Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 30

Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 30
FLUGSLYSIÐ Í SKERJAFIRÐI 30 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VEGNA áreiðanlegra upplýsinga um almennt ófullnægjandi vinnubrögð Rannsóknarnefndar flugslysa, vitneskju um starfshætti Flugmála- stjórnar og flugrekstraraðilans LÍO ehf., upp- lýsinga og gagna, sem fljótlega bárust vegna fyrrgreindra aðila, varð snemma ljóst að af hálfu aðstandenda yrði að óska eftir opinberri rann- sókn á rekstri LÍO ehf. og Flugmálastjórn, eink- um hvað varðaði flugumferðarstjórn við Reykjavíkurflugvöll þetta örlagaríka kvöld. Síð- an hefur fjölmargt ámælisvert í starfsháttum þessara aðila og annarra komið í ljós. Þá var fljótlega farið fram á það af aðstand- endum Sturlu Þórs Friðrikssonar við sam- gönguráðherra að hann leysti Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) frá störfum og að ný rannsókn- arnefnd yrði mynduð með aðild erlendra sér- fræðinga. Ráðherra sagði efnislega að hendur ráðuneytisins væru bundnar þar til skýrsla RNF kæmi út. Nú er skýrslan komin út og hefur krafan til ráðherra verið endurnýjuð. Á ný hefur verið far- ið fram á rannsókn á rannsókninni. Fjölmiðlum hefur verið tjáð að í kjölfar útkomu skýrslu RNF yrði brugðist við. Verður það gert, en þar sem um mjög ítarleg gögn er að ræða verða nið- urstöður birtar í áföngum. Einnig er rannsókn ýmissa atriða enn ólokið, enda um viðamikið mál að ræða. Við skoðun á rekstri LÍO ehf., starfsemi Flug- vélaverkstæðis Guðjóns V. Sigurgeirssonar, Rannsóknarnefnd flugslysa og ekki síst starfs- háttum Flugmálastjórnar m.a. hvað varðar eft- irlitshlutverk kom fljótt fram að um óviðunandi ástand væri að ræða hvað varðaði starfsemi þessara aðila og var þá nánast sama hvert litið var. Hvað varðar Flugmálastjórn má meðal annars benda á að frá árinu 1997 hefur Pétur K. Maack sinnt störfum framkvæmdastjóra flug- öryggissviðs Flugmálastjórnar og frá 29. sept- ember 1999 samkvæmt samningi milli Háskóla Íslands og Flugmálastjórnar. Í beiðni Péturs K. Maack til Háskólans um launalaust leyfi í eitt ár dags. 25. júní 1997 segir hann meðal annars: „Á tímabilinu mun ég sinna uppbyggingu gæðakerfis hjá flugöryggissviði Flugmála- stjórnar jafnframt sem ég mun veita því starfs- sviði forstöðu.“ Í samningnum milli Flugmálastjórnar og Há- skóla Íslands frá 29. september 1999 og sem gildir til 5. september árið 2002 varðandi störf Péturs K. Maack segir meðal annars: „Pétur K. Maack er prófessor í fullu starfi við Háskóla Íslands ... Pétur K. Maack annast fram- kvæmdastjórn flugöryggissviðs Flugmála- stjórnar og aðalsetur hans er þar. Í fram- kvæmdastjórninni felst m.a. uppbygging á gæðakerfi. Pétur veitir jafnframt forstöðu gæðastjórnunarsviði innan véla- og iðnaðar- verkfræðiskorar.“ Með tilliti til ofangreinds og tillagna Rann- sóknarnefndar flugslysa þess efnis að Flug- málastjórn komi á gæðakerfi fyrir starfsemi flugöryggissviðs stofnunarinnar hlýtur sú spurning að vakna fyrir hvað Pétri K. Maack, skjólstæðingi Þorgeirs Pálssonar og helsta gæðasérfræðingi Háskóla Íslands, hafi verið greitt allt frá miðju ári 1997. Starfsmannafjöldi flugöryggissviðs Flug- málastjórnar er nú 17. Má ætla að styttri tími hefði dugað til verksins. Rétt þykir að benda á að Ísleifur Ottesen er einn eignaraðila Flug- skóla Íslands þar sem Flugmálastjórn fer í raun með eftirlit eignarhluta ríkisins. Þegar athuganir okkar hafa verið birtar í heild sinni mun ljóst verða að hið alvarlega ást- and sem á undanförnum árum hefur skapast í ís- lenskum flugmálum einskorðast engan veginn við brotlendingu flugvélarinnar TF–GTI þann 7. ágúst sl. Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) Skýrslu sína birti RNF föstudaginn 23. mars 2001, sjö og hálfum mánaði eftir flugslysið. Ítrekað hefur verið bent á ófagmannleg vinnu- brögð nefndarinnar á því tímabili og verður það ekki endurtekið hér. Í skýrslunni er farið í löngu máli um einstök atriði, en hún er ófullnægjandi og villandi hvað önnur atriði varðar. Við skoðun skýrslunnar hefur meðal annars verið stuðst við erlend gögn, bæði bresk og bandarísk. Þar að auki hefur átt sér stað viða- mikil gagnaöflun innanlands og utan. 1. Í skýrslu RNF eru engar athugasemdir gerðar vegna augljósra og alvarlegra mistaka við flugumferðarstjórn. Ábyrgð Flugmála- stjórnar er þar látin liggja milli hluta. Í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa er ekki fjallað um stjórnun flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll, en samkvæmt upplýsingum er koma fram í skýrslunni var hún óskipulögð og fumkennd þar sem blandað var saman með vítaverðum hætti blindflugs- og sjónflugsumferð í döprum skil- yrðum. Þessir starfshættir koma ekki á óvart og eru í samræmi við fyrri vinnubrögð nefndarinn- ar, þar sem leitast hefur verið við að draga sem mest úr ábyrgð Flugmálastjórnar. 2. Í skýrslunni er því ítrekað haldið fram að flugvélin TF–GTI hafi verið í sjónflugi þegar hún kom inn í flugstjórnarsvið Reykjavíkurflug- vallar eftir að henni hafði verið flogið blindflug hluta flugleiðarinnar frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Bæði Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri og Skúli Jón Sigurðarson formaður RNF lýstu því yfir skömmu eftir slysið að flugvélin hefði verið í „sjónaðflugi“. Sjónaðflug er blind- flug og eiga menn í þessum stöðum að vita mun- inn á þessum skilgreiningum. Þegar flugvél í blindflugi lýkur blindflugi er það aðeins gert með einum hætti. Flugmaður viðkomandi flug- vélar kallar í flugumferðarstjórn og segir (í til- felli TF–GTI): „Gunnar Teitur Ingi lýkur blind- flugi.“ Flugumferðarstjórn svarar með kalli og segir: „Gunnar Teitur Ingi lýkur blindflugi klukkan xx:xx.“ Flugumferðarstjóri má ekki halda að flugmanni að ljúka blindflugi, það er val flugmannsins. Flugvél getur gert aðflug að Reykjavíkurflugvelli í heiðríkju og samt verið flogið samkvæmt blindflugsreglum. Um er að ræða slíkt lykilatriði að hreint með ólíkindum er að þetta skuli ekki koma skýrt fram í skýrslu RNF. Hafi þetta kall átt sér stað og TF–GTI raunverulega lokið blindflugi hefði Rannsókn- arnefnd flugslysa átt að gera sér grein fyrir mikilvægi þessa og látið endurrit samskipta flugumferðarstjórnar og flugumferðar við Reykjavík þetta kvöld fylgja skýrslunni. 3. Hvort sem flugvélin TF–GTI var í blind- flugi eða sjónflugi, var flugumferðarstjórnin ámælisverð. Hafi flugvélin verið í blindflugi bar flugumferðarstjórnun að ábyrgjast aðskilnað hennar og annarrar flugumferðar, og flugvélin hefði átt að halda upphaflegu númeri til lend- ingar og alls ekki átt að vera sett afturfyrir sjón- flugsumferð (TF–FTS). Hafi flugvélin lokið blindflugi tryggði flugumferðarstjóri ekki að- skilnað Dornier-flugvélar Íslandsflugs við TF– GTI, en Dornier-inn var í blindaðflugi að flug- braut 20 og kom úr skýjum í 600 feta hæð. Það skal undirstrikað að við eðlilegar aðstæður ber flugmaður ábyrgð á aðskilnaði við aðrar flug- vélar þegar flogið er sjónflug, en við þær að- stæður sem uppi voru þetta kvöld var flugmanni TF–GTI ómögulegt að tryggja aðskilnað við flugumferð, í blindflugi í skýjum. 4. Í skýrslunni er staðhæft að flugvélin TF– GTI hafi verið í sjónflugi í sjónflugsskilyrðum. Staðreynd er að Dornier-flugvél Íslandsflugs kom úr skýjum í 600 feta hæð rétt við Örfirisey og því ljóst að sjónflugsskilyrði voru ekki fyrir hendi á þessum tíma, en þau eru skilgreind þannig að skýjahæð sé minnst 1.500 fet frá jörðu og flugvallarskyggni 5 kílómetrar. 5. Margt bendir til þess að fráhvarfsflugið ör- lagaríka hafi verið með öllu óþarft og að flug- vélin TF–GTI hefði getað lent á eftir Dornier- flugvél Íslandsflugs. Í skýrslunni segir að Dor- nier-flugvélin hafi „beygt 90° til vinstri (austurs) til þess að aka út af flugbrautinni. Þá leit flug- stjóri Dorniersins út um vinstri hliðargluggann og segist hafa séð TF–GTI á „örstuttri loka- stefnu“.“ Turninn hafði nægan fyrirvara til að biðja flugstjóra Dornier-vélarinnar að hraða ferð sinni af brautinni, en gerði það greinilega ekki, þó hafði Fokker-flugvél Flugfélags Íslands verið beðin um að hraða akstri af flugbraut skömmu áður. 6. Hvergi er þess getið í skýrslunni að flug- umferðarstjórnunin hafi verið með því sleifar- lagi, að hætta kunni að hafa verið á árekstri milli Dornier-flugvélarinnar og TF–GTI yfir eða í ná- munda við Örfirisey. Þessar tvær flugvélar voru á svipuðum stað nánast á sama tíma í lélegu skyggni, og ljóst að aðskilnaður var ekki tryggð- ur hvort heldur sem TF–GTI hafi verið í blind- flugi eða ekki. 7. Í skýrslunni er getið um „aukaálag“ á flug- manninn í aðfluginu vegna annarrar flugum- ferðar. Í engu er getið um hvort álag kunni að hafa verið á viðkomandi flugumferðarstjóra. Ekkert kemur fram hvort viðkomandi flugum- ferðarstjóri hafi verið sendur í endurþjálfun, en slíkt hefur áður verið gert af minna tilefni, enda gengið út frá því í skýrslunni að engin mistök hafi átt sér stað við flugumferðarstjórn. Flug- maður TF–GTI skv. skýrslu RNF virðist hafa farið að fyrirmælum flugumferðarstjórnar í hví- vetna. 8. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er ekki getið um þau alvarlegu afglöp sem áttu sér stað hjá Flugmálastjórn vegna skráningar TF–GTI til landsins, en eins og áður hefur komið fram verð- ur á síðari stigum fjallað ítarlega um einstök efnisatriði sérstaklega. 9. Því hefur verið haldið fram eftir flugslysið, meðal annars af Friðriki Þór Guðmundssyni í Kastljósi 8. febrúar sl., að flugvélin hefði aldrei átt að fá lofthæfiskírteini á grundvelli þeirra gagna sem lágu fyrir Flugmálastjórn og útgáfa lofthæfiskírteinis byggðist á. Þessu mótmæltu Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og Pétur K. Maack prófessor, framkvæmdastjóri flugörygg- issviðs Flugmálastjórnar. Sögðu þeir skráningu flugvélarinnar hafa verið með eðlilegum og lög- formlegum hætti. Skýrsla RNF sýnir með óyggjandi hætti að á grundvelli þeirra gagna, sem fyrir lágu, átti flugvélin aldrei að hafa feng- ið lofthæfiskírteini og var þó mörgum atriðum, sem ágallar voru á, sleppt. Þarna brást eftirlits- hlutverk Flugmálastjórnar algjörlega og ekki hægt að vísa ábyrgðinni á eigandann eða við- halds- og skoðunaraðilann, þótt þar kunni jafn- vel að hafa verið um falsanir gagna að ræða. Til dæmis var staðfesting tryggingar vegna flugvél- arinnar gefin út á fyrirtæki, sem var úrskurðað gjaldþrota árið 1992 og afmáð úr skrám 1995. Svo má lengi telja. 10. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er ekkert getið um hið „mikla“ eftirlit Flugmálastjórnar í Vestmannaeyjum þessa helgi. Allt að 8 starfs- menn Flugmálastjórnar, allt frá háttsettum yf- irmönnum, þáðu laun vegna starfa í Vestmanna- eyjum þessa helgi og fram kom í fréttum RÚV kl. 16:00 föstudaginn 4. ágúst að sérstakur við- búnaður yrði vegna flugs til og frá Vestmanna- eyjum þessa helgi. Þótt sérstök áhersla hefði átt að vera á því að koma í veg fyrir að flugvélar, sem ekki mættu flytja farþega gegn gjaldi, væru notaðar til slíks er ljóst að hinir fjölmörgu eft- irlitsmenn Flugmálastjórnar við störf í Vest- mannaeyjum hefðu átt að fylgjast með fleiru en þessu. 11. Í niðurstöðukafla eru að engu gerð þau al- varlegu afglöp sem Flugmálastjórn gerði og voru hikstalaust meðal orsakaþátta slyssins. Þessi afglöp koma þó fram með óbeinum hætti í tillögukafla skýrslu Rannsóknarnefndar flug- slysa, en þar koma fram tillögur um hvað Flug- málastjórn eigi eftirleiðis að tryggja og hlýtur því að fela í sér að Flugmálastjórn, undir stjórn Þorgeirs Pálssonar, hafi á umliðnum árum ekki gert það sem stofnunin hefði átti að vera búin að gera fyrir löngu, ekki síst í ljósi tilmæla, sem fylgdu skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa 1999 vegna svokallaðs Bakkaslyss árið 1998. Þarna var lagt til að fram fari endurskoðun verklagsreglna flugöryggissviðs Flugmála- stjórnar, um uppsetningu gæðakerfis fyrir flug- öryggissvið Flugmálastjórnar (sjá hér að fram- an), um áætlun sama sviðs um formlegar úttektir á flugrekendum, um nákvæmar skrán- ingar viðhaldsaðila og um hert eftirlit vegna mikilla mannflutninga út af þjóðhátíðum í Vest- mannaeyjum, allt atriði, sem eðlilegt er að stofn- un eins og Flugmálastjórn annist án sérstakra sérreglna. 12. Í skýrslunni er með allsendis ófullnægj- andi hætti greint frá laga- og reglugerðarbrot- um viðhalds- og skoðunaraðilans, Flugvélaverk- stæðis Guðjóns V. Sigurgeirssonar, en sami Guðjón er jafnframt tæknistjóri LÍO ehf., svo og margra annarra flugrekenda og flugskóla. Má þar nefna Flugskóla Íslands, m.a. í eigu Ísleifs Ottesen og ríkisins. Nauðsynlegt er að fara rækilega ofan í saumana á starfsemi og vinnu- brögðum þessara aðila. Ómótmælt er, að þessi aðili hefur verið með verkefni vegna allt of margra flugvéla á sinni könnu miðað við tak- markaðan starfsmannafjölda. Afleiðingin er fúsk af verstu sort. Á þessu ber Flugmálastjórn ábyrgð sem eftirlitsaðili. 13. Í skýrslu RNF kemur ekkert fram um þá staðreynd að á stuttum ferli flugvélarinnar, skráðri á Íslandi, hafi bilanir komið áður upp, meðal annars hefur það fengist staðfest að a.m.k. einu sinni hafi drepist á hreyfli þessarar flugvélar í flugi. Þetta hefur viðkomandi flug- maður staðfest í samtali við Friðrik Þór Guð- mundsson. Hann hefur einnig staðfest að þetta flugatvik hafi ekki verið tilkynnt með formleg- um hætti. Rannsókn RNF hefði engu að síður átt að leiða þetta atvik í ljós. 14. Í skýrslu RNF er ekkert getið um að skrokkur flugvélarinnar TF–GTI var almálaður í byrjun mars 2000 af starfsmönnum bílaspraut- unar í Vestmannaeyjum í flugskýli, sem fengið var að láni til verksins í Reykjavík. Það gerðist eftir síðustu vigtun flugvélarinnar og var ekki fært inn með lögbundnum hætti. Þessi almálun skrokksins þyngdi flugvélina, líklega um 8–12 kíló. Burðargetan var því minni sem þessu nem- ur og útreikningar RNF vegna burðargetu því rangir. 15. Í niðurstöðum sínum leggur RNF mikla ábyrgð á flugmanninn hvað ýmis verk fyrir flug- ferð frá Vestmannaeyjum varðar. Flugmannin- um er ætluð ábyrgð á framkvæmd verka sem miklu nær er að ætla Ísleifi Ottesen eiganda flugfélagsins og/eða flugrekstrarstjóra flug- félagsins, sem báðir voru á staðnum. Þá er minnt á ábyrgð eftirlits- og vaktmanna FMS, hvers eftirlit hefði átt að tryggja framkvæmd þeirra verka sem ekki voru unnin. 16. Þau afglöp RNF að láta hreyfil vélarinnar frá sér fjórum dögum eftir flugslysið duga ein sér til að varpa rýrð á niðurstöður nefndarinnar í skýrslunni. Allar ályktanir nefndarinnar um ástand hreyfilsins eru ómarktækar og sönnun- argagnið ónýtt. Afhending hreyfilsins er ekki aðeins í blóra við íslensk lög, heldur hróplega andstæð alþjóðlega viðurkenndum starfshátt- um við rannsókn flugslysa. 17. Í skýrslunni er mikil áhersla lögð á langan vinnudag og tíðar flugferðir flugmannsins þenn- an dag. Virðist gengið út frá því að flugmað- urinn hafi einhliða átt að hætta vinnu eftir 10 klukkustunda vinnu. Slík niðurstaða er ósann- gjörn í ljósi þess vinnuumhverfis sem hann var í. Það var miklu heldur á ábyrgð Ísleifs Ottesens forstjóra og Birgis Björgvinssonar flugrekstr- arstjóra að fylgjast með því og tryggja að flug- menn færu ekki yfir leyfileg mörk. Einnig hefðu hinir 6–8 eftirlits- og vaktmenn Flugmálastjórn- ar í Vestmannaeyjum (sem í skýrslunni eru sagðir hafa verið „nokkrir“) átt að fylgjast með þessu, þeir hafa augljóslega verið að gera eitt- hvað annað. Rétt er að fram komi að þetta var ekki eina flugvél þessa flugrekanda í flutningum milli lands og Eyja þessa helgi. 18. Í skýrslu RNF er mikið af getgátum og gefnum forsendum. Allt sem kemur fram í skýrslu, sem þessari, verður að vera stutt gögn- um og „spekúlasjónir“ eiga ekki að eiga sér stað samkvæmt stöðlum um góða starfshætti. Í skýrslunni er og mikið um endurtekningar, sem eru til þess eins fallnar að afvegaleiða lesand- ann. 19. RNF leitar ekki að skýringum á því með hvaða hætti flugvélin TF–GTI fékk útgefið lofthæfiskírteini hjá Flugmálastjórn, með hlið- sjón af allsendis ófullnægjandi gögnum um flug- vélina. Nauðsynlegt er að kanna samskiptin milli Flugmálastjórnar og LÍO ehf. með kerf- isbundnum hætti til að fá því svarað, hvort LÍO hafi notið sérlegrar velvildar yfirmanna Flug- málastjórnar á þann hátt að lög og reglur hafi verið sveigðar. Benda má á, að FMS og LÍO eru samstarfsaðilar í hlutafélaginu Flugskóla Ís- lands og að Ísleifur Ottesen ásamt viðskipta- félaga sínum Þorleifi Júlíussyni keyptu Beech- craft-flugvél Flugmálastjórnar árið 1997. Þorleifur Júlíusson er eigandi JAS Inc. (Julie’s Aviation Service) í El Paso, sem framkvæmdi „ársskoðun“ flugvélarinnar TF–GTI (þá N–131DC) áður en hún kom til Íslands. 20. RNF nefnir í engu það alvarlega ráðslag LÍO ehf. að senda borgandi farþega með eins- hreyfilsvél, og ekki bara það heldur flugvél, sem ekki hafði heimild til blindflugs undir nokkru kringumstæðum, til Reykjavíkur við slök veð- urskilyrði, en flytja svo eigin starfsmenn með tveggja hreyfla flugvél, sem augljóslega hefði verið vænlegri farkostur.“ Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Skarphéðinsson Fyrstu við- brögð vegna skýrslu RNF Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Friðriki Þór Guðmundssyni og Jóni Skarphéðinssyni í til- efni af birtingu skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa vegna brotlendingar flugvélar Leiguflugs Ísleifs Ottesen ehf. í Skerjafirði 7. ágúst síðastliðinn. Friðrik Þór og Jón eru feð- ur tveggja pilta sem voru meðal farþega vélarinnar:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.