Morgunblaðið - 03.05.2001, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SVIPTINGAR Í GENGI
Eðlilegt er að fólki bregði í brúnvegna þeirra miklu sviptingasem orðið hafa í gengi ís-
lenzku krónunnar undanfarna daga og
þá alveg sérstaklega í gær, þegar
gengið lækkaði um 6,2%. Gengi krón-
unnar hefur lækkað um 11,6% frá því
að ný peningamálastefna Seðlabank-
ans var kynnt. Bandaríkjadollar kost-
aði 102,30 krónur við lokun markaða í
gær og brezkt sterlingspund kostaði
146,90 krónur. Þessir gjaldmiðlar
hafa aldrei verið dýrari.
Um fátt var meira rætt manna á
meðal í gær en þessa þróun í gengi
krónunnar. Almenningur sem hefur
vanizt þeim stöðugleika, sem ríkt hef-
ur í efnahagsmálum þjóðarinnar í all-
mörg undanfarin ár, spyr hvort geng-
isþróunin sé vísbending um að hann
sé í hættu. Og það er ósköp eðlilegt að
þannig sé spurt. Frá gamalli tíð vita
menn hvað lækkun á gengi af þessari
stærðargráðu þýðir standi hún til
frambúðar. Þá þýðir hún kjaraskerð-
ingu. Hins vegar ber að fara varlega í
að leggja sama mælikvarða á gengis-
hreyfingar við núverandi aðstæður og
áður var gert. Þessi gengislækkun
getur gengið til baka að hluta til eða
öllu leyti. Jafnframt bendir reynsla
undanfarinna ára til að innlent verð-
lag sé ekki jafnviðkvæmt fyrir gengis-
breytingum og áður var, m.a. vegna
harðnandi samkeppni á ýmsum mörk-
uðum.
Þótt gengislækkunin hækki erlend
lán fyrirtækja hækkar hún líka tekjur
þeirra fyrirtækja, í íslenzkum krón-
um, sem selja vörur eða þjónustu í
öðrum löndum. Þannig er ljóst að
lækkun á gengi krónunnar verkar á
báða vegu fyrir t.d. sjávarútvegsfyrir-
tækin.
Gengislækkunin getur hins vegar
haft alvarlegri afleiðingar fyrir þá að-
ila sem tekið hafa lán í erlendum
myntum á móti íslenzkum eignum, t.d.
vegna hlutabréfakaupa. Hún getur
líka haft alvarlegar afleiðingar fyrir
þau atvinnufyrirtæki sem starfa á
heimamarkaði en hafa hneigzt til þess
að taka erlend lán á undanförnum ár-
um vegna lægri vaxta.
Að einhverju leyti má þó gera ráð
fyrir að gengislækkunin að undan-
förnu sé til merkis um að aðilar á ís-
lenzkum fjármagnsmarkaði séu að
vinda ofan af ákvörðunum sem teknar
voru í ljósi fyrri stefnu Seðlabankans,
þar sem menn töldu sig geta hagnazt
á vaxtamuninum og notið þeirrar
gengistryggingar sem fólst í vikmörk-
um gengis krónunnar. Hugsanlega
eru áhrifin af þessari stefnubreytingu
að mestu komin fram nú og meiri
stöðugleika að vænta á næstunni.
Það er aftur á móti augljóst að verði
þessi gengislækkun varanleg að ein-
hverju leyti getur hún aukið mjög á
verðbólguna og leitt til hækkunar
verðtryggðra lánaskuldbindinga.
Allt eru þetta gamalkunnug áhrif
gengislækkana. Munurinn nú og áður
er hins vegar sá að jákvæð þróun í
efnahags- og atvinnumálum getur
leitt til þess að gengi krónunnar
hækki jafnsnarlega og það lækkaði í
gær.
Þannig er ekki ólíklegt að sjó-
mannaverkfallið sé byrjað að hafa
áhrif sem m.a. hafa stuðlað að geng-
islækkuninni. Lok þess verkfalls
myndu þá væntanlega stuðla að
hækkun á genginu.
Í Morgunblaðinu í dag birtist frétt
þess efnis að margt bendi til þess að
þorskkvótinn verði minni á næsta
fiskveiðiári og að leiðrétta þurfi ofmat
á stærð þorskstofnsins. Skýrar upp-
lýsingar um þetta mál liggja ekki fyr-
ir en vel má vera að vangaveltur þessa
efnis hafi átt einhvern þátt í lækkandi
gengi krónunnar og falli á verði hluta-
bréfa á Verðbréfaþingi Íslands í gær.
Skoðanir voru mjög skiptar á milli
sérfróðra manna í gær um þessa þró-
un. Annars vegar voru þeir sem telja
að um skammtímalækkun á gengi
krónunnar sé að ræða, sem muni jafna
sig út á tiltölulega skömmum tíma og
ekki hafa langvarandi áhrif. Hins veg-
ar voru þeir sem telja að lækkun á
gengi krónunnar endurspegli alvar-
lega kreppu í fjármálalífi landsmanna
sem kunni að vera á næsta leiti.
Atvinnulíf okkar stendur á traust-
um grunni. Vissulega er það áfall ef
bakslag er að koma í uppbyggingu
þorskstofnsins en augljóst að sjávar-
útvegsfyrirtækin eru betur undir það
búin að takast á við þann vanda en
fyrir áratug. Sjávarútvegurinn hefur
heldur ekki sömu úrslitaþýðingu fyrir
þjóðarbúskap okkar Íslendinga og áð-
ur.
Töluverðar líkur eru á að við eigum
á næstu mánuðum og misserum ým-
issa kosta völ í áframhaldandi upp-
byggingu stóriðju sem myndi hafa já-
kvæð áhrif á efnahagslífið.
Ferðaiðnaðurinn er orðinn öflug at-
vinnugrein og hugbúnaðariðnaður og
líftækniiðnaður hafa skotið rótum. Af
þessum sökum, og jafnframt með
einkavæðingu ríkisfyrirtækja á borð
við Landssímann og viðskiptabank-
ana, eru að verða til ný fjárfestingar-
tækifæri hér á landi fyrir jafnt er-
lenda sem innlenda fjárfesta sem ættu
að stuðla að innstreymi fjármagns í
hagkerfið.
Það er þess vegna erfitt að sjá að
gengislækkun undanfarinna daga
endurspegli einhverja óáran í grund-
vallarþáttum atvinnulífsins. Svo er
ekki. Líklegra er að hún sé til marks
um ákveðnar skammtímasveiflur sem
eigi sér margvíslegar ástæður en jafni
sig út þegar frá líður.
Atburðarásin á gjaldeyrismarkaðn-
um í gær sýnir að við Íslendingar
störfum nú við allt aðrar aðstæður en
áður. Það er til lítils að spyrja hvað
stjórnvöld ætli að gera í málinu. Þess-
ar sveiflur eru afleiðingar þess frjáls-
ræðis sem við búum nú við í efnahags-
og atvinnumálum, þ.á m. í viðskiptum
við útlönd. Enginn vill nú vera án þess
frelsis. Ekkert bendir heldur til að sú
breyting á stefnunni í peningamálum,
sem gerð var í marzmánuði, hafi verið
röng. Stefna verðbólgumarkmiðs og
afnáms vikmarka gengisins er sú, sem
hefur reynzt hvað bezt hjá þeim ríkj-
um, sem búa við opið hagkerfi og
frjálsa fjármagnsflutninga milli landa.
Gengissveiflurnar nú eru að vissu
leyti það sem við mátti búast í kjölfar
slíkrar breytingar.
Grundvallaratriðið er að okkur hef-
ur tekizt að byggja hér upp heilbrigt
efnahagskerfi. Að sumu leyti má
kannski segja að sveiflur á gjaldeyris-
mörkuðum séu staðfesting á því,
hversu vel okkur hefur tekizt til í
þeim efnum. Við verðum að hafa þrek
og þor til að standast slíkar svipt-
ingar. Við megum ekki láta sviptibylji
hrekja okkur af leið.
AÐ MEÐTALINNI rúm-lega 6% lækkun gengis-ins í gær hefur gengikrónunnar lækkað um
rúm 16% það sem af er þessu ári og
frá ársbyrjun árið 2000 hefur geng-
ið lækkað um rúm 28% að meðal-
tali.
Gengisvísitala krónunnar, sem
mælir verð á krónum að meðaltali í
erlendum gjaldmiðlum, var rúm
133 stig við upphaf viðskipta í gær-
morgun en við lok viðskipta var hún
141,54, en hækkun vísitölunnar
þýðir lækkun á gengi krónunnar.
Bandaríkjadalur fór yfir 100 kr. í
gær í fyrsta skipti og kostaði við lok
viðskipta 102,30 kr. Hann hefur
hækkað um rúm 20% frá upphafi
ársins. Veltan á gjaldeyrismark-
aðnum í gær var um 36 milljarðar
króna sem er mesta velta á einum
degi frá upphafi samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins.
Ekki efnahagslegar
forsendur
Már Guðmundsson, aðalhag-
fræðingur Seðlabankans, sagði að
þeim sýndist að um tímabundið yf-
irskot á markaðnum væri að ræða.
Það byggðist auðvitað á þeim erfiðu
aðstæðum sem nú væru uppi, sjó-
mannaverkfalli sem hefði þurrkað
upp hluta af gjaldeyristekjum og
kanski meiri svartsýni á hagvaxt-
arhorfur en áður. Sumt af þessu
væri tímabundið eins og sjómanna-
verkfallið. Það væru ekki efnahags-
legar forsendur fyrir jafnmikilli
lækkun gengisins og orðið hefði í
gær. „Við bendum á að núna áður
en þessi lækkun kom var raungengi
krónunnar orðið lægra en það hef-
ur nokkru sinni verið síðan í apríl
1984,“ sagði Már.
Hann sagði að þess vegna teldu
þeir að með þessari miklu lækkun
væri verið að skjóta yfir markið.
Það væri eðli gjaldeyrismarkaða að
ýkja sveiflur með þessum hætti
bæði þegar gengið færi upp og nið-
ur en hvenær þessi lækkun gengi
til baka og í hversu miklum mæli
væri engin leið að segja um nú.
Aðspurður hvort Seðlabankinn
hefði ekki séð ástæðu til að grípa
inn í þessa þróun sagði Már að
bankinn væri ekki lengur í því hlut-
verki að halda genginu á ákveðnum
stað. Helst vildu þeir láta markað-
inn leysa sín mál sjálfan en þeir
héldu því enn þá opnu að geta grip-
ið inn í.
„Við sjáum ekki ástæðu til þess
núna en það er alveg ljóst sam-
kvæmt þeim ramma sem markaður
var á sínum tíma að það er eitt af
tækjunum sem við höfum og við
bara vegum það og metum,“ sagði
Már.
Efnahagsumgjörðin traust
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, sagði að verð á
erlendum gjaldmiðlum hefði hækk-
að um nærfellt þrjátíu prósent að
meðaltali á síðastliðnu rúmu ári.
Segja mætti að í ljósi viðskiptahalla
og framvindunnar á undanförnum
misserum að það hefði verið óhjá-
kvæmilegt að það yrði allnokkur
gengisleiðrétting. Það hefði bara
verið tímaspursmál að hans mati
hvenær að því kæmi.
Hins vegar væri gengisleiðrétt-
ingin orðin gríðarlega mikil og í því
sambandi nægði að nefna að raun-
gengið væri orðið lægra en það
hefði orðið frá því á erfiðleikaárun-
um 1983/84. Það væri auðvitað mik-
ið og sér sýndist að um væri að
ræða yfirskot á markaðnum af ein-
hverjum ástæðum sem hefði að vísu
verið tilhneigingin víða annars
staðar við svipaðar aðstæður. Í
Ástralíu og Nýja-Sjálandi hefði til
dæmis verið verulegur viðskipta-
halli um árabil sem leiddi til geng-
isleiðréttingar nýlega. Ferlið hefði
verið það þar að gengið hefði lækk-
að mjög mikið til að byrja með en
síðan farið að styrkjast aftur. Sama
mætti segja í reynd um Bandaríkin
þegar gengisleiðrétting hefði orðið
þar seint á níunda áratugnum ein-
mitt vegna mikils viðskiptahalla.
Þórður sagði að svipað ferli virt-
ist vera að eiga sér stað hér á landi,
þó að kannski væri of fljótt að
dæma um það endanlega. Gengið
réðist af framboði og eftirspurn eft-
ir gjaldeyri þegar á allt væri litið og
á undanförnum árum hefði mikil
lántaka bankanna erlendis og lán-
taka Íslendinga í erlendri mynt
fjármagnað viðskiptahallann.
Nú hefði aðeins dregið úr áhuga
á erlendum lántökum, jafnframt
sjómannaverkfalli sem gerði það að
verkum að það væri minna inn-
streymi af gjaldeyri heldur en við
venjulegar aðstæður. Þetta auk
fleiri atriða svo sem orðróms um
minni fiskveiðiráðgjöf á næsta ári
gæti leitt til meiri breytinga á
genginu heldur en efnahagslegar
forsendur segðu til um.
Þórður sagði að efnahagsum-
gjörðin væri traust. Hins vegar
hefðum við verið að eyða um efni
fram og það kallaði á leiðréttingu
sem hefði í raun verið að koma fram
á síðustu tólf mánuðum. „Svo virð-
ist eitthvað gerast núna sem gerir
menn svartsýnni en efnahagslegar
forsendur eru fyrir og það hleypur
einhver vantrú í markaðinn,“ sagði
Þórður enn fremur.
Hann bætti því við að það hefði
ekkert breyst varðandi raunstærð-
ir eða hagvaxtahorfur sem gæfi til-
efni til þeirrar djúpu dýfu í genginu
sem orðið hefði í gær.
Ekki efnahagslegar
forsendur
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, sagðist ekki sjá að
efnahagslegar forsendur væru fyr-
ir þessu falli íslensku krónunnar.
Það hefði ekkert það gerst í ís-
lensku efnahagslífi né hefðu efna-
hagshorfurnar breyst sem réttlætti
þessa miklu gengislækkun.
„Við erum með nýja skipan í
gengismálum og erum svona að
taka fyrstu skrefin í þeim efnum.
Það er við því að búast að þessari
skipan geti fylgt flökt á
og því fylgir að krónan mu
á ný. Ég held hins vegar
þróun hafi komið öllum
skjöldu,“ sagði Hannes enn
Hann sagði að þegar
tíma væri litið væri staða
hagsmálum þjóðarinnar
t.a.m. hvað varðaði opinber
útflutningstekjur og anna
vegna væru ekki forsend
svona miklum sviptingum.
„Það sem þarf að gera
væntingar breytist og trú
efnahagslífinu vaxi á ný. Í þ
um vildi maður gjarnan sjá
áform um sölu ríkisfyrirtæ
ætti að geta leitt til auki
eyrisinnstreymis við þe
stæður. Nú, maður sér ein
sér Norðurálsverkefnið og
ur í starfsskilyrðum atvin
almennt. Það ætti að geta
þess að styrkja undirstöð
isins,“ sagði Hannes.
Hann sagðist telja að u
bundið ástand væri að r
ætti sér sértækar orsak
gengið myndi leita jafnvæ
an leik.
Rannveig Sigurðardótt
fræðingur Alþýðusamba
lands, sagði að ekki væru e
legar forsendur fyrir svon
sveiflum á gengi íslensku
ar og miklu skipti að menn
sinni og sæju hvert framha
í þessum efnum. Að öllum
væri um yfirskot í genginu
Það hlyti að skýrast á næst
hvort svo væri eða ekki
væri ljóst að markaðuri
ekki að taka stöðu með
krónunni einhverra hlut
hvaða skýringar sem væ
Til að mynda hefði verið lít
kvæðar fréttir af íslens
hagslífi að undanförnu. Þ
Veltan á gjaldeyrismarkaði var 36 milljar
16% lækk
un gengi
frá ára-
mótum
Gengi íslensku krónunnar lækkaði u
rúm 6% í mjög miklum viðskiptum á g
eyrismarkaði í gær og hefur gengið e
lækkað jafnmikið í einu frá því gengi k
unnar var síðast fellt í júní árið 199
Óvissa ríkir um framhaldið en þó e
ríkjandi sú skoðun að ekki séu efnah
legar forsendur fyrir svo mikilli lækk
'',
''-
'+,
'+-
'.,
'.-
'*,
'*-
'-,
"%#%
'..!+*
$&% $%
'+,!(-
$%%
'*'!-*
&! ! # !#!!
$ 0$
1/
' ## ' #