Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LEIKARAR og aðrir aðstand-endur sýningarinnar eru enná þönum um leikhúsið þegar blaðamann ber að garði. Þeir Kenn Oldfield og Þórhallur Sigurðsson gefa sér þó tíma til að setjast niður um stund til að ræða æfingaferli lið- inna vikna. „Það er svo gríðarlega margt sem þarf að huga að í viðamik- illi uppfærslu á borð við þessa,“ segir Kenn, og í þeim töluðum orðum grúf- ir Þórhallur sig niður í yfirlestur á minnispunktum og lætur leikstjór- ann um viðtalið. Kenn er búsettur í Englandi en hefur unnið reglulega með íslensku atvinnuleikhúsunum frá árinu 1984, en þá kom hann hing- að til lands til að semja dansa fyrir söngleikinn Gæjar og píur. Auk þess að leikstýra uppsetningunni, samdi Kenn dansana fyrir sýninguna og naut þar dyggrar aðstoðar Ástrósar Gunnarsdóttur. Þórhallur Sigurðs- son er til aðstoðar við leikstjórnina. „Sköpunarferli á borð við þetta byggist fyrst og fremst á samvinnu. Mitt hlutverk og Þórhalls er að veita hæfileikafólkinu ráð og aðhald, draga fram það besta í hverjum og einum.“ Hann bætir því við að sam- starf þeirra Þórhalls hafi verið ein- staklega gott. „Leikstjórinn þarf einnig á leiðsögn að halda, og það er mjög mikilvægt að hafa einhvern sér við hlið sem maður treystir og getur gefið manni góð ráð,“ ítrekar Kenn. Söngleikur um Hollywood Söngleikurinn Syngjandi í rign- ingunni (Singin’ in the Rain) byggist á samnefndri kvikmynd frá 1952, sem óhætt er að telja eina alvinsæl- ustu dans- og söngvamynd sem gerð hefur verið. Í aðalhlutverkum voru snilldardansararnir Gene Kelly og Debbie Reynolds, en sá fyrrnefndi leikstýrði einnig myndinni og samdi dansana ásamt Stanley Donen. Kvikmyndahandritið skrifuðu þau Betty Comden og Adolph Green, en þau eru jafnframt höfundar sviðs- gerðarinnar. Sagan á sér stað á undir lok þriðja áratugarins, um það leyti sem þöglu myndirnar eru að renna sitt skeið í Hollywood og talmyndirnar að taka við. Tónlistin í myndinni er sótt í smiðju þeirra Arthurs Freeds og Nocios Herbs Browns, en þeir sömdu fjölmörg vinsæl lög fyrir dans- og söngvamyndir í kringum 1930. Titillagið Singin’ in the Rain var t.d. fyrst notað í kvikmyndinni The Hollywood Review of 1929. Syngjandi í rigningunni segir róm- antíska og gamansama sögu af þess- um umskiptatíma í Hollywood. Við kynnumst í fyrstu kvikmyndastjörn- unni Don Lockwood og tónlistarhöf- undinum Cosmó Brown, sem náð hafa langt í kvikmyndabransanum á tímum þöglu myndanna. Helsta mót- leikkona Dons er Lína Lamont – sjálfhverft glæsikvendi sem baðar sig í sviðsljósinu. Þegar kvikmynda- verið sem þau starfa hjá reynir að svara kröfum markaðarins og fram- leiða talmynd, kemur upp stór vandi. Lína Lamont er nefnilega með hryllilega rödd og getur lítið sem ekkert sungið. Þar kemur sviðsleik- konan Kathy Selden til sögunnar, en þau Don fella hugi saman. Kathy tekur það að sér að tala og syngja inn á hljóðrásina í staðinn fyrir Línu, sem verður enn skærari stjarna fyrir vikið. Í fótspor Gene Kelly Þetta er í fyrsta sinn sem söng- leikurinn Syngjandi í rigningunni er settur upp hér á landi. Leikgerðin er lengri en kvikmyndin og hefur tekið nokkrum breytingum í gegnum tíð- ina. „Lína Lamont fær til dæmis ein- söngslag í leikgerðinni, en það gefur persónu hennar meiri dýpt en í kvik- myndinni. Hún er hið dæmigerða skass, en í einsöngnum sjáum við viðkvæmari hliðar á henni. Í kvik- myndinni er megináherslan á kvik- myndastjörnuna Gene Kelly, en í leikritinu fá aðrar persónur dálítið meira svigrúm.“ Skýringuna á því segir Kenn ekki síst vera þá að að- dráttarafl söngleikja í dag sé ekki byggt upp á því að flagga einni, stórri stjörnu, heldur hópi hæfileika- fólks. Hann viðurkennir þó að í upp- setningum á sviðsverkinu hljóti leik- ararnir alltaf að glíma að einhverju leyti við samanburðinn við hin frægu söng- og dansatriði kvikmyndarinn- ar. „Fólk hneigist óhjákvæmilega til að bera þetta saman,“ segir Kenn. „Mér finnst mikilvægt að ekki sé reynt að líkja eftir kvikmyndinni, heldur að við sköpum okkar eigin út- gáfu. Ég sagði til dæmis strax í upp- hafi við leikarana: „Ekki reyna að feta í fótspor Gene Kelly, það getur ekki nokkur maður.“ Leikararnir verða hreinlega að gefa hlutverkinu þann stíl eða persónuleika sem þeir hafa til að bera. Rúnar Freyr hefur sjarmann og útlitið, og það eru í raun 95% af því sem til þarf.“ Auk Rúnars Freys Gíslasonar, sem leikur Don Lockwood, eru aðalhlutverkin í höndum þeirra Selmu Björnsdóttur, sem leikur Kathy, Þórunnar Lárus- dóttur sem fer með hlutverk Línu og Stefáns Karls Stefánssonar sem leikur Cosmó. Kvikmyndin og leikhúsið Í kvikmyndinni Syngjandi í rign- ingunni er leikið með hugmyndir um kvikmyndaiðnaðinn og eru þar m.a. búnar til nokkurs konar kvikmyndir innan kvikmyndarinnar. Í leikgerð- inni flækjast þessi tengsl óneitan- lega, en þar sjáum við t.d. atriði þar sem sviðsleikarar leika kvikmynda- tökufólk, sem er að filma leikara á tökustað. Leikhúsgestir fá einnig að sjá kvikmyndasýningar á sviðinu, og þannig rennur leikhúsformið og kvikmyndaformið saman á óvæntan hátt. Kenn segir þessa blöndun list- forma í leikritinu skemmtilega. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég læt leikhúsið og kvikmyndina vinna svona saman í leikriti. Mér finnst þetta ganga vel upp, þó svo að það sé í raun allsendis ólík stemmning sem fylgir kvikmyndinni og leikhúsinu sem slíku. Þegar kvikmyndasýning- arnar hefjast í leikritinu setur fólk sig ósjálfrátt í ákveðnar stellingar, en ég held að leikritið njóti góðs af þessum innslögum, því leikhúsið verður svo lifandi í samanburði við kvikmyndina. Hin lifandi návist leik- aranna er að mínu mati það sem gef- ur leikhúsinu gildi. Það er stöðugt í mótun, milli sýninga og sú upplifun laðar fólk að leikhúsinu.“ Kenn bætir því við að dans- og söngleikjaformið sé einnig sérstakt í þessu tilliti, því þar sé að finna nokkurs konar lifandi ævintýra- heim, sem áhorfendur geta látið sig hverfa inn í meðan á sýningunni stendur. Kenn bendir á að aðstand- endur sýningarinnar hafi lagt sig fram við að gera umgjörð hennar sem glæsilegasta, búningahönnun Elínar Eddu Árnadóttur miði t.d. að því að endurskapa draumkenndan glæsileik Hollywood-stjarnanna, hljómsveitin sem leikur undir á sýn- ingunni sé skipuð úrvalsfólki og Sig- urjón Jóhannsson leikmyndahönn- uður hafi náð að galdra fram úrhellisrigningu á Stóra sviði Þjóð- leikhússins. „Við vonum að fólk komi til með að njóta sýningarinnar og haldi heim að að henni lokinni uppfullt af vellíðan. Meira förum við ekki fram á.“ Að lokum segir Kenn að nú þegar komið sé að lokum æfingaferlisins verði ef til vill erfiðast fyrir þá Þór- hall að sleppa hendinni af sköpunar- ferlinu. „Við höfum verið að færa okkur smám saman aftar í salinn á æfingum. Á lokaæfingunni verðum við alveg aftast, en á frumsýningunni er komið að okkur að draga okkur í hlé og láta leikarana taka við,“ segir Kenn Oldfield að lokum. Úrhellisrigning á Stóra sviði Þjóðleikhússins Í kvöld mun rigna á sviði Þjóðleikhússins en tilefnið er frumsýning á söngleiknum Syngjandi í rigningunni, sem hefst kl. 20. Heiða Jóhannsdóttir spjallaði við leik- stjórann Kenn Oldfield daginn fyrir frumsýningu. Morgunblaðið/Jim Smart Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson skemmta áhorfendum í Syngjandi í rigningunni. Þórunn Lárusdóttir leikur stórstjörnuna frökku Línu Lamont. Selma Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason í hlutverkum Kathy og Don. heida@mbl.is SÖNGLEIKURINN Syngjandi í rigningunni er byggður á sam- nefndri kvikmynd frá árinu 1952. Höfundar handrits og sviðsgerðar eru Betty Comden og Adolph Green, en tónlistin er sótt í smiðju Arthurs Freeds og Nacios Herbs Browns. Frumsýning verður í Þjóðleik- húsinu í kvöld kl. 20. Leikendur: Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir Stefán Karl Stefánsson Þórunn Lárusdóttir Pálmi Gestsson Kjartan Guðjónsson Vigdís Gunnarsdóttir Sigríður Þorvaldsdóttir Valur Freyr Einarsson Inga María Valdimarsdóttir Guðmundur Ingi Þorvaldsson Linda Ásgeirsdóttir Marta Nordal Sigrún Waage Þórunn Erna Clausen Jón Páll Eyjólfsson Jóhann Freyr Björgvinsson Sveinbjörg Þórhallsdóttir Jóhann Örn Ólafsson Julia Gold Bjartmar Þórðarson Leikstjóri og danshöfundur: Kenn Oldfield Aðstoðarleikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Tónlistar- og hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson Aðstoðarmaður danshöfundar: Ástrós Gunnarsdóttir Höfundur leikmyndar: Sigurjón Jóhannsson Höfundur búninga Elín Edda Árnadóttir Hönnuður lýsingar: Páll Ragnarsson Hljóðstjóri: Sveinn Kjartansson Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson Leikendur og list- rænir stjórnendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.