Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 27.03.2001, Qupperneq 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 49 NÝTT TANNLÍMBetra hald - Aukin vellíðan Fæst í flestum apótekum Innflytjandi: Pharmaco hf. Bragðlaust og ofnæmisprófað A U K IN VE LLÍÐAN BETRA H A L D K O R T E R MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Samtökunum ’78: „Stjórn Samtakanna 7́8 fagnar því að biskup Íslands skuli tjá viðhorf sín til samkynhneigðra í nýútkomnu hirðisbréfi sínu. Sú þögn sem yfir- stjórn kirkjunnar hefur löngum sveipað tilvist lesbía og homma með undanfærslum sínum er hér rofin og í ummælum biskups felst mikilvæg viðurkenning á tilvist samkyn- hneigðra á Íslandi. Af umfjöllun sumra fjölmiðla um þann kafla hirðisbréfsins, sem hér um ræðir, mætti ætla að stefnu- breyting hafi orðið í viðhorfum yf- irstjórnar þjóðkirkjunnar til sam- kynhneigðs fólks. Svo er þó ekki að mati stjórnar Samtakanna 7́8. Sú blessun sem boðin er í hirðisbréfinu felur ekki í sér boð um formlega blessunarathöfn í því skyni að helga staðfesta samvist samkynhneigðra. Það hefur um árabil verið krafa þeirra sem leiða hreyfingu samkyn- hneigðra á Íslandi að stjórnendur ís- lensku þjóðkirkjunnar semji og sam- einist um athöfn sem á sér stuðning í helgisiðabók þjóðkirkjunnar og til þess ætluð að helga staðfesta sam- vist, það sambúðarform sem að mati löggjafarvaldsins á Íslandi skal telja jafngilt hjónabandi. Í hirðisbréfi sínu segir biskup: „Oft er sagt að fjölskyldan sé fruma í þjóðarlíkamanum. Því varðar miklu að fjölskyldan sé heil. Að í þeirri frumu dafni hjálpsemi, samhygð, vingjarnleiki og virðing innbyrðis og út á við, heildinni til heilla og hags- bóta.“ Á meðan íslensk þjóðkirkja stillir fjölskyldum samkynhneigðs fólks leynt og ljóst skör lægra en öðrum fjölskylduformum og neitar samkyn- hneigðum í staðfestri samvist um þá viðurkenningu sem felst í formlegri blessunarathöfn með hliðsjón af texta helgisiðabókar kirkjunnar, er erfitt að horfa framhjá því að tví- skinnungur felist í orðum biskups um hina heilu fjölskyldu. Því að heil- steypt fjölskylda og fjölskyldugerð hlýtur umfram allt að nærast á virð- ingu samfélagsins. Íslensk þjóð- kirkja á ennþá eftir að votta fjöl- skyldum samkynhneigðra slíka virðingu. Þessi skoðun stjórnar Samtak- anna 7́8 breytir í engu þeirri stað- reynd að biskup hefur í hirðisbréfi sínu stigið fyrsta formlega skrefið til jákvæðra skoðanaskipta um þann rétt og þá mannvirðingu sem sam- kynhneigðum í staðfestri samvist ber. Megi þau skoðanaskipti fram- vegis verða í anda þess kærleika og þeirrar mannvirðingar sem kristin kirkja boðar.“ Samtökin 78 um hirðisbréf biskups Fyrsta formlega skrefið til jákvæðra skoðanaskipta BJÖRN Pétursson sagnfræðingur heldur fyrirlestur í Sjóminjasafni Ís- lands, Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, miðvikudaginn 28. mars kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnir Björn „Bjarni Sívertsen frá Selvogi og áhrif hans á Hafnarfjörð“ og er hann í boði Rann- sóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminjasafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Í fyrirlestrinum fjallar Björn Pét- ursson, sem er bæjarminjavörður í Hafnarfirði, um líf og störf Bjarna Sívertsens og áhrif hans á þróun Hafnarfjarðar. Bjarni var fæddur í Nesi í Selvogi 1763 og kom mjög við sögu kaupstaðarins en Bjarni lést ár- ið 1833. Bjarni riddari var á sínum tíma einn helsti frumkvöðull í at- vinnulífi hér á landi, en í fyrirlestr- inum verður meðal annars hugað að þætti hans að því er varðar útgerð, verslun og skipasmíðar. Fyrirlestur um Bjarna Sívertsen riddara  CCU-samtökin boða til aðalfundar miðvikudaginn 28. mars 2001 kl. 20.30 á Grand Hóteli Reykjavík, Sig- túni 38, Rvk. Gestur fundarins verð- ur Inga Reynisdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, og mun hún fjalla um rannsókn á erfðaþátt- um þarmabólgu. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.