Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 13 KJARASAMNINGUR Félags há- skólakennara felur í sér sambærilega launahækkanir og fólust í kjarasamn- ingi ríkisins og framhaldsskólakenn- ara sem gerður var í byrjun þessa árs. Hækkanirnar eru mismiklar en laun þeirra sem mest fá hækka um tugi prósenta. Meðaldagvinnulaun há- skólakennara verða rúmlega 200 þús- und á mánuði í upphafi samnings en þau eru 180 þúsund í dag. Aukin áhersla er lögð á virkni í rannsóknum og hækka þeir mest sem eru afkasta- miklir á sviði rannsókna. Framhaldsskólakennarar sömdu um 6,9% upphafshækkun en auk þess var samið um 6,12% hækkun vegna upptöku nýrrar námskrár. Raun- veruleg upphafshækkun var því rúm- lega 13%. Auk þess var samið um röð- un í nýtt launakerfi og tilfærslu úr yfirvinnu í dagvinnutaxta. Í samningi háskólakennara eru að nokkru leyti farnar svipaðar leiðir. Fært er úr yfirvinnu í dagvinnu og teknar eru upp nýjar skilgreiningar og ný röðun á störfum fyrir einstaka hópa félagsmanna sem færir þeim umtalsverðar launahækkanir til við- bótar við upphafshækkunina. Samningurinn gerir ráð fyrir að frá og með 1. apríl sl. hækki öll laun um 6,9% en til viðbótar hækka greiðslur fyrir einstaka vinnuþætti, þ.e. kennslu og rannsóknir. Laun háskólakennara hafa miðast við A, B, C og D-ramma. Samkvæmt nýja samningnum er D-ramminn felldur brott sem hefur í för með sér ávinning fyrir allmarga. Að auki er launabil milli flokka hærra í C-ramma en í hinum römmunum tveimur. Mik- ill meirihluti allra félagsmanna í Félagi háskólakennara er í B og C- ramma. A-rammi hefur að geyma störf sem ekki krefjast hæfisdóms. Í B-ramma eru lektorar, sérfræðingar og fleiri og í C-ramma eru dósentar og fleiri. Samkvæmt launatöflu eru dagvinnu- laun í A-ramma á bilinu 110–190 þús- und krónur á mánuði. Laun í B- ramma eru 141–255 þúsund á mánuði. Dagvinnulaun í C-ramma eru 159– 334 þúsund á mánuði. Ofan á þessi laun bætist 10% álag fyrir kennslu- þáttinn sem er 57% af starfi háskóla- kennara og álag fyrir rannsóknir sem getur verið á bilinu 5–20%. Miðað við 10% álag á grunnkaup eru launatöl- urnar í römmunum því á bilinu 120– 368 þúsund krónur á mánuði. Tveggja mánaða rannsóknarleyfi Kjarasamningurinn hefur að geyma það nýmæli að félagsmenn eiga rétt á rannsóknar- eða endur- menntunarleyfi í tvo mánuði á fjög- urra ára fresti. Þeir sem það vilja geta lengt leyfið um hálfan mánuð á ári með því að fresta töku þess. Greidd verða atkvæði um samning- inn í næstu viku og er vonast eftir að niðurstaða talningar liggi fyrir í lok vikunnar. Veruleg hækkun launa háskólakennara með nýjum kjarasamningi Sambærileg hækkun framhaldsskólakennara ALÞJÓÐAÞING Saving the Children Alliance er haldið í fyrsta sinn hér á landi dagana 1.–4. maí. Á bilinu 70–80 manns sækja þingið frá 30 löndum en samtökin eru stærstu barnaréttar- samtökin í heiminum. Framkvæmdastjóri al- þjóðasamtakanna er Austurríkismaðurinn Burkhard Gnärig. „Börn, hvar sem þau eru og hvað sem for- eldrar þeirra hafa gerst sekir um, þarfnast verndar og umhyggju og það verður að virða réttindi þeirra. Þessari hugsun hefur vaxið fisk- ur um hrygg í áttatíu ára sögu alþjóðasamtak- anna. Nú eru aðildarfélög í 30 löndum, þar á meðal á Íslandi. Aðildarfélögin starfa í eigin löndum en einnig á erlendum vettvangi. Alls starfa þessi 30 aðildarfélög í um 120 löndum um allan heim. Starf okkar felst m.a. í því að veita götubörn- um skjól og menntun, finna útgönguleiðir úr vændi fyrir götubörn og hjálpa þeim að öðlast eðlilegt líf á ný. Við reynum að ná stöðugleika í fjölskyldulíf barna og vinnum með yfirvöldum á hverjum stað að eflast að dáð svo þau geti ann- ast börn sín. Við teljum ekki að Vestur-Evr- ópubúar eigi að segja Afríkumönnum hvernig þeir eigi að bregðast við. Við teljum að þeir viti betur en að við getum stutt við bakið á þeim. Vestur-Evrópubúar búa við efnahagslega vel- sæld og samtökin hafa allt frá upphafi hvatt til þess að efnameiri þjóðirnar deili auð sínum með þeim fátækari. Samtökin hafa hvatt þær til að annast sín eigin börn en jafnframt börn annarra þjóða. Allar Norð- urlandaþjóðirnar hafa þurft að taka til í sínum eigin garði og stað- reyndin er sú að ríkustu þjóðirnar hafa ekki að öllu leyti staðið sig vel að þessu leyti. Samtökin þurfa því stöðugt einnig að minna ríkustu þjóðirnar á skyldur sínar við börn- in,“ segir Gnärig. Hann segir að meginhluti starfs samtakanna eigi sér engu að síður stað í fátækum löndum þar sem þjáningar eru miklar meðal barna vegna stríðsástands eða náttúru- hamfara. „Samtökin eru með að- ildarfélög í öllum heimsálfum og nauðsynlegt er að halda utan um starfið á skipulegan hátt. Við höldum uppi mál- stað þeirra á alheimsvísu hjá Sameinuðu þjóð- unum, Alþjóðabankanum og öðrum alþjóðlegum stofnunum. Við viljum tala einni röddu og bera fram sterk skilaboð sameinaðs afls. Á hinn bóg- inn þurfum við einnig að sjá til þess að unnið sé að verkefnum hjá aðildarfélögum í jafnólíkum lönd- um og Íslandi, Máritíus og Kóreu. Þarna er því um fjölbreytileg verkefni að ræða og við verðum að tryggja að aðildarfélögin séu nægilega sjálfstæð og skapandi til aðhrinda í framkvæmd nauðsyn- legum úrbætum í þeirra eigin um- hverfi. Það er ögrandi verkefni í sjálfu sér að stjórna samtökum sem eru í senn alþjóðleg en eru um leið sveigjanleg og beina sjónum að vandamálum einstakra þjóða.“ Fimm ára áætlun Samtökin halda alþjóðaþing einu sinni á ári og þetta er í fyrsta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Gnärig segir að meginverkefni þessa alþjóðaþings sé gerð fimmáraáætlunar samtakanna. Lykilatriðið í áætluninni er stóraukin kynning á markmiðum samtakanna á alþjóðlegum vettvangi og meiri stuðningur við aðildarfélögin svo þau geti jafn- framt fylgt fram sínum málum við stjórnvöld í hverju landi fyrir sig. Gnärig bendir á að í sept- ember næstkomandi verður haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um stöðu og rétt- indi barna. „Við viljum að fulltrúar íslensku samtakanna gangi á fund sinnar ríkisstjórnar og ræði t.a.m. undirbúning fyrir ráðstefnu SÞ í haust. Við viljum að íslenska ríkisstjórnin, rétt eins og allar aðrar ríkisstjórnir aðildarfélag- anna, láti í sér heyra um réttindi barna og tryggi að á Íslandi verði réttindi barna að fullu og öllu virt.“ Annar liður fimmáraáætlunarinnar er sam- ræming í neyðaraðstoð. Gnärig segir að til- hneigingin sé sú að tíðni styrjalda sé að aukast og sömuleiðis tíðni umhverfisslysa. „Við getum ekki verið alls staðar en með því að snúa bökum saman og með betri samræmingu getum við lát- ið enn meira að okkur kveða. Við höfum það for- skot að aðildarfélög okkar eru á flestum þeim stöðum þar sem neyðarástand ríkir. Við getum því sent neyðaraðstoð og neyðarbúnað á þessa staði því uppbyggingin er til staðar.“ Fjárhagsáætlun aðildarfélaganna 30 er um 400 milljónir Bandaríkjadalir á ári. Fjármagnið kemur úr ýmsum áttum. Félögin eru öll frjáls félagasamtök en stór hluti fjármagnsins kemur frá ríkisstjórnum aðildarfélaganna þótt stærsti hlutinn sé í formi frjálsra framlaga almennings. Alþjóðaþing stærstu barnaréttarsamtaka í heiminum haldið í fyrsta skipti á Íslandi Starfsemi aðildar- félaga í 120 löndum Burkhard Gnarig NÆTURVERÐI á Radisson SAS Hótel Sögu tókst með samstarfsfólki sínu að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í gluggatjöldum í hliðarsal inn af Súlnasal hótelsins um klukkan 2 aðfaranótt miðvikudags. Eldsupp- tök eru til rannsóknar hjá lögregl- unni í Reykjavík og er grunur um íkveikju. Allar slökkistöðvar höfuð- borgarsvæðisins voru ræstar út vegna tilkynningar um eldinn og mætti slökkviliðsmönnum mikill reykur úr innanverðum Súlnasaln- um. Jóni Gesti Ófeigssyni næturverði hafði þá með snarræði tekist að slökkva allan eld. Afskipti hans af eldinum hófust er brunaboð bárust frá Súlnasalnum og varð hann fljót- lega var við reyk sem kom á móti honum. Hann lét kalla á slökkvilið og fór síðan inn í salinn. „Þegar ég kem inn í hliðarsalinn sé ég að gardínurn- ar standa í björtu báli,“ sagði Jón Gestur. „Ég hljóp niður í gestamót- töku og sótti þangað tvö slökkvitæki og tæmdi úr þeim á eldinn. Síðan tæmdi ég úr þriðja tækinu sem ég sótti í eldhúsið. Í því komu þjónar neðan úr Skrúð og sóttu með mér tvö slökkvitæki til viðbótar úr eldhúsinu. Við tæmdum úr þeim á eldinn og í sameiningu tókst okkur að slökkva hann.“ Ekkert var um að vera í salnum þegar eldurinn kom upp. Að loknu slökkvistarfi Jóns Gests og þjónanna komu lögregla og slökkvilið á vett- vang. Jón Gestur var sendur í athug- un á sjúkrahús vegna hugsanlegrar reykeitrunar en ekkert amaði að honum. Hann er 26 ára gamall og hefur unnið á hótelinu síðan hann var unglingur. 400 gestir ekki taldir í hættu Að sögn Hrannar Greipsdóttur hótelstjóra stafaði hótelgestum, sem voru 400, ekki hætta af eldinum þótt hann væri tekinn mjög alvarlega. „Þegar brunaboð bárust upp á hæðir kom fólk niður í gestamóttöku eða hringdi,“ sagði Hrönn. „Við rýmdum herbergin á neðstu hæðun- um en 10–15 mínútum seinna gaf slökkviliðið grænt ljós á að það fólk færi aftur upp á herbergi. Þannig að sem betur fer var truflun sem gestir urðu fyrir lítil þó að það sé alltaf skelfilegt að fá svona um miðja nótt. Starfsfólkið stóð sig alveg sérstak- lega vel og þau hafa komið sér vel eldvarnarnámskeiðin og neyðarnám- skeiðin. Starfsfólkið tók vel á móti öllum gestunum sem komu niður, bauð þeim upp á kaffi og djús. Það greip engin hræðsla um sig og slökkviliðið stóð sig líka alveg frá- bærlega í því að hjálpa gestum upp á herbergi aftur og róa alla niður. Þá má segja að eldvarnir hótelsins virkuðu mjög vel, það fór eiginlega allt eins og átti að gera. Viðvörunar- kerfi kviknaði fyrst niðri í gestamót- töku og þá fór næturvörður upp og sá að kviknað var í. Eftir smátíma, eina til eina og hálfa mínútu, fóru svo viðvörunarbjöllur í gang á öllum hæðum og alls staðar í húsinu. Á þeim tíma náði næturvörðurinn að biðja gestamóttöku að hringja á slökkviliðið og slökkva eldinn.“ Næturverði á Hótel Sögu tókst að afstýra stórbruna í fyrrinótt Tæmdi úr fimm slökkvitækjum Morgunblaðið/Kristinn Salnum inn af Súlnasalnum verður lokað á meðan viðgerðir fara fram. Á myndinni er Sigurður Jónsson við vinnu sína í gær. HINRIK Þór Sigurðsson úr Hafn- arfirði sigraði í keppninni um Morg- unblaðsskeifuna á Hólum og hlaut hann 9,17 í einkunn, sem líklega er hæsta einkunn sem nemandi hefur náð til þessa í skeifukeppni á Hólum. Hann gerði gott betur því auk þessa hlaut hann ásetuverðlaun Félags tamningamanna. Þá kórónaði hann sigur sinn í skeifukeppninni með því að sigra í fjórgangi, síðasta verklega prófinu af sjö sem reiknuð eru til stiga í keppninni en auk þess eru tvö bókleg próf tekin með inn í dæmið. Heimir Gunnarsson frá Akureyri varð annar með 8,54 og Ragnheiður Þorvaldsdóttir þriðja með 8,32 en danska stúlkan Bertha Elise Krist- iansen hlaut Eiðfaxabikarinn sem veittur er fyrir best hirta hestinn. Athygli vakti hversu atkvæða- miklir piltarnir voru en síðustu árin hafa stúlkurnar að heita má einokað efstu sætin á flestum sviðum og þar á meðal skeifukeppnina sjálfa. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hinrik Þór með met- einkunn Skeifukeppnin á Hólum ♦ ♦ ♦ SAMTÖK atvinnulífsins hafa beint þeim tilmælum til aðildarfyrirtækja að ráða ekki verkfallsmenn til starfa, þar sem félagsmönnum sé óheimilt að ráða til sín launþega í verkfalli eða verkbanni. Þeir sem hafa ráðið verk- fallsmenn til vinnu eru hvattir til að láta þá hætta störfum. Samtökin segja fregnir hafi borist af því að sjó- menn í verkfalli hafi ráðið sig til ann- arra starfa og hafi þannig getað aflað sér tekna í verkfallinu á sama tíma og útgerðirnar eru tekjulausar vegna verkfallsins. Fyrirtæki ráði ekki fólk í verk- falli til starfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.