Morgunblaðið - 27.03.2001, Page 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 49
NÝTT
TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan
Fæst í flestum apótekum
Innflytjandi: Pharmaco hf.
Bragðlaust og ofnæmisprófað
A
U
K
IN
VE
LLÍÐAN
BETRA
H
A
L
D
K
O
R
T
E
R
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Samtökunum ’78:
„Stjórn Samtakanna 7́8 fagnar því
að biskup Íslands skuli tjá viðhorf
sín til samkynhneigðra í nýútkomnu
hirðisbréfi sínu. Sú þögn sem yfir-
stjórn kirkjunnar hefur löngum
sveipað tilvist lesbía og homma með
undanfærslum sínum er hér rofin og
í ummælum biskups felst mikilvæg
viðurkenning á tilvist samkyn-
hneigðra á Íslandi.
Af umfjöllun sumra fjölmiðla um
þann kafla hirðisbréfsins, sem hér
um ræðir, mætti ætla að stefnu-
breyting hafi orðið í viðhorfum yf-
irstjórnar þjóðkirkjunnar til sam-
kynhneigðs fólks. Svo er þó ekki að
mati stjórnar Samtakanna 7́8. Sú
blessun sem boðin er í hirðisbréfinu
felur ekki í sér boð um formlega
blessunarathöfn í því skyni að helga
staðfesta samvist samkynhneigðra.
Það hefur um árabil verið krafa
þeirra sem leiða hreyfingu samkyn-
hneigðra á Íslandi að stjórnendur ís-
lensku þjóðkirkjunnar semji og sam-
einist um athöfn sem á sér stuðning í
helgisiðabók þjóðkirkjunnar og til
þess ætluð að helga staðfesta sam-
vist, það sambúðarform sem að mati
löggjafarvaldsins á Íslandi skal telja
jafngilt hjónabandi.
Í hirðisbréfi sínu segir biskup:
„Oft er sagt að fjölskyldan sé fruma í
þjóðarlíkamanum. Því varðar miklu
að fjölskyldan sé heil. Að í þeirri
frumu dafni hjálpsemi, samhygð,
vingjarnleiki og virðing innbyrðis og
út á við, heildinni til heilla og hags-
bóta.“
Á meðan íslensk þjóðkirkja stillir
fjölskyldum samkynhneigðs fólks
leynt og ljóst skör lægra en öðrum
fjölskylduformum og neitar samkyn-
hneigðum í staðfestri samvist um þá
viðurkenningu sem felst í formlegri
blessunarathöfn með hliðsjón af
texta helgisiðabókar kirkjunnar, er
erfitt að horfa framhjá því að tví-
skinnungur felist í orðum biskups
um hina heilu fjölskyldu. Því að heil-
steypt fjölskylda og fjölskyldugerð
hlýtur umfram allt að nærast á virð-
ingu samfélagsins. Íslensk þjóð-
kirkja á ennþá eftir að votta fjöl-
skyldum samkynhneigðra slíka
virðingu.
Þessi skoðun stjórnar Samtak-
anna 7́8 breytir í engu þeirri stað-
reynd að biskup hefur í hirðisbréfi
sínu stigið fyrsta formlega skrefið til
jákvæðra skoðanaskipta um þann
rétt og þá mannvirðingu sem sam-
kynhneigðum í staðfestri samvist
ber. Megi þau skoðanaskipti fram-
vegis verða í anda þess kærleika og
þeirrar mannvirðingar sem kristin
kirkja boðar.“
Samtökin 78 um hirðisbréf biskups
Fyrsta formlega skrefið til
jákvæðra skoðanaskipta
BJÖRN Pétursson sagnfræðingur
heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Ís-
lands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði,
miðvikudaginn 28. mars kl. 20.30.
Fyrirlesturinn nefnir Björn „Bjarni
Sívertsen frá Selvogi og áhrif hans á
Hafnarfjörð“ og er hann í boði Rann-
sóknarseturs í sjávarútvegssögu og
Sjóminjasafns Íslands. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
Í fyrirlestrinum fjallar Björn Pét-
ursson, sem er bæjarminjavörður í
Hafnarfirði, um líf og störf Bjarna
Sívertsens og áhrif hans á þróun
Hafnarfjarðar. Bjarni var fæddur í
Nesi í Selvogi 1763 og kom mjög við
sögu kaupstaðarins en Bjarni lést ár-
ið 1833. Bjarni riddari var á sínum
tíma einn helsti frumkvöðull í at-
vinnulífi hér á landi, en í fyrirlestr-
inum verður meðal annars hugað að
þætti hans að því er varðar útgerð,
verslun og skipasmíðar.
Fyrirlestur um Bjarna
Sívertsen riddara
CCU-samtökin boða til aðalfundar
miðvikudaginn 28. mars 2001 kl.
20.30 á Grand Hóteli Reykjavík, Sig-
túni 38, Rvk. Gestur fundarins verð-
ur Inga Reynisdóttir, verkefnastjóri
hjá Íslenskri erfðagreiningu, og mun
hún fjalla um rannsókn á erfðaþátt-
um þarmabólgu.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette
♦ ♦ ♦