Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ REYNSLA síðari ára hefur sýnt að ekki er nóg að byggja tónlist- arsal því skipuleggja þarf starfsemi er myndar eins konar grunn að tón- leikahaldi svo sem átti sér stað með Gerðuberg, Hafnarborg, Salinn og nú er lagt út í af forráðamönnum Ýmis með því að ráða Gerrit Schuil sem listrænan stjórnanda. Á kynn- ingartónleikum Ýmis 1. maí sl. var kynnt dagskráin undir heitinu Sunnudags „Matinèe“, frá haust- dögum næstkomandi og eru ráð- gerðir 13 sunnudagstónleikar, söng- tónleikar, einleikstónleikar og kammertónleikar. Þessi starfsemi hófst með hátíð- artónleikum 1. maí þar sem Rann- veig Fríða Bragadóttir, Guðný Guð- mundsdóttir og Gerrit Schuil fluttu rómantíska ljóðatótónlist eftir Schubert, Brahms, Mahler, Wolf og Grieg. Þetta voru sannkallaðir há- tíðartónleikar þar sem í frábærum flutningi voru flutt listaverk frá rómantíska tímanum og voru svo nefnd Mignon-ljóð eftir Goethe eins konar tema tónleikanna. Tónleikarnir hófust á fjórum Mignon-ljóðum eftir Schubert og með þeim var gefinn tónninn varð- andi frábæran flutning og af þess- um fjórum lögum er Nur wer die Sehnsucht kennt ef til vill eftir- minnilegast og víst að Schubert þekkti vel til þeirra tilfinninga sem túlkuð eru í ljóðinu. Flutningurinn var allt frá því fínlegasta og til mik- illa tilfinningaátaka með verktaki snilldar listamanna. Lágfiðluljóðin, op. 91, eftir Brahms voru næsta viðfangsefni en þar stillir Brahms saman lágfiðlu, við hina hefðbundnu skipan ljóða- söngs, söngrödd og píanói, ekki til undirleiks, heldur sem fullgildan flytjanda tónhugmyndanna. Bæði ljóðin voru glæsilega flutt en seinna lagið, Geistliches Wiegenlied, er meistaraverk þar sem Brahms not- ar þekkt þjóðlag sem forspil og millispil er var frábærlega flutt af Guðnýju og Gerrit auk þess að flétta einstaka tónhugmyndum þjóðlagsins við sitt eigið tónferli sem er með því fallegasta sem til er í bókmenntum ljóðasöngsins. Þarna fóru flytjendur á kostum þótt sam- leikur hljóðfæranna hafi á köflum verið einum of hljómmikill í seinna laginu ef þess er gætt að um vöggu- vísu er að ræða. Eitt af því áhrifamesta á þessum tónleikum var flutningurinn á Lied- er eines fahrenden Gesellen eftir Mahler og voru þessi söngvar, sem eru upphafalega samdir fyrir söng- rödd og píanó, fluttir af slíku list- fengi að vart verður til annars jafn- að og mun þessi flutningur verða þeim er heyrðu ógleymanlegur, bæði er varðar söngtúlkun Rann- veigar Fríðu og glitrandi og geisl- andi pínóleikinn hjá Gerrit. Af Mignon Lieder eftir Wolf var minnisstæðastur flutningurinn á tveimur síðustu lögunum, So lasst mich scheinen, sem er göldrótt lag, og Kennst du das Land sem er stórbrotin tónsmíð andstæðna og voldugra tilþrifa. Lagaflokkurinn Huldan eftir Grieg er meistaraverk og tókst flytjendum að skerpa ein- staklega glæsilega séreinkenni hvers lags og átti píanóleikarinn mikinn þátt í þeirri sérkennilegu litun á hljóðumhverfi laganna sem einkenndi allan flutninginn, t.d. í fyrsta laginu Det syng, þriðja Blå- bær, sjötta Killindsans og lokalag- inu Ved gjætle-bekken. Túlkun Rannveigar Fríðu reis hæst í Møte en þetta sem hér er tiltekið er að- eins það sem er minnisstæðast í einstaklega glæsilegum flutningi. Tónleikarnir í heild voru tónlist- arviðburður sem vekur þá von að sú nýja skipan á starfsemi Ýmis, sem hér er boðuð, viti á gott því það er sama hversu vel er húsað, það er listin sjálf sem skiptir máli eins og sannaðist á tónleikum Rannveigar Fríðu Bragadóttur, Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gerrit Schuil sl. þriðjudag. Hús og list TÓNLIST T ó n l i s t a r h ú s i ð Ý m i r Rannveig Fríða Bragadóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Gerrit Schuil fluttu ljóðasöngva eftir Schubert, Brahms, Mahler, Wolf og Grieg. Þriðjudagurinn 1. maí 2001. LJÓÐATÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson HRAFNKELL Sigurðsson opnar sýningu á verkum sínum í galleríi i8, Klapparstíg 33, í dag, fimmtu- dag, kl. 17. Hrafnkell Sigurðsson (f. 1963) hefur endurskoðað landslagshefð- ina í íslenskri myndlist, t.d. í ljós- myndum af snjóruðningi í bæjar- umhverfi. Nýjustu verk Hrafnkels eru ljósmyndir af tjöldum í íslensku vetrarumhverfi og eru það þau verk sem sýnd verða nú. i8 hefur kynnt verk hans á listakaup- stefnum víða í Evrópu. Þetta er önnur sýning Hrafnkels í i8 en sú fyrri var 1996. Í tilefni af sýningunni nú gefur i8 út sýningarskrá þar sem m.a. má finna eftirfarandi texta um verk Hrafnkels: „Á ljósmyndum Hrafnkels verð- ur aldrei vart við neinar manna- ferðir og hann upplýsir ekkert um það hvers vegna tjöldin eru eiginlega þarna. Þó mynda þessir skyndifundir tjaldsins og lands- lagsins furðuleg, en ákaflega heillandi, tengsl við þetta tiltekna land, og það sem það táknar, við þessa fósturjörð og allt það sem hún felur í sér.“ Sýningin er í samvinnu við Lit- róf og stendur til 16. júní nk. i8 er opið þriðjudaga til laug- ardaga frá kl. 13-17. Ein ljósmynda Hrafnkels Sigurðssonar. Ljósmyndir af tjöldum „ÞAÐ VAR yndislegt að geta haldið upp á áfangann á þennan hátt, í þess- um sal og að viðstöddum gömlum og góðum vinum,“ segir sellóleikarinn Gunnar Kvaran en á dögunum hélt hann tónleika í Glyptotekinu í Kaup- mannahöfn í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að hann útskrifaðist frá Tónlistarakademíunni í Kaup- mannahöfn og hóf tónlistarferil sinn. Á þriðja hundrað manns sóttu tón- leikana, sem haldnir voru í hátíðarsal Glyptoteksins, og lék Gunnar um- kringdur fornum styttum sem stofn- andi Carlsberg-verksmiðjanna safn- aði. Lék Gunnar svítu nr. 1 eftir J.S. Bach, þrjú íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Hafliða Hallgrímssonar, fant- asíu eftir Robert Schumann, dúó fyr- ir fiðlu og selló eftir Jón Norðdal og lauk tónleikunum með sónötu fyrir selló og píanó eftr Frederic Chopin. Meðleikarar Gunnars voru eigin- kona hans, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, og danski píanóleikarinn Bodil Krogh. Segir hann það hafa verið sérstaklega ánægjulegt að leika dúó Jóns með eiginkonu sinni við þetta tækifæri. Með Bodil Kragh hefur hann leikið í nokkur ár. „Hún bauð mér fyrir skömmu að leika á tvennum tónleikum á Jótlandi. Þeg- ar Helgi Ágústsson sendiherra hafði veður af komu minni og 30 ára af- mælinu brá hann við skjótt og bauð mér að halda tónleika hér í Kaup- mannahöfn. Ég er honum óskaplega þakklátur, það var mér mikils virði að leika hér að viðstöddum vinum og það í næstu byggingu við tónlistar- akademíuna,“ segir Gunnar en hann lék á tónleikum í Holsterbro og Ár- ósum vikunni áður. Gunnar bjó í Danmörku í 16 ár en þangað fluttist hann árið 1964 til að hefja nám í sellóleik hjá Erling Bløndal Bengtsyni. Ekki voru sömu verk á efnisskránni nú og fyrir 30 ár- um og segist Gunnar hafa valið ís- lensk verk til að koma þeim á fram- færi og hann hafi mikið dálæti á þeim verkum sem hann flutti. Tónleikar Gunnars eru ekki þeir einu sem íslenska sendiráðið í Kaup- mannahöfn stendur fyrir en Helgi Ágústsson hefur haft í nógu að snú- ast við undirbúning menningarvið- burða. Í júní nk. í tengslum við þjóðhátíðardaginn kemur Hamra- hlíðarkórinn og syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur í Tívolí, í Jónshúsi og í Nakskov, fæðingarbæ Engel Lund söngkonu. Á næsta ári eru fyrirhugaðir tónleikar, einnig í Tívolí, með söngvurunum Kristni Sigmundssyni og Gunnari Guð- björnssyni. Þá má að síðustu nefna að fyrir tilstilli sendiráðsins verður í haust opnuð sýning á verkum ís- lenska gull- og silfursmiðsins Tínu Guðbrandsdóttur Jerzorski í List- iðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn. Gunnar Kvaran í Glyptotekinu Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir Gunnar Kvaran leikur í hátíðarsal Glyptoteksins. ÞETTA leikrit Becketts, á frum- málinu Rockaby, var samið á ensku fyrir bresku leikkonuna Billie Whitelaw árið 1981. Það hefur áður verið flutt hér á landi, María Elling- sen lék eina hlutverkið í verkinu í leikstjórn Þorsteins Vilhjálmssonar í Iðnó í nóvember 1998 og var leik- ritið þá nefnt í þýðingu Vögguvísa. Form verksins – persóna situr og hlustar á upptöku á eigin rödd – má rekja allt aftur til þess að Beckett fór að velta fyrir sér möguleikum í sambandi við hljóðupptöku á rödd sem mótvægi við nærveru og/eða rödd leikarans á sviðinu, en af- sprengi þeirra vangaveltna var verkið Síðasta hljóðritun Krapps (Krapp’s Last Tape) frá árinu 1958. Annars er óhjákvæmilegt að velta fyrir sér af hverju Svefnþula var valin til flutnings í útvarp; nærtæk- ara hefði verið að flytja eitthvert út- varpsleikrita leikskáldsins. Spennan í verkinu byggist á andstæðunum sem skapast þegar leikari á leiksviði – að mestu leyti þögull – hlustar á upptöku af rödd sinni; andstæðum sem eðli málsins samkvæmt verða að engu við flutning í útvarp. Beckett var mjög viðkvæmur fyrir því hvernig farið var með verk hans og gekk svo langt að banna upp- setningar sem voru honum á móti skapi. Hann samdi nákvæm- ar leiðbeiningar til leikstjóra og leikara um hvernig flytja ætti verkin og lét fylgja verk- unum í prentuðum útgáfum. Inga Bjarnason leikstjóri kýs að fara eig- in leiðir við hljóðritun Svefnþulu; sá hluti athugasemdanna sem lýsir leikaranum, staðsetningu hans, bún- ingi og ruggustólnum er lesinn upp af Hallmari Sigurðssyni, en athuga- semdum sem eiga ekki við um flutn- ing í útvarp sem varða lýsingu og stellingu leikarans í stólnum er sleppt. Inga kýs að fara ekki eftir fyrirmælum höfundar um hvenær stólnum er ruggað og hvenær ekki; að vissar setningar séu fluttar sam- tímis af báðum röddum; lengd þagna o.s.frv. Áherslur hennar eru áhugaverðar og gefa vissulega aðra sýn á verkið. Aftur á móti er hægt að deila um að hve miklu leyti er verið að flytja verk Becketts – hér er vægi textans miklu minna en í hefðbundnum verkum, aðrir þættir, sem Beckett gerir grein fyrir í athuga- semdum sínum, eru líka mjög mikilvægir hlutar af hugsmíð hans. Hinn hnitmiðaði texti sómir sér annars vel í vandaðri þýðingu Árna Ibsen. Margrét Ólafsdóttir, sem á hálfrar aldar leikafmæli um þessar mundir, fer með eina hlutverkið í þessum stundarfjórðungslanga leikþætti. Textinn verður í munni hennar að safaríkri, angurværri þulu sem túlk- ar tilfinningar persónu sem harmar tengslaleysið í tilverunni; hún hefur þráð að eiga sálufélag við einhvern annan en ruggar sér núna (í hinsta sinn?) í svefn, sefjar sjálfa sig til óminnis með sífelldum endurtekn- ingum sem tvinnast saman í óð um einmanaleikann. Hér kemur aldur og reynsla leikkonunnar í góðar þarfir, undirritaður sér alltaf per- sónur Becketts fyrir sér sem gamalt fólk, slitið af erfiði áranna, sem lífið hefur kennt að ekki er eftir neinu að slægjast – rétt eins og höfundurinn virtist sífellt á óræðum gamalsaldri, rúnum ristur frá örófi alda. Tregróf í ruggustól LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: Samuel Beckett. Þýðing: Árni Ibsen. Leikstjóri: Inga Bjarna- son. Kynning: Hallmar Sigurðsson. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikari: Margrét Ólafsdóttir. Frumflutt laugardaginn 28. apríl; endurtekið fimmtudaginn 3. maí. SVEFNÞULA Sveinn Haraldsson Margrét Ólafsdóttir MYNDLISTARSÝNING leikskól- anna í Garðabæ verður opnuð á Garðatorgi í dag, fimmtudag, kl. 10. Við opnunina syngja elstu börnin í leikskólunum undir stjórn Ernu Aradóttur, leikskólastjóra á Bæjarbóli, við undirleik Jóhanns Baldvinssonar organista. Á sýningunni verða verk eftir börn á öllum leikskólum í Garða- bæ. Sýningin er liður í dagskrá vegna 25 ára afmælis Garðabæjar á þessu ári. Af því tilefni hafa börnin unnið myndverk sem tengj- ast bænum sínum og verða þau meðal þess sem sjá má á sýning- unni. Sögu leikskóla Garðabæjar verða jafnframt gerð skil í máli og myndum. Sýningin verður opin til 6. maí. Börn sýna á Garðatorgi TÓNLEIKAR nemenda hljóðfæra- deildar Tónlistarskólans á Akranesi verða í dag, fimmtudag, 7., 17. og 23. maí, kl. 28. Þá verða tónleikar söngdeildar 9. maí kl. 20. Á laug- ardaga verða tónleikar á vegum skólans í safnaðarheimilinu Vina- minni kl. 16. Þar koma fram Sig- urbjörn Bernharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Leikin verða verk eftir Bach, Beethoven, Bartók og Brahms. Skólatónleikar á Akranesi AUKASÝNING á leikritinu Já, hamingjan sem sýnt hefur verið á Litla sviði Þjóðleikhússins í vetur verður nú á laugardag, kl. 20.30. Leikritið er eftir Kristján Þórð Hrafnsson og hefur verið sýnt alls 25 sinnum, þar af þrisvar í leikför til Ísafjarðar. Með hlutverkin fara Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson. Aukasýning á Já, hamingjunni ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.