Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 47
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
fljótum og mætt til mjalta að morgni.
Fyrstu minningar mínar af kynn-
um við fjölskyldu þessara hjóna voru
að Bakkakoti í Skorradal, næsta bæ
við Vatnshorn, en þangað voru þau
flutt árið 1937 með tvö elstu börn sín.
Við vorum tvö systkin þá á ferð að
sumri til með móður okkar á leið til
heimsóknar að Bakkakoti. Faðir
okkar ekki með í ferð, var á síldveið-
um fyrir norðan land. Þetta var mik-
ið ævintýri fyrir ung börn að hossast
í rútubíl fyrir Hvalfjörð að Grund í
Skorradal, síðan var róið árabát inn
allt Skorradalsvatn, 17 km að innri
enda vatnsins eða fram eftir eins og
sagt er.
Að Bakkakoti lærðu kaupstaða-
börnin að þekkja „peningablóm“ og
„flugublóm“ og kynntust börnunum
Stínu og Gumma og sveitalífinu.
Þessar sæluferðir í sveitina til
hjónanna Heiðu og Eggerts voru síð-
an endurteknar til heimilis þeirra að
Bjargi við Borgarnes en þar hófu
þau búskap 1938.
Á næstu árum varð barnafjölgun í
fjölskyldum þessara ungu vin-
kvenna, Jóna, Guðrún (Dúfa) og Jón
fæddust að Bjargi og tvær dætur
bættust í fjölskyldu móður minnar
svo oft heyrðist hljóð í horni þegar
börnin komu saman til að ærslast.
Þegar farið var að Bjargi var siglt
með Laxfoss til Borgarness með við-
komu á Akranesi, stundum tók Egg-
ert á Bjargi við landfestum skipsins
þegar komið var að bryggju í Borg-
arnesi en hann vann mörg ár hjá út-
gerð Laxfoss, Skallagrími H/F,
ásamt bústörfum sínum.
Á þessum árum áttu nokkrir
Borgnesingar kýr og var þeim komið
í sumarbeit að Bjargi og mjólkaðar í
fjósi þar ásamt heimakúm. Þetta var
mikil vinna að handmjólka kýrnar,
húsmóðirin gekk í flest störf með
bónda sínum eins og siður var á þess-
um tímum. Börnin hjálpuðu til við
ýmis störf; rekstur í haga fram og til
baka, heyskap o.fl.
Mörg börn vina og skylduliðs
fengu að dvelja að Bjargi um lengri
eða skemmri tíma því hjónin voru
barngóð og ætíð gestkvæmt á heimili
þeirra og gestum tekið frábærlega
vel.
Við hjónin eigum sameiginlegar
minningar um dvöl okkar að Bjargi í
sumarleyfum okkar þegar við vorum
ung og nýtrúlofuð. Tjaldað var undir
„brekkunni“, þar voru settir upp
„hringarnir“, tekið til hendinni við
heyskaparstörf. Margs er að minn-
ast, oft glatt á Bjargi, lífgandi og
smitandi hlátur húsmóðurinnar og
þetta hlýja viðmót til gesta hafa af-
komendur Bjargshjóna erft. Nú er
kominn vísir að myndarlegri bænda-
gistingu að Bjargi. Mikið hefur verið
byggt á seinni árum í Bjargslandi og
búskapur löngu lagður af.
Heiða hafði mikið yndi af allri
ræktun. Hún kom upp myndarlegum
trjá- og blómagarði framan við bæ-
inn og í klettóttu landi skammt vest-
an við bæinn komu þau hjónin upp
myndarlegri skógrækt. Oft fóru þau
að loknum vinnudegi á fallegum
sumarkvöldum út í skógræktargirð-
ingu að hlúa að gróðri og gróður-
setja.
Þann 7. ágúst síðastliðinn heim-
sóttum við hjónin ásamt mörgum
gestum Aðalheiði og fjölskyldu
hennar að Bjargi í tilefni af 90 ára af-
mæli hennar en þann dag hefði
Magnús bróðir Heiðu orðið 100 ára
en hún var fædd þann 8.
Hún hafði mikla ánægju af, fylgd-
ist með öllu og ræddi við fólk af mikl-
um áhuga, skýr og hress eins og hún
hafði alltaf verið í viðmóti til vina
sinna.
Aðalheiður starfaði mikið með
Kvenfélagi Borgarness og hún átti
stóran þátt í því að byggt var dval-
arheimili í Borgarnesi. Þegar árin
færðust yfir vildi hún ekki heyra á
það minnst að hún færi þar til dvalar,
hún vildi dvelja sem lengst með sín-
um að Bjargi, en nú í spítalavist sinni
á Akranesi þar sem hún lá síðustu
mánuðina lærleggsbrotin, hafði hún
haft orð á því að nú væri best fyrir
alla að hún færi til vistar á dvalar-
heimilinu, ef hún fengi pláss, þegar
hún kæmist af spítalanum en forlög-
in gripu þá inn í líf þessarar góðu
vinkonu okkar. Við vitum að för
hennar úr þessari tilvist er upphaf af
öðru tilverustigi. Þessu trúði Heiða
sjálf og sagði eitt sinn við mig:
„Hvers vegna er ég látin vera ein svo
lengi hér en þau öll farin fyrir mörg-
um árum?“ Við vitum að móttökur
hafa orðið góðar og fagnaðarfundir.
Bestu kveðjur og þakkir fyrir
hönd fjölskyldna okkar systkina.
Hafsteinn Erlendsson.
man þann dag er ég frétti af þinni
fyrstu blæðingu og tímann þar á eftir
þegar þér tókst að ná þér að mestu
leyti.
Ég man þann tíma er kom þar á
eftir, þegar næstu blæðingar létu á
sér bera og hve viljasterkur, bjart-
sýnn og jákvæður þú varst. Ég man
þá daga er við gátum hlegið að öllu
og öllum, rifjað upp gamla tíma, sagt
sögur og fréttir af vinum okkar og
notið þess að hafa hvorn annan.
Á síðustu árum höfum við fjar-
lægst hvorn annan, ég búandi er-
lendis og þú í tengslum við þinn sjúk-
dóm. Þú átt samt alltaf þitt pláss í
mínu hjarta og í mínum huga. Pláss
sem er hlaðið góðum minningum,
gleði og ánægju. Er ég hugsa til
minna bestu minninga frá unglings-
árunum ert þú við hlið mér, sem
félagi og vinur í raun.
Kæru Gísli, Sigga og Danni. Ég vil
að lokum senda ykkur samúðar-
kveðjur frá mér og minni fjölskyldu.
Þó að minn besti vinur sé horfinn á
braut munum við í sameiningu minn-
ast hans með gleði í hjarta.
Viddi minn, þakka þér fyrir öll
góðu árin. Þú lifir enn í minningunni
og í huga mínum.
Þinn
Andri.
Aukin tæknivæðing og þekking
hefur á undanförnum árum rutt sér
til rúms í heilbrigðiskerfinu eins og
annars staðar í okkar samfélagi.
Stöðugt fleiri lifa nú af slys og veik-
indi og margir einstaklingar verða
þannig skyndilega og fyrirvaralaust
fangar í eigin líkama. Oft er um að
ræða ungt fólk sem er að stíga sín
fyrstu skref til sjálfstæðrar tilveru
og horfir fram á veginn fullt eftir-
væntingar. Enginn velur sér það
hlutskipti að búa við langvinna sjúk-
dóma eða fötlun, en allir vita af þeirri
staðreynd að ákveðin prósenta af
þegnum samfélagsins eru í þessum
hópi. Einn af þeim var ungur vinur
okkar, Viðar Gíslason.
Viðar bjó á sambýlinu Hlein við
Reykjalund frá opnun þess 1993 til
dauðadags. Viðar hafði sterkan per-
sónuleika til að bera, hann hafði
ákveðnar skoðanir á lífinu og tilver-
unni og lét þær óhikað í ljós meðan
heilsan leyfði. Við sem kynntumst
honum eftir að hann fatlaðist kynnt-
umst vel þessum sterka persónuleika
sem einkenndi Viðar. Hann var alla
tíð staðráðinn í að njóta þeirra lífs-
gæða sem heilsan frekast leyfði og
lét ekki hreyfihömlunina hindra
framgang þeirra markmiða sem
hann setti sér fyrr en í fulla hnefana.
Hann sótti skóla meðan hægt var, fór
í ferðalög bæði innanlands og utan,
fylgdist vel með fréttum og því sem
var að gerast í samfélaginu almennt.
Íþróttir voru honum mjög hugleikn-
ar enda hafði hann verið framúrskar-
andi íþróttamaður áður en hann fatl-
aðist, hann fylgdist vel með öllum
íþróttum þó að badminton væri alltaf
uppáhaldsgreinin.
En allt hefur sinn tíma og tími Við-
ars að yfirgefa okkur var kominn.
Góður vinur er látinn, erfiðri baráttu
við illvígan sjúkdóm er lokið. En við
eigum minninguna um góðan dreng,
hlýtt bros og glettni í augnaráði sem
fylgdi léttum húmor Viðars og við
kynntumst vel sem vorum í nánu
sambandi við hann síðustu æviár
hans. Við erum ríkari en áður að hafa
kynnst Viðari Gíslasyni og getum
yljað okkur við minningar um marg-
ar góðar stundir sem við áttum með
honum síðustu árin.
Elsku Gísli og Sigga, við sendum
ykkur og öðrum vandamönnum og
vinum innilegustu samúðarkveðjur.
Guð gefi ykkur styrk og kraft til að
takast á við sorgina.
Starfsfólk Hleinar
Reykjalundi.
Það er skrýtið að upplifa það að
eitthvað sem hefur verið sjálfsagður
hluti af tilverunni er allt í einu ekki
lengur til staðar. Kær frændi minn,
Aðalsteinn Stefánsson, hefur kvatt
þetta líf nýorðinn áttatíu og fjögurra
ára.
Alli frændi, eins og við kölluðum
hann, fæddist á Hamri í Hamarsfirði
hinn 19. mars 1917. Samfélagið á
Hamri var sérstætt að því leyti að
þar bjó stórfjölskyldan, vel á annan
tug, í sátt og samlyndi og enn er náið
samband á milli systkinabarnanna
sem ólust upp sem einn hópur og áttu
sín bernskuspor saman. Það hefur
því oft verið líf og fjör í gamla bæn-
um sem enn stendur. Á Hamri var
auk þess mikill gestagangur enda
bærinn í þjóðbraut og greiðasemi við
aðra var einn þeirra þátta sem börn-
in vöndust við og tóku með sér út í líf-
ið.
Alli ólst upp við almenn sveitastörf
og í Hamarsdal átti hann ófá sporin
við smalamennsku og þekkti þar
nánast hverja þúfu. Skólagangan var
ekki löng á mælikvarða nútímans,
hefðbundin farskólakennsla nokkrar
vikur í fáa vetur en mest lært af lífinu
sjálfu.
Það hefur verið sagt um þá sem
eru upprunnir í Hamarsfirði að þeir
flytji í rauninni aldrei þaðan burt. Í
það minnsta lágu þar rætur Alla
frænda og þangað leitaði hugurinn
oft.
Vorið 1935 fluttist Alli með for-
eldrum sínum og systkinum að
Fagradal í Breiðdal og þar átti hann
heima til æviloka ef frá eru talin tvö
síðustu æviárin sem hann dvaldi á
Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þar sem
hann lést að kvöldi 25. mars.
Alli frændi var ekki víðförull mað-
ur í eiginlegri merkingu þess orðs.
Hann lærði ekki að aka bíl og fór ekki
mikið af bæ en ferðaðist þeim mun
meira í gegnum blöð og bækur og hin
seinni ár með útvarpinu eftir að sjón-
in gaf sig. Hann var athugull og
fylgdist af áhuga með mönnum og
málefnum til síðustu stundar.
Alli hafði létta lund og var félags-
lyndur að eðlisfari og rifjaði oft upp
ferðir á samkomur og skemmtanir
frá sínum yngri árum. Hann hafði
gaman af tónlist, steig gjarnan takt-
inn og blístraði með ef fjörugt dans-
lag var í útvarpinu. Hann kunni líka
þá list að spila á greiðu og munn-
hörpu.
AÐALSTEINN
STEFÁNSSON
✝ Aðalsteinn Stef-ánsson fæddist á
Hamri í Hamarsfirði
19. mars 1917. Hann
andaðist á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um 25. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Jónína
Sigurðardóttir, f. 16.
febrúar 1891, d. 20.
desember 1969, og
Stefán Stefánsson, f.
2. janúar 1891, d. 10.
maí 1975. Aðalsteinn
var elstur fjögurra
systkina. Hin eru:
Ásgeir, f. 4. apríl 1919, Auður, f.
27. október 1925, og Stefán, f. 19.
maí 1930. Aðalsteinn ólst upp á
Hamri en fluttist með foreldrum
sínum og systkinum í Fagradal í
Breiðdal vorið 1935 og bjó þar til
dauðadags. Hann var ókvæntur
og barnlaus.
Útför Aðalsteins fer fram frá
Heydalakirkju í Breiðdal í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Ævistarf frænda
míns var við búskap.
Hann var natinn við
skepnur og þær hænd-
ust að honum. Nokkur
sporin áttum við saman
á eftir kúnum og niður í
fjárhús að fylgjast með
sauðburði eða gefa á
garðann. Á sumrin var
hrífan á lofti því ekki
mátti skilja eftir visk á
túnunum.
Herbergið hans Alla
var heimur út af fyrir
sig og leiðin lá gjarnan
þangað til að fletta í
gegnum Heima er best, láta „rúlla“
hita í kalda fingur, sitja og spjalla eða
bara þegja saman. Þangað verður
áfram gott að leita.
Hann Alli frændi minn var falslaus
og góð manneskja sem vildi öllum
vel. Hann var af þeirri kynslóð sem
gerði ekki kröfur sér til handa, hugs-
aði fremur um aðra en sjálfa sig og
bar hag frændfólksins fyrir brjósti.
Að leiðarlokum vil ég þakka
frænda mínum samfylgdina. Megi
hann hvíla í friði.
Anna Margrét Birgisdóttir.
Í helgri bók segir: „Sælir eru
hjartahreinir, því að þeir munu Guð
sjá.“
Aðalsteinn Stefánsson frá Fagra-
dal í Breiðdal, sem í dag er borinn til
hinstu hvílu, var hjartahreinn maður.
Hann var glaðsinna en jafnframt lít-
illátur og hógvær og lagði aldrei illt
til nokkurs manns. Aðalsteinn fædd-
ist á Hamri í Hamarsfirði, en flutti á
unglingsárum að Fagradal í Breiðdal
ásamt foreldrum sínum og systkin-
um og átti þar heima alla tíð síðan.
Fagridalur er ein besta jörð í Breið-
dal, þar var stórt fjárbú og lengi vel
nokkrar kýr, Aðalsteinn vann sitt
ævistarf við búskapinn, upphaflega
með foreldrum og systkinum, en síð-
ar ásamt bræðrum sínum Ásgeiri og
Stefáni. Til þess var tekið hversu féð
í Fagradal var gæft, eflaust hefur sú
alúð og natni sem þeir bræður sýndu
fé sínu orðið til þess. Það var þeim
mikið áfall þegar fella þurfti allan bú-
stofninn seint á níunda áratugnum
vegna riðuveiki, sem gert hafði vart
við sig í Fagradal eins og á flestum
öðrum bæjum í Breiðdal. Upp frá
þessu lagðist fjárbúskapur af í
Fagradal, því ekki var tekið aftur fé á
bæinn. Aðalsteinn var ekki víðförull
maður, raunar fór hann í fyrsta
skipti á ævinni til Reykjavíkur þegar
hann var kominn á áttræðisaldur og
þurfti að leita sér lækninga vegna
blindu á öðru auga. Það vakti athygli
samferðamanna hans í þeirri ferð að
hann þekkti staði og kennileiti á leið-
inni ekki síður en þeir sem fara þessa
leið oft á ári, þarna nýttist honum
lestur bóka og gott minni. Því miður
þvarr sjónin fljótlega á hinu auganu
og síðustu árin var Aðalsteinn blind-
ur. Það var þessum víðlesna og fróð-
leiksfúsa manni mikil raun, en hann
bætti sér það að nokkru upp með því
að hlusta á útvarp, þannig gat hann
fylgst með fréttum og jafnframt sval-
að fróðleiksþörf sinni. Hann hélt
fullri andlegri reisn til hinstu stund-
ar og minnið var óbrigðult. Gestrisni
heimilisfólksins í Fagradal var og er
rómuð og víst er að það voru Aðal-
steini sem og öðrum á heimilinu
gleðistundir þegar tekið var á móti
gestum, jafnt háum sem lágum. Að-
alsteinn kvæntist ekki og eignaðist
ekki börn en börn löðuðust alla tíð að
honum enda var hann einstaklega
barngóður, af því getur fjöldi barna
sem dvöldu í Fagradal um lengri eða
skemmri tíma sagt fagrar sögur.
Fyrir rúmum tveimur árum tók
heilsu Aðalsteins að hraka og upp frá
því dvaldi hann á sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum. Þar leið honum vel en
hugurinn var jafnan heima í Fagra-
dal og hjá Auði systur hans og fjöl-
skyldu hennar. Aðalsteinn lést á Eg-
ilsstöðum sunnudagskvöldið 25.
mars, nýorðinn 84 ára.
Ég kveð góðan vin með söknuði og
bið honum blessunar um leið og ég
þakka honum hlýhug og vinsemd
sem hann sýndi mér alla tíð frá
fyrstu kynnum okkar.
Hákon Hansson.
Nokkur orð við leiðarlok Alla vin-
ar míns. Sumarið 1963 var mér, þá
átta ára, komið í sveit í Fagradal í
Breiðdal. Þar bjuggu sæmdarhjónin
Stefán Stefánsson og Jónína Sigurð-
ardóttir og synir þeirra þrír, Alli
þeirra elstur. Ekki hefði verið hægt
að gera betur við ungan dreng en þar
var gert við mig, enda urðu sumrin
átta sem ég dvaldi í Fagradal. Ekki
síst var dýrmætt að fá að vera þátt-
takandi í öllu því fjölmarga sem á
þeirri tíð gerðist á sveitaheimili. Það
og fleira var dekur í jákvæðri merk-
ingu, því oft var áreiðanlega frekar
töf af því en gagn að leyfa dreng-
hnokka að ganga með í flest störf.
Þar var Alli engin undantekning,
glaðsinna, fjörugur og barngóður.
Þessum eiginleikum hélt hann allt til
æviloka. Í mörg ár var langt á milli
samvista okkar Alla en alltaf tengsl
um síma, jólakort o.fl. Hann var eins
og bræður hans, alltaf á sínum stað,
tiltækur þegar uppteknum ungum
manni hentaði að hafa samband eða
koma í heimsókn. Alltaf var til nægur
tími, vinátta Alla þekkti ekki klukku
eða tímaskort, hún einfaldlega var til
staðar. Honum var í blóð borið það
eðli að finnast sælla að gefa en þiggja
og gerði afar litlar kröfur til verald-
legra gæða í eigin þágu. Fjárglöggur
var hann, natinn við umhirðu dýra og
náttúru og vinnuþjarkur mikill við öll
búskaparstörfin. Þegar ég sneri aft-
ur heim til Austurlands fyrir hálfu
þrettánda ári urðu fundirnir fleiri, en
hefðu gjarnan mátt vera enn tíðari.
Berjatínsla hefur síðan verið fastur
punktur í tilveru fjölskyldu minnar
ár hvert. Engin ber jafnast á við ber-
in í Fagradal og helst ekki hægt að
tína þau annars staðar. Þessum ferð-
um sem öðrum þangað fylgja veislu-
höld í mat og drykk, ekki síst með
þarfir barnanna í huga. Síðastliðin
tvö ár hefur Alli dvalið á sjúkrahús-
inu á Egilsstöðum, vinnustað mínum,
og við því oft hist. Ekki var hann
kröfuharður við strákinn þar, en hins
vegar afar þakklátur fyrir allt sem
fyrir hann var gert. Iðulega sendi
hann mig heim með nokkra mola til
að færa börnunum. Oft talaði hann
um gæsku þeirra sem önnuðust hann
á sjúkrahúsinu og í þeirra hópi eign-
aðist hann einlæga vini. Alli naut
ekki skólagöngu að marki, fremur en
margur á þeirri tíð, en las feiknin öll
og var um margt fróður. Það var því
jafnvel enn meiri missir en ella er
sjónin gaf sig meir og meir en því tók
hann af æðruleysi. Hin síðari árin gat
hann ekkert lesið og hans mikla
tryggð við útvarpið, „gömlu gufuna“
jókst enn. Áhugi hans á mönnum og
málefnum hélst alveg fram á síðasta
dag. Tryggur sínu lífsstarfi sem
bóndi hlustaði hann á veðurskeytin
að kvöldi síns hinsta dags. Ég er þess
viss að þar er birtutíð sem Alli er nú,
bið minningu hans blessunar og er í
huga mér hjá bræðrum hans, systur
og öðrum ættingjum og vinum.
Pétur Heimisson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.