Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 57
✝ Guðmunda J.Halldórsdóttir fæddist 14. júlí 1919 í Hnífsdal. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hall- dór Auðunsson, f. 11.9. 1879, d. 23.12. 1942, og Margrét Ingibjörg Þórðar- dóttir, f. 19.6. 1880, d. 19.7. 1947. Guð- munda var tólfta af fjórtán börnum þeirra hjóna. Eftirlif- andi eiginmaður Guðmundu er Þórhallur Hálfdánarson skips- stjóri, f. 30.10. 1916. Börn þeirra eru: Bjarni, f. 30.1. 1943, maki María Olga Traustadóttir og eiga þau þrjú börn; Málmfríður, f. 31.8. 1944, maki Þórður Karlsson og eiga þau þrjú börn; Auður, f. 22.1. 1946, maki Valtýr Grímsson og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg, f. 28.8. 1947, maki Jón Jóhannesson, þau eiga einn son, slitu samvistir; og Hálfdán, f. 29.2. 1952, maki Margrét Jóna Gísladóttir, þau eiga einn son. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörn- in eru 16. Guðmunda ólst upp í Hnífsdal til 7 ára aldurs er hún flutti til Hafnar- fjarðar, að Linnet- stíg sem í dag til- heyrir Smyrla- hrauni. Guðmunda og Þórhallur byrjuðu sinn búskap á Hellisgötunni og bjuggu síðan á Reykjavíkurvegi. Árið 1944 byggðu þau hús að Vitastíg 2 í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu alla tíð, fyrir utan þau 8 ár sem þau veittu Breiðuvík á Vestfjörð- um forstöðu. Útför Guðmundu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Það er komið að kveðjustund. Nú ertu sofnuð svefninum langa og þá koma minningarnar fram í huga minn og eru þær ófáar, þar sem ég ólst upp sem barn á heimili ykkar afa hvort sem var hér í Hafn- arfirði eða fyrir vestan. Þegar aldurinn færðist yfir okkur áttum við okkur sameiginlegt áhuga- mál sem var garðurinn og allur gróð- urinn sem í honum er, þú amma mín með þinn stóra verðlaunagarð og ég með litla frímerkið mitt, enda stór hluti af plöntunum hjá mér fenginn frá þér. Sjálfsagt mun ég ekki fara út í garð nema að þú komir upp í huga minn gefandi góð ráð að vanda. Amma mín, nú kveð ég þig með þessu ljóði og þakka þér fyrir allan þinn kærleik og góðar stundir sem við höfum átt saman, með vissu um að við munum hittast á ný. Gekk ég þar um garða sem gróðrarilminn lagði frá mold og bjarkarblöðum og blómum ótal landa. Þá var drottins dagur og dásamlegt að anda. Þau nutu sömu sólar, og sama höndin hlúði öllum þessum ættum og öllu þessu skrúði. Mót röðli risu krónur, en rætur uxu niður, og milli blómabeða var bræðralag og friður. Svo gakk þú inn í garðinn og gef þér til þess næði að nema fögur fræði og fagna nýju kvæði, sem andar lífs og ljósa í leir og moldir skrifa: Ef fegurð nýtur friðar, er fögnuður að lifa. (Davíð Stefánsson.) Elsku afi, megi góðar minningar styrkja þig í sorg þinni. Þórhildur. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. ( Davíð Stefánsson.) Í dag kveð ég elskulega ömmu mína sem lést fyrir viku eftir erfiða sjúkdómslegu. Hugurinn leitar til baka og minningarnar hrannast upp. Hávaxin, tignarleg kona sem undi hag sínum vel á Vitastígnum með Þórhalli afa. Þegar ég var yngri voru þær ófáar ferðirnar sem ég fór fyrir ömmu í búðina og það skemmtileg- asta við þær ferðir var að fá að kaupa alltaf fimmaura kúlur fyrir af- ganginn. Síðan sátum við amma við eldhúsborðið og mauluðum kúlur. Það var líka alltaf föst venja að kíkja í eldhúshornið hjá ömmu og athuga hvort ekki leyndist þar „kókópuffs“- kassi. Amma var þekkt fyrir allar pönnukökurnar og skonsurnar sem hún bakaði svo oft og hana munaði nú ekki um að baka á þremur hellum. Annars var garðurinn henn- ar ömmu á Vitastígnum hennar líf og yndi. Svo fallegur í hrauninu. Allan ársins hring var hún að hugsa um garðinn, fjárfesta í laukum og það voru ófáir pottarnir um alla íbúð með laukum fram eftir vori. Með stolti gekk hún um garðinn sinn og sýndi hverjum þeim sem kom í heim- sókn. Fyrir nokkrum árum var ég svo heppin að fá að flytja í kjallarann hjá ömmu og afa og hefja þar bú- skap. Við erum ekki ófá barnabörnin sem höfum byrjað okkar búskap þar. Þar var mikið gott að vera. Við amma áttum margar stundir saman hin síðari ár í eldhúsinu hennar, því það var gott að geta hlaupið upp til hennar og spjallað. Amma var ein af þeim konum sem hafði skoðanir á þjóðmálunum og hafði ómælt gaman af að segja öðrum sínar skoðanir. Við vorum nú alls ekki alltaf sam- mála en virtum þó skoðanir hvor annarrar. Það má segja að tvennt hafi fylgt því að búa í kjallaranum. Það var að slá garðinn og fara með ömmu í búð á föstudögum. Þær ferð- ir gátu verið ansi skemmtilegar því amma vildi nú oft kíkja eitthvert annað í leiðinni. Eftir að ég flutti úr kjallaranum fyrir tveimur árum kíktu amma og afi í heimsókn og amma var nú ekki lengi að kíkja á garðinn til að sjá hvort að þar mætti rækta eitthvað. Og það passar, fyrstu laukarnir voru að kíkja upp í garðinum. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði. Þín Helga. Elsku amma, nú kveð ég þig með sorg og söknuði en samt í þeirri vissu að þér líði nú vel. Það er alltaf erfitt að kveðja þótt maður viti hvert stefni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku amma mín, Guð geymi þig ávallt, þín Hugrún. Kæra langamma. Við systurnar eigum margar minningar um þig, eins og þegar við komum í heimsókn og þú varst alltaf að gefa okkur „cocco puffs“ því okkur fannst það svo gott. Ég man í fyrra þegar við komum með ömmu og afa og fleir- um, þegar við komum að hjálpa þér í garðinum og við reyttum arfa, plöntuðum blómum og fleira. Við tókum svo og snyrtum af trénu þínu og allir heimtuðu sinn hluta í sinn garð en ég man að við systurnar fengum tvo litla tréstubba. Við tók- um börkinn utan af tréstubbnum og svo ætluðum við að gera hann rosa fínan en það gekk því miður ekki eft- ir (ennþá) en við eigum tréstubbana samt ennþá og standa þeir með prýði á hillu hjá okkur. Þú munt allt- af eiga stað í hjarta okkar, elsku langamma. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Kær kveðja. Þórdís Lilja og Arndís Sara. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil börn. Þessar ljóðlínur úr kvæðinu um fuglana eftir Davíð Stefánsson koma í hugann þegar við kveðjum Guð- mundu Halldórsdóttur, eða Mummu frænku eins og hún var alla jafnan kölluð af okkur systkinunum á Langeyrarveginum, við vitum að þær voru henni kærar eins og svo margt sem fallegt var. Á liðnum árum hafa leiðir okkar systra legið æði oft að Vitastíg 2 til Mummu frænku og Þórhallar. Við höfum leitað þangað í gleði okkar og sorgum, sótt þangað styrk og ráð og síðast en ekki síst höfum við sótt þangað tengslin við fjölskyldusögu okkar. Mumma og Þórhallur varð- veittu minninguna um foreldra okk- ar og og veittu okkur innsýn og skilning sem við að öðrum kosti hefðum farið á mis við. Mumma og móðir okkar voru frænkur og vinkonur, báðar ættaðar að vestan. Báðar giftust þær sjó- mönnum og sem frænkur og vinkon- ur ólu þær upp börn sín og ráku heimili eins þá tíðkaðist meðan menn þeirra sóttu sjóinn og dvöldu löngum fjarri heimili. Örlögin hög- uðu því svo að við misstum ungar móður okkar og faðir okkar átti ekki langt líf eftir það. Það varð næstum eins og af sjálfu sér, eins og sjálf- sagður hlutur að heimilið að Vitastíg yrði okkur opið og skjól. Þangað varð sjálfsagt að leita og þar fundum við ást, umhyggju og hlýju. Þetta viðhorf og tilfinning birtist jafnt í stóru sem smáu. Muggur heitinn bróðir okkar hefði vafalaust viljað að við nefndum hér þær ófáu marengs- tertur Mummu sem voru honum ómissandi hluti tímamótaatburða í lífinu og þær okkur óþrjótandi til- efni til að rifja upp góðar og glaðar stundir frá fyrri árum. Við áttum sjálfar örugga aðkomu hjá Mummu og Þórhalli á mikilsverðum tímamót- um í lífi okkar og vissum að bæði átt- um og gátum litið á heimili þeirra sem okkar heimili. Hún og Þórhallur voru nálæg okkur á mikilsverðum stundum, þegar við giftum okkur skírðum og fermdum börn okkar og við önnur þau tækifæri þegar mikils er umvert að finna samhug og tengsl. Frænka okkar var glaðvær kona og hún bjó yfir ríkri kímnigáfu og gat verið ótrúlega orðheppin. Við systur minnumst nú margra kvölda þegar við sátum saman frænkurnar og Mumma sagði okkur sögur þar sem hún lék allar persónurnar en lagði líka á það áherslu að sögurnar hefðu tilgang. Þann tilgang að festa í minningu okkar þann tíma sem þær áttu saman hér í Hafnarfirði mamma og hún. Það er ekki öllum gefið að miðla þekkingu á þennan hátt. Nú viljum við þakka þessa ómetanlegu stundir og þá gjöf sem Mumma gaf okkur, minningarnar um foreldra okkar, vini þeirra og það líf og þá lífsbaráttu sem er svo fjarlæg en okkur svo mikilverð að þekkja. Við sóttum líka ráð til Mummu frænku um hvernig við ættum að standa að því að rækta garðinn því þar var hún var snillingur eins og garðurinn hennar ber vott um. Hún var í því sem öðru smekkmanneskja enda unnandi fallegra hluta. Hún var víðlesin, ljóðelsk og fróð um marga hluti og henni stóð ekki á sama um það þjóðfélag sem hún lifði í og leyndi því ekki þegar henni fannst réttur þeirra sem minna mega sín fyrir borð borin. Mumma frænka var glæsileg kona, hávaxin, dökk yfirlitum og andlitsfríð. Hún bar sig vel og hafði þá tegund af framkomu sem vekur athygli og aðdáun enda kunni hún vel að að vera meðal fólks. Hún hafði einnig þann hæfileika að gera mikilsverða hluti án yfirlætis og án kröfu um endurgjald eða viðurkenn- ingu. Við systurnar, Orri og Sibba, þökkum nú allt það sem frænka veitti okkur og börnum okkar af hlýju hjarta síns. Þórhalli og börnum þeirra Mummu biðjum við huggunar og blessunar. Í hugum okkar mun minningin lifa um ástkæra frænku okkar, og við erum þess fullvissar að nú sitji þær frænkurnar og vinkon- urnar saman eftir hartnær 40 ára að- skilnað og vaka saman yfir ástvinum sínum. Ína og Jóhanna Illugadætur. Með örfáum orðum langar mig að minnast og kveðja kæra vinkonu, Guðmundu J. Halldórsdóttur, sem lést hinn 26. apríl sl. Kynni okkar hófust þegar Mumma, eins og hún var oftast kölluð, gerðist vinnukona hjá okkur hjónum í Grafningnum, þá 16 ára gömul. Þá strax tókst með okkur mikill og kær vinskapur sem hélst alla tíð. Ljúfari og traustari vinkonu hef ég vart getað kynnst og ekki getað fengið betri manneskju til að annast með mér mannmargt sveitaheimili í amstri fyrri tíma. Það var sama að hvaða verki þessi glæsilega kona gekk, umönnun á börnum sem öðru, allt fór henni svo vel úr hendi. Það eru ótal minningar sem rifjast upp við stund sem þessa sem við Mumma áttum saman og oft var kátt á hjalla þótt tilefnið væri ekki mikið á núverandi mælikvarða. Létt spjall yfir kaffibolla eða stuttur göngutúr eftir annasaman dag meðan horft var á kvöldsólina baða sínum fögru litageislum toppa Grafnings- og Þingvallafjalla. Við áttum margar ánægjulegar ferðir um sveitina fögru ýmist á hestum eða gangandi, þegar kyrrðin lék um gróður og vötn við fagran fuglasöng. Þetta eru ljúfar minningar um góða vinkonu og samferðakonu. Ég gæti skrifað heila bók um þessar ánægjulegu stundir sem við áttum saman á Nesjavöllum og víð- ar, en læt nægja að setja þessi fáu orð á blað á þessari kveðjustund. Minning um góða vinkonu mun ætíð lifa hjá mér og fjölskyldunni með þökk fyrir trúnaðinn og traustið gegnum árin. Guð gefi Þórhalli og fjölskyldu ljós og frið um ókomin ár. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Guðbjörg og fjölskylda, Nesjavöllum. GUÐMUNDA J. HALLDÓRSDÓTTIR MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 57 Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Magnús Aðal-steinn Magnús- son fædddist í Reykjavík 9. maí 1921. Hann lést 23. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Guðmunds- dóttir frá Hvassa- hrauni á Vatns- leysuströnd og Magnús Magnússon frá Hvanneyri í Andakíl. Hann var einn af tíu systkin- um. Magnús kvænt- ist fyrri eiginkonu sinni, Eygló Maríu Guðmunds- dóttur, 6. júní 1942 og átti með henni fjóra syni: Magnús, Einar, Aðalstein og Kristin Má, en Kristinn Már lést 1993. Eygló lést 1968. Fyrir hjónaband eignað- ist Magnús einn son, Pétur Elvar. Hann kvæntist síð- an eftirlifandi eig- inkonu sinni, Önnu Margréti Vest- mann, 3. september 1970. Hún átti fimm dætur frá fyrra hjónabandi sínu. Magnús starf- aði lengi sem vöru- bílstjóri hjá Þrótti, en síðustu 20 ár starfsævinnar vann hann sem verkstjóri hjá Garð- yrkjustöð Reykjavíkurborgar. Útför Magnúsar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hinsta kveðja til stjúpföður. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þrjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Við vottum móður okkar, sonum hans og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Kveðja, stjúpdætur og fjölskyldur. MAGNÚS AÐALSTEINN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.