Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÍSLANDSGLÍMAN, elsta og sögu- frægasta íþróttamót Íslandssögunn- ar, fer fram í 91. sinn laugardaginn 5. maí næstkomandi í Íþróttamiðstöð- inni í Grafarvogi og hefst keppni kl. 13:00. Til leiks munu mæta 7 af bestu glímu- mönnum landsins og keppa þeir um hver verður glímukóngur Ís- lands árið 2001. Keppt er um hinn eftirsótta verð- launagrip Grett- isbeltið. Fyrst var keppt um Grett- isbeltið árið 1906 og hefur verið keppt um beltið á hverju ári síðan að undanskildum fimm árum í kringum fyrra stríð. Grettisbeltið er merkasti og sögu- frægasti gripur í gjörvallri íþrótta- sögu Íslands og einnig sá elsti. Hefur það verið farandgripur allt frá upp- hafi og vinnst aldrei til eignar. Sama ólin fylgir beltinu og var á því upp- haflega. Grettisbeltið var smíðað í Reykjavík af Erlendi gullsmiði Magnússyni. Það er úr silfri og er mynstur þess mjög skrautlegt. Að framan er á því kringlóttur skjöldur með andlitsmynd er á að tákna Gretti fornkappa Ásmundarson er var fangbragðakappi mikill eftir því sem saga hans segir. Umhverfis skjöldinn er letrað höfðaletri: „Glímuverðlaun Íslands, Grettir.“ Í hvert sinn og keppt er um skjöldinn er gerður silf- urskjöldur með dagsetningu keppn- innar og nafni sigurvegarans og er skjöldurinn festur á beltið. Alls hefur 30 glímumönnum tekist að sigra í Íslandsglímunni. Ármann J. Lárusson hefur oftast unnið Grett- isbeltið eða alls 15 sinnum og þar af 14 ár í röð. Næstur kemur Sigurður Thorarensen en hann vann beltið 6 sinnum. Fimm einstaklingar hafa unnið beltið 5 sinnum. Þeir eru Sig- urður Greipsson, Guðmundur Ágústsson, Pétur Yngvason, Ólafur Haukur Ólafsson og Ingibergur Sig- urðsson. Ingibergur getur unnið beltið í 6. sinn ef hann sigrar nk. laugardag en hann er glímukóngur Íslands síðastliðin fimm ár. Steingrímur Hermannsson fyrrv. forsætisráðherra verður heiðurs- gestur mótsins og mun afhenda sig- urvegaranum Grettisbeltið. Er það vel við hæfi því í ár eru liðin 80 ár síð- an faðir hans, Hermann Jónasson, varð glímukóngur Íslands. Hermann var afar snarpur og fimur glímumað- ur. Hann samdi og gaf út ritið Glímur árið 1922 þar sem hann gagnrýndi glímulög og dómgæslu glímunnar og lagði fram tillögur til úrbóta af íhygli og yfirvegun. Er rit hans með því merkara sem skrásett hefur verið í þá veru. Sjö glímumenn eru skráðir til leiks á laugardaginn, þeir eru: Ingibergur Sigurðsson, UV, Ólafur H. Kristjáns- son, UV, Pétur Eyþórsson, UV, Sig- urður Nikulásson, UV, Arngeir Frið- riksson, HSÞ, Ólafur Sigurðsson, HSK, og Lárus Kjartansson, HSK. Í fæstum orðum eru keppendur svo jafnir að enginn getur bókað sigur gegn öðrum og engin leið að segja hver sigurstranglegastur er. Allir geta sigrað og allir eru þess verðir að bera titil glímukóngsins. Það er sjaldgæft að hægt sé að segja það um jafn stóran hóp og alla keppendur í Íslandsglímu en þetta er nú stað- reyndin árið 2001. Að Ingibergi frá- töldum hefur enginn keppandi verið skrýddur Grettisbeltinu og nái ein- hver andstæðinga hans að sigra verður hann 31. glímukóngur Ís- lands. Að lokum hvet ég alla til að mæta í Íþróttamiðstöðina í Grafarvogi nk. laugardag kl. 13:00 og fylgjast með spennandi keppni. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort Ingibergi tekst að vinna beltið í sjötta sinn eða hvort nýr glímukóngur verður krýndur. JÓN M. ÍVARSSON, starfsmaður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hver verður glímukóngur? Ís- landsglíman 2001 Frá Jóni M. Ívarssyni: Jón M. Ívarsson ÞAR sem ferðamannastraumur á eftir að aukast jafnt og þétt, þar sem velmegun á jörðinni fer vaxandi finnst mér að það ætti að leggja meira upp úr því að gera þetta land að fögru og heilsteyptu landi, enda er ekki það langt á milli staða á þess- ari eyju okkar, til dæmis er minja- gripasala og önnur ferðmannaþjón- usta á uppleið. Hér gætu verið glerblástursstofur víða um land og víkingskip með mótor yrðu fljót að borga sig upp og ekki sakar að sveit- arfélögin tækju þátt í þess háttar uppbyggingu en við eigum mikið af fallegum sjávarþorpum sem þó mættu hafa meira fé á milli hand- anna. Þótt landið sé fagurt þá er allt- af mjög eftirsóknarvert að koma við á fallegum stöðum sem eru litlir en þó sérstakir, og til að tryggja stöðu þeirra þorpa, ætti að mínu mati: að setja á byggðakvóta þar sem hver staður hefur leyfi til að leigja út 300 tonn ca til dæmis, til báta innan síns sveitarfélags. JÓN P. KRISTJÁNSSON, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Hagnaður til framtíðar Frá Jóni P. Kristjánssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.