Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 67

Morgunblaðið - 03.05.2001, Side 67
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 67 ÉG trúi því varla að bæjarstjórn Garðabæjar láti verða af því að leyfa að svokallað bryggjuhverfi fái að rísa í Arnarnesvoginum. Þetta virðast þeir ætla að gera þrátt fyrir öflug mótmæli íbúa á Arnarnesi og nálægum svæðum við Voginn. Bryggjuhverfið verður á stærð við 10 Laugardalsvelli, 7,3 ha, ekkert smávegis! Fyrirhugað framkvæmdasvæði er m.a. á nátt- úruminjaskrá og hefur mikið nátt- úruverndargildi og full ástæða til friðlýsingar. Lóðir t.d. á Arnarnesinu eru allt eignarlóðir, og íbúar þar hafa byggt sín hús og sest þar að vegna þess að þeir vilja búa í friði og spekt við náttúru og menn. Það datt engum í hug að sótt yrði að þeim af hafi er þeir settust þar að. Arnarnesvogur er afar hljóðbær, þar af leiðandi myndi verða mikil hljóðmengun er myndi endurkastast frá þessu hverfi, (hæð húsa plús landfylling verður ca 20 metra hátt). Þarna ætla þeir sér að leyfa hverfi fyrir um 1.800 manns, og bátaum- ferð þar að auki. Landrými er nægilegt í Garðabæ, það er verið að skipuleggja tæplega 8.000 manna hverfi á Garðaholti, það eru jafnmargir og búa nú í bænum, öðru máli gildir víða er- lendis þar sem rými vantar og þarf að „troða“ húsum og fólki á fyllingu í hafinu. Bæjarstjórn er kosin af íbúum Garðabæjar til að fara með mál bæjarbúa og verður að taka tillit til þeirra, þeir eru jú á launum hjá okkur, eða hef ég misskilið það? Ávallt er ýjað að draslinu kring- um gömlu Stálvík og látið að því liggja að íbúar vilji það ekki burt, þetta er alger misskilningur, það vilja allir láta lagfæra þar og snyrta, það kemur landfyllingu ekk- ert við. Það var fundur í fél. eldri borgara í Garðabæ 21.4. sl. þar sem Björgun hf. kynnti bryggjuhverfið, þar voru fá og loðin svör. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft meirihluta í Garðabæ til þessa, en ansi er ég hrædd um að því ljúki í næstu kosningum ef umtalað hverfi fær að rísa á fyllingu, alla- vega fá þeir ekki mitt, eða minnar fjölskyldu atkvæði, þá framar. Það er einhver fnykur af þessu máli, getur verið að einhver hafi fyllt í askana þeirra? ÁSTA M. HÁVARÐARDÓTTIR, Blikanesi 19, Garðabæ. Bregst bæjarstjórnin? Frá Ástu M. Hávarðardóttur: HVAÐ á kærleikurinn sameigin- legt með ytra formi tilbeiðsluat- hafna. Ekkert að mínu mati, en hugsanlega notar hver tilbeiðslu- hópur sínar aðferðir til að minna sinn hóp á hverjum hann tilheyrir. Sumir nota krossa og aðrir nota svokallað talnaband, sumir mála blett á ennið, aðrir snúa sér í átt- ina að sínum helgidómi og svo má lengi telja. Gallinn við þessar ytri skilgreiningar eru þær, að þessar hjarðir renna stundum saman og fremja óhæfuverk hver gegn ann- arri, vegna vanhæfni við að túlka hinn innri kjarna tilbeiðslunnar, sem er grundvöllur allra trúar- bragða, sem á annað borð kenna sig við kærleikann, eða guð öðru nafni. Í mínum huga er það skýrt, að kærleikurinn í sinni réttu og dýpstu mynd er guðshugsjónin sjálf, kærleikur og ástúð til alls sem lifir og einnig það sem er grundvöllur lífs, en það er efnið. Hið guðlega gerir efnið sér und- irgefið og myndar lífsskilyrði hvar sem við verður komið í veröldinni. Lífið er eilíft, lífsviljinn er sterkur og ætlun guðs er lifandi alheimur. Hin ytri skilyrði í veröldinni gefa ekki tilefni til að vera bjartsýnn á að nokkur hnöttur geti myndast, hvað þá sól eða vetrarbraut (sólna- safn). Hið flókna samspil náttúrunnar, allt frá því að efnið er í formi ryk- korna og ískristalla svífur um geiminn án tilgangs og eiginlegrar tilveru og þar til það verður að myndarlegu sólkerfi með lífvæn- legum hnöttum innan borðs sem gefa öll skilyrði til lífsmyndunar er ekki sjálfgefið. Heimsfrægir vísinda- menn og hugsuðir hafa margsinnis látið í ljós undrun á þessum furðu- verkum náttúrunnar og bæta við, það er eins og einhver vitvera stjórni þessu öllu saman, aðrir segja guðleg forsjón. Hver og einn getur spurt sig þeirrar spurningar, hvað er mikilvægara í augum ein- staklings sem hefur náð að þrosk- ast og þróast í átt að guðsstigi og langt inn á það stig, en einmitt sköpun lífs? Erum við ekki einnig að skapa líf með mökun og fóstra það til sjálfsbjargar og til fullorð- insára? Hvað getur hið guðlega gert annað en að skapa og hugsa um það líf sem það skóp og koma því til manns og vits. Vegna mikils vanskilnings á eðli guðdómsins og kærleikans setja menn þessa æðstu hugsjón í bása og hengja á hana klafa, sem gerir fólki erfitt með að fóta sig í þessari fjölbreyttu flóru og tekur því þá einu rökréttu af- stöðu, að neita að viðurkenna til- vist guðs eða guða. Aðrir saka hið guðlega fyrir bölið er það verður fyrir, sumir leggja allt sitt traust á trúna og formin og kyngja öllu sem hendir það í lífinu sem eitthvað er hið guðlega hefur ætlað því. Svona má lengi telja, en hefur einhverjum af þessum hópum dott- ið í hug að kortleggja guðshug- myndina og athuga hvað hún á sameiginlegt við það líf sem hver og einn er að lifa hvern dag? Mín trú er sú að þegar það er gert sjái hver og einn, að guð er eitt og at- hafnir mannanna eru annað. Líkt og kærleiksrík móðir hugsar um og sinnir barninu sínu frá fæðingu til fullorðinsára getur hún ekki borið ábyrgð á gerðum þess, þrátt fyrir allan kærleikann sem hún ber til afkvæmisins. Því þrátt fyrir allt hefur barnið sjálfstæðan vilja, hugsanir og ákvarðanatöku og ber einnig ábyrgð á eigin hegðun. Vís- indamaðurinn og hugsuðurinn dr. Helgi Pjeturss lét svo ummælt í upphafi síðustu aldar að guð og kærleikur væru hluti hins efnislega heims eins og maðurinn og þeir, þ.e. guðirnir, ættu sér langan lífs- og þroskaferil að baki og ættu þeir engin endimörk í þroskaviðleitni. Öll trúarbrögð sem fram hafa kom- ið í sögu jarðarinnar eiga sér upp- tök utan þessa sólkerfis og væru þau tilkomin vegna sambands við háþroska guðlegar verur annarra lífhnatta í geimnum, tilkomið vegna skilyrða til hugsanaflutnings er viðkomandi trúarhöfundar urðu aðnjótandi að, eða sköpuðu. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Guð og kærleikurinn Frá Atla Hraunfjörð: AÐ frumkvæði velunnara barna- blaðsins Æskunnar var í vetur unnið að sérstæðu verkefni: Þeirri hug- mynd komið á framfæri við fyrirtæki að þau gæfu börnum bók í sumargjöf. Undirtektir voru mjög góðar og fjöldi fyrirtækja tók þátt í verkefninu. Þau gáfu börnum á starfssvæði sínu úr- valsbók sem hæfði aldri barnanna. Tilgangurinn var að örva lestrar- áhuga, nauðsynlegan grunn að hvers konar námi, og minna á hinn góða og gamla sumargjafasið. Í bréfi til for- eldra barnanna voru þeir hvattir til að lesa fyrir ung börn sín og fylgjast með þeim lesa. Einnig var þar nefnt að bók væri góð gjöf – á sumardaginn fyrsta og af mörgu öðru tilefni. Bækurnar keyptu fyrirtækin hjá Æskunni ehf. en bókaútgáfa fyrir- tækisins var stofnuð til að styðja barnablaðið Æskuna, eina íslenska barnablaðið með fjölbreyttu efni. Æskan leggur áherslu á að kynna barnamenningu, vera vettvangur fyr- ir margs konar efni frá börnum og vinna að forvörnum á ýmsan hátt, auk þess að miðla fróðlegu og skemmti- legu efni. Að þessu sinni var einkum unnið með fyrirtækjum utan höfuðborgar- svæðisins en þeim sem út undan urðu verður að sjálfsögðu gefinn kostur á þátttöku í svipuðu verkefni. Ekki er ólíklegt, með hliðsjón af undirtektum fyrirtækja og vegna hrifningar barnanna sem hlutu sumargjöfina, að þetta verði árlegur viðburður. F.h. velunnara Æskunnar, KARL HELGASON. Bók í sumargjöf – frá fyrirtækjum til barna Frá Karli Helgasyni: UNDIRRRITUÐ dvöldu um páskana á þessum nýja áfangastað Plúsferða í Tyrklandi. Þetta var fyrsta ferðin til þessa staðar, flogið var með Flugleiðum beint til Dalaman-flugvallar í suð- vestur hluta Tyrklands. Þegar ekið er frá flugvellinum þessa 90 km til strandbæjarins Marmaris liggur leiðin í gegnum skógi vaxin svæði, fallegar sveitir og lítil þorp, þar sem tíminn virðist standa í stað. Umhverfi Marmaris er sagt með því fegursta í Tyrklandi, en þarna vex furuskógur niður að ströndinni, þar sem eyjar, víkur og vogar mynda fallega umgjörð um bæinn sem er ákaflega líflegur. Þarna búa að staðaldri um 20 þús- und manns, en á síðustu 20-30 árum er búið að byggja þarna upp, að vest- rænum hætti, aðstöðu fyrir ferða- menn og yfir ferðamannatíman margfaldast því íbúatalan. Við vorum fyrsti hópurinn sem þarna kom til dvalar á þessu ári og þetta snemma þýðir ekki að reikna með sól og blíðu alla daga, en nóg er við að vera þótt veðrið sé ekki eins og best verður á kosið. Íbúðir, þrif og þjónusta öll er mjög góð og íbúar mjög alúðlegir í alla staði. Af veitingahúsum er úr nógu að velja og tyrknesk matreiðsla hreint frábær. Þeir sem hafa gaman af rölti um verslunargötur hafa þarna úr nógu að moða á litríku svæði í gamla bæn- um. Verðlag þarna er ótrúlega hag- stætt bæði á varningi og mat. Þá er hafnarsvæðið áhugavert og gaman að rölta þar um og virða fyrir sér þann hluta mannlífsins. Af skoðunarferðum sem í boði voru fórum við til borgarinnar Efes- us sem er fornfræg, en búið er að grafa upp hluta borgarinnar sem er ótrúlega heillegur og mikil upplifun að bera augum. Þjónusta fararstjóra Plúsferða var með miklum ágætum, takk fyrir okkur. PÁLÍNA S. DÚADÓTTIR, JÓHANN G. LANDMARK. Esjubraut 8, Akranesi. Marmaris Frá Pálínu og Jóhanni: Gull er gjöfin Gullsmiðir BÓKANIR Í SÍMUM: 551 5103 & 551 7860

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.