Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 76
76 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT OG BETRA
Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Þið munuð aldrei trúa því hversu ná-
lægt heimsendi við vorum
i l i t í -
l i i i
Kvikm
yndir.c
om
Strik.i
s
HK DV
Tvíhöf
ði
Ó.H.T RÚV
strik.is
www.sambioin.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 224.Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. vit nr 220. B.i.14.
Sýnd kl. 3.50.
Vit nr. 203.
Sýnd kl. 8 og
10.20. Vit nr. 225
2 fyrir 1
Sýnd kl. 5.30
og 8 B.i.16. Vit nr. 201
Forrester fundinn
Sýnd kl. 10.30.
Vit nr. 217
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 4 og 6.
Ísl. tal. Vit nr 213.
Sýnd kl. 3.50.
E. tal. Vit nr 214
Sýnd kl. 3.50.
Ísl tal. Vit nr. 183.
Sýnd kl. 5.40,
8 og 10.20.
Vit nr. 173.
Sýnd kl. 3.40,
5.50, 8 og 10.15.
Vit nr. 207
Kvikmyndir.com
HÁSKÓLABÍÓ
þar sem allir salir eru stórir
Hagatorgi sími 530 1919
eftir Þorfinn Guðnason.
HK DV
Yfir 5 vikur á
topp 20
Strik.is
Ó.H.T Rás2
SV Mbl
Lalli
Johns
Yfir 6000 áhorfendur
Sýnd kl. 5.45 og 8
Sýnd kl. 6.30 og 8.30.
Sýnd kl. 10.30.
Sýnd kl. 10. B. i. 16.Sýnd kl. 5, 8 og 10.15.
HK DV
Kvikmyndir.com
strik.is
GSE DV
ÓFE Sýn
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
JULIA ROBERTS BRAD PITT
THEMEXICAN
Ó.H.T RÚV
Sýnd kl. 5.45 og 8.
B.i.16 ára.
Mbl
Afmælismynd Filmundar
Kvikmyndaklúbburinn Fil-mundur hefur svo sannar-lega blásið lífi í kvik-
myndamenningu landsins. Nú er
liðið eitt ár frá því að klúbburinn
hóf starfsemi sína en umsjónar-
menn hans hafa boðið kvikmynda-
áhugamönnum upp á yfir hundrað
sýningar á tímabilinu. Nú hefur
klúbburinn hafið samstarf við
Kvikmyndasafn Íslands sem veitir
honum aðgang að gömlum klass-
ískum myndum og hefst samstarf-
ið formlega í kvöld með sýningu
þrekvirkis Orson Welles, Citizen
Kane, sem sýnt verður næstu daga
í Háskólabíói.
Svo skemmtilega vill einnig til
að í ár eru 60 ár liðin frá útgáfu
myndarinnar. Orson Welles var
aðeins 25 ára þegar hann skrifaði,
leikstýrði og fór með aðalhlutverk
Citizen Kane en myndin er óneit-
anlega með merkari myndum kvik-
myndasögunnar og ekki óalgengt
að sjá hana í hæstu hæðum þegar
valdar eru bestu myndir allra
tíma.
Máttur yngri augna
Hinn ungi aldur Welles vakti
vitanlega gífurlega athygli á sínum
tíma og sönnun þess hvernig sýn
yngri, ónotaðri og byltingarkennd-
ari augna getur stuðlað að
framþróun listformsins. Það er því
vel við hæfi að kanna hug nokk-
urra íslenskra kvikmyndagerðar-
manna af yngri kynslóðinni í garð
myndarinnar. Fyrir valinu urðu
þeir Reynir Lyngdal sem hlotið
hefur fjölda verðlauna fyrir gerð
myndbanda og stuttmynda, Ragn-
ar Bragason sem gerði myndina
Fíaskó, Haukur M. Hrafnsson sem
var allt í öllu í gerð (Ó)eðlis og
Júlíus Kemp sem leikstýrði Vegg-
fóðri og Blossa/810551.
- Hefur Citizen Kane haft áhrif
á ykkur sem kvikmyndagerðar-
menn?
Reynir: „Eflaust.“
Ragnar: „Nei, ég myndi nú ekki
segja það. Kannski hafði hún það
víðtæk áhrif almennt í kvikmynda-
sögunni að það hafi skilað sér til
flestra á einhvern máta, en
kannski ekki hún ein og sér.
Tæknilega er hún afrek út af fyrir
sig miðað við þann tíma sem hún
er gerð á. Handritslega er hún
sérstaklega mikið afrek, það er
kannski það sem ég horfi meira á
en tæknilegu útfærsluna. Það er
oft talað um þessa mynd sem
brautryðjandaverk í kvikmynda-
töku og öðru slíku en mér finnst
handritið vera aðalkostur hennar.“
Haukur: „Já, hún gerði það. Ég
ætla einmitt að fara í kvöld og
nýta tækifærið til þess að sjá hana
í bíó. Þegar ég sá hana fyrst hafði
hún að vísu engin áhrif á mig
vegna þess hve ungar ég var. Svo
sá ég hana seinna og fór þá að
skilja aðeins meira út á hvað þetta
gengur allt saman.“
Júlíus: „Nei, ég held ekkert sér-
staklega. Ég var orðinn of gamall
þegar ég sá hana.“
- Finnst ykkur hún standast
tímans tönn?
Reynir: „Já, hún gerir það alveg
fullkomlega. Þetta er algjört
snilldarverk. Það sem er merkileg-
ast við þessa mynd er það að Or-
son Welles var eiginlega bara að
leika sér. Hann hafði gert svo lítið
áður og hann ákvað að gera bara
það sem honum fannst vera rétt,
sem greinilega virkaði. Það er enn
verið að kenna þessa mynd í kvik-
myndaskólum um heim allan.
Þetta er ein af þessum stórmynd-
um í hugum kvikmyndagerðar-
manna. Fyrir utan kannski í Ind-
landi.“
Ragnar: „Já, hún eldist alveg
merkilega vel - virðist algjörlega
tímalaus.“
Haukur: „Já, engin spurning.
Hún hefur þetta klassíska und-
irstöðuatriði, það verður hægt að
horfa á hana inn á þessa öld.“
Júlíus: „Algjörlega, ég hvet alla
sem eiga eftir að sjá hana að drífa
sig. Það er líka gaman að eiga
hana eftir.“
- Geta kvikmyndagerðarmenn í
dag lært eitthvað af myndinni?
Reynir: „Það sem ég held að
kvikmyndagerðarmenn geti helst
lært af því að horfa á þessa mynd
er að treysta á eigið innsæi því
það er það sem Orson Welles gerði
þegar hann gerði myndina.“
Ragnar: „Þessi mynd er gerð á
mjög áhugaverðan hátt miðað við
þennan tíma og af gífurlega mikilli
ástríðu frá hendi leikstjórans. Ég
held að kvikmyndagerðarmenn
samtímans ættu helst að horfa á
það, að fylgja hjartanu og berjast
fyrir því sem þeir vilja. Það skilaði
sér á tjaldið í þessari mynd. Mað-
urinn var uppreisnarseggur og var
barinn niður. Hann átti sér ekki
viðreisnar von eftir þessa mynd.“
Haukur: „Það er mest hægt að
læra af framtakinu. Ef þú þekkir
söguna á bak við myndina, hvað
hann hafði mikið fyrir því að gera
hana og hvernig hún kom svo út.
Það er það fyrsta sem menn ættu
að skoða og sjá svo hvernig per-
sónusköpunin er og hvernig hann
notfærir sér raunverulega atburði
til þess að búa til myndina.“
Júlíus: „Kvikmyndatökumenn,
leikmyndagerðarmenn, handrits-
höfundar og leikstjórar geta lært
mjög mikið af Citizen Kane og
ekki margar myndir sem hafa
„toppað“ hana.“
- Er þetta besta mynd allra
tíma?
Reynir: „Ég held að það sé eng-
in ein mynd „besta mynd allra
tíma“. Þær eru allt of margar til
þess að hægt sé að skipta þeim
niður í eitthvað „best of“.“
Ragnar: „Nei, ég held að það sé
engin mynd „besta mynd allra
tíma“. Ég held að ástæðan fyrir
því að hún sé oft á listum yfir
bestu myndina sé út af því hversu
mikil áhrif hún hefur haft. Áhrif
sem enn má greina, bæði tækni-
lega og handritslega, í myndum í
dag. Ég á mér margar myndir sem
eru meira í uppáhaldi en þessi.“
Haukur: „Ég hef aldrei getað
tekið neina eina mynd og sett hana
svo á toppinn. En hún er gjör-
samlega á topp 10 yfir bestu
myndir síðustu aldar.“
Júlíus: „Nei, kannski ekki besta,
en á meðal þeirra 10 bestu.“
Afmæli,
Filmundur
og Kane
Orson Welles í hlutverki Charles Foster Kane, en hver er Rosebud?
Kvikmyndaveisla í Háskólabíói næstu daga