sem hann hafi valið til flutnings á tónleikunum eigi það öll sameiginlegt að vera ný- leg og hafa ekki verið flutt mikið hér- lendis. „Ekkert þeirra hefur verið flutt oftar en einu sinni opinberlega áður,“ segir hann. Nokkur verkanna eru frumflutt nú, m.a. fimm sönglög við ljóð eftir Gyrði Elíasson, úr ljóða- bókinni Tvö Tungl. Annað splunku- nýtt verk, sem enn hefur ekki fengið nafn, verður frumflutt í lok tón- leikanna. Flytjendur eru þau Cam- illa Söderberg, sem leikur á midi- flautu, Ríkharður H. Friðriksson, sem leikur á eldingahljóðfæri, og Hilmar sjálfur en hann leikur á svo- kallaðan sleðakassa. Tónskáldið er beðið um að lýsa þessum hljóðfær- um. Eldingahljóðfærinu lýsir hann sem tveimur prikum sem sveiflað er út í loftið og myndar þannig hljóð. „Það blikkar pínulítið – eins og las- ersverð í Star Wars,“ útskýrir Hilm- ar. „MIDI-flautan er bara flauta sem Camilla blæs í. Hún er með tökkum eins og saxófónn eða klarínetta. Úr henni liggur snúra sem skilar blæstrinum inn í tölvu sem aftur skilar honum til hljóðfæra sem senda hljóðið út,“ heldur hann áfram. Sjálf- ur segist hann spila á lítinn svartan kassa með litlum sleðum sem hann geti fært upp og niður. „Þetta verður mjög framúrstefnuleg hljómsveit á sviðinu,“ segir hann. Hilmar nam trompetleik við Tón- listarskóla Kópavogs og Tónlistar- skólann í Reykjavík en söðlaði um og útskrifaðist frá tónfræðadeild Tón- listarskólans í Reykjavík árið 1985. Eftir það hélt hann til Bandaríkj- anna til frekara náms í tónsmíðum og lauk meistaraprófum í þeirri grein frá California Institute of the Arts og Yale-háskólanum. Á árunum 1992-1995 starfaði Hilmar sem gestatónskáld við tónver tónlistar- skólanna í Stanford og Berkeley í Kaliforníu. Frá árinu 1995 hefur Hilmar kennt hljómfræði og tölvu- tónlist við Tónlistarskóla Kópavogs. Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum Morgunblaðið/Jim Smart Örn Magnússon píanóleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona og Hilmar Þórðarson tónskáld á æfingu fyrir sjálfsmyndartónleika þess síðastnefnda sem haldnir verða í Salnum í kvöld og hefjast kl. 20. Rekinn áfram af for- vitni og nýjungaleit Á SÍÐUSTU háskólatónleikum þessa skólaárs í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30 syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, við gítarundirleik Péturs Jónassonar verk eftir John Dow- land, Henry Purcell, Fernando Obradors og Enrique Granados. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskír- teina. Sópran- söngur við gítarleik Ingibjörg Guðjónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.