Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 37                                     !"            !" #  $% "& "' ( $ )& (  * + '() # ",  ( -- + " $ () "" .! "/           !" ($& $.! " # ,, ' ( *  "" 0  )&1 2"" &2&"  %" (" .", ÞAÐ er ekki óalgengt að gallerí taki málara upp á arma sína og sjái með öllu um þeirra mál eins og að geyma málverk, koma þeim á sýningar og annað í þeim dúr. Lögfræðingar dánarbús breska málarans Francis Bacon álíta hins vegar að Valer- ie Beston gall- eríeigandi, sem sá um öll við- skipti málarans, hafi ekki staðið eðlilega í skil- um við hann. Um þessar mundir standa því yfir réttar- höld yfir galler- íi Beston, Marlborugh Fine Art, sem bæði er starfandi í London og Liechten- stein. Lögfræðingar dánarbúsins krefjast bóta, sem gætu numið um hundrað milljónum punda, 1,2 milljörðum íslenskra króna, fyrir að bregðast skilaskyldu við Bacon og fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á hann. Þar sem ærið margt um málarann og starfshætti hans kemur fram í réttarhöldunum er fylgst með þeim af áhuga af bresk- um yfirvöldum. Búist er við dómi snemma á næsta ári, en galleríið hefur krafist tafarlausra mála- lykta. Sérstakt samband Samband þeirra Beston og Bac- on var ærið náið og stóð allt frá því að hann var bláfátækur lista- maður árið 1958 og þar til hann lést 1992 sem vel metinn og um leið einn af tekjuhæstu listamönn- um Breta. Í réttarhöldunum hefur komið fram að Valerie Beston sá ekki aðeins um að taka við lista- verkum Bacons nánast um leið og málningin var þornuð heldur skipulagði hún í raun einnig líf hans. Bacon lifði fremur óreglu- sömu og sukksömu lífi, oft ekki langt frá göturæsinu, og var fastur gestur í spilavítum á milli þess sem hann málaði eins og óður. Hann var fæddur 1909 á Írlandi en átti enska foreldra. Æska hans var rótlaus, hann þjáðist af astma og samdi illa við föður sinn sem var hrossatamningamaður. Hann stakk af til Englands sextán ára, fékkst við eitt og annað, bjó um tíma í Frakklandi og heillaðist af Picasso. Hann fór sjálfur að mála og hanna húsgögn og fleira, en það var ekki fyrr en 1944, eftir stríðið, að hann fór að mála af alvöru, eftir að hafa eyðilagt flest eldri verk sín og við það ártal miðast fæðing hans sem málara. Á sjötta áratugnum fór hróður Bacon vaxandi, bæði heima og er- lendis, og Beston sá um að skipu- leggja sýningahald hans, selja myndir hans og hjálpa honum við tíða flutninga, en hann bjó lengst af í Chelsea. Flutti þar úr einni vinnustofu í aðra og bjó venjulega í vinnustofunni. Bacon var samkynhneigður og 1964 kynntist hann Georg Dyer, sem varð lagsmaður hans næstu árin og algengt myndefni í verkum Bacon. Dyer kynntist Bacon í krá- arlífinu, var ómenntaður, hafði ekkert með listir að gera og mátti iðulega þola fyrirlitningu vina Bac- on úr hópi lista- og menntamanna. Sambandið var stormasamt og Dyer framdi sjálfsmorð 1971 í Par- ís, en þar var hann með Bacon, sem var að opna stóra sýningu daginn sem Dyer fyrirfór sér. Dauðdagi Dyer varð Bacon gíf- urlegt áfall og eina myndin sem Bacon sagðist hafa málað af raun- verulegum atburði er af Dyer sitj- andi á klósetti, en þannig fannst hann látinn. Síðan kynntist Bacon John Edwards, sem varð lagsmað- ur hans og lifði Bacon. Edwards var eins og Dyer ómenntaður og kom úr fátækrahverfum Austur- London. Bacon arfleiddi hann að tíu milljónum punda og Edwards, sem nú er 51 árs, býr í Taílandi. Óreiða og stopult bókhald Lögfræðingar dánarbúsins hafa verið ærinn tíma að plægja í gegn- um eignir málarans og fá yfirlit yf- ir verk Bacon og viðskiptin við gallerí Beston. Fyrir dómi hefur Geoffrey Vos, sem rekur málið fyrir hönd dán- arbúsins, sagt að í þessu máli sé allt mjög einstakt enda hafi við- skipti þeirra Bacon og Beston ver- ið allt öðru vísi en gerist í venju- legum viðskiptasamböndum því að hún hafi ekki aðeins séð um mál- verk hans heldur svo fjölmargt annað í lífi listamannsins. Frá árinu 1958 hafði galleríið einkaum- boð á verkum Bacon. Dánarbúið ásakar galleríið um að hafa skipt söluhagnaði af verk- um Bacon listamanninum mjög í óhag og iðulega ekki borgað hon- um nema 30 prósent af andvirði listaverkanna en sjálft haldið 70 prósentum eftir. Eðlilegt hefði verið að þessu hefði verið öfugt farið. Galleríið er einnig sakað um að hafa ekki greitt fyrir allar myndirnar, sem það fékk frá Bac- on, og því hlunnfarið hann gróf- lega. Meðal annars hafi galleríið fengið í sölu litógrafíuseríur frá Bacon en aldrei greitt fyrir þær. Ljóst er að áhugamenn um Bacon og listir munu fylgjast náið með réttarhöldunum enda mun margt koma þar fram um ævi og störf þessa fyrrum svo umdeilda og nú svo dáða listamanns. Deilt um dánarbú Francis Bacon Málaferli um dánarbú málarans Francis Bacon snúast um háar upphæðir, segir Sigrún Davíðsdóttir, samband óreglusams málara og galleríeiganda sem skipulagði líf hans, og veita innsýn í líf málarans. Francis Bacon DAVÍÐ Þór Jónsson píanóleik- ari leikur á tónleikum Múlans í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22, í Húsi Málarans, Bankastræti 7. Með honum í för eru þeir Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa, Helgi Svavar Helgason á trommur og Jóel Pálsson á saxófóna. Kvartettinn mun aðallega leika tónlist eftir Davíð ásamt efni sem hann hef- ur fengið að láni annarsstaðar. Á nýloknum burtfararprófs- tónleikum frá FÍH flutti Davíð þessa tónlist sína fyrsta sinn. Hann hlaut hæstu einkunn á burtfararprófi sem skólinn hef- ur veitt. Aðgangseyrir er 1.200 en kr. 600 fyrir nema og eldri borgara. Frumsamin tón- list á Múlanum Davíð Þór Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.