Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 9

Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 9 SVOKALLAÐUR Árósasamningur, sem fjallar um aðgang að upplýsing- um, þátttöku almennings í ákvarð- anatöku og réttláta málsmeðferð í umhverfismálum, er skv.greinar- gerð umhverfisráðuneytisins, sem óskað hefur eftir fullgildingu hans fyrir Íslands hönd, ný tegund samn- ings um umhverfismál sem sam- þykktur var á fjórða ráðherrafund- inum um „Umhverfi og Evrópu“ í Árósum í Danmörku 25. júní 1998. Síðan hafa 39 þjóðir og Evrópusam- bandið undirritað samninginn og tíu þjóðir fullgilt hann. „Hann [Árósarsamningurinn] beinir athyglinni að gagnverkandi áhrifum almennings og stjórnvalda í lýðræðislegu samhengi og kveður á um ný ferli varðandi þátttöku al- mennings í viðræðum um alþjóðlega samninga og framkvæmd þeirra,“ segir í greinargerð ráðuneytisins. Fram kemur að samningurinn veiti almenningi réttindi og leggi samn- ingsaðilum og stjórnvöldum skyldur á herðar varðandi aðgang að upplýs- ingum og þátttöku almennings. Samningurinn styðji þessi réttindi með ákvæðum um réttláta málsmeð- ferð sem stuðli að auknu vægi samn- ingsins. „Í 4. gr. er fjallað um aðgang al- mennings að upplýsingum og í hvaða tilvikum megi hafna aðgangi að þeim. Í 5. gr. er fjallað um söfnun og dreifingu upplýsinga um umhverfis- mál, m.a. í þeim tilgangi að þær séu fyrir hendi og að þær séu sem að- gengilegastar. Í 6.-8. gr. er fjallað um þátttöku almennings. Hér er um að ræða þátttöku í ákvörðunum um tiltekna starfsemi, um áætlanir, verkefni og stefnur er varða um- hverfið og við undirbúning bindandi reglna sem kunna að hafa umtals- verð áhrif á umhverfið. Þá er í 9. gr. fjallað um aðgang að réttlátri máls- meðferð og rétt manna til aðgangs að áfrýjunarleiðum fyrir dómstólum eða öðrum óháðum aðilum.“ Samningurinn verði lagður fram til samþykktar á Alþingi fyrir páska. Umhverfisráðuneyti óskar fullgildingar Árósasamnings Leggur skyldur á herðar varðandi upplýsingaaðgengi Ný sending Kjólar með jökkum, buxnadragtir og buxnadress Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. www.sokkar.is oroblu@sokkar.is Lagersala á Bíldshöfða 14 Skór, töskur, belti, leðurhanskar, nærföt o.m.fl. Alltaf eitthvað nýtt. Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19, laugardaga milli kl. 12 og 16 og sunnudaga milli kl. 13 og 17. Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Opið virka daga kl. 10–18 Opið laugardaga kl. 10–16 Viltu sýnast númeri grennri yfir mjaðmir? Töfraundirpilsin komin BETRA VERÐ Pantið sumarvörurnar núna. Ef varan fæst ekki í búðinni þá færðu hana úr listunum. Kays og Argos listarnir á 1/2 virði núna Austurhrauni 3, Gbæ., Hf. s. 555 2866 Vor/sumar 2001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.