Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 13

Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 13 UNGMENNI, sem söfnuðust saman í samgönguráðuneytinu síðdegis í gær og héldu sig þar í tæplega fjóra tíma, segja ráðuneyti sýna ábyrgð- arleysi gagnvart aðstandendum fórnarlamba flugslyssins sem átti sér stað í Skerjafirði í ágúst á síð- astliðnu ári. Ein úr hópnum, Carmen Jó- hannsdóttir, greindi frá því að sam- gönguráðherra hefði kallað ung- mennin á sinn fund og rætt stutt- lega við hópinn. Honum var afhent plagg þar sem 11,5 milljóna króna greiðslu til Leiguflugs Ísleifs Otte- sen er mótmælt og farið fram á að farið sé betur ofan í saumana á rannsókn flugslyssins. Þegar hafa safnast um 100 undir- skriftir vegna plaggsins og heldur hópurinn áfram söfnun undir- skrifta. Morgunblaðið/RAX Saka ráðuneytin um ábyrgðarleysi VIÐBRÖGÐ mín við svari ráðherra eru vonbrigði því að með fullri virð- ingu fyrir umboðsmanni Alþingis þá hefði verið best að málið yrði rann- sakað ofan í kjölinn af utanaðkom- andi óháðum aðilum, helst erlendum sérfræðingum, sem hafa þekkingu sem umboðsmaður Alþingis hefur ekki,“ sagði Friðrik Þór Guðmunds- son þegar Morgunblaðið leitaði við- bragða hans við neitun samgöngu- ráðherra um að óvilhallur aðili verði fenginn til að fara yfir skýrslu rann- sóknarnefndar flugslysa. „Hann segir að lagaheimild skorti og það finnst mér lýsandi fyrir laga- umhverfið,“ segir Friðrik Þór enn- fremur. Hann kveðst ætla að íhuga hvort endurupptaka sé möguleg en telur það ekki hafa mikið upp á sig að fá óbreytta rannsóknarnefnd flugslysa til að endurskoða vinnu- brögð sín og niðurstöður. „Ég get ekki séð að það þjóni miklum til- gangi.“ Friðrik Þór segir að ný gögn, rök og upplýsingar verði lögð fram á næstunni og sagði hann engan skort vera á þeim. Hluti af þeim gögnum hefði þegar farið til lögreglunnar vegna rannsóknar hennar. Hann ítrekaði kröfu sína um að önnur nefnd rannsakaði málið og sagði hann þá kröfu standa. Þá kvaðst Friðrik Þór vilja taka undir með því unga fólki sem heim- sótti samgönguráðherra á skrifstofu hans í gær. „Ég vil taka undir með vinafólki sonar míns heitins og þess sem lifir slysið af og lýst hefur furðu sinni á peningagjöf til Leiguflugs Ís- leifs Ottesen. Vandræði Flugmála- stjórnar í bréfi til samgönguráðu- neytisins vegna sviptingarmálsins og peningagjafirnar núna þykja mér sýna svo óyggjandi sé að það eru einhverjir aðrir hagsmunir að baki en þjóðarhagsmunir. Hverjir þeir eru veit ég ekki en það verður reynt til hins ýtrasta að komast að því.“ Friðrik Þór Guðmundsson Viðbrögðin eru vonbrigði LÖGFRÆÐINGAR samgönguráðu- neytis, heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- is, Tryggingastofnunar ríkisins og Flugmálastjórnar telja eftir athugun ekki efni til að rifta samningum sam- göngu- og heilbrigðisráðuneyta við Leiguflug Ísleifs Ottesen um sjúkra- flug og áætlunarflug sem gerðir voru í apríl í fyrra og janúar á þessu ári. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kynnti þessa niðurstöðu á blaðamannafundi í gær. Sagði hann að í kjölfar skýrslu rannsóknarnefnd- ar flugslysa um brotlendingu TF-GTI 7. ágúst í fyrra og lögreglurannsókn- ar sem nú stæði hefði verið kannað hvort efni væru til að rifta samning- unum við Leiguflug Ísleifs Ottsen. Ráðherra sagði að eftir mjög ítarlega yfirferð lögfræðinganna hefði það orðið niðurstaða þeirra að ekki væri unnt að rifta samningnum þrátt fyrir athugasemdir sem hefðu komið fram í skýrslu RNF án þess að ríkið yrði krafið umtalsverðra bóta. Samgöngu- ráðherra sagði forsvarsmenn LÍO hafa lýst yfir vilja til að semja um að slíta samningnum. „Í ljósi þess að það er mjög mikilvægt að traust ríki gagnvart þeim sem sinna áætlunar- flugi og sjúkraflugi var gengið til þessara samninga og niðurstaðan sú að þeim yrði slitið,“ sagði ráðherra. Leiguflugi Ísleifs Ottesen voru greiddar 9,7 milljónir króna í bætur vegna slita á samningnum en ráð- herra sagði að ekki yrði upplýst um frekari efnisatriði samningsins um slitin. Í framhaldi af því var gengið frá bráðabirgðasamkomulagi við Íslands- flug eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær en jafnframt verður nýtt útboð undirbúið. Íslandsflug átti þriðja lægsta tilboðið í sjúkraflug og áætlunarflug milli Reykjavíkur og Gjögurs og innan Vestfjarða. Flug- félagið Jórvík sem átti næstlægsta til- boðið hefur ekki flugrekstrarleyfi sem stendur. Sjúkra- og áætl- unarflug boðið út á næstunni UPPGANGA á hátindana sjö, sem er næsta viðfangsefni Haralds Arnar Ólafssonar, telst án efa eitt eftirsóknarverðasta takmark fjallgöngumanna innan al- þjóðafjallgöngusamfélagsins. Keppnin um að komast á alla tindana hófst fyrir alvöru skömmu eftir 1980. Segja má að keppninni hafi lokið með sigri Bandaríkjamannsins Dick Bass þegar hann komst á síðasta tind- inn í röðinni, sjálfan hátind Ever- est 30. apríl 1985. Fram til ársins 1999 eru skráð- ir 65 fjallgöngumenn sem komist hafa á hátindana sjö, hæsta tind hverrar heimsálfu. Þess ber þó að geta að tveir tindar virðast jafngjaldgengir sem einn Há- tindanna sjö, eftir því hvernig menn hafa skilgreint hugtakið heimsálfa. Þannig er viðurkennt ef valinn er Kosciuszko-tindur (2.228 m) í Ástralíu í stað Carstensz Pyramid (4.884 m) í Nýju Gíneu í Eyjaálfu – eða öfugt. Margir fjallgöngumenn hafa hins vegar leyst málið með því að ganga á báða þessa tinda. Erfitt að komast að Vinson Á árunum 1970 til 1980 var farið að horfa til hátindanna sjö sem sjálfstæðs fjallgönguverk- efnis en aðalþröskuldur fjall- göngumanna var einn tindanna, Vinson á Suðurskautslandinu. Í ljósi afar takmarkaðra sam- gangna á því svæði var uppganga á tindinn bæði fjárhagslega og tæknilega erfið í samanburði við uppgöngu á hina tindana sex. Meðal þeirra sem hafa komist á hátindana sjö er breski fjall- göngumaðurinn Doug Scott sem er íslenskum fjallgöngumönnum að góðu kunnur. Hann var hér á landi fyrir skömmu til tilefni fjallgöngumyndasýninga í Reykjavík og kom fram í viðtali við Morgunblaðið 20. mars. Um einn tugur kvenna hefur náð því að ganga á hátindana sjö, þar af tvær sem komust í heims- fréttirnar í maí árið 1996 þegar báðar voru að ljúka verkefninu með uppgöngu á sjöunda og síð- asta fjallið, Everest. Þetta voru þær Yasuko Namba frá Japan og Sandy Hill Pittmann frá Banda- ríkjunum. Uppgangan kostaði Namba lífið og gekk nærri af Pittmann dauðri í fárviðri sem kostaði á annan tug mannslífa á fjallinu á einum sólarhring. Í sömu ferð dó Ný-Sjálending- urinn Rob Hall sem var níundi maðurinn í heiminum til að kom- ast á hátindana sjö árið 1990 með uppgöngu á Aconcagua, hæsta tind S-Ameríku. Nokkrir íslenskir fjall- göngumenn hafa klifið einn til tvo hátindanna sjö. Fyrsti tind- urinn, Kilimanjaro, féll að fótum Agnars Kofoeds-Hansens 18. nóv- ember 1966 og fram á þennan dag hafa alls fimm tindanna verið klifnir af Íslendingum, allir nema Vinson-Massif og Carstenzs Pyra- mid. Skemmst er að minnast vel heppnaðs Everest-leiðangurs þeirra Björns Ólafssonar, Einars Stefánssonar og Hallgríms Magn- ússonar sem komust á tind Ever- est 21. maí 1997. 65 manns hafa komist á hátindana sjö frá 1985 til 1999                            !         ! " #  Eftirsótt takmark fjallgöngumanna UNGUR piltur liggur nú á lýtalækn- ingadeild Landpítalans við Hring- braut með 2.-3. stigs brunasár á baki sem hann hlaut við gerð stuttmynd- ar í Kópavogi á þriðjudagskvöld. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans nokkuð góð eftir atvikum. Pilt- urinn er brunninn víðast hvar á bak- inu en meginhluti brunasáranna er 2. stigs bruni. Að sögn læknis er óljóst hvort þörf sé á aðgerð en þörf sé á nokkurra vikna sjúkrahúslegu. Rannsóknadeild lögreglunnar í Kópavogi hefur tekið tildrög slyssins til rannsóknar, sem bar að með þeim hætti að grillolíu var hellt á piltinn og kveikt í við gerð stuttmyndar. Fjórir piltar á aldrinum 17 til 18 ára, að hinum slasaða meðtöldum, voru staddir á svæði vestan við gervigras- völlinn í Kópavogsdal og voru að yf- irgefa staðinn á bifreið þegar lög- regluna bar að eftir tilkynningu kl. 20.30 um eld í manni, frá vegfarenda að því er talið var. Einn piltanna í bifreiðinni kvartaði undan sviða í baki og kom í ljós að hann hafði brennst. Hann var fluttur á slysa- deild og síðar á lýtalækningadeild. Eftir því sem lögreglan kemst næst voru piltarnir að taka upp stuttmynd með áhættuatriði. Grillol- íu mun hafa verið hellt á piltinn og eldur borinn að. Á meðan þessu fór fram tók einn piltanna atburðinn upp á myndbandsupptökuvél. Eftir að kviknaði í piltinum mun hann hafa hent sér á jörðina til að slökkva í sér með aðstoð annars pilts. Eldurinn kviknaði síðan aftur og náðist þá að slökkva hann á sama hátt. Lögreglan lagði hald á myndbandið úr tökuvél- inni og mun skoða það. Varðstjóri lögreglunnar sagði að- spurður of snemmt að segja til um hvort myndbandið yrði skoðað með tilliti til þess hvort málið yrði sett í ákærumeðferð. Hann sagði lögregl- una engu að síður líta slík atvik mjög alvarlegum augum og sagði það ein- kennilegt að þeir sem í hlut áttu skyldu ekki gera sér betur grein fyr- ir afleiðingum gerða sinna, en eld- varnarföt af því tagi sem þjálfaðir áhættuleikarar nota hefðu ekki verið notuð. Hlaut 2.–3. stigs bruna í slysi við stuttmyndagerð SKÍÐALEIÐANGUR Guðmund- ar Eyjólfssonar gekk erfiðlega í gær, fimmtudag. Hann gekk 12 km í mótvindi og var þjáður í baki eftir meiðsli eftir óhapp á leiðinni að Laugafelli þar sem hann gekk fram af slakka og fékk sleðann í bakið. Veðurspá fyrir daginn í dag, föstudag, er ekki mjög hagstæð, en spáð var snjókomu sem mun gera honum erfiðara fyrir. Hag- stæðari spá er fyrir helgina og sagði hann mikilvægt að fá sæmi- legt veður til að ljúka leiðangrin- um á réttum tíma. Aðfaranótt fimmtudags gisti hann í tjaldi sínu við Skjálfanda- fljót á Gæsavatnaleið og mun hann eiga um 180 km eftir á leiðarenda. Erfiður dagur hjá Guðmundi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.