Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 23
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 23
56 MILLJÓNA króna tap varð á
rekstri Kaupfélags Héraðsbúa á síð-
asta ári, sem er helmingi meira en
árið áður. Helstu skýringar á verri
afkomu eru vaxtakostnaður, tap á
kjötafurðum og söluskála á Egils-
stöðum og að kostnaðarhækkanir
fóru úr böndum.
Velta ársins var 2.157 milljónir
króna, sem er svipað og árið 1999.
Rekstrartekjur námu 2,1 milljarði
króna. Veltufé frá rekstri var nei-
kvætt um 8,5 milljónir, en var já-
kvætt árið áður um 15 milljónir.
Eignir KHB námu um áramót
1.639 milljónum króna og var eigin-
fjárhlutfall 22,5%. Skuldir eru tæpar
1.300 milljónir. Þá voru afskriftir 47
milljónir króna og fjármagnskostn-
aður 69 milljónir króna, en var 14
milljónir árið á undan.
Talsverðar breytingar hafa orðið í
rekstri félagsins, sem m.a. kemur
fram í því að meðalfjöldi starfs-
manna miðað við heilsársstörf var
120 árið 2000 en árið á undan 168.
Á síðasta ári seldi KHB sláturhús
sín til Goða hf. og hætti jafnframt
slátrun. Brauðgerð KHB á Egils-
stöðum var leigð til starfsmanna.
Bókaverslunin Eskja á Eskifirði var
seld og tekin á leigu verslun Kaup-
félags Fáskrúðsfirðinga. Þá var
samið við Samkaup um keðjusam-
starf. Nú eru því reknar 5 spar-
kaupsverslanir og ein samkaups-
verslun á Austurlandi. Þá keypti
KHB Mólkursamlagið á Neskaup-
stað í fyrra, en þau kaup færast á ár-
ið 2001.
Aðalfundur Kaupfélags Héraðs-
búa var haldinn á Egilsstöðum sl.
laugardag. Ingi Már Aðalsteinsson
kaupfélagsstjóri sagði reksturinn
hafa verið þungan á síðasta ári, en
hann reiknar með að rekstur þessa
árs verði hallalaus.
Málefni afurðastöðva voru í
brennidepli á aðalfundinum. Tölu-
verður hiti var í mönnum á vegna
málefna Goða hf., en félagsmenn
hafa margir áhyggjur af þátttöku
KHB í fyrirtækinu og miklum fjár-
útlátum vegna slæmrar stöðu Goða.
Einn stjórnarmanna sagði það hugs-
anlega hafa verið dómgreindarleysi
að ganga inn í fyrirtækið. Fundurinn
samþykkti áskorun til stjórnar um
að vinna málefni Goða á sem farsæl-
astan hátt fyrir KHB.
Þá var samþykkt svohljóðandi
ályktun til landbúnaðarráðherra og
yfirdýralæknis: „Aðalfundur KHB,
haldinn 31. mars 2001, vekur athygli
landbúnaðarráðuneytisins og emb-
ættis yfirdýralæknis á því, að innan
fárra vikna hefjist siglingar farþega-
ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarð-
ar. Fundurinn hvetur til að þegar
verði hafinn undirbúningur að rót-
tækum aðgerðum til að hindra að
gin- og klaufaveiki berist til landsins
með Norrænu.“
Húsasmiðjan hyggst opna verslun
á Egilsstöðum innan skamms og
kom fram á fundinum að sem mót-
vægisaðgerð hefur verið gengið frá
samstarfssamningi milli bygginga-
vörudeildar KHB og BYKO. Hefur
36 milljónum verið varið til undir-
búnings byggingar 1000 ferm húss á
lóð timbursölu KHB til að bæta þar
aðstöðu.
Stjórn Kaupfélags Héraðsbúa
skipa nú Aðalsteinn Jónsson, Jón
Júlíusson, Jónas Guðmundsson,
Sveinn Þórarinsson og Þórdís
Bergsdóttir. Í varastjórn sitja Björn
Ármann Ólafsson, Jónas Hallgríms-
son og Lárus Sigurðsson.
Erfið staða Goða
veldur áhyggjum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Málefni afurðastöðva voru í brennidepli á aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa.
Slátrun og afurðastöðvamál í brennidepli
á aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
NÍU tilboð bárust frá sjö fyrirtækj-
um í símkerfi og tal- og fjarskipta-
þjónustu fyrir Landspítala – há-
skólasjúkrahús. Lína.Net átti lægsta
tilboðið í símkerfi Landspítalans,
24.104.776 krónur. Nýherji átti
hæsta tilboðið, sem hljóðaði upp á
48.182.685 krónur. Þá átti Íslands-
sími lægsta tilboðið í talsímaþjón-
ustu, 29.616.907 krónur. Landssími
Íslands átti hæsta tilboðið í talsíma-
þjónustu, sem hljóðaði upp á
48.947.707 krónur.
Íslandssími átti einnig lægsta til-
boðið í farsímaþjónustu, en tilboð
fyrirtækisins hljóðaði upp á
7.336.500 krónur. Landssími Íslands
átti þar hæsta tilboðið, sem hljóðaði
upp á 10.769.520 krónur. Þá var boð-
ið í þráðlaust kerfi, símaskrá, hljóð-
ritun, hljóðupptöku og farsíma en
Fjarskiptafélagið Títan, Samband –
samskiptalausnir og Tal áttu einnig
tilboð í útboðinu. Tilboð fyrirtækj-
anna sjö verða metin á næstu vikum
en niðurstaða mun að öllum líkindum
liggja fyrir í maí.
Lína.Net með lægsta tilboð
í símkerfi Landspítalans
fimm daga vikunnar