Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 52
UMRÆÐAN 52 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1993 sam- þykkti Alþingi lög um framkvæmd útboða. Tilgangurinn með lög- unum er fyrst og fremst sá að mynda lagaramma um þær reglur sem gilda skulu um ferlið frá því að útboð er auglýst og þar til samningur hef- ur komist á milli kaupanda og bjóð- anda. Í lögunum eru settar reglur um hvernig standa beri að auglýsingu eða til- kynningu um útboð. Þegar um almenn út- boð er að ræða skal auglýsa þau í blöðum, útvarpi eða með öðrum al- mennum hætti. Þegar um lokað út- boð er að ræða er send sérstök orðsending til þeirra sem gefinn er kostur á að gera tilboð, það verður að gefa hverjum og einum sömu upplýsingar og þegar um almennt útboð er að ræða en til viðbótar verður að veita upplýsingar um hverjum öðrum er gefinn kostur á að gera tilboð. Opnun tilboða Í lögunum er sett sú regla að öll tilboð sem gerð eru á grundvelli sama útboðs skuli opna samtímis. Bjóðendum eða fulltrúum þeirra skal heimilt að vera viðstaddir opnun tilboða. Á þeim fundum sem opnun þeirra fer fram skal lesa upp nöfn bjóðenda og heildarupp- hæð tilboðs hvers þeirra um sig. Þess skal gætt að ávallt séu lesnar upp samsvarandi tölur frá öllum bjóðendum. Ef útboðið er al- mennt getur kaupandi tekið hvaða tilboði sem er eða hafnað þeim öllum. Sé útboð- ið hinsvegar lokað er kaupanda aðeins heimilt að taka hag- stæðasta boði eða hafna þeim öllum. Hafi það boð sem kaupandi metur hag- stæðast ekki jafn- framt verið það lægsta, ber honum að senda öllum þeim bjóðendum sem áttu lægra tilboð en það sem tekið var greinargerð með rökstuðningi um valið. Hafi útboðið verið lokað er kaupanda ekki heimilt að taka tilboðum frá öðrum aðilum en þeim sem gefinn var kostur á að gera tilboð. Þegar kaupandi vill ekki taka tilboði sem borist hefur skal hann skýra bjóðendum frá ákvörðun sinni, eigi síðar en í lok þess frests sem hann hefur til að taka ákvörð- un. Í lögunum er einnig það mik- ilvæga ákvæði að kaupanda sé óheimilt að efna til útboðs að nýju eða semja um framkvæmd þess eftir öðrum leiðum en útboðsgögn kveða á um, fyrr en öllum bjóð- endum hefur verið skriflega gerð ítarleg grein fyrir ástæðum þess að öllum tilboðum var hafnað. Brot á lögunum leiðir til bótaábyrgðar samkvæmt almennum reglum, jafnframt því sem útboðið er í heild sinni lýst ógilt. Bótafjárhæð skal miða við kostnað við að und- irbúa tilboð og taka þátt í útboði. Leikreglur ekki virtar Alltaf er nokkuð um það að menn reyni að skjóta sér undan þeim lögum og reglum sem setja þeim skorður. Þannig er því einnig varið varðandi lög um framkvæmd útboða sem hér eru til umræðu. Virt fyrirtæki, stór og smá, bæði á almennum markaði og í opinbera geiranum, fara sínar eigin leiðir í samskiptum við bjóðendur. Og þeir sem taka á sig rögg og kvarta opinberlega eiga á hættu að lenda á ,,svörtum lista“ þannig að í næsta útboði verða þeir úr leik. Dæmi eru um, jafnvel í lokuðum útboðum þar sem verkkaupar kalla til tiltekna bjóðendur, að þeir snið- gangi lögin og lítilsvirði þannig þá ,,sjálfboðavinnu“ sem bjóðendur leggja á sig í von um að hreppa verkefnið. Kveður svo rammt að því að upp eru komnar raddir sem telja að auk þess að bótafjárhæð skuli miða við kostnað við að und- irbúa tilboð og taka þátt í útboði eigi menn kröfu á hagnaðarhlut- deild í fullu samræmi við stærð verkefnisins. Undanbrögð Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar er stór verkkaupi sem ætti stöðu sinnar vegna að vera fyr- irmynd annarra og virða þær leik- reglur sem settar hafa verið um framkvæmd útboða en svo reynist ekki vera, því miður. Í mörgum til- fellum þegar um útboð er að ræða fer stofnunin þá leið að kalla „út- boðið“ verðfyrirspurn, að því er virðist til þess eins að þurfa ekki að fara að lögum. Verðfyrirspurn- inni sem í flestum tilfellum er í engu frábrugðin útboðsgögnum ber bjóðendum hins vegar að svara með fullgildu tilboði. Þrátt fyrir að einungis fyrirfram völdum aðilum sé gefinn kostur á að taka þátt eins og um lokað útboð væri að ræða, þá er ekki gefið upp hverjir taka þátt í verðfyrirspurn- inni og bjóðendum er ekki gefinn kostur á að vera viðstaddir opnun tilboðanna. Niðurstaðan er eftir- farandi: Menn leggja á sig umtalsverðan kostnað og ómælda vinnu við að taka þátt í verðfyrirspurn, sem svara ber með fullgildu tilboði án þess að hafa hugmynd um hverjir aðrir bjóða, án þess að hafa hug- mynd um hver var með lægsta og/ eða hagstæðasta boðið, án þess að hafa hugmynd um hvort samið var við einhvern bjóðenda eða hvort tölur bjóðenda voru notaðar til þess að koma á samningi við þriðja aðila sem ekki tók þátt í útboðinu. Og síðast en ekki síst, án þess að hafa hugmynd um hvort þeir sem tóku þátt í útboðinu hafi faglega reynslu og þekkingu til þess að vera færir um að takast á við verk- efnið. Auðvitað eiga menn ekki að taka þátt í leik þar sem sá sem öllu ræður svindlar. En Reykjavík- urborg er stór verkkaupi og mörg fyrirtæki hafa lifibrauð sitt af því að vinna fyrir borgina sem síðan misnotar aðstöðu sína með þessum hætti. Endurgreiðsla kostnaðar Eins og fram hefur komið er tekið fram í lögunum að brot á þeim leiði til bótaábyrgðar. Ég beini því þeim tilmælum til þeirra sem lenda í hremmingum líkt og hér hefur verið lýst að láta slík vinnubrögð ekki yfir sig ganga, heldur leita réttar síns þó ekki væri nema til þess eins að krefjast greiðslu fyrir þann kostnað sem hlýst af því að taka þátt í slíkum skrípaleik. Að endingu skora ég á alla félagsmenn og fyrirtæki innan SART að virða þau lög sem hér eru til umræðu og sýna á þann hátt gott fordæmi, ekki síst op- inberum aðilum eins og Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar. Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar virðir ekki leikreglur Ásbjörn R. Jóhannesson Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar van- virðir reglur um fram- kvæmd útboða, segir Ásbjörn R. Jóhann- esson, og misnotar því aðstöðu sína í skjóli þess að hún er stór verkkaupi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, SART. SMS FRÉTTIR mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.