Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 63
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 63
Laugavegi 80 sími 561 1330
Helena Rubinstein kynnir
vörur með þremur gerðum
C vítamína* sem vinna gegn
þreytu. Húðliturinn verður
geislandi og húðin fallegri.
NÝTT: Gel fyrir normal/-
blandaða húð.
*Ferskt c vítamín, magnesíum phosphate
c vítamín, glucosylated c vítamín.
KYNNING
Glæsilegir kaupaukar og prufur.
Vertu velkomin.
Orkugjöf - fallegri húð
ÖFLUGUR KRAFTUR
ÞRIGGJA C VÍTAMÍNA
FORCE C PREMIUM
fimmtudag til laugardags.
Endurmenntunarstofnun Háskóla
Íslands og Landssími Íslands halda
á næstu vikum opin fjarkennslunám-
skeið í samstarfi við evrópska há-
skóla. Þetta er liður í verkefninu
Universal sem styrkt er af Evrópu-
sambandinu og er markmiðið með
því að koma upp öflugum samstarfs-
vettvangi evrópskra háskóla og end-
urmenntunarstofnana. Skipst verð-
ur á námskeiðum og fræðslu og
verður þremur námskeiðum miðlað
til Íslands í fjarfundarbúnaði með
kennslu í húsakynnum Endur-
menntunarstofnunar á Dunhaga 7.
Háskólinn í Aþenu ríður á vaðið 3.
maí og sendir út námskeið um einka-
væðingu evrópskra símafyrirtækja
(Liberalisation and re-regulation in
the telecommunication sector :
Theory and empirical evidence).
Kennt er á ensku – á fimmtudögum
frá 3. maí til 5. júní kl. 12-14.
Hagfræðiháskólinn í Vín býður fram
námskeið um rafræn viðskipti og
rafræna miðla (Electronic Com-
merce and New Media) og verður
það kennt á mánudögum frá 7. maí
til 18. júní kl. 16.30-18.00. Kennt er á
ensku og þýsku.
Þriðja námskeiðið sem er í boði er
ætlað kennurum sem vilja læra að
koma námsefni á framfæri í fjar-
kennslu (language and behaviour).
Því er varpað frá INT tækniháskól-
anum í París og er kennt á ensku. Sjá
vefslóðina: http://rannsoknir.sim-
net.is/Verkefnin/Universal/Nam-
skeid.htm
Fjarkennslunámskeiðin eru öllum
opin án endurgjalds og eru áhuga-
samir beðnir um að skrá sig hjá End-
urmenntunarstofnun HÍ, eða á vef-
setri stofnunarinnar, www.endur-
menntun.is.
Evrópsk námskeið í fjarfundar-
búnaði – án endurgjalds
FRESTUR fyrir skólafólk, 17 ára
og eldra, til að sækja um sum-
arstörf á vegum Reykjavíkurborg-
ar, rennur út 31. maí en ekki 30.
apríl eins og áður hefur verið aug-
lýst. Eins hafa þær breytingar ver-
ið gerðar að skólafólk með lög-
heimili utan Reykjavíkur má nú
einnig sækja um störf hjá Vinnu-
miðluninni. Hingað til hefur það
einungis verið skólafólk með lög-
heimili í Reykjavík sem hefur get-
að nýtt sér þjónustu vinnumiðlun-
arinnar.
Tekið er á móti umsóknum hjá
Vinnumiðlun skólafólks í Hinu
Húsinu, Aðalstræti 2. Afgreiðslu-
tími 9:00-17:00. Hægt er að sækja
um á þar til gerðum eyðublöðum
og eins á netinu http://storf.hitt-
husid.is. Þegar skóla er lokið og
umsækjendur eru tilbúnir til vinnu,
verða þeir að staðfesta umsókn
sína, annars fellur hún úr gildi.
Flest sumarstörf hjá Reykjavík-
urborg eru á vegum Garðyrkju-
deildar, Íþrótta- og tómstundaráðs,
Gatnamálastjóra og Veitustofnana.
Störfin hefjast að jafnaði um mán-
aðamótin maí/júní.
Vinnumiðlun skólafólks
Breytingar
á umsóknar-
fresti
FRÁ og með árinu 1995 hafa þeir
vagnstjórar hjá SVR sem ekki hafa
valdið tjóni í akstri á heilu ári fengið
viðurkenningu. Árið 1999 var
fimmta árið sem það var gert og þá
fengu 6 vagnstjórar ennfremur sér-
stakar viðurkenningar fyrir tjón-
lausan akstur í samfelld 5 ár. Ár frá
ári hefur þeim vagnstjórum farið
fjölgandi sem aka samfellt án þess
að valda nokkru sinni tjóni. Í fyrsta
sinn sem viðurkenning var veitt
fengu 27 vagnstjórar hana en árið
2000 var fjöldi þeirra kominn í 64.
Nú hlutu átta vagnstjórar viður-
kenningu fyrir tjónlausan akstur í
samfelld 5 ár, þar af höfðu fimm ek-
ið tjónlaust frá því byrjað var að
veita viðurkenningar.
Alls er vögnum SVR ekið tæpar 6
milljónir km árlega. Áætlað er að
vagnstjóri í fullu starfi aki um 40
þús. km á ári. Umferð á götum
Reykjavíkur fer sífellt vaxandi og er
oft nokkuð hröð og óvægin. Sé tekið
tillit til þess og það haft í huga að
allur akstur strætisvagna er á um-
ferðargötum borgarinnar er þessi
góða frammistaða sérstaklega
ánægjuleg, segir í fréttatilkynningu.
Þessir vagnstjórar SVR voru verðlaunaðir fyrir tjónlausan akstur
1996–2000. Talið f.v.: Haraldur Gunnarsson, Einar Magnússon, Kristinn
Bergsson, Hörður Tómasson, Hreinn Benediktsson, Ingólfur Ólafsson
og Björgvin Ottósson. Á myndina vantar Steingrím Matthíasson.
Vagnstjórar SVR
fá viðurkenningu
LOKIÐ er athugun Skipulagsstofn-
unar á mati á umhverfisáhrifum
vegna endurvinnslu og förgunar úr-
gangs á Patreksfirði fyrir Vestur-
byggð og fellst stofnunin á flokkun,
brennslu og urðun úrgangs á Pat-
reksfirði með ákveðnum skilyrðum.
Framkvæmdin var formlega tekin
til athugunar hjá Skipulagsstofnun í
desember 2000 og var auglýst og
kynnt með tilkynningu. Úrskurður-
inn liggur frammi hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, og hann er einnig
að finna á heimasíðu Skipulagsstofn-
unar, http://www.skipulag.is.
Kæra má úrskurð Skipulagsstofn-
unar til umhverfisráðherra og er-
kærufrestur er til 4. maí 2001.
Endurvinnsla og
förgun á Patreksfirði
Skipulagsstofn-
un fellst á fyrir-
komulagið
Í KJÖLFAR velgengni Borgarholts-
skóla í spurningakeppni framhalds-
skólanna, Gettu betur, ætlar Borgar-
holtsskóli að efna til spurningakeppni
milli grunnskóla í Grafarvogi og Mos-
fellsbæ. Markmið keppninnar er að
efla tengsl milli þessara skólastiga, að
gefa keppendum skólans tækifæri til
að skipuleggja spurningakeppni og
ekki síst að skemmta sér saman eina
kvöldstund.
Nafn keppninnar er „Borgó getur
betur“ og fer hún fram fimmtudaginn
3. maí milli kl. 20:00 og 22:30 í Borgar-
holtsskóla. Grunnskólarnir í þessum
hverfum eru sex og ef allir senda lið
verður fyrirkomulagið með eftirfar-
andi hætti: Sex viðureignir: 1. Þrjú lið
vinna í fyrstu lotu. Þau lið halda
áfram ásamt stigahæsta tapliðinu.
2. Undanúrslit.
3. Úrslit.
Spurningalið Borgarholtsskóla sér
um að semja spurningarnar, spyrja,
dæma og telja stigin.
Bjarni Jóhannsson íþróttakennari
verður kynnir. Allir þátttakendur fá
boli fyrir þátttökuna. Sigurliðið fær
farandbikar sem smíðaður er af nem-
endum Borgarholtsskóla. Nemendur
Borgarholtsskóla sjá um skemmtiat-
riði í hléi og allir gestir fá veitingar í
boði Borgarholtsskóla.
U.þ.b. 50 manna stuðningslið getur
verið frá hverjum skóla og besta
klappliðið fær einnig verðlaun.
Spurningakeppni grunnskóla
í Grafarvogi og Mosfellsbæ
♦ ♦ ♦
EFTIRFARANDI ályktun var ein-
róma samþykkt á 1. maífundi stétt-
arfélaganna á Akranesi:
„Baráttu- og hátíðarfundur stétt-
arfélaganna á Akranesi sendir sjó-
mönnum baráttukveðjur og lýsir yfir
fullum stuðningi við réttmætar kröf-
ur þeirra. Jafnframt skorar fundur-
inn á viðsemjendur þeirra að ganga
nú þegar til samninga, þannig að hjól
atvinnulífsins í sjávarbyggðum
landsins fari að snúast á ný.“
Baráttukveðjur
til sjómanna