Morgunblaðið - 06.04.2001, Síða 42
UMRÆÐAN
42 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í
haldssemi Íslendinga er
verðugt rannsóknarefni,
sem ekki hefur verið
kannað sem skyldi. Vafa-
laust er engin einhlít skýr-
ing til á þessu upplagi þjóðarinnar
og telja verður að ýmsir þættir
hafi þar haft mótandi áhrif. Þannig
er freistandi að ætla að ótti þjóð-
arinnar við breytingar tengist á
einn veg eða annan þeim rang-
hugmyndum, sem henni hafa verið
innrættar um yfirburði og algjöra
sérstöðu eigin menningar.
Alltjent er það ekki að ástæðu-
lausu sem viðleitni til að koma á
breytingum á Íslandi verður helst
líkt við tilraun til að kveikja í
drullupolli.
Á undanliðnum dögum hefur
nokkuð verið rætt um hátt verð á
matvöru hér á landi, sem til er
komið sökum hafta og vernd-
artolla. Íhaldssemin er slík að
þjóðin kýs fremur að sætta sig við
verðlag, sem
gengur brjál-
semi næst, en
að knýja fram
breytingar á
þessu sviði.
Uppnám
vegna mafíustarfsemi og græn-
metisglæpa mun engu breyta í því
viðfangi. Vinnubrögð íslensku
stjórnmálastéttarinnar komu ber-
lega í ljós á Alþingi á miðvikudag.
Skyndilega höfðu síðustu áratugir
liðið án þess að stjórnmálamenn
hefðu nokkurn grun um það kerfi,
sem þeir og forverar þeirra smíð-
uðu. Á Alþingi flykktust kjörnir
fulltrúar almennings í pontu og
sögðu: „Það er óþolandi með öllu
að okrað sé á neytendum í þessu
landi.“
Ósvífnin, sem einkennir þennan
málflutning, er slík, að hún fer
nærri því að teljast aðdáunarverð.
Varla getum við trúað því að
staðist fái fullyrðingar um að ís-
lenska stjórnmálastéttin sé ekki í
viðunandi tengslum við umhverfi
sitt og samtíma? Nei, það getur
ekki verið. Slíku halda aðeins fram
atvinnukjaftaskar og jú, forseti
lýðveldisins.
Saga nútímastjórnmála á Ís-
landi er einnig upplýsandi um
íhaldssemi þjóðarinnar. Rík-
isstjórnir renna þar saman í einn
graut og einungis ein verður tengd
við djúpstæðar breytingar á sam-
félaginu á seinni árum. Hér ræðir
um Viðreisnarstjórnina svonefndu,
sem innleiddi löngu tímabærar
breytingar, einkum á vettvangi
verslunar og viðskipta.
Það segir sitt um íhaldssemi Ís-
lendinga og kyrrstöðusamfélagið
sem þróast hefur fram í lýðveldinu
að þá viðreisnarleiðtogana má telja
í hópi pólitískra byltingarmanna á
Íslandi.
Svo fullrar sanngirni sé gætt er
skylt að geta þess að eilítið hefur
miðað í umbótaátt í tíð síðustu
þriggja ríkisstjórna. Fyrir þessum
ríkisstjórnum hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn farið og vaknar því sú
spurning hvort þjóðlegir íhalds-
menn geti einir fengið Íslendinga
til þess að sætta sig við breytingar.
Líkt og ríkisstjórnir lýðveldisins
renna flokkar og samtök saman í
einn graut og illmögulegt er að
gera á þeim greinarmun. Það er
enda skilgreiningaratriði um
drullupolla að í þeim sést ekki til
botns.
Með sama hætti og andstaða við
breytingar gegnsýrir þjóðlífið ein-
kennist umræða um samfélagsmál
af þeim sömu sálarhræringum.
Þjóðfélagsumræða er lítt skipuleg
auk þess sem flokkshyggja, nánast
trúarleg hollusta við tiltekin
stjórnmálaöfl, mótar hana í meiri
mæli en heppilegt getur talist.
Fyrir vikið verður nefnd umræða
staglkennd og hana taka að ein-
kenna um of réttnefndir „frasar“.
Íhaldssemi og frasakenndur
málflutningur hefur þannig mótað
viðbrögð stjórnarandstöðunnar við
þeim áformum Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra að leggja niður
Þjóðhagsstofnun. Stjórnarand-
staðan hefur því miður dottið niður
á það menningarstig „frasasmið-
anna“ að tengja sérhver ummæli
forsætisráðherra við meint fúl-
lyndi hans og refsigleði. Það
hryggilega við þennan málflutning
er að með þessu móti nær nauð-
synleg og löngu tímabær umræða
um margvíslegar kerfisbreytingar
á Íslandi aldrei flugi.
Undrun vekur að öfl sem kenna
sig við „umbætur“ á stjórn-
málasviðinu skuli bregðast við til-
raunum til nýrra efnistaka með
þessum hætti. Menn verða að
virða efnisatriði málsins sama
hvaða skoðanir þeir kunna að hafa
á persónu forsætisráðherrans eða
störfum.
Það er með öllu ólíðandi að aldr-
ei megi vekja máls á breytingum í
þessu landi án þess að upp rísi aft-
urhald allra flokka. En þessi eru
jafnan viðbrögðin enda ógerlegt að
kveikja í drullupolli.
Vitanlega hljóta nútímalega
þenkjandi menn að fagna því að
Davíð Oddsson skuli loks hafa
nefnt opinberlega löngu tímabær-
ar kerfisbreytingar. Ætla verður
að þetta sé aðeins upphafið og rík-
isstjórnin beiti sér fyrir samruna
stofnana og skipulegri fækkun
þeirra.
Vilji ríkisstjórnarinnar til breyt-
inga hefur fram til þessa ekki rist
djúpt. Þannig hafa herrar þjóð-
arinnar kosið að hreyfa í engu við
þeim viðamikla og íþyngjandi
eftirlitsiðnaði, sem myndast hefur
hér á landi. Aukinheldur er brýnt
að núverandi ráðamenn taki að
hyggja að einstaklingsfrelsinu á
Íslandi, sem ekki hefur þróast
fram með sama hraða og frelsi á
sviði verslunar og hvers kyns við-
skipta. Enn eru furðuleg höft lögð
á val- og athafnafrelsi manna á Ís-
landi.
Í þessu viðfangi er vert að hafa
eftirfarandi sannindi í huga: And-
staða hefur jafnan verið mikil hér á
landi við hvers kyns breytingar.
Tíminn hefur hins vegar jafnan
leitt í ljós að í nánast öllum til-
fellum var um löngu tímabærar
umbætur að ræða, sem almennt er
ekki lengur deilt um. Þegar yngra
fólk horfir til baka fyllist það jafn-
an undrun yfir að stærri sam-
félagsbreytingar skyldu ekki hafa
verið innleiddar löngu fyrr. Ís-
lenskir stjórnmálamenn verða
enda flestir mun frekar tengdir við
skipulega andstöðu við breytingar
en ný efnistök og viðleitni til um-
bóta.
Það undarlega er að þetta á við
um alla flokka og skiptir þá engu
hvaða upplýsingar berast um
grænmetisglæpi og mafíustarf-
semi.
Enda verður ekki sagt að drullu-
pollurinn sé eitt logandi eldhaf.
Eldsmatur
í drullupolli
Grænmetisglæpir og mafíustarfsemi fá
vart hróflað við íhaldssemi Íslendinga.
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
asv@mbl.is
ÞAÐ ER með út-
gerðir og útgerðar-
menn, eins og alla
aðra, að ekki eru allir
jafn hæfir. Sumum
gengur vel þar sem
öðrum gengur illa. Oft
er erfitt að mæla ár-
angur manna. Einn
mælikvarði er til um
frammistöðu útgerða
– og það er fiskverðið.
Sumar útgerðir selja
allan fisk á markaði
og virðast una hag
sínum vel. Aðrar gera
það aldrei. Verðmun-
ur á lönduðum fiski til
þeirra sem selja
frjálsri sölu og þeirra sem selja í
því sem kallað er bein sala – það er
sjálfum sér – er oft um 100 pró-
sent.
Það eiga útgerðir og sjómenn
sameiginlegt að sækja fisk í sjó og
þess vegna ættu að vera sameig-
inlegir hagsmunir beggja að fá sem
hæst verð fyrir aflann. Rétt eins og
með aðra framleiðendur eða selj-
endur vöru. Því hærra verð – því
betra. Þess vegna er það öfugsnúið
að útgerðin skuli verjast háu fisk-
verði eins og hún lifandi getur.
En hvað er fiskverð og hvaða
áhrif hefur það? Til að mynda mið-
ast laun sjómanna við það verð sem
fæst fyrir fiskinn og þeirra hags-
munir eru því augljós-
ir. Ég sá á fréttavefn-
um mar.is viðtal við
útgerðarmann. Hann
sagði:
„Ég tel að ástandið
verði ekki gott fyrr en
allur fiskur fer um
markað. Það má vel
vera að það sé ekki
best fyrir alla en það
er það besta sem sjó-
menn geta fengið. Það
er ekki hægt að hafa
þetta eins og það er.
Sumir útgerðarmenn
tilkynna mannskapn-
um um fast verð – al-
veg niður í 50 krónur
og aðrir miklu meira og svo eru út-
gerðir eins og okkar sem selur allt
á markaði. Það verður að breyta
þessu. Það er ekki hægt að bjóða
fiskverkendum upp á þessa mis-
munun heldur. Það er ekki hægt að
sumir geti fengið hráefnið á 50
krónur þegar aðrir verða að borga
200 krónur. Það má vera að fisk-
verð lækki ef allur fiskur fer um
markað og okkur hlutur yrði rýrri.
En það verður þá svo að vera – það
þurfa fleiri að lifa en við.“ Ég er
honum algjörlega sammála.
Í ljósi þess hversu misvel út-
gerðum lætur að fá sem hæst verð
fyrir aflann langar mig að velta
upp spurningu um hvort ekki sé
rétt að leggja meira traust á þá út-
gerðarmenn sem sannarlega
standa sig. Þar sem auðlindin er
takmörkuð má spyrja hvort ekki sé
þá best fyrir alla að þeir fái kvót-
ann sem eru tilbúnir að borga rétt
verð – þeir sem selja fiskinn á
markaði – að þeir fái kvótann.
Færeyingar voru í sömu sporum
og við erum. Þeir höfðu vit á að
söðla um og í bréfi sem Fiski-
mannafélag Færeyja sendi Davíð
Oddssyni er áskorun til hans um að
Íslendingar fari að reynslu þeirra.
Færeyingar fullyrða að með því
hafi afkoma veiða og vinnslu stór-
batnað. Reyndar segjast Færey-
ingarnir vera vissir um að með því
að selja allan fisk um markað muni
hagur allra landsmanna batna –
það gerðist í Færeyjum.
Treystum á þá hæfustu
Jónas
Garðarsson
Útgerð
Er ekki best fyrir alla,
spyr Jónas Garðarsson,
að þeir fái kvótann sem
eru tilbúnir að borga
rétt verð?
Höfundur er formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
LAUGARDAGINN
24. mars sl. birtist á
þessum vettvangi
grein þar sem Sigríður
Jóhannsdóttir, þing-
maður Samfylkingar-
innar, vitnar í fremur
„torskilda grein“ eftir
undirritaðan þar sem
hún segir að ég vilji
bæði brjóta niður
kjarasamning kennara
og breyta grunnskól-
anum í dagvist barna á
sumrin. Fyrst háttvirt-
ur þingmaður (félags-
hyggjuflokks) og
reyndar grunnskóla-
kennari til margra ára
skilur ekki hvað ég er að fara í grein
minni tel ég nauðsynlegt að upplýsa
þingmanninn um nokkur atriði.
Ég hef engan áhuga á að skól-
anum sé breytt í dagvist fremur en
aðrir foreldrar sem ég þekki. Í
fimmta þætti um 20. öldina sem
sýndir voru á Stöð 2 í vetur sagði
Jón Ársæll Þórðarson: „Skólar
landsmanna eru miðaðir við að börn
geti dvalist í sveit sumarlangt og séð
er til að skólunum ljúki helst fyrir
sauðburð og kennsla hefjist ekki
fyrr en eftir réttir á haustin“ (birt
með leyfi höf.). Það er óskiljanlegt
að ennþá í dag skuli fólk loka aug-
unum fyrir því að það er löngu tíma-
bært að breyta uppbyggingu skóla-
ársins, þar sem núverandi forsendur
eru brostnar. Í dag kostar það tugi
þúsunda að senda barn í sveit.
Áhugalausir foreldrar?
Skólamenn kvarta oft yfir áhuga-
lausum foreldrum sem ómögulegt sé
að fá til samstarfs við skólana. En
hvað gerist þegar foreldrar fara að
gera kröfur? Eitt af því einkenni-
lega sem gerist þegar foreldrar vilja
að börnin þeirra fái meiri kennslu
en nú er í grunnskólum er að þeir fá
stimpil sem letingjar sem nenni ekki
að sinna börnunum sínum og líti á
skólann sem geymslustað. Er það
þá rangt af foreldrum að gera þá
kröfu að börnin þeirra fái betri
menntun en börnin í löndunum sem
við erum að keppa við; að okkar
börn standi sig betur en börn keppi-
nautanna? Um leið og minnst er á
lengingu skólaársins fara kennarar
og samtök þeirra í vörn og slá um
sig með löngu úr sér gengnum klisj-
um. Það er staðreynd að við erum
að dragast aftur úr.
170 kennsludagar og
180 skóladagar henta
kennurum en engum
öðrum og þarf ekki
mjög vitiborinn mann
til að skilja hvað ég er
að fara. Það er því
þingmaður Samfylk-
ingarinnar, fyrrver-
andi kennari og stjórn-
armaður í
Kennarasambandinu
frá 1982-1991, sem er í
hópi þeirra sem kyrja
sönginn um að foreldr-
ar nenni ekki að passa
börnin sín og að skól-
arnir séu geymslustað-
ur fyrir lata foreldra þegar minnst
er á lengra skólaár. Ef þessi ósk mín
er, að mati Sigríðar, að brjóta niður
kjarasamning kennara þá er samn-
ingurinn orðinn að varnarmúr kenn-
arastéttarinnar sem einangrar hana
frá samfélaginu.
Sigríður fer fögrum orðum um
framsýni bæjarfyfirvalda í Hafnar-
firði þegar þau studdu við bakið á
Margréti Pálu Ólafsdóttur og veittu
henni stuðning til að móta Hjalla-
stefnuna. Mér finnst því við hæfi að
nota þetta tækifæri og upplýsa
þingmanninn um að leikskólastjór-
inn á Garðavöllum (Hjalla í daglegu
tali) er einn helsti stuðningsmaður
einkaframkvæmdar í skólarekstri
og hefur Margrét Pála nýlega gert
þjónustusamning við Hafnarfjarð-
arbæ um einkarekstur leikskólans
Hjalla. Sonur minn var allan sinn
leikskólaaldur á Hjalla og einhvern
veginn minnist ég þess ekki að þar
hafi nokkurn tímann vantað faglegt
starfsfólk, hvað þá að þar hafi verið
mikil umskipti á starfsfólki. Á Hjalla
var og er mjög mikið gert, af mikilli
fagmennsku, fyrir börn sem eiga í
erfiðleikum.
Áhyggjur þingmannsins og
„skilningsríkir“ embættismenn
Vangaveltur þingmannsins um
ávinninginn af einkarekstri grunn-
skóla upplýsa ótta hans við breyt-
ingar. Hún hefur áhyggjur af minni
stuðningskennslu og fjölgun í bekkj-
ardeildum. Gott væri í því samhengi
ef hún hefði áhyggjur af því hvað lít-
ið var og er gert fyrir nemendur
með góða námshæfileika, en þær
áhyggjur hefur hún sennilega aldrei
haft. Atli Harðarson, heimspekingur
og kennari við Fjölbraut á Akranesi,
veltir upp mörgum skemmtilegum
flötum á skólamálaumræðunni í
rabbi Lesbókar Morgunblaðsins 24.
mars sl. Þar segir hann að skóla-
menn á Íslandi, hvort sem þeir
starfi innan skólanna eða gegni eft-
irliti með starfa þeirra, hafi allir
sama bakgrunn og því séu eftirlits-
aðilarnir full skilningsríkir á hversu
erfitt það sé að uppfylla lög og
reglugerðir um rekstur skólanna.
Við Hafnfirðingar höfum átt því
„láni“ að fagna að hafa verið ríkir af
skólamönnum inni í bæjarstjórn.
Ætla mætti að þar af leiðandi væri
bærinn í fremstu röð í skólamálum á
landinu. Því miður er raunin önnur.
Það er dapurt að verða vitni að
því árið 2001 að málflutningur and-
stæðinga einkareksturs við Áslands-
skóla sé í formi ómálefnalegra upp-
hrópana (einkavæðingarsýki, útboð
á börnum, uppboð á börnum, til-
raunir á börnum, börn á 99 kr/kg,
sjúkdómur, klámhögg, pest og svo
mætti lengi telja). Ályktanir eru
sendar út og suður í fjölmiðla, sem
einungis benda til þess að viðkom-
andi aðilar vilji ríghalda í óbreytt
skólakerfi. Það er fyrst og fremst
verulegt áhyggjuefni fyrir börnin
okkar að fulltrúar kennara, þ.e.a.s.
Kennarasamband Íslands og Félag
grunnskólakennara, skuli óttast
þann „hrylling“ að nútímavæða
grunnskólana því að þegar öllu er á
botninn hvolft virðist umræðan snú-
ast minna um gæði skólastarfs en
meira um kaup og kjör. Þetta á að
tilheyra fortíðinni.
Hræðsla við framtíðina
Þröstur
Harðarson
Menntun
Það er óskiljanlegt, seg-
ir Þröstur Harðarson,
að fólk loki augunum
fyrir því að það er löngu
tímabært að breyta
uppbyggingu skólaárs-
ins, þar sem núverandi
forsendur eru brostnar.
Höfundur er foreldri í Víðistaða-
skóla og situr fyrir hönd Foreldra-
félags Víðistaðaskóla í foreldraráði
Hafnarfjarðar.