Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 29 9.000 lögreglumenn á vettvangi til að halda óeirðaseggjum í skefjum. Í Lundúnum söfnuðust þúsundir róttækra andstæðinga hinnar alþjóð- legu markaðshyggju saman á Ox- ford-stræti. Um 5.000 lögreglumenn hindruðu að eins mikið yrði um skemmdarverk og ólæti og raunin varð í fyrra. Frá Íran fréttist að í borginni Is- fahan hefði baráttufundur verka- manna vefnaðarvöruverksmiðju snú- izt upp í óeirðir. Verkamennirnir höfðu að sögn dagblaðsins Kayhan ekki fengið greidd laun í fjóra mán- uði. Í Karachi, höfuðborg Pakistans, beitti herforingjastjórnin valdi til að hindra útifundi sem samsteypuhreyf- ing lýðræðisafla í landinu, sem átján stjórnmálaflokkar eiga aðild að, hugðist halda. Fordæmdu talsmenn þessara flokka aðgerðir stjórnvalda og kröfðust þess að þau hundruð manna sem handtekin voru til að hindra fundahöldin yrðu látin laus. Í MÖRGUM stórborgum heims kom til óeirða í kring um kröfugöngur og götumótmæli í tilefni af alþjóðadegi verkalýðsins, 1. maí. Í Berlín eru átök milli vinstrisinn- aðra – eða öllu heldur stjórnleysis- sinnaðra – róttæklinga og óeirðalög- reglu árviss viðburður á þessum degi. Í ár höfðu borgaryfirvöld ekki veitt leyfi fyrir mótmælafundi sem halda átti í Kreuzberg-hverfinu, en þar hafa ofbeldisfyllstu átökin orðið síðustu árin. Að þessu sinni voru Óeirðir víða um heim á degi verkalýðsins Reuters Brynvarin lögreglubifreið ryður burt brennandi bílflaki af götu í Berlín á þriðjudag, þar sem til árvissra 1. maí-óeirða kom. MARTIN McGuinness, sem gegnir ráðherraembætti í sam- steypustjórn Norður-Írlands, viðurkenndi í gær að hann hefði verið næstæðsti foringinn í deild Írska lýðveldishersins (IRA) í Londonderry fyrir 30 árum. McGuinness er liðsmað- ur Sinn Fein, flokks ákafra lýð- veldissinna úr röðum kaþólskra í héraðinu en flokkurinn hefur aldrei fyrr viðurkennt opinber- lega að skipulagstengsl séu á milli hans og hryðjuverkasam- takanna. Viðurkenning ráð- herrans tengist rannsókn sem fer fram á atburði fyrir þrem áratugum sem kenndur er við Blóðuga sunnudag en þá skutu breskir hermenn 14 manns til bana í Londonderry. McGuinn- ess segir að IRA hafi ekki skot- ið að breskum hermönnum þennan dag í borginni. Verkfall í Hollwood? SAMNINGAVIÐRÆÐUM fulltrúa kvikmyndaveranna í Hollywood við handritshöfunda og framleiðendur lauk í gær- morgun án samkomulags en ákveðið var að halda áfram við- ræðum. Stéttarfélag handrits- höfunda hefur enn ekki farið fram á verkfallsheimild en lítið er vitað um gang viðræðnanna vegna þess að báðir aðilar neita að tjá sig um stöðuna við fjöl- miðla. Komi til verkfalls mun það lama kvikmynda- og sjón- varpsþáttaiðnaðinn og er talið að allt að 130.000 störf á Los Angeles-svæðinu gætu tapast. Mannfall í Tsjetsjníu NÍU manns hafa fallið í átökum rússneska hersins við upp- reisnarmenn í Tsjetsjníu und- anfarna daga, að sögn rúss- neskra fréttastofa. Tveir embættismenn frá bænum Kúrstjaloj, suðaustan við hér- aðshöfuðstaðinn Grosní, voru skotnir til bana á þriðjudag en mennirnir voru báðir hliðhollir Moskvustjórninni. Hermenn felldu alls fjóra skæruliða í grennd við Grosní og var einn hinna föllnu að koma fyrir jarð- sprengjum ásamt hópi félaga sinna. Forseti Tsjestjníu, Aslan Mashkadov, sagði að rússnesk- ir hermenn hefðu á mánudag stöðvað fimm Tsjetsjena í grennd við bæinn Zakan-Júrt til að heimta af þeim peninga, þeir hefðu síðan verið skotnir. STUTT Viður- kennir IRA-tengsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.