Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 16. landsþing ITC Þjálfun í samskiptum Á MORGUN hefstsextánda lands-þing ITC (Inter- national training in comm- unication) í félagsheimili Kópavogs í Fannborg 2 í Kópavogi. Þingsetning verður klukkan 19 en þá mun Guðrún Olgeirsson, forseti landssamtakanna ITC á Íslandi, setja þingið. Þinginu verður fram haldið á laugardag klukkan 9. Jó- hanna Stefánsdóttir er for- maður landsþingsnefndar ITC og hefur ásamt nefnd- inni, forseta og kjörforseta undirbúið þingið. Hún var spurð hvað ætti að fjalla um þar? „Á föstudagskvöldið fer fram kynning þinggesta. Heiðursgestur við þing- setningu er Rannveig Guðmunds- dóttir alþingismaður. Að kvöld- verði loknum flytur frú Marjorie Brokke, varaformaður 3. svæðis, sem einnig er heiðursgestur þingsins, fréttir frá alþjóðasam- tökunum og svarar fyrirspurnum. Þá fer fram ræðukeppni.“ – Hvert er markmið starfs ITC- samtakanna? „Að auka persónulegan þroska og sjálfsöryggi, að bæta samskipti og skilning manna á milli, að efla skipulagshæfni og forystuhæfi- leika og veita þjálfun í fundasköp- um, tillöguflutningi og tímastjórn- un. Einnig er markmiðið að veita þjálfun í raddbeitingu, upplestri og ræðumennsku. Þá er reynt að efla orku sem býr í hópvinnu með- al félaga og veita hæfnismat á unn- in verkefni. Aðferðin sem notuð er kalla hrós-leiðbeining-hrós – eða hlh-aðferðin. Þess má geta að mik- ið er lagt upp úr léttleika og gleði á fundunum.“ – Eru margir félagar í ITC á Ís- landi? „Deildir á Íslandi eru nú 11 víða um landið og félagar á bilinu 200 til 250 manns. Það var hugsjón ungrar bandarískrar konu, Ern- estine White, að stofna samtök kvenna sem myndu efla frjálsar og eðlilegar þjóðfélagsumræður með það markmið að þjálfa konur til forystu, þátttöku í ábyrgu þjóð- félagsstarfi, ræðu og ritlist. Hug- sjón hennar rættist þegar ITC- samtökin voru stofnuð í Anaheim í Kaliforníu árið 1938. Nú eru 13 landsþing haldin víðs vegar um heiminn. Fyrir 27 árum tóku þessi samtök til starfa á Íslandi og hétu þá Málfreyjur en með jafnréttis- lögunum 1985 var nafninu breytt í ITC. Sjö karlmenn eru í samtök- unum og starfa þeir allir í ITC- deild Irpu í Grafarvogi Á þinginu á laugardaginn verða auk venjubundinna þingstarfa mjög spennandi fyrirlestrar. Frú Brooke mun annast svokallaða PEP-fræðslu „Performance En- hancement Program“, hún flytur fyrirlestur um þjálfun til betri frammistöðu. Fyrirlestur dr. Sig- urlínu Davíðsdóttur heitir: Tilfinn- ingagreind. Gamansemi í ræðu- flutningi er fræðsla í höndum ITC-félaganna Ingibjargar Vigfús- dóttur og Ásthildar Sigurðardóttur. Að fyr- irlestrunum loknum verður farin óvissuferð. Um kvöldið verður há- tíðarkvöldverður og skemmtidag- skrá. Þá verða úrslit úr ræðu- keppni tilkynnt og útbreiðslu- verðlaun afhent. Loks verður innsetning nýrrar stjórnar. Edda Halldórsdóttir flytur ávarp viðtak- andi forseta. Lokaorð þingsins flytur Guðrún Olgeirsdóttir, nú- verandi forseti ITC á Íslandi.“ – Hver eru tengsl frú Marjorie Brooke við íslensku samtökin? „Hún er tengiliður okkar við stjórn alþjóðasamtaka ITC. Hún situr stjórnarfundi og ber þar upp málefni og miðlar síðan upplýsing- um í deildirnar, m.a. hingað. Að- dragandinn að því að Brooke gekk í ITC í Bretlandi var að vinnuveit- andi hennar benti henni á að fá að- stoð. Hún var hrædd við að tala á fundum og annast kynningar. Hann sagði að hún yrði að breyta þessu. „Til allrar hamingju fann ég ITC,“ sagði frú Brooke. „Og fékk þar stuðning og hvatningu sem ég þurfti til að yfirstíga óttann. – Ójá, ég breyttist heldur betur.“ Nú eru sextán ár síðan Marjorie Brooke gekk í ITC-samtökin. Hún er sem fyrr sagði varaforseti 3. svæðis sem spannar svæðið frá Ís- landi til Suður-Afríku. Hún lauk háskólanámi í ensku og bókmennt- um og hefur áhuga á skapandi skrifum. Hún hefur unnið alþjóð- lega ljóðakeppni ITC í tvígang, ár- in 1995 og 1998. Hún er í samtök- um sem styðja og efla íþróttir í háskólanum Cambridge. Einnig starfar hún í samtökum kvenna sem skipuleggja sérverkefni á Netinu – þjálfunarhóps sem hvet- ur konur til að ná lengra í sínu fagi. Frú Brooke starfar nú sem sérfræðingur í verkefnastjórnun og rekur eigið ráðgjafarfyrirtæki. Hún vinnur einnig að skipulagningu tölvu- verkefna fyrir breska herinn. Áður vann hún fyrir bandaríska olíu- iðnaðinn í 15 ár og starfaði þá í Bandaríkj- unum, Noregi og á Spáni. Marjorie Brokke segir: „Fagleg vinna mín hefur beinst að því að láta það rétta gerast á rétt- um tíma.“ Að lokum vil ég geta þess að stefna ITC er að skapa betri heim í framtíðinni með því að þjálfa menn í samskiptum og betri stjórnun í dag.“ Jóhanna Stefánsdóttir  Jóhanna Stefánsdóttir fæddist í Reykjavík 1932. Hún lauk námi í Kvennaskólanum í Reykjavík 1950 og prófi frá Hjúkrunar- skóla Íslands 1964. Hún lauk hjúkrunarkennaranámi 1979 og sérfræðinámi í geðhjúkrun 1983. Hún hefur starfað við hjúkrun frá 1964 með hléum og frá 1985 sem hjúkrunarframkvæmda- stjóri á geðdeild Landspíala. Hún hefur tekið þátt í félagsmálum, var í handknattleiksdeild KR í mörg og hefur tekið þátt í starfi ITC á Íslandi, nú er hún þing- skapaleiðari í ITC-Fífu í Kópa- vogi. Jóhanna er gift Óttari Kjartanssyni, fyrrverandi deild- arstjóra Skýrr, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Markmiðið er að bæta sjálfsöryggi og skilning manna á milli Stjórnarandstöðuna langar að vita hvaða sólarolíu hæstvirtur forsætisráðherra notar og hvað lím. BIFREIÐ fór út af veginum rétt við Ósvör í Bolungarvík á þriðjudagskvöld og endaði á hvolfi í vatnsrásinni ofan vegar- ins. Tvær stúlkur voru í bifreið- inni en sluppu án teljandi meiðsla. Að sögn lögreglunnar mun ökumaðurinn hafa farið út af bundna slitlaginu sjávarmegin og misst við það vald á bifreið- inni, þannig að hún fór yfir veg- inn og út af honum að ofanverðu. Í fyrstu bárust lögreglunni á Ísafirði óljósar fregnir af slysi einhvers staðar í Óshlíð og var sjúkrabifreið þess vegna send á staðinn. Fór út af við Ósvör ÖRYGGISVÖRÐUR kom að þremur innbrotsþjófum sem voru að reyna að komast inn í flutningabifreið sem stóð við Bíldshöfða í Reykjavík í fyrri- nótt. Tveir þeirra sluppu af vettvangi áður en lögreglan kom á staðinn. Sá þriðji var lát- inn gista fangageymslur lög- reglunnar. Þá voru unnin skemmdar- verk á bifreið í vesturbæ Reykjavíkur þar sem rúður voru brotnar og skorið á dekk og ennfremur brotist inn í bif- reið sem stóð við Skúlagötu. Innbrot í bifreiðir STJÓRNENDUR Íslenskra mat- væla við Hvaleyrarbraut í Hafn- arfirði höfðu fengið frest til 1. febrúar 2002 til að bæta úr eld- vörnum í fyrirtækinu eftir skoðun forvarnardeildar Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins. Hús Íslenskra matvæla skemmdist í eldsvoða síð- astliðinn föstudag og nemur tjón allt að 100 milljónum króna. Eldvarnir fyrirtækisins voru skoðaðar í febrúar sl. og gerðar 10 kröfur um úrbætur. M.a. voru gerðar athugasemdir við að reyk- losunarbúnað vantaði í þak bygg- ingarinnar. Þá var beðið um að björgunaropi yrði komið fyrir í glugga á skrifstofu að austanverðu. Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Hafnarfirði. Sam- kvæmt upplýsingum þaðan er ekk- ert sem bendir til íkveikju í hús- inu. Fengu frest til 1. febrúar 2002 til að bæta úr eldvörnum Ekkert bendir til íkveikju í Íslensk- um matvælum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.