Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 52

Morgunblaðið - 27.03.2001, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ                              BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Í MORGUNBLAÐINU 13. marz sl. birtist greinarkorn, sem nefnist Málspjöll og latmæli. Greinarhöfundur, Magnús Þor- steinsson, Vatnsnesi í Grímsnesi, virðist hafa heldur betur horn í síðu ýmissa íslenzkufræðinga, einkum þeirra, sem halda því fram, eins og hann orðar það, að íslenzkan „verði að fá að taka breytingum og þróast eins og til dæmis enskan, ritmálið sé dautt mál en talmálið sé lifandi og það þurfi að breyta ritmálinu eftir framburði og beygingar ætti helst að leggja nið- ur til þess að blessaðir nýbúarnir, óskabörn þjóðarinnar, eigi hægara með að læra íslenskuna“. Hann full- yrðir svo, að allt sé þetta „hin mesta vitleysa“. Magnús lætur síðan gamminn geisa og kemur víða, en því miður á stundum ekki af of mikilli þekkingu. Hann heldur því t. d. fram í fullri al- vöru, að ritmál okkar sé dautt og þess vegna verði að láta talmál okkar, hið lifandi mál, koma í staðinn. Enda þótt ég hafi lengi fengizt við íslenzkt mál, hef ég ekki fyrr heyrt þessa skoðun meðal landsmanna. Því síður það, að breyta þurfi ritmáli „eftir framburði og beygingar ætti helst að leggja nið- ur“ og þá í þágu þeirra erlendu flótta- manna, sem hafa setzt hér að meðal okkar af hreinni neyð í heimalöndum sínum. Ummæli sem þessi, eins og ég skil þau, eru engum til sóma. Vissulega fagna ég því, þegar menn sýna tungu okkar áhuga og vilja veg hennar sem mestan. Það hef ég gert allt frá því að hafa verið kennari í móðurmáli okkar um miðja síðustu öld og síðan sem starfsmaður Orða- bókar Háskólans um áratugaskeið. Frá þeim tíma og ekki sízt sem flytj- andi þáttarins um Íslenzkt mál í Rík- isútvarpinu veit ég vel um þann áhuga, sem Íslendingar hafa á tungu sinni. Hins vegar verða menn að gæta þess vandlega að fullyrða ekki um of, þótt þeim ofbjóði eitthvað í meðferð móðurmáls okkar – sem sízt er van- þörf að benda oft á – og gera sig jafn- vel bera að hreinni vanþekkingu á því efni, sem þeir eru að ræða um. Ekki veit ég, hvaða menntun þessi áhugamaður um íslenzka tungu hefur fengið um íslenzkt mál og íslenzka málfræði, en ljóst er af ýmsum um- mælum hans, að hann leggur vel hlustir við því, sem menn mæla. Ég er honum innilega sammála um það, að talmál yngra fólks er víða orðið óskýrt og þvoglulegt og þörf er á því í skólum „að kenna skýran framburð og að ekki sé talað of hratt“, eins og hann kemst að orði. Þá er það rétt, að börn og unglingar hefðu gott af því að vera meira með fullorðnu fólki, ekki sízt afa og ömmu, en íslenzkt velferð- arþjóðfélag býður upp á á öld hraðans og hinnar miklu tækni nútímans. Um þetta tala ég sjálfur af reynslu frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Það eru hins vegar önnur ummæli Magnúsar Þorsteinssonar, sem verða til þess, að ég minnist á ofangreint rit- korn. Það er umfjöllun hans um nafn á fyrirtæki einu, sem ég tengist með nokkrum hætti, þ. e. fyrirtækinu Bræðurnir Ormsson. Hér vil ég taka upp orðrétta umsögn Magnúsar Þor- steinssonar, þegar hann hefur að mínum dómi farið beinlínis rangt með almenna beygingu sérnafnanna Kúba og Kalifornía. Ég hef hvorki heyrt né séð, að menn tali um Kúba í svonefnd- um aukaföllum. Sama gildir einnig um Kaliforníu. Menn búa á Kúbu eða fara til Kúbu, og sama segja menn um Kaliforníu. En í beinu framhaldi af þessum sérnöfnum, sem Magnús tel- ur rangbeygð í munni Íslendinga, kemur hann að heiti fyrirtækisins Bræðurnir Ormsson, sem hann kallar ambögu í málinu. Ekki veit ég, hvaða merkingu Magnús leggur í orðið ambaga, en það á engan veginn við um heiti þess fyrirtækis, sem hann sér ástæðu til að hnýta í. Fyrirtæki þetta var stofnað af tveimur bræðrum fyrir tæpum 80 ár- um, Eiríki og Jóni Ormssonum, sem voru meðal brautryðjenda í raf- magnsmálum hér á landi á fyrstu ára- tugum síðustu aldar. Þeir voru vissu- lega Ormssynir ásamt nokkrum öðrum bræðrum sínum. Hins vegar voru þeir hvor um sig Ormsson, þ.e. Eiríkur Ormsson og Jón Ormsson, en hinn síðarnefndi var faðir minn. Hann hætti raunar í þessu fyrirtæki eftir tæpan áratug og vann síðan sem sjálf- stæður rafverktaki, eins og það heitir nú á dögum. Báðir urðu þeir bræður háaldraðir og kunnir í stétt sinni. Því miður hef ég aldrei hugleitt það, hvers vegna þeir nefndu fyrir- tæki sitt, sem þeir stofnuðu árið 1922, Bræðurnir Ormsson, en völdu því ekki eitthvert annað nafn. Hinu verð- ur ekki neitað, að nafnið tengdist þeim báðum vel og varð þegar í stað vel kunnugt meðal landsmanna, svo sem það er enn í dag í höndum Karls, sonar Eiríks Ormssonar. Eiríkur, föðurbróðir minn, hafði dvalizt í Danmörku við rafvirkjastörf, áður en þeir bræður stofnuðu fyrir- tæki sitt. Kemur mér helzt í hug, að hann hafi þar fengið hugmynd að þessu nafni. Þar voru og eru enn fjöl- mörg fyrirtæki nefnd á svipaðan hátt. Má þar minna á nafn eins og Brød- erne Braun, sem gamlir tóbaksmenn ættu að muna eftir. Enn fremur má bæta hér nokkrum nöfnum við á dönskum fyrirtækjum, sem eru starfandi víða um Dan- mörku, og eru eins hugsuð og Bræð- urnir Ormsson: Brødrene Andersen, Brødrene Hansen ApS, Brødrene Larsen Gårdejere, Brødrene Peter- sen, Brødrene Sørensen, Brødrene Jønsson. Segja má, að síðasta nafnið minni mjög á heiti íslenzka fyrirtæk- isins Bræðranna Ormsson. Áður en þeir bræður, Eiríkur og Jón, stofnsettu fyrirtæki sitt, voru tvö fyrirtæki fyrir hér á landi, sem höfðu starfað um allmörg ár og báru heiti, sem mynduð voru á sama hátt. Annað var á Raufarhöfn, Bræðurnir Einars- son. Það höfðu einnig tveir bræður, Jón og Sveinn, synir Einars Guðmunds- sonar á Hraunum í Fljótum í Skaga- firði, stofnað 1896 í kringum verzlun og útgerð þar norður frá. Mun það fyrirtæki hafa starfað fram um miðja síðustu öld og m.a. átt viðskipti við Danmörku. Þriðja fyrirtækið, sem rétt er að minnast á í þessu sambandi, er Bræðurnir Proppé, sem var um- svifamikið í verzlun og útgerð á Þing- eyri, Ólafsvík og Sandi á fyrstu ára- tugum síðustu aldar. Ekki er ósennilegt, að þeir faðir minn og frændi hafi haft spurnir af nöfnum ofangreindra fyrirtækja. Hinu verður ekki neitað, að þessi fyr- irtæki hafa trúlega verið nefnd „upp á danskan móð“. Enda þótt svo hafi verið, falla nöfn þeirra vel að íslenzku máli og áttu og eiga þess vegna enn fullan þegnrétt í máli okkar. Það er því hreinasta hótfyndni að kalla þau ambögur í málinu. Hins vegar held ég flestir geti verið sammála mér um það, að heiti eins og Bræður Einars- synir, Bræður Proppé eða Bræður Ormssynir, eins og Magnús Þor- steinsson stingur upp á um hið síðast- nefnda, færu mjög illa í máli okkar og eru algerlega ótæk að mínum dómi. JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON. Bræðurnir Ormsson Jóni Aðalsteini Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.