Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 31
FLUGSLYSIÐ Í SKERJAFIRÐI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 31       er sjálfstæður, tveggja ára listaskóli, með möguleika á þriðja framhaldsárinu. Skólinn leggur áherslu á samtímalist og kennsla fer fram í myndbandalist, skúlptúr, grafík, innsetning- um, margskonar hugmyndafræðilegum listverkefnum o.fl. Skipulag kennslu við skólann er einstakt, en tveir fastráðnir kennarar eru í hlutastarfi við skólann og síðan eru fengnir 30- 35 gestakennarar og fyrirlesarar á hverju ári frá öllum Norð- urlöndunum og fleiri Evrópulöndum. Nemendurnir eru valdir eftir mat á innsendum verkum og koma frá öllum Norðurlönd- unum. Kennt er á sænsku, enska og í einstaka tilfellum á finnsku. Árlega fá um 25 nemendur inngöngu og eftir námið í Norræna listaskólanum hafa um 75% nemenda fengið inn- göngu í listaháskóla. Umsóknir, á sérstökum eyðublöðum, þurfa að berast okkur í síðasta lagi 15. maí. Verk til mats verða að berast skólanum fyrir 22. maí. UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ er haldið í skólanum 14. maí — 25. maí 2001. Hægt er að innrita sig á námskeiðið með því að senda bréf, fax eða hringja fyrir 26. apríl. Námskeiðið er ekki skylda, en er mjög gagnleg kynning fyrir þá, sem sækja um skólavist. Umsóknareyðublöð, kynningarbæklingar og upplýsingar fást hjá: Nordiska Konstskolan, Borgmästaregatan 32, FIN 67 100 Karleby, Finnlandi. Sími 00 358 6 82 209 06, fax 00 358 6 83 174 21. ÖRYGGISNEFND og Slysarann- sóknarnefnd Félags íslenskra at- vinnuflugmanna munu hittast í vik- unni og fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa vegna flugslyssins í Skerjafirði og í kjölfar- ið er að vænta umsagna þeirra um þessi efni. Franz Ploder, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að örygg- isnefnd og slysarannsóknarnefnd sem störfuðu innan vébanda félags- ins myndu yfirfara málið og skila áliti sínu. Þær myndu funda nú í vik- unni en ekki væri víst hvenær þær yrðu tilbúnar með umsagnir sínar í þessum efnum. Franz sagði að flugmönnum fynd- ist oft að reynt væri að gera flug- menn tortryggilega í tilfellum sem þessum þegar slys yrðu. Þeir lægju oft best við höggi ef þeir gætu ekki svarað fyrir sig. Franz sagði að tilgátur um þátt flugmannsins væru áberandi í niður- stöðum skýrslunnar. „Það er ekkert á hreinu varðandi hans þátt í þessu sem verður hreint og beint sannað, en það er aftur á móti hægt að sanna ýmsa hluti varðandi flugrekstrarað- ilann, þar sem er alveg hreinu hvern- ig hann hefur staðið að málum varð- andi flugreksturinn,“ sagði Franz. Hann sagði aðspurður að sam- kvæmt skýrslunni væri alveg ljóst að það hefði verið pottur brotinn í þeim efnum. Franz benti jafnframt á að það hefði lítið upp á sig að setja strangari reglur í þessum efnum, eins og hvað varðaði þær reglur sem frestað var að setja fyrir tveimur árum síðan, ef ekki væri fylgst með að farið væri eftir þeim. Hann sagði að FÍA hefði oft lýst yfir áhyggjum sínum yfir rekstrar- umhverfi minni flugfélaga. Starfs- menn þar störfuðu ekki við sömu skilyrði og starfsmenn stærri félaga sem störfuðu samkvæmt ströngum reglum. Yfirfara skýrslu RNF í vikunni Öryggis- og slysa- rannsóknarnefnd FÍA FRIÐRIK Þór Guðmundsson, faðir Sturlu Þórs, sem lést af völdum áverka sem hann fékk í flugslysinu í Skerjafirði 7. ágúst í fyrra, hefur ítrekað kröfu í bréfi til samgöngu- ráðherra um að fram fari rannsókn vegna rannsóknar rannsóknarnefnd- ar flugslysa á flugslysinu. Undir kröfuna tekur Jón Ólafur Skarphéð- insson, faðir piltsins sem lifði af brot- lendingu vélarinnar, og fjölskylda Mohammads Daglas, flugmanns flugvélarinnar. Friðrik Þór hefur einnig farið þess á leit við lögreglustjórann í Reykja- vík að fram fari sérstök rannsókn vegna ætlaðra réttarspjalla rann- sóknarnefndar flugslysa en nefndin hafi lýst því yfir opinberlega að hún hafi aðeins fjórum dögum eftir flug- slysið látið frá sér hreyfil flugvélar- innar, en hann sé nú í eigu Ísleifs Ottesen sem keypt hafi hann af tryggingafélagi flugvélarinnar og muni hreyfillinn nú vera farinn úr landi. „Með vísan til umsóknargagna er lágu til grundvallar útgáfu lofthæfi- skírteinis flugvélarinnar, þar sem fram kom að gangtími hreyfilsins hafi verið 41 klst. frá smíð, þeirrar staðreyndar að hreyfill með þessu raðnúmeri var smíðaður af framleið- anda árið 1968 sem hreyfill af gerð- inni TSIO520E2, nýútkominnar skýrslu rannsóknarnefndar flug- slysa, þar sem m.a. kemur fram að nánast ómögulegt sé að breyta hreyfli af gerðinni „E“ í „H“, þess að framleiðandi hreyfilsins hafi staðfest að hann hafi í raun verið af H-gerð, þeirrar staðreyndar að fortíð hreyf- ilsins sé með öllu óviss þar sem engin gögn hafi fylgt honum eða flugvélinni TF-GTI (þá N-131DC) þegar Ísleif- ur Ottesen keypti hana á uppboði í Bandaríkjunum, má ljóst vera að hreyfillinn og hlutar hans skiptu og koma til með að skipta gríðarlega miklu máli við rannsókn lögreglu á ætluðum brotum og vegna síðari bótamála og hafi því rannsóknar- nefnd flugslysa með hátterni sínu spillt mikilvægum gögnum,“ segir í beiðninni um opinbera rannsókn til lögreglustjóra. Þá er þess einnig farið á leit að rannsakað verði sérstaklega flug LÍO að morgni mánudagsins 7. ágúst síðasta árs með tveggja hreyfla flug- vél en flogið hafi verið með tveimur farþegum meira en sæti hafi verið fyrir. Unnusti barnshafandi konu hafi setið óspenntur á gólfi flugvél- arinnar og dóttir flugstjórans setið óspennt í fangi unnusta síns. Í bréfinu til samgönguráðherra segir að eftir að hafa farið ítarlega yfir skýrslu RNF ásamt sérfræðing- um verði alls ekki komist hjá því að ítreka þá kröfu að óvilhallir aðilar, og þá að hluta til eða að öllu leyti erlend- ir sérfræðingar, verði fengnir til að fara yfir vinnubrögð RNF og leggja mat á áreiðanleika þeirrar skýrslu sem nú hafi verið lögð fram. Vísar Friðrik í þessu sambandi til ítrekaðs vantrausts sem fram hafi komið í garð RNF og vitneskju og nú stað- festingu á ófagmannlegum vinnu- brögðum, svo og mögulegum lög- brotum, m.a. réttarspjöllum nefndarinnar en þau hafi nú verið kærð til lögreglu. Gríðarlega veigamiklum atriðum hreinlega sleppt „Við ítarlega yfirferð og athugun á skýrslunni má ljóst vera að gríðar- lega veigamiklum atriðum hefur hreinlega verið sleppt úr niðurstöð- um hennar, svo sem rannsókn á flug- umferðarstjórn við Reykjavíkurflug- völl þegar flugvélin kom inn í vallarsvið flugvallarins og þar til að hún fórst í Skerjafirði með hörmu- legum afleiðingum. Augljóst er við lestur skýrslunnar að stjórnun flug- umferðarinnar var óskipulögð og fumkennd þar sem blandað var sam- an með vítaverðum hætti blindflugs- og sjónflugsumferð í döprum skil- yrðum. Niðurstöður skýrslunnar byggja í veigamiklum atriðum á get- gátum, t.d. hvað varðar þátt flug- mannsins. Skýrsluhöfundar geta sér þess t.d. til að flugmaðurinn hafi ver- ið orðinn meðvitaður um eldsneytis- leysi og því tekið krappan hring . . . þegar hann var í raun að fara eftir fyrirmælum flugturns í lélegum veð- urskilyrðum. Þá er flugvélin sögð hafa verið í sjónflugi í sjónflugsskil- yrðum þegar ljóst er að sjónflugs- skilyrði voru ekki fyrir hendi með því að Dornier-flugvél Íslandsflugs kom úr skýjum í aðflugi að flugbraut 20 í 600 fetum skv. skýrslunni og þá nán- ast á sama stað og á sama tíma og TF-GTI. RNF lýsti því og yfir fljótt eftir brotlendinguna 7. ágústsl. að flugvélin hefði verið í sjónaðflugi (sem er blindflug) og undir það tók Þorgeir Pálsson í bréfi sem birt var í Morgunblaðinu. Sú spurning vaknar hvort aðrir hagsmunir hafi vegið þyngra en hlutlaus rannsókn þegar skýrslan var gerð. Vinnubrögð sem þessi hæfa ekki lýðveldi í hinum vestræna heimi. Með vísan í framangreint óskar undirritaður eftir skjótum viðbrögð- um ráðherra,“ segir enn fremur í kröfu Friðriks Þórs um rannsókn til ráðherra samgöngumála. FJÖLSKYLDA Mohammads Dagl- as, flugmanns vélarinnar sem fórst í Skerjafirði í fyrrasumar, hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að óréttlætanlegt sé að kenna honum um þetta slys. Fjölmörgum mikil- vægum spurningum sé ósvarað í skýrslu Rannsóknanefndar flugslysa og er krafist svara við þeim spurn- ingum, jafnframt því sem fram kem- ur að leitað verði lagalegra úrræða gegn hverjum þeim sem reyni að leyna sannleikanum. „Við erum ekki rannsóknarmenn, heldur menn með heilbrigða skyn- semi. Þessi svokallaða skýrsla hefur engan trúverðugleika og byggist á auðveldustu leiðinni til að ljúka þess- ari rannsókn og það er gert með því að kenna flugmanninum um, manni sem getur ekki lengur svarað fyrir sig,“ segir meðal annars í yfirlýsing- unni. Yfirlýsing fjölskyldunnar Yfirlýsing fjölskyldunnar fer hér á eftir í heild: „Mohammad Daglas var maður sem tók Íslandi opnum örmum og opnu hjarta. Hann elskaði þjóðina og landið. Það er hneyksli að þið skyld- uð flekka nafn hans með þessum hætti. Það að missa bróður í þessu hörmulega slysi var eins sársauka- fullt og hugsast getur. Núna stráið þið salti í sárin. Mohammad var dásamlegur og umhyggjusamur maður sem snart líf allra sem þekktu hann. Hann flutti nauðsynjar til aldraðs fólks sem bjó á afskekktum svæðum á Íslandi. Hann var vinur jafnt ungra sem aldinna. Hann var mjög vandvirkur í öllu sem varðaði flugvél sína og flug. Hann var ekki kærulaus í starfi sínu. Hann bar mikla umhyggju fyrir lífi farþega sinna og hefði aldrei gert neitt sem stofnaði lífi fólks í hættu. Orðið skýrsla merkir niðurstaða rannsóknar. Hvers vegna kallið þið þetta skýrslu án þess að svara svo mörg- um mikilvægum spurningum, mikil- vægum þáttum og mótsögnum? Við bendum á nokkur dæmi. Í fyrsta lagi eru tvær flugbrautir á Reykjavíkurflugvelli. Aðeins önnur var notuð þetta kvöld. Hvers vegna? Á hverju ári eru svo mörg tilvik á Ís- landi þar sem litlu munar að árekst- ur verði í lofti. Hverjum er um að kenna? Í öðru lagi: Hvar er hreyfill flug- vélarinnar núna? Okkur skilst að hreyfillinn hafi verið fluttur úr landi og ef við vildum láta reyndari rann- sóknarmenn athuga hann væri það ekki lengur mögulegt. Í þriðja lagi: Hvers vegna var hann nokkrum sinnum beðinn að fljúga vélinni í hringi? Sinnti flug- umferðarstjórinn þeirri skyldu sinni að fylgjast með flugumferðinni? Hvers vegna olli hann þessari um- ferðarteppu í byrjun? Starf hans felst í því að stýra og stjórna umferðinni. Hann gerði það með því að gera upp á milli lítillar og stórrar flugvélar, leyfði stærri flug- vélinni að lenda jafnvel þótt flugvél Mohammads hefði fengið skipun um að lenda og síðan verið sagt að hætta við lendingu nokkrum mínútum síð- ar. Við erum ekki rannsóknarmenn, heldur menn með heilbrigða skyn- semi. Þessi svokallaða skýrsla hefur engan trúverðugleika og byggist á auðveldustu leiðinni til að ljúka þess- ari rannsókn og það er gert með því að kenna flugmanninum um, manni sem getur ekki lengur svarað fyrir sig. Mohammad var arabi sem bjó í nokkur ár á Íslandi og hafnaði nokkrum tækifærum til að starfa í Bandaríkjunum. Hann naut þess að búa á Íslandi og var eins mikill Ís- lendingur og þið. Það að kenna Mohammad um þetta hörmulega slys er óréttlætan- legt og enginn í fjölskyldu hans eða vinahópi, hvorki á Íslandi né erlend- is, getur sætt sig við það. Við krefjumst svara við öllum þeim spurningum sem er ósvarað í þessari skýrslu. Við ætlum að leita lagalegra úr- ræða gegn hverjum þeim sem reynir að leyna sannleikanum! Við krefjumst þess einnig að fá eintak af þessari villandi skýrslu á ensku sem allra fyrst. Við biðjum alla þá sem þekktu Mo- hammad og voru snortnir af hjarta- hlýju hans að skrifa yfirvöldunum bréf fyrir hans hönd. Við viljum einnig votta fjölskyld- um farþeganna samúð okkar og láta þær vita að þær eru í bænum okkar. Við samhryggjumst ykkur. Við getum fullvissað ykkur um að Mohammad bar ekki ábyrgð á þessu hörmulega slysi. Við ætlum að gera allt sem í valdi okkar stendur til að komast að sann- leikanum.“ Yfirlýsing fjölskyldu Mohammads Daglas, flugmanns vélarinnar Óréttlætanlegt að kenna flugmanninum um slysið Morgunblaðið/Baldur Sveinsson TF-GTI yfir Reykjavík. Vélin var af Cessna-gerð, 210 Centurion II. Tveggja rannsókna krafist á vinnubrögðum RNF Óvilhallir aðilar yfir- fari vinnubrögð RNF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.