Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 25 Gjöfin þín Gjöfin þín Ótrúlegt en satt - gjöfin þín sem fylgir ef keyptar eru vörur fyrir 5.000 kr. eða meira* *í boði meðan birgðir endast. www.lancome.com á dögum Snyrtifræðingar frá LANCÔME veita faglega ráðgjöf varðandi förðun og val á snyrtivörum föstudag og laugardag. Hamraborg 20a, sími 5642011 Reuters LIONEL Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, réðst í gær að nýrri stjórn Georges W. Bush í Bandaríkjunum og sagði hana eingöngu sinna eigin hagsmunum án þess að hafa samráð við bandamenn sína á alþjóðavett- vangi. „Mér virðist sem þessi stjórn sé ekki einangrunarsinnuð held- ur einhliðasinnuð,“ sagði Jospin í viðtali við blaðamenn frá fimm- tán frönskum dagblöðum. Gagn- rýndi hann meðal annars and- stöðu Bush við Kyoto-bókunina um takmörkun á losun gróður- húsalofttegunda og vék einnig að hinu umdeilda eldflauga- varnakerfi, sem Banda- ríkjastjórn áformar að koma upp. Jospin sagði að svo virtist sem Bush „hefði ekki enn áttað sig á þeim leikreglum sem gilda í al- þjóðasamfélaginu,“ en lauk hins vegar lofsorði á forvera hans, Bill Clinton, fyrir að hafa tekið tillit til sjónarmiða annarra ríkja. Lionel Jospin ræðst á Bush París. AFP, AP. JospinDÓMSTÓLL í Bretlandi dæmdi í gær hollenska flutningabílstjórann Perry Wacker í 14 ára fangelsi fyrir „kaldranalegt“ manndráp á 58 ólög- legum, kínverskum innflytjendum sem fundust látnir í bíl hans. Fyrir dómnum var borið að Wacker hefði smalað innflytjendun- um inn í loftlausan gám og síðan, þegar hann hafi farið að óttast að innflytjendaeftirlitið myndi finna þá, lokað eina loftopinu á gámnum. Tveir innflytjendanna í gámnum komust lífs af og báru vitni við rétt- arhöldin. Búist er við fleiri dómum í tengslum við þetta mál, sem vakti óhug víða um heim sl. sumar og af- hjúpaði miskunnarlaus heimsvið- skipti í smygli á fólki. Wacker var handtekinn 18. júní sl. í Dover á Englandi eftir að embættismenn, sem leituðu í bíl hans, fundu lík inn- flytjendanna. Ying Guo, kínverskur túlkur frá Essex, var einnig fundin sek og dæmd í sex ára fangelsi. Hún var tengill smyglhringsins sem fékk greitt fyrir að smygla fólkinu til Englands.Var hún fundin sek um samsæri. Við réttarhöldin hélt Wacker því fram að hann hefði ekki haft hug- mynd um að fólk væri í bílnum hans. En DNA-sýni af sígarettustubb sem fannst í vöruhúsinu í Rotterdam í Hollandi, þar sem fólkið var sett í bílinn og lokað inni ásamt kössum með tómötum, var samstætt sýni úr Wacker. Átta menn eru í varðhaldi í Hol- landi í tengslum við málið og hefjast réttarhöld yfir þeim í næsta mánuði. Hópur manna í Rotterdam, undir stjórn tveggja Tyrkja, sá um evr- ópska þáttinn í smyglstarfseminni, en aðrir glæpaflokkar sáu um að koma fólkinu frá Kína til Evrópu. Flutningabíl- stjóri dæmdur Maidstone á Englandi. AFP. JÓRDANSKAR listakonur mála strútsegg í listasmiðju í þjóðgarði við Azraq-borg í gær. Er ætlun þeirra að halda sýningu í höfuð- borginni Amman í næstu viku áður en páskahátíð kristinna manna gengur í garð. Strútar í þjóðgarð- inum verpa um 350 eggjum árlega. Hvert handmálað egg selst fyrir um 8.500 krónur. Páskaegg í Jórdaníu BANN Rússa við innflutningi á norskum fiski sýnir betur en nokkuð annað hve nauðsynlegt er, að þeir fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Kom þetta fram hjá Jens Stolt- enberg, forsætisráðherra Noregs, í gær. Rússar réttlæta bannið við norsk- um fiski með gin- og klaufaveiki í Bretlandi og á meginlandinu en Stolt- enberg sagði, að þeir hefðu enn ekki sýnt fram á hvernig sóttin gæti borist með fiski. Bannið væri hins vegar veruleiki og það sýndi, að nauðsynlegt væri, að Rússar hefðu eftir einhverj- um alþjóðlegum reglum að fara í þessu efni og það yrði best tryggt með aðild þeirra að WTO. Rússar fái WTO- aðild Ósló. Morgunblaðið. ÍGOR Dygalo, yfirmaður fjölmiðla- þjónustu rússneska flotans, vísaði í gær á bug fregnum um að kjarna- vopn hefðu verið um borð í kjarn- orkukafbátnum Kúrsk, að sögn Aft- enposten. Kúrsk sökk á Barentshafi í fyrra og fórust með honum yfir hundrað manns. Einn af félögum í rússneskri rann- sóknarnefnd vegna Kúrsk-slyssins, Gregorí Tomtsjín, fullyrti í sjón- varpsviðtali á miðvikudag að kjarna- vopn hefðu verið í Kúrsk en sagði að ekki stafaði mikil hætta af þeim. Norskur sérfræðingur hefur einnig sagt að hann hafi séð skjöl sem benda til að slík vopn hafi verið í bátnum. „Gregorí Tomtsjín hefur oft látið frá sér fara slíkar persónulegar at- hugasemdir án þess að velta fyrir sér hvað þær geta valdið miklum áhyggjum hjá almenningi,“ sagði Dygalo. Rússar um Kúrsk Engin kjarna- vopn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.