Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 64

Morgunblaðið - 06.04.2001, Side 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Atla Mar og Ludvig And- ersen koma í dag. Arn- arfell Bakkafoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Oz- ernica og Vasily Zaytev komu í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 páskabingó, rjómavöffl- ur með kaffinu, söng- stund með Magnúsi Randruip við hljóðfærið. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 13 opin smíðastofan, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opn- ar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Félags- vist í dag kl. 13.30. Ferð á Þingvöll þriðjudaginn 10. apríl, Komið við í Eden, Hveragerði, á heimleið. Lagt af stað kl. 13. Tilkynnið þátt- töku fyrir 9. apríl. Skráning í síma 568- 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugard. Jóga kl. 13.30– 14.30 á föstud. í dval- arheimilinu Hlaðhömr- um. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opin kl. 9.45 leikfimi kl. 13.30 göngu- hópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Tréútskurður í Flens- borg kl. 13, myndmennt kl. 13, brids kl. 13:30 Sigurbjörn Kristinsson verður með mál- verkasýningu í Hrauns- eli fram í maí. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB nk. miðvikudag 11. apríl–11.30. Panta þarf tíma. Dagana 27.–29. apríl 3ja verður daga ferð á Snæfellsnes. Gististaður: Snjófell á Arnarstapa. Áætlað að fara á Snæfellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hell- issand og Djúpalóns- sand. Einnig verður litið á slóðir Guðríðar Þor- bjarnardóttur. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. Skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Upplýs- ingar í síma 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjallað. Páskabingó kl. 14. Í kaffitímanun kemur karlakórinn Kátir karl- ar, veisluhlaðborð. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia, kl. 13.30 stund við píanó- ið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í að- alsal. Sýning á vatns- litamyndum (frum- myndum) eftir Erlu Sigurðardóttur úr bók- inni „Um loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius verð- ur frá 30. mars til 4. maí alla virka daga frá kl. 9– 16.30. Allir velkomnir. Föstudaginn 6. apríl kl. 14 verður sýndur dömu- fatnaður frá Sissu á Hverfisgötu, kynnir Arnþrúður Karlsdóttir. Dansað undir stjórn Sigvalda. Veislukaffi. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Muni gönguna mánudag og fimmtudag. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (ca 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl. 15–17 á Geysir, Kakóbar, Að- alstræti 2. (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélag Íslands: Gönguferð um Laug- ardalinn laugardaginn 7. apríl kl. 11 frá húsa- kynnum félagsins í Ár- múla 5. Þægileg klukku- tímaganga sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með og sér um létta upphitun og teygj- ur. Allir velkomnir. Ekkert gjald. Nánari upplýsingar í síma 530 3600. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, s. 487- 5828. Á Flúðum: hjá Sól- veigu Ólafsdóttur, Versl. Grund, s. 486- 6633. Á Selfossi: í versl- uninni Íris, Austurvegi 4, s. 482-1468 og á sjúkrahúsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Ár- vegi, s. 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Odda- braut 20, s. 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bóka- búð Keflavíkur, Penn- anum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Íslands- pósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum- Eymundssyni, Strand- götu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu LHS, Suð- urgötu 10, s. 552-5744, 562-5744, fax 562-5744, Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16, s. 552- 4045, hjá Hirti, Bón- ushúsinu, Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi, s. 561- 4256. Í dag er föstudagur 6. apríl, 96. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og Móse skrifaði upp kvæði þetta þann hinn sama dag og kenndi það Ísraelsmönnum. (5. Mós. 31, 22.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Víkverji skrifar... SKÝRSLA samkeppnisráðs umgrænmetismarkaðinn er ótrúleg og á köflum reyfarakennd lesning. Eftir lestur hennar er Víkverja til efs að jafnfrekleg atlaga hafi verið gerð að hagsmunum íslenzkra neyt- enda og þar er lýst. Fyrirtæki, sem Víkverji hélt í einfeldni sinni að væru málsvarar viðskiptafrelsis og sam- keppnissjónarmiða, reynast hafa ástundað verðsamráð, þegið greiðslur fyrir að veita keppinautum ekki samkeppni o.s.frv. Hvar sem Víkverji kemur hittir hann öskureiða neytendur, sem harma að hafa látið grænmetiseinokunarhringinn níðast á sér árum saman. Flestum kemur þó saman um að það sé lán neytenda í öllu óláninu að forsvarsmenn fyr- irtækjanna hafi verið nógu einfaldir til að skrá allt svindlið og svínaríið samvizkusamlega í fundargerðir og minnisblöð, sem nú tala sínu máli. x x x ÞAR sem Víkverji stóð við græn-metisborðið í Nýkaupi eftir að hafa lesið skýrslu samkeppnisráðs var honum skapi næst að kaupa ekki svo mikið sem eina baun. Neytendur vita nú, að það eru yfir 90% líkur á því, ef þeir kaupa grænmeti eða ávexti, að andvirðið renni til fyrir- tækjanna sem hafa árum saman haft af þeim fé með því að hindra sam- keppni. Grænmetisbændurnir hafa frekar hent tómötunum, gúrkunum og kartöflunum en að láta neytendur hafa þessar vörur á lágu verði. En Víkverji veit líka að grænmeti er hollt, þannig að hann keypti lauk, sveppi og salat og las yfir hausamót- unum á dóttur sinni við kvöldverð- arborðið, að hún ætti að vera dugleg að borða grænmetið. Sem betur fer er stúlkan ekki komin á þann aldur að geta gripið til þeirra röksemda að hún vilji ekki styrkja einokunar- starfsemi með því að borða afurðir hennar. En þegar þar að kemur von- ar Víkverji að ástandið á grænmet- ismarkaðnum verði breytt. x x x VÍKVERJI er þeirrar skoðunarað ekki hafi einasta verið okrað á neytendum, heldur hafi íslenzki grænmetishringurinn staðið sig afar illa í því að tryggja neytendum jafnt framboð á ýmsum vörum. Þetta á ekki sízt við um innflutta vöru, en þrátt fyrir ofurtollana eru nú engin opinber innflutningsbönn lengur á grænmeti. Víkverji hefur stundum hringt eða farið í nánast allar mat- vörukeðjurnar á höfuðborgarsvæð- inu, auk sælkera- og blómabúða, til að leita að sjálfsögðum hráefnum á borð við ferskt spínat eða nýtt rósm- arín. Oft hefur niðurstaðan orðið sú, að varan væri ekki til á landinu og þá hefur stundum þurft að breyta áformunum um kvöldmatinn. En einokunarhringir hafa auðvitað ekki frekar hvata til að tryggja gott úrval en hagstætt verð. x x x MARGIR neytendur spyrjaþeirrar spurningar, hvort í öðrum geirum framleiðslu og dreif- ingar neytendavara viðgangist sömu viðskiptahættirnir og nú hefur verið flett ofan af á grænmetismarkaðn- um. Auðvitað er ástandið á græn- metismarkaðnum að mörgu leyti ein- stakt, þar sem innlend framleiðsla er vernduð með ofurtollum, sem hafa svo aftur orðið til þess að fyrirtæki innlendra framleiðenda hafa náð tökum á nánast öllum innflutningn- um líka. En séu einhvers staðar stjórnendur fyrirtækja, sem hugsa eins og grænmetisfurstarnir, hefur ákvörðun samkeppnisráðs vonandi ýtt við þeim. Víkverji vonar að séu þeir til taki þeir frekar upp nýja við- skiptahætti en að þeir setji skjala- safnið í pappírstætarann. TIL þess að útrýma einelti þarf að ráðast að rót vand- ans, fólk sem er lagt í ein- elti, með beinum eða óbein- um hætti, leggur aðra í einelti með beinum eða óbeinum hætti. Láglauna- fólk er lagt í einelti, ellilíf- eyrisþegar og öryrkjar eru lagðir í einelti. Þau eru öll fangar sinna launakjara, sem eru herfilega léleg. Það þarf að fjórfalda laun verkafólks hér á landi, fimmfalda ellilífeyri og sex- falda örorkulífeyri, ef þetta einelti sem er rót margra vandamála á að verða út- rýmt úr okkar tekjuháa landi. Danir hafa sömu þjóðartekjur og við, en verkafólk þar er töluvert hærra í launum en verka- fólk hér, þá ekki síður elli- lífeyrisþegar og öryrkjar. Ríkisstjórn okkar þarf að leiðrétta þetta strax og þá er einelti útrýmt úr okkar þjóðfélagi. Virðingarfyllst, Verkamaður í Eflingu. Fjölmiðlamenn (karl- ar og konur auðvitað) MÉR finnst þið spilla mál- vitund fólks hvað varðar notkun á orðinu stúlka, þegar barn á hlut í fréttum, og aðrir apa það svo eftir, því þið náið til flestra. Það er alveg sérstaklega óhugnanlegt að í fréttum af kynferðislegri misbeitingu á barni er sífellt talað um að stúlku, ef barnið sem fyrir henni verður er kvenkyns. Eruð þið vísvitandi að eyða orðinu telpa úr íslensku máli? Hér áður fyrr eign- uðust foreldrar drengi og eða telpur og voru þau skráð sem slík í fæðingar- bækur, það ég best veit. Nú tilkynna a.m.k. bæjarblöðin sem ég les fæðingar drengja og stúlkna. Í bóka- búð sá ég skírnarkort sem voru merkt stórum stöfum eftir kyni, drengur/stúlka. Er íslenskt mál ekki nógu skýrt? Athugum þessi orð í íslensku orðabókinni, drengur er karlkynsbarn, telpa er kvenkynsbarn, stúlkubarn. Piltur er ungur karlmaður, stúlka er ungur kvenmaður. Íslenskufræð- ingar, á að láta það af- skiptalaust að eitt orð, stúlka, sé notað yfir kven- kynið frá fæðingu og til þess tíma er orðið kona hæfir? Virðingarfyllst, Guðlaug S. Karvelsdóttir. Fyrirspurn til RÚV KONA vill gera fyrirspurn til RÚV í sambandi við dag- skrána, hvort hægt væri að sýna yfir páskana hina stórbrotnu og undurfallegu kvikmynd um Jesú frá Nasaret eftir frásögn Willi- ams Barclay, sem Franco Zeffirelli stjórnaði og Vinc- enzo Labella framleiddi. Ég mæli örugglega fyrir munn margra sem þrá að sjá þessa mynd og er þá nokkur tími betri en á páskunum, upprisuhátíð frelsarans? Ég skora á sjónvarpið að verða við þessari ósk og sýna þessa ógleymanlegu mynd – það verður enginn svikinn af henni. Stöndum saman ÉG veiktist og var um tíma frá vinnu. Þá fékk ég frá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur sjúkra- greiðslur. Núna er ég að borga skatta af þeim. Finnst mér þetta óréttlátt, því ég var búinn að borga iðgjald í þetta félag. Ég vinn fyrir lágum launum og búið er að taka af alla auka- vinnu. Þetta kemur sér því afar illa fyrir mig núna. Störf verkamanna eru lítils metin nú til dags og margir sem eru á þessum lágu launum eiga erfitt með að láta enda ná saman. Formaður Samtaka gegn fátækt hefur bent réttilega á hversu kröpp kjör stór hópur fólks býr við. Stönd- um með þeirri góðu konu, sem er talsmaður þeirra sem minna mega sín og missa af góðærinu hinu mikla. Sævar. Tapað/fundið Stór koparnæla tapaðist STÓR koparnæla tapaðist á leiðinni frá Gerðubergi að Nóatúni í Hólagarði fyrir stuttu. Skilvís finandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 557-2137. Dýrahald Tómas er týndur TÓMAS er bröndóttur inniköttur með bláa hálsól með nafni og símanúmeri. Tómas hvarf frá Rima- hverfi í Grafarvogi þriðju- daginn 26. mars sl. Ef ein- hver veit um ferðir Tómasar, vinsamlegast lát- ið Rikka vita í síma 863- 0180 eða 557-2549. Fundar- laun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Útrýmum einelti 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 skipa fyrir, 4 álkan, 7 læsir, 8 fugl, 9 umfram, 11 horað, 13 grenja, 14 trylltur, 15 sleipur, 17 grannur, 20 lemja, 22 hljóðfærið, 23 op, 24 geta neytt, 25 róta. LÓÐRÉTT: 1 trjástofn, 2 árnar, 3 siga, 4 vonda byssu, 5 náðhús, 6 híma, 10 mergð, 12 verkfæri, 13 snák, 15 helmingur, 16 sér, 18 mannsnafn, 19 illa, 20 venda, 21 tunnur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 marbakkar, 8 endur, 9 læður, 10 gil, 11 gyðja, 13 armur, 15 kæsir, 18 urgur, 21 ónn, 22 skömm, 23 nesti, 24 rummungur. Lóðrétt: 2 andúð, 3 borga, 4 kalla, 5 auðum, 6 berg, 7 hrár, 12 Jói, 14 rór, 15 kost, 16 skötu, 17 rómum, 18 unn- in, 19 gistu, 20 reif.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.