Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 59

Morgunblaðið - 06.04.2001, Page 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 59 LÍFFRÆÐIFÉLAG Íslands stend- ur fyrir ráðstefnu laugardaginn 7. apríl um innfluttar tegundir og stofna plantna og dýra. Fjallað verður um efnið á breiðum grund- velli af helstu sérfræðingum lands- ins á þessu sviði. Lögð er áhersla á að bæði fræðileg og hagnýt sjón- armið tengd innflutningi tegunda komi fram, segir í fréttatilkynn- ingu. Meðal þess sem fjallað verður um eru þarfir atvinnulífsins fyrir inn- flutning tegunda, áhrif framandi stofna og tegunda á villta stofna dýra og plantna, sjúkdómshætta tengd innflutningi, notkun inn- fluttra tegunda til líffræðilegrar stjórnunar í gróðurhúsum, og laga- umhverfið hvað þetta varðar hér á landi. „Í ljósi umræðu undanfarinna missera, t.d. um innflutning fóst- urvísa og laxa, og breytts lagalegs umhverfis hér á landi telur stjórn Líffræðifélagsins að full þörf sé á ráðstefnu sem þessari og er það von stjórnarinnar að ráðstefnan stuðli að málefnalegri umræðu um þetta mikilvæga mál,“ segir ennfremur. Nálgast má dagskrá ráðstefnunn- ar á vefslóðinni: http://notendur.- centrum.is/~biologia/. Ráðstefnan verður haldin í Nor- ræna húsinu nk. laugardag og hefst stundvíslega kl. 9 og lýkur kl. 18. Aðgöngugjald er 500 kr. og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ráðstefna um innfluttar tegundir DR. GUNVOR Andersson pró- fessor heldur opinberan fyrirlest- ur laugardaginn 7. apríl kl. 14.15 í Lögbergi, stofu 101, í boði félagsráðgjafar við Háskóla Ís- lands og Endurmenntunarstofn- unar HÍ. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber yfirskrift- ina „Child welfare and foster care seen from different per- spectives“. Gunvor Andersson er meðal fremstu sérfræðinga á Norður- löndum á sviði rannsókna á fóst- urbörnum, segir í fréttatilkynn- ingu. Hún er stödd hér á landi til að halda fyrirlestra fyrir starfs- fólk í félagsþjónustu sem stundar þriggja anna nám í barnavernd- arstarfi við Endurmenntunar- stofnun HÍ. Gunvor Andersson er prófess- or í félagsráðgjöf við Háskólann í Lundi. Hún er höfundur fjöl- margra greina og bókakafla og starfaði um árabil sem klínískur sérfræðingur að málefnum barna og fjölskyldna í félagsþjónustu. Hún hefur m.a. stundað lang- tímarannsóknir á fóstri barna ut- an heimilis og athugað þau mál frá sjónarhóli barnanna, fóstur- foreldra, foreldra og starfs- manna. Hún hefur fjallað mikið um nauðsyn þess að skoða barna- verndarmál frá sjónarhóli barn- anna sjálfra og um þarfir og rétt- indi ungra barna sem barna- verndaryfirvöld hafa afskipti af. Í fyrirlestrinum mun prófessor Andersson ræða um fóstur barna og hvernig það hefur birst í rann- sóknum hennar frá ólíkum sjón- arhólum. Hún leggur sérstaka áherslu á rödd barnsins þar sem m.a. er byggt á umfjöllun í nýrri bók hennar um efnið. Fyrirlesturinn er opinn öllum sem áhuga hafa á málefninu en hann á einkum erindi við fagfólk, foreldra og aðra sem vilja fylgj- ast með rannsóknum og nýjustu sjónarmiðum í fósturmálum og barnavernd. Opinber fyrirlestur um fósturmál og velferð barna EFNT verður til páskaeggjaleitar við grásleppuskúrana á Ægisíðu laugar- daginn 7. apríl kl. 15. Þetta er annað árið í röð, sem stjórn félags sjálfstæð- ismanna í Nes- og Melahverfi efnir til slíks fagnaðar fyrir börn. Félagar úr Lúðrasveit Reykjavíkur leika nokkur lög áður en leitin hefst. Páskeggjaleitin fer þannig fram, að börnin leita að eggjum, fagurlega skreyttum límmiðum, og fá súkkul- aðiegg í kaupbæti. Í fréttatilkynningu segir að hverfafélagið þakki rausnar- lega gjöf frá Nesbúinu ehf. á Vatns- leysuströnd sem gefur 350 harðsoðin hænuegg til leitarinnar. Þá eru þátt- takendur minntir á að koma með körfur, fötur eða önnur áhöld undir eggin. Páska- eggjaleit á Ægisíðu KVÖLDVAKA með blandaðri dagskrá verður í Skriðuklaustri í Fljótshlíð laugardagskvöldið 7. apríl. Sigurður Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri, sýnir lit- skyggnur frá L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi og segir frá heimsókn sinni þang- að síðasta sumar. Hrefna Róbertsdóttir sagn- fræðingur segir frá austfirsk- um vefurum og ullarvinnslu á 18. öld. Þá mun Muff Wurden tónlistarkennari flytja tónlist frá ýmsum löndum. Skúli Björn Gunnarsson for- stöðumaður les kvæði sem fjalla um Fljótsdalinn eða Fljótsdælinga. Dagskráin hefst kl. 20.30 og aðgangseyrir er 500 kr. Klaust- urkaffi verður opið í tengslum við kvöldvökuna. Kvöldvaka í Skriðu- klaustri ÞÝSKA menningarmiðstöðin Go- ethe-Zentrum efnir til námskeiðs í þýsku fyrir framhaldsskólanemend- ur frá 12. apríl til 6. maí. Á námskeið- inu verður lögð áhersla á þá grunn- þætti þýskrar málfræði sem kenndir eru í framhaldsskólunum og mikið reynir á í prófum. Alls verða kenndar 14 stundir. Miðað er við að þátttakendur verði ekki fleiri en 12. Þátttökugjald, kr. 12.000, greiðist fyrir eða í fyrsta tíma. Kennari er Guðmundur V. Karlsson. Þátttakendur skrái sig í Goethe- Zentrum milli kl. 15 og 18 til laug- ardags 7. apríl eða með tölvupósti, goethe@simnet.is. Þýskunámskeið fyrir framhaldsskólanemendur LÝST er eftir vitnum að umferðar- óhappi er varð á bifreiðaplani við hús nr. 6 í Hraunbergi, þriðjudaginn 3. apríl kl.15.08. Þarna mun blárri fólksbifreið af gerðinni Subaru station hafa verið ekið utan í tvær bifreiðir, bláa fólksbifreið af gerðinni Mazda 323 og gráa fólksbifreið af gerðinni Mitsubishi Pajero. Tjón- valdur ók síðan af vettvangi. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Ekið á Toyota-bifreið í Bláfjöllum Miðvikudaginn 4. apríl 2001 var ekið á bifreiðina R-72077, sem er Toyota Corolla, fólksbifreið, rauð að lit. Atvikið átti sér stað í Bláfjöllum á milli kl. 15 og 16. Vitni að atvikinu, svo og tjónvaldur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum NEMENDUR blómaskreytinga- brautar Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða á ferðinni í Kringlunni laugardaginn 7. apríl. Þar ætla þeir að vera með sýni- kennslu í blómaskreytingum frá kl. 11 til 17 fyrir framan ÁTVR á jarð- hæð, og fræða gesti Kringlunnar um námið á brautinni og kynna opið hús í skólanum sem nemendur standa fyrir á sumardaginn fyrsta, 19. apríl, og laugardaginn 21. apríl. Þar verður m.a. blómasýning á vegum blóma- skreytingabrautar. Blómaskreyt- ingar í Kringlunni VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð í Reykjavík boðar til rabb- fundar um Félagsþjónustu Reykja- víkur laugardaginn 7. apríl nk. klukkan 11 í Hafnarstræti 20. Framsögumaður verður Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Þró- unarsviðs Félagsþjónustunnar. Að loknu erindi Sigríðar verða almenn- ar umræður undir stjórn Sigríðar Stefánsdóttur. Heitt verður á könn- unni og allir eru velkomnir. Rabbfundur VG um félags- þjónustuna Innnes ekki eitt af eigendum Í frétt sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt far- ið með að Innnes væri eitt af eig- endum Birtingarhússins. Hið rétta er að til stóð að fyrirtækið tæki þátt í stofnun þess en af því varð ekki. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT FÉLAG lungnalækna gengst fyrir sérstakri dagskrá fyrir heilbrigðis- starfsfólk, um GOLD, alþjóðlegt átak gegn langvinnum lungnateppu- sjúkdómum og stöðu þeirra hér á Ís- landi á lungnadeginum 6. apríl í Listasafni Reykjavíkur kl. 17.30. Í fréttatilkyningu segir: „Tíðni langvinnra lungnateppusjúkdóma (COPD) hefur vaxið ört á undan- förnum árum. Þeir eru meðal þeirra fáu sjúkdóma sem valda vaxandi dánartíðni og ef fram heldur sem horfir verða langvinnir lungnateppu- sjúkdómar ein algengasta dánaror- sökin á upphafsáratugum þessarar aldar. Talið er að 16.000 til 18.000 Ís- lendingar þjáist af langvinnum lungnateppusjúkdómum. Reykingar eru ásamt vaxandi mengun algeng- asta orsök þessara illvígu sjúkdóma, en um 80-90% þeirra sem þjást af þeirra völdum eru reykingamenn. Aukna dánartíðni af völdum lang- vinnra lungnateppusjúkdóma má að- allega rekja til þess að aldurinn er að færast yfir stóra árganga reykinga- fólks, fætt á árunum 1950 til 1965. Langvinnir lungnateppusjúkdóm- ar stafa af takmörkun loftflæðis um lungu, vegna lungaþembu eða lang- varandi berkjubólgu eða beggja sjúkdóma í senn. Þeir hafa stundum verið nefndir „gleymdu sjúkdómarn- ir“ sökum þeirrar hlutfallslega litlu athygli sem þeir hafa almennt notið í gegnum tíðina.“ Íslenski lungnadagurinn er í dag Lungnasjúkdómar færast í vöxt Í NORRÆNA húsinu er síðasti dag- ur kynningar á menningu frá Norð- urbotni í Svíþjóð. Föstudagur Kl. 20 verður bókmenntadagskrá með yfirskriftinni „Landamæralaus- ar norðurslóðir“. Einnig verður opnuð sýning á bók- um frá Norðurbotni og kynning á rit- höfundinum Eyvind Johnson. Sýningin stendur til sunnudags. Norður- botnsdagar JÓHANNA Gunnlaugsdóttir, Örk, opnar sýningu á verkum sínum í dag, föstudaginn 6. apríl, kl. 18 í Hár- og sýningahúsinu Unique á Laugavegi 168, Brautarholtsmegin. Þema sýn- ingarinnar er hugurinn. Sýningin stendur 27. apríl. Sýnir í Unique ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.