Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 29
Fyrir konur sem
vilja klæðast vel
Nýjar sumarvörur
Kjólar, jakkar, buxur
og víslögð pils úr
hör í nýju sumarlitunum
og
bómullarbolir,
bómullarpeysur
og jakkapeysur
í sömu litum.
Ljósar buxna- og
pilsdragtir með
stuttum jökkum.
Sparikjólar.
Skólavörðustíg 14
LEIKFÉLAG Siglufjarðar fagn-
ar með þessari sýningu fimmtíu ára
afmæli sínu. Félagið er nýendurvak-
ið, síðasta leikár var það fyrsta eftir
nokkurra ára hlé á leikstarfsemi á
Siglufirði. Því er ekki að undra að
stærstur hluti þátttakenda í Djöfla-
eyjunni hefur litla sem enga reynslu
eða þjálfun í leikstarfsemi. Hitt vek-
ur því frekar furðu hvað hópnum
tekst að skila skemmtilegri og góðri
sýningu á þessu stóra og mann-
marga verki.
Það þarf líklega ekki að hafa mörg
orð um Djöflaeyjunna, svo vel sem
hún er kynnt, lesin í skólum að mér
skilst og nú síðast kvikmynduð. Auk
þess er söguefnið eiginlega þjóðar-
sálin sjálf, við þekkjum okkur öll í
þessum gölluðu hetjum og fórnar-
lömbum íslenskrar menningarbylt-
ingar eftirstríðsáranna.
Guðjón Sigvaldason er leikstjóri
með persónulegan stíl sem að mörgu
leyti hentar óreyndum leikurum vel.
Mig minnir að stílnum hafi verði lýst
sem „glannalegum“ af dómnefnd
þeirri sem tilnefndi sýningu Guðjóns
og Leikfélags Hornafjarðar á Djöfla-
eyjunni: Athyglisverðustu áhuga-
leiksýningu ársins 1994. Mun það
ekki fjarri sanni. Síðan hefur stíllinn,
glannaskapurinn ef menn vilja,
skerpst ef eitthvað er. Hann birtist
m.a. í frumlegri notkun á ýmiss kon-
ar kórum, tal- og jafnvel búkhljóða-
kórum. Hér nýtast slíkir kórar vel,
atriði með næturgögn sem umbreyt-
ist í rómantíska jólastemmningu er
gott dæmi. Þá hefur Guðjón einstakt
dálæti á konum á vissum aldri með
skuplur, veski og hornspangagler-
augu. Það kemur sér vel hér þar sem
leikgerðin byggist á notkun sögu-
manna og hverjir eru betri sögu-
menn en erkitýpískar sögusmettur?
Guðjón leggur greinilega mikla rækt
við þessi kóratriði, en virðist stund-
um ekki eins sýnt um að nostra við
hin fínni blæbrigði leiksins, sem
stundum verður til þess að mikilvæg
augnablik og atriði verða ekki eins
áhrifamikil og efni standa til. Um
þetta eru líka dæmi í þessari sýn-
ingu, svo sem eins og sú umbreyting
sem verður á valdahlutföllum í
Gamla húsinu þegar kolbíturinn
Danni breytist í flugkappa á einni
nóttu og veltir augasteininum og
ömmubarninu Badda úr sessi sem
framtíðarvon fjölskyldunnar. Stíll
Guðjóns er hins vegar á heimavelli
þegar þarf að skapa tilfinningu fyrir
horfnum heimi og er því að mestu
leyti kjörinn til að endurreisa Thule-
kampinn með öllum þeim einkenni-
legu mönnum sem þar draga fram
lífið. Leikmyndin, sem einnig er verk
Guðjóns, er bæði falleg og hugvit-
samleg og nýtist vel.
Leikhópurinn er eins og áður
sagði mikið til skipaður nýgræðing-
um, þó innanum séu reynsluboltar. Í
heild skilar hópurinn góðu verki og
bráðskemmtilegri sýningu. Af þeim
sem mest mæðir á má nefna Sigrúnu
Ingólfsdóttur sem smellpassaði í
hlutverk Karólínu spákonu og V.
Inga Hauksson sem náði góðum tök-
um á fótaþurrkunni Tomma. Páll
Þorvaldsson er Baddi og sýndi ágæt-
lega hvernig töffaraskapur hans er
af öðru tagi en drykkjufélaganna,
byggður á draumum og frösum en
ekki raunveruleikanum.
Brynjar Sindri Sigurðarson fór
sérstaklega eðlilega og fallega með
eintöl Danna. Maríanna Kr. Leós-
dóttir og Guðmundur Guðlaugsson
voru og prýðileg sem hjónin Dollý og
Grettir.
Það væri svo sem hægt að halda
áfram að telja upp, Drykkjukonan
Þórgunnur, nískupúkarnir Fía og
Tóti og fleiri eiga sinn þátt í að gera
þetta að kostulegri sýningu. Hitt er
mikilvægara að vita að nú er greini-
lega að renna upp blómaskeið í leik-
list á Siglufirði. Það er því rétt að
óska til hamingju með afmælið og
hlakka svo til næstu heimsóknar.
Braggabörn
Í umsögn Þorgeirs Tryggvasonar segir meðal annars: „Í heild skilar
hópurinn góðu verki og bráðskemmtilegri sýningu. Nú er greinilega að
renna upp blómaskeið í leiklist á Siglufirði.“
LEIKLIST
L e i k f é l a g S i g l u -
f j a r ð a r
Höfundur: Einar Kárason, leikgerð
Kjartans Ragnarssonar Leikstjóri:
Guðjón Sigvaldason Nýja bíó, Siglu-
firði, föstudaginn 23. mars 2001.
DJÖFLAEYJAN
Þorgeir Tryggvason
FINNSKA myndin Litla systir
eftir Taru Mäkelä segir frá ástum
ungrar hjúkrunarkonu í Helsinki í
síðari heimsstyrjöldinni. Hún hefur
misst eiginmann sinn í stríðinu en
kynnist grallara að nafni Arvo á
spítalanum og hrífst af honum, þótt
ekki sé það sýnilegt þegar það ger-
ist, og gamall æskuvinur, Eero, biðl-
ar til hennar en er á leiðinni í styrj-
öldina aftur og veit ekki hvort hann
á afturkvæmt. Úr sögu þessari gerir
Mäkelä dauflega en einlæga mynd
og gerir sér far um að fjalla á skyn-
saman og jarðbundinn hátt um
stöðu finnskra kvenna á heimavíg-
stöðvunum í styrjöldinni þegar þær
stóðu yfir moldum eiginmanna sinna
og kynntust nýjum mönnum á
óvissutímum.
Mäkelä gefur sér allan þann tíma
sem hún þarf til þess að segja sög-
una með sínum hætti, sem er hægur
og lítið dramatískur. Frásagnarað-
ferðin er ákaflega lágstemmd, til-
finningar hjúkrunarkonunnar eru
kaldar og bældar, kannski á finnska
vísu, og það er drungi yfir sögunni,
sem fellur ágætlega að efninu;
myndin gerist öll að vetrarlagi og
leikstjórinn notfærir sér það til hins
ýtrasta.
Það sem enn dregur niður í henni
er aðalleikkonan, Vera Kiiskinen.
Hún virðist gersamlega ófær um að
sýna nokkrar tilfinningar en er
sama steinandlitið alla myndina út í
gegn. Hún skiptir sjaldnast um svip
hvort sem hún er að kveðja ástina
sína, sem er á leið í stríðið, situr við
banabeð ungs manns, kemst að því
að Arvo er ekki allur þar sem hann
er séður eða hvað annað sem er.
Það er engin leið að komast að því
hvað hún er að hugsa, hvaða áhrif
atburðirnir í lífi hennar hafa á hana,
hvernig hún upplifir sjálfa sig í róti
tímans. Hún gefur aldrei færi á sér.
Kannski var það meiningin. Út-
koman er hins vegar sú að maður er
engu nær um aðalpersónu mynd-
arinnar. Hún virðist engum breyt-
ingum taka frá upphafi til enda.
Svo hér er á ferðinni athyglisvert
sögusvið en daufleg saga í meira
lagi.
Ástarsaga Katri
KVIKMYNDIR
H á s k ó l a b í ó
N o r r æ n
k v i k m y n d a h á t í ð
Leikstjórn: Taru Mäkelä. Aðal-
hlutverk: Vera Kiiskinen, Kai Leht-
inen, Tarmo Ruubel, Seela Sella,
Pirkko Hämäläinen og Anna-
Leena Sipilä. Finnland 1999.
LITLA SYSTIR –
„PIKKUSISAR“
Arnaldur Indriðason
Gól fe fn i á s t igahús
Ármúla 23, sími 533 5060