Morgunblaðið - 06.04.2001, Qupperneq 65
DAGBÓK
ÞAÐ er heiður að vera til-
nefndur til Óskarsverð-
launa, en hitt þykir ekki jafn
eftirsóknarvert að fá tilnefn-
ingu fyrir mesta heppnisspil
Íslandsmótsins. Ónefndur
spilari Íslandsmótsins um
síðustu helgi fékk slíka til-
nefningu fyrir tígulslemmu
sína í eftirfarandi spili úr
fimmtu umferð.
Austur gefur; NS á hættu.
Áttum snúið.
Norður
♠ G983
♥ 5
♦ 108
♣ KG9754
Vestur Austur
♠ 10654 ♠ D7
♥ 9763 ♥ KDG102
♦ 642 ♦ 975
♣ D10 ♣ Á86
Suður
♠ ÁK4
♥ Á84
♦ ÁKDG3
♣ 32
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 hjarta Dobl
3 hjörtu Dobl Pass 6 tíglar
Pass Pass Pass
Í anda Bergens hindrar
vestur með stökki í þrjú
hjörtu og norður stenst ekki
mátið að svardobla út á
skiptinguna, þrátt fyrir
nokkurn punktaskort. Suð-
ur sá fyrir sér einspil í
hjarta hjá makker og stuðn-
ing við hina litina og stökk í
sex tígla.
„Jæja, makker minn,“
sagði norður þunglyndislega
þegar hann lagði upp blind-
an, því þetta var ekki sú þró-
un sagna sem hann var að
vonast eftir. Vestur kom út
með hjarta og slemman spil-
ar sig sjálf, enda vinnst hún
því aðeins að austur sé með
Dx í spaða. Tvö hjörtu eru
stungin í borði og síðan er
spaðadrottningin felld,
svínað fyrir spaðatíu og laufi
hent – 1370.
Norður var lengi að átta
sig á því að spilið stæði og
AV hristu höfuðið yfir þessu
dæmafáa óréttlæti. Hið
merkilega er að slemman er
óhnekkjandi með hvaða út-
komu sem er – jafnvel
trompi. Sagnhafi verður að
drepa heima og spila laufi á
gosann. Ef austur tekur
með ás og trompar aftur út
verður hægt að fría laufið
með trompun og komast síð-
an inn á spaðagosa síðar. Og
ekki má austur heldur gefa
laufgosann, því þá er nóg að
stinga eitt hjarta.
Fróðir menn telja að
þetta spil sé mjög líklegur
kandídat fyrir „Grísinn“.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag 8. apríl
verður fimmtugur Geir H.
Haarde, fjármálaráðherra
og varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins. Af því tilefni
taka hann og kona hans,
Inga Jóna Þórðardóttir,
borgarfulltrúi, á móti gest-
um á Grand Hótel Reykja-
vík á morgun, laugardag, kl.
17–19.
60 ÁRA afmæli. Sl. mið-vikudag, 4. apríl,
varð sextugur Jóhannes
Karlsson, Digranesvegi 20,
Kópavogi. Hann og eigin-
kona hans, Sigrún Jónsdótt-
ir, taka á móti ættingjum og
vinum í félagsheimili Hesta-
mannafélagsins Gusts við
Álaland í Kópavogi í kvöld,
föstudaginn 6. apríl, kl.
20–1.
LJÓÐABROT
KOSSAVÍSUR
Ljúfi! gef mér lítinn koss,
lítinn koss af munni þínum!
Vel ég mér hið vænsta hnoss –
vinur, gef mér lítinn koss!
Ber ég handa báðum oss
blíða gjöf á vörum mínum.
Ljúfi! gef mér lítinn koss,
lítinn koss af munni þínum!
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti,
fæ mér nesti fram á stig –
fyrst ég verð að kveðja þig.
Vertu sæll! og mundu mig,
minn í allri hryggð og kæti!
Kossi föstum kveð ég þig,
kyssi heitt mitt eftirlæti.
Jónas Hallgrímsson
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbarn dagsins: Þú ert
mikil tilfinningavera en um
leið framtakssamur og skap-
andi og dregur fólk að þér en
þarft stundum að hafa hemil
á skapi þínu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú er það þolinmæðin sem
gildir því það myndi aðeins
flækja hlutina að fara að vera
með einhvern bægslagang.
Nú er rétt að staldra við og
bíða færis.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú átt auðvelt með að lesa í
tilfinningar annarra en þarft
að gæta þess að blanda þér
ekki um of í þeirra mál. Það
getur gert illt verra.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt í mesta basli með að
koma réttum skilaboðum á
framfæri við samstarfsmenn
þína. Taktu þér hlé og skipu-
leggðu málin upp á nýtt frá a
til ö.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hratt flýgur stund þegar
gaman er en það er alltaf
hyggilegt að hægja á og gera
sér glögga grein fyrir ástand-
inu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það getur reynst erfitt að
losa sig við gamla siði jafnvel
þótt þeir reynist manni dýr-
keyptir. Brjóttu upp á ein-
hverju nýju á heimavígstöðv-
unum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert á góðu skriði þessa
stundina og það eina sem þú
þarft að hafa auga á er að
ganga ekki yfir samstarfs-
menn þína sem fara hægar
yfir en eru samt á sömu leið
og þú.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að venja þig af þess-
um stöðugu áhyggjum sem
þú hefur af öllum sköpuðum
hlutum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þótt þér leiðist misvitrir sam-
ferðamenn skaltu sýna þeim
umburðarlyndi því þeir eiga
líka sinn stað í tilverunni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er engin ástæða til þess
að láta hugfallast þótt eitt-
hvað taki í um stund. Öll él
birtir upp um síðir og það á
við um þig eins og aðra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vandi fylgir vegsemd hverri
og um leið og þú ert stoltur
yfir því að vera valinn til for-
ystu þarftu að gæta þess að
aðrir njóti sín líka.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Stundum er það svo að aðrir
reyna að skipuleggja lífið fyr-
ir mann og þá út frá sínum
sjónarhól.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þótt allt virðist vera í góðum
gír er alltaf hollt að skyggna
hlutina vandlega og ganga úr
skugga um að þeir séu í raun
það sem þeir sýnast vera.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
STAÐAN kom upp á Amber-
mótinu sem lauk fyrir
skömmu í Mónakó. Margir af
fremstu skákmönnum heims
tóku þátt í mótinu. Þótt Ljub-
omir Ljubojevic (2566) teljist
ekki lengur á meðal þeirra
teflir hann á hverju ári í
þessu ofurmóti. Það
er fengur að þátttöku
hans þar sem fyrir ut-
an þetta mót teflir
hann sáralítið. Í stöð-
unni hafði hann svart
gegn Boris Gelfand
(2712) og tókst þeim
síðarnefnda að
klekkja á júgóslav-
neska refnum. 19.
Rxe6! fxe6 20. Dg4
e5 21. De6+ Kh8 22.
Dg6! Kg8 23. Bxe5!
og svartur gafst upp.
Eins og flestir skák-
áhugamenn vita eru í
Amber-mótinu tefldar bæði
atskákir og blindskákir.
Samanlögð lokastaða móts-
ins varð þessi: 1.–2. Vladimir
Kramnik og Veselin Topalov
15 vinninga af 22 mögulegum
3. Viswanathan Anand 13½
v. 4. Alexei Shirov 11½ v.
5.–6. Peter Leko og Boris
Gelfand 11 v. 7. Jeroen Piket
10½ v. 8.–9. Zoltan Almasi og
Ljubomir Ljubojevic 9½ v.
10.–11. Vassilí Ivansjúk og
Anatoly Karpov 9 v. 12. Loek
Van Wely 7½ v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Með morgunkaffinu
Ég tek ÞENNAN.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Aldrei meira úrval af nýjum
brúðarkjólum
Allir fylgihlutir, undirföt o.fl.
Ítölsk föt fyrir herra
FATALEIGA GARÐABÆJAR
sími 565 6680
Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14.
Neðst á Skólavörðustíg
Glæsileg
hönnun
frá
Fallegar kápur
stuttar og síðar
þykkar og
þunnar
Úrval af yfirhöfnum
á góðu tilboðsverði
Opið laugardaga
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2001 65